Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1988, Side 25
FÖSTUDAGUR 25. MARS 1988,
41
Fólk í fréttum
Guðmundur Þ. Jónsson
Guðmundur Þ. Jónsson, formað-
ur Landssambands iðnverkafólks,
hefur verið í fréttum DV vegna
nýafstaðinna kjarasamninga iðn-
verkafólks við atvinnurekendur.
Guðmundur er fæddur 25. desemb-
er 1939 á Gjögri í Árneshreppi og
lauk fullnaðarprófi frá Finnboga-
staðaskóla í Árneshreppi 1953.
Hann vann verkamannavinnu og
verslunarstörf í Rvík 1953-1960 og
í Sápugerðinni Frigg 1960-1963.
Guðmundur vann í Sælgætisgerð-
inni Opal í Rvík 1966-1973 og hefur
verið í stjóm Iðju frá 1967, vara-
formaður 1970-1986 og formaður
frá, 1986. Hann hefur verið í stjórn
Landssambands iðnverkafólks frá
stofnun 1973, formaður frá 1978 og
starfsmaður sámtakanna frá 1. maí
1973 og starfsmaður Iðju frá 1. jan-
úar 1974.
Guðmundur hefur verið í mið-
stjóm Alþýðusambands íslands frá
1976 og fulltrúi þess í stjórn At-
vinnuleysistryggingasjóðs frá 1979.
Guðmundur var í stjórn Bygging-
arsjóðs Reykjavíkur 1980-1982 og
hefur verið í stjóm Verkamanna-
bústaða í Reykjavík frá 1982. Hann
var í miðstjóm Alþýðubandalags-
ins 1978-1981 og var borgarfulltrúi
í Reykjavík 1978-1981. Guðmundur
á tvö börn, Stellu Maríu, f. 23. mars
1970, og Hilmar Þór, f. 24. maí 1972.
Systkini Guömundar eru Fjóla,
f. 15. júlí 1918, sambýlismaður
hennar Eiríkur Lýðsson, sjómaður
á Víganesi í Strandasýslu, er lát-
inn; Magnús, f. 25. október 1920,
verkamaður i Keflavík, kvæntur
Önnu Lilju Gísladóttur; Ingimar,
f. 12. október 1922, rafvirkjameist-
ari í Rvík, kvæntur Halldóru
Ingunni Guðmundsdóttur, dóttur-
sonur þeirra er Ingimar Jóhanns-
son, fræðimaður í Rvík; Guðbjörn
Gunnar, f. 4. apríl 1926, vélvirki í
Rvík, kvæntur Hildi Jónsdóttur;
Margrét Jóna, f. 13. september 1928,
gift Birni Dagssyni, afgreiðslu-
manni'í Keflavík; Lilja, f. 6. ágúst
1930, gift Páli Sæmundssyni, vél-
stjóra á Djúpuvík nú í Rvík; Krist-
ín, f. 1. apríl 1932, gift Sigbimi
Brynjólfssyni, kaupmanni á Hlöð-
um í Fellahreppi Norður-Múla-
sýslu; Guðrún, f. 12. maí 1933,
iðnverkakona í Rvík; Gísli, f. 15.
apríl 1935, verkstjóri í Keflavík,
kvæntur Ásdísi Bjameyju Óskars-
dóttur; Guðríður Hallfríður, f. 27.
nóvember 1936, gift Ólafi Gunnars-
syni, bifreiðarstjóra í Rvík; og
Ingibjörg Jakobína, f. 13. ágúst
1938, gift Einari Erni Guðjónssyni,
múrarameistara í Rvík.
Foreldrar Guðmundar voru Jón
Magnússon, b. og sjómaður á
Gjögri í Árneshreppi, og kona hans,
Bjamveig Friðriksdóttir. Föður-
bróðir Guðmundar var Jón, sonur
Magnúsar, húsmanns á Gjögri,
Jónssonar, b. í Tungugröf, Guð-
brandssonar, b. í Tungugröf,
Ólafssonar. Móðir Guðbrandar var
Ingibjörg Guðbrandsdóttir, b. á
Bakka í Geiradal, Magnússonar,
bróður Erlendar, langafa Guð-
mundar, afa Karvels Ögmundsson-
ar, útgerðarmanns í Njarðvík.
Móðir Jóns á Gjögri var Lilja Þor-
bergsdóttir, b. í Reykjavík, Björns-
sonar, b. í Klúku í Bjarnarflrði,
Guðmundur Þ. Jónsson.
Bjarnarsonar.
Móðursystir Guðmundar var
Jakobína, amma Einars Karls Har-
aldssonar ritstjóra og Magnúsar
Steinþórssonar, gullsmiðs og kast-
alaeiganda, og Álfheiðar Steinþórs-
dóttur sálfræðings. Móöurbróðir
Guðmundar var einnig Magnús, cifi
Hréins Loftssonar, aðstoðarmanns
Matthíasar Á. Mathiesen ráðherra.
Þriðji móðurbróðir Guömundar
var Þorleifur afi Steinunnar Brynj-
úlfsdóttur, meinatæknis hjá
Krabbameinsfélaginu, konu Halld-
órs Guðbjamasonar, fyrrv. banka-
stjóra Útvegsbankans. Þorleifur er
einnig afl Hjálmfríðar Sveinsdótt-
ur, skólastjóra Barnaskólans í
Vestmannaeyjum, og Þorleifs
Jónssonar, bókavarðar á Lands-
bóka- og Háskólabókasafni.
Bjamveig var dóttir Friðriks, sjó-
manns á Gjögri, Friörikssonar.
Móðir Bjamveigar var Ingibjörg
Magnúsdóttir, b. og skálds á Borg-
um í Hrútafirði, Magnússonar, b. í
Laxárdal, ættfóður Laxárdalsætt-
arinnar, bróður Amdísar,
langömmu Stefáns í Hvítadal og
Guðbjargar, ömmu Nínu Bjarkar
Ámadóttur rithöfundar. Amdís
var einnig langamma Jensínu,
langömmu Friðriks Sophussonar
iðnaðarráðherra.
Magnús var sonur Magnúsar, b.
á Stóm-Hvalsá, Bjarnasonar. Móð-
ir Ingibjargar var Kristín, systir
Solveigar, ömmu Jóns Jónssonar,
skálds í Ljárskógum. Kristín var
dóttir Jóhanns, b. í Laxárdal í
Hrútaflrði, Ólafssonar.
Afmæli
Gytfi Jónsson
Gylfi Jónsson flugstjóri, Sunnu-
braut 45, Kópavogi, er fimmtugur
í dag. Gylfi fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp en í tvö ár bjó hann
ásamt foreldrum sínum í New
York. Gylfi stundaði flugnám í A.
S.T. flugháskólanum í Bretlandi og
tók þaðan flugmannspróf.
Hann hóf síðan flugmannsstörf
hjá Flugfélagi íslands 1960 þar sem
hann flaug fyrst Katalínu-flug-
bátum og DC-3-vélum félagsins, en
hann varð flugstjóri 1967. Gylfi
starfaði svo hjá Flugfélagi íslands
til 1970 en flutti þá til Japan þar sem
hann flaug í tvö ár hjá japanska
flugfélaginu All Nippon Airways.
Hann kom svo aftur heim og hefur
starfað hjá Flugfélagi íslands og
Flugleiðum síðan.
Kona Gylfa er Guðrún Lára, f.
1940, dóttir Bergsveins Ólafssonar
augnlæknis og konu hans, Elínar
Jóhannesdóttur.
Gylfi og Elín eiga þrjú börn. Þau
eru: Bergsveinn Þór, f. 31.12. 1961,
rafmagnsverfræðingur, en hann
var að ljúka framhaldsnámi í vél-
mennafræðum og tölvufjarskipt-
um, kvæntur Steinunni Stein-
grímsdóttur, og eiga þau einn son,
Gylfa Þór; Elín, f. 14.1. 1965, lög-
fræðinemi við HÍ; og Lára Fanney,
f. 7.11.1975, nemi, í foreldrahúsum.
Gylfi á einn bróður, Ólaf Rafn, f.
1936, menntaskólakennara á Akur-
eyri, sem er kvæntur Daníelu
Somers.
Foreldrar Gylfa: Jón Björnsson,
f. að Varmá í Mosfellssveit, 1901,
sem lengst af var innkaupastjóri
hjá SÍS og síðan innkaupastjóri hjá
íslenskum aðalverktökum, þar
sem hann starfar enn, og kona
hans, Lára Guðmundsdóttir, f. á
Akureyri, 1901. Föðurforeldrar
Gylfa voru Björn Þorláksson,
stofnandi Álafossverksmiðjunnar,
Gylfi Jónsson.
og kona hans, Anna Jónsdóttir,
ættuð undan Eyjaíjöllum. Móður-
foreldrar Gylfa voru Guðmundur
Vigfússon, skósmiður á Akureyri,
og kona hans, Helga Guðrún Guð-
mundsdóttir.
Svanberg Þórðarson
Svanberg Þórðarson forstöðu-
maður, Kambagerði 6, Akureyri,
er fimmtugur í dag. Svanberg fæd-
dist á Þóroddsstöðum í Ólafsfirði
og ólst þar upp til fimmtán ára ald-
urs en flutti þá til Reykjavíkur með
foreldrum sínum. Þar var hann
búsettur í níu ár og lærði þar húsa-
smíði en sveinsprófl lauk hann
1960. Hann flutti svo aftur norður
í Ólafsfjörð og þaðan til Akureyrar
1969 þar sem þau hjónin hafa búið
síðan.
Svanberg hefur starfað við iðn
sína þar til fyrir þremur árum að
hann geröist forstöðumaður jarð-
eigna- og dýraeftirhts hjá Akur-
eyrarbæ.
Svanberg er þekktur skíðamað-
ur, en hann keppti lengi á skíðum
fyrir ÍR og síðar fyrir Ólafsfirðinga.
Hann keppti á íslandsmótum í tutt-
ugu ár og hefur tvisvar sett íslands-
met í stökki. Þá hefur hann unnið
Öldungamót íslands í nokkur
skipti.
Svanberg er einnig mikill hesta-
maður og situr í stjórn Hesta-
mannafélagsins Léttis á Akureyri.
Kona Svanbergs er Anna, f. 26.8.
Svanberg Þórðarson.
1937, dóttir Halldórs Kristinssonar,
sem lengi var útgerðarmaður á
Ólafsfirði, og Huldu Helgadóttur.
Svanberg og Anna eiga sex börn.
Þau eru: Halldór, sjómaður á Ólafs-
firði, f. 1959, en sambýliskona hans
er Ása Bjamadóttir og eiga þau tvo
syni; Þórður, rafmagnstæknifræð-
ingur í Óöinsvéum í Danmörku, f.
1960, kvæntur Charlotte Ðrndoft
háskólanema; Gunnar, dagskrár-
gerðarmaður hjá Rás 2, f. 1965;
Hulda, menntaskólanemi á Akur-
eyri, f. 1969; Kristinn Helgi verk-
menntaskólanemi, f. 1970; og
Sigurjón Már, f. 1974.
Svanberg á fimm systkini. Þau
eru: Jón, framleiðslustjóri hjá Rey-
kjalundi; Sigurður, sem rekur
járnsmíðaverkstæði í Reykjavík;
Ármann, útibússtjóri KEA á Ölafs-
firði; María Sigríður, ráöskona á
Húsavík; og Eysteinn, fram-
kvæmdastjóri í Oregon í Banda-
ríkjunum.
Foreldrar Svanbergs: Þórður
Jónsson, b. á Þóroddsstöðum og
síðar gjaldkeri i Ofnasmiðjunni, f.
12.12. 1897, og kona hans, Guðrún
Sigurðardóttir, f. 17.9.1895, d. 1985.
Föðurforeldrar Svanbergs vom
Jón bóndi, smiður og útgerðarmað-
ur, Þórðarson, b. á Hnjúki í Svarf-
aðardal, og kona hans, Sigríður
Jónsdóttir. Móðuramma Svan-
bergs var Sigrún Sigmundsdóttir.
Svanberg verður ekki heima á
afmælisdaginn.
Eýrún Guðmundsdóttir
Eyrún Guðmundsdóttir húsmóð-
ir, Hamrahlíð 27, Reykjavík, er
níræð í dag. Eyrún fæddist í
Bræðraborg á Stokkseyri en flutti
síðar með foreldrum sínum til
Reykjavíkur. Eyrún var eitt sumar
í kaupavinnu norður í landi en
starfaði í Reykjavík, m.a. hjá Lofti
Loftssyni útgeröarmanni.
Eyrún giftist tuttugu og sex ára
Jóni Þorsteinssyni, íþróttakennara
og skólastjóra, f. 3.7. 1898, d. 24.3.
1985, en hann byggði og rak íþrótta-
hús sitt að Lindargötu 7 í Reykjavík
og bjuggu þau,hjónin þar í fjölda
ára. Jón var sonur Þorsteins
Hjálmssonar, b. í Örnólfsdal í Þver-
árhlíð, og konu hans, Elínar
Jónsdóttur frá Norðtungu í Borg-
arflrði.
Eyrún og Jón eignuðust einn son,
Guðmund hæstaréttardómara, f.
10.2. 1925, en kona hans er Fríða,
dóttir Halldórs, skipstjóra í Hafn-
arfirði, Guðmundssonar og Elísa-
betar Þorgeirsdóttur.
Guðmundur og Fríða eiga fjóra
syni: Jón kennara; Halldór, tækni-
fræðing hjá Pósti og síma; Árna
tölvufræðing; og Einar Rúnar.
Eyrún átti níu systkini en af þeim
komust á legg þrír bræður og þrjár
systur. Hún á nú þijár systur á lífl.
Foreldrar Eyrúnar voru Guð-
mundur kennari Sæmundsson og
kona hans, Eyrún Eiríksdóttir.
Til hamingju
með daginn!
80 ára
Gissur Jónsson, Valagerði, Seylu-
hreppi, er áttræður í dag.
75 ára
Anton Eiríksson, Vallargerði 2F,
Akureyri, er sjötíu og fimm ára í
dag.
70 ára
Hulda Mogensen, Ámanesi 2,
Nesjahreppi, er sjötug í dag.
60 ára
Guðrún Egilsdóttir, Tómasarhaga
46, Reykjavík, er sextug í dag.
Kolbrún Bjarnadóttir, Ystafelli 2,
Ljósavatnshreppi, er sextug í dag.
50 ára
Sigfús Björnsson, Selbraut 72, Sel-
tjarnarnesi, er fimmtugur í dag.
Elín Guðnadóttir, Tjarnargötu 39,
Keflavík, er fimmtug í dag.
Kristín Guðbjartsdóttir, Heiðarbóli
10, Keflavík, er fimmtug í dag.
Jökull Guðmundsson, Hraunholti
9, Akureyri, er fimmtugur í dag.
40 ára
Valgerður Ólafsdóttir, Bakkaseli
33, Reykjavík, er fertug í dag.
Halla Halldórsdóttir, Austurgerði
5, Kópavogi, er fertug í dag.
Hannes Gíslason, Fífumýri 15,
Garðabæ, er fertugur í dag.
Guðmundur Guðmundsson, Breið-
vangi 18, Hafnarfirði, er fertugur í
dag.
Kristinn Aadnegard, Amarhrauni
34, Hafnarflröi, er fertugur í dag.
Jóhanna Hjartardóttir, Beitistöð-
um, Leirár- og Melasveit, er fertug
í dag.
OPNUNARTÍMI Virka daga kl. 9-22,
SMÁAUGLÝSINGA: iZXg,\r ,U42
★ Afsöl og sölutilkynningar bifreiða.
★ Húsaleigusamningar (löggiltir).
★ Tekið á móti skriflegum filboöum.
ATHUGIÐ!
Ef auglýsing á aö birtast í helgarblaöi
þart hún að hafa borist fyrir kl. 17 á
föstudögum.
KREDITKORTAÞJONUSTA
Þú hringir - við birtum og auglýsingin verður færð á kortið.
SÍMINN ER 270227
tunoCAQU
SMÁAUGLÝSINGA-
ÞJÓNUSTA:
Við viljum vekja athygli á aö þú getur látið
okkur sjá um aö svara fyrir þig simanum.
Við tökum á móti upplýsingum og þú getur
siðan tarið yfir þær í góðum tómi.