Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1988, Side 26
42
FÖSTUDAGUR 25. MARS 1988.
Jarðarfarir
Sólrún Vilhjálmsdóttir, Hringbraut
89, Keflavík, verður jarðsungin frá
Keflavíkurkirkju laugardaginn 26.
mars kl. 14.
Kristín Teitsdóttir frá Móum lést 12.
mars. Útförin hefur farið fram.
Georg Skæringsson, Skólavegi 32,
Vestmannaeyjum, sem andaðist í
Vífilsstaðaspítala miðvikudaginn 16.
mars, verður jarðsunginn frá Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum kl. 14
laugardaginn 26. mars.
Ólöf K. Guðbrandsdóttir lést 21.
mars. Hún fæddist 2. maí 1919 að
Jörfa í Haukadal, Dalasýslu, dóttir
hjónanna Ingibjargar Daðadóttur og
Guðbrandar Árnasonar. Ólöf giftist
Ólafi Hólm Theodórssyni en hann
lést árið 1972. Þau eignuðust einn son
saman. Áður hafði Olöf eignast eina
dóttur. ÚtfÖr hennar verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag kl. 13.30.
Vilborg Einarsdóttir ljósmóöir er lát-
in. Hún var fædd að Grjótnesi á
Melrakkasléttu 29. júlí 1928. Hún ólst
upp í Garði í Núpasveit hjá foreldr-
um sínum, Einari Benediktssyni og
Kristínu Björnsdóttur. Hún lauk
námi í Ljósmæðraskóla íslahds árið
1956 og úr Nýja hjúkrunarskólanum
haustið 1977 og eftir það var starfs-
vettvangur hennar að mestu á
kvennadeild Landspítalans og mörg
hin síðari ár var hún aðstoðardeild-
arstjóri á sængurkvennagangi B.
Vilborg eignaðist eina dóttur. Útför
Vilborgar verður gerð frá Fossvogs-
kirkju í dag kl. 15.
Andlát
Sigríður Ósk Einarsdóttir, Meðal-
holti 4, Reykjavík, lést í Borgarspítal-
anum 24. mars.
Jóhanna Þ. Einarsdóttir, Hverfis-
götu 16, andaðist í Landspítalanum
miðvikudaginn 23. mars.
Tilkyimingar
Unglingamót í pílukasti
Laugardaginn 2. apríl munu íslenska
Pílukastsfélagiö og félagsmiðstöðin
Frostaskjól gangast fyrir móti í pílukasti
í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli, Frosta-
skjóli 2. Fyrirkomulag: Tvímenningsmót,
spilað verður 501. Mótið hefst kl. 10
stundvíslega, dregið verður úr skráðum
þátttakendum í riðla á staðnum. Allir
unglingar á aldrinum 13-16 ára (f '71-74)
hafa rétt til þátttöku. Mótágjald er kr. 250
á einstakling. Verðlaun verða farands-
bikar, auk þess sem verðlaunapeningar
verða veittir fyrir 4 efstu saetin. Ýmis
aukaverðlaun. Þátttaka tilkynnist í
Frostaskjól, s. 622120 eða til Emils, s.
84853.
Mun Kvennalistinn
upplýsahverjir fengu
lánin í Útvegsbanka?
Gísli Svanbergsson, Reykjavík,
spyr:
- Mun Kvennalistinn beita sér fyrir
því, til dæmis á Alþingi, að þjóðin fái
að vita hverjir fengu það fé sem ríkið
þarf nú að greiða vegna gjaldþrots
Útvegsbankans? Ég held að almenn-
ingur eigi kröfu á að vita hverjir það
eru sem fá að vaða inn í bankana og
ganga þaðan aftur út án þess að
borga. Almenningur er síðan látinn
greiða skuldir þessara aðila.
Guðrún: „Ég efast ekki um að það
verði leitað eftir því hvert þetta fé
fór. Ég held að þetta mál og nokkur
önnur mál, sem hafa verið á dagskrá
á undanfomum árum, hafi orðið til
þess að almenningur sé sér betur
meðvitandi um að hann á rétt á að
fá að fylgjast betur með hvernig fjár-
munum hans er vanð. í raun held
ég að aimenningur á íslandi geri vax-
andi kröfur um lýöræði og aukið
svigrúm til þess að hafa áhrif á sitt
nánasta umhverfi og sitt eigið líf og
þar með hvemig skattfé hans er ráð-
stafað.“
r Verður Kvennalistinn opnaður
...
CREDA
r PR. Iíúöin. hf.
Kársnesbraut 106 kóp,
S. 641418 / 41375
Menning
Er hægt að oska nokkurs frekar?
Ríma eftir Þorkel Sigurbjömsson
var fysta verkið á tónleikum Sinfó-
níuhljómsveitar íslands í gær-
kvöldi. Þetta mun vera nokkurra
ár gamalt stykki og hafa verið leik-
ið hér áður. Undirritaður kom samt
af fjöllum. Ósköp er þetta þó
hugguleg og rólega samansett mús-
ík. En ekki er hún nú tilþrifamikil
og virtist ekki gefa hljómsveit og
stjórnanda stór tækifæri til að
bregða á leik.
Það verður reyndar að segjast
eins og er að þessir tónleikar, und-
ir stjóm Páls Pampichlers Pálsson-
ar, vom ekki sérlega innblásnir af
músíkalskri andagift. Miðjuverkið,
C-moll píanókonsert Mozarts, með
Tónlist
Leifur Þórarinsson
Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur
sem einleikara, virkaði ósköp hlut-
laus og óspennandi. Anna Guðný,
sem þarna mun hafa leikið í fyrsta
sinn með SÍ á opinberum tónleik-
um, er mjög nákvæmur og öruggur
píanisti. En hún hefur ekki þann
sjarma og tilfinningaskala sem þarf
til að leika þetta viðkvæma drama.
Stjórnandinn hefur ekkert í það
heldur, það heyrði maður strax í
upphafi, á fyrsta frasa.
Lokaverkið á þessum tónleikum
var fyrsta sinfónía Sjostakóvíts,
verkið sem sá mikli snillingur sló
í gegn með 19 ára gamall. Þessi sin-
fónía er eitt af undraverkum
músíksögunnar þar sem Birtingur
segir frá ótrúlegum ævintýrum og
uppákomum. En því miður var
leikur hljómsveitarinnar, þó hann
væri fullur af réttum nótum, ótrú-
lega áhugalaus og hallærislegur.
Þetta var semsé „lesið í gegn“ og
alls ekki með neinni virðingu og
vinsemd, hvaö þá hlýju og sak-
leysi. Semsé atvinnupuð á versta
stigi. Er hægt að óska nokkurs
frekar? LÞ
Anna Guðný Guðmundsdóttir,
fiðluleikari.
fyrir að karlmenn geti fengið póli-
tískan frama þar?
Guðrún: „Það er svo skrítið að það
var eiginlega engin ásókn í að vera
með okkar meðan við vorum dúll-
andi í kringum 5 prósent. í sambandi
við framann þá er það grundvallar-
regla hjá okkur að við stundum
valddreifingu og ég held að engin
kona vænti sér sérstaks frama innan
Kvennalistans heldur skynji hún sig
fyrst og fremst sem hönd á plógi.“
-gse
Eram á móti stóriðju
Hjörtur Aðalsteinsson, Reykjavík,
spyr:
- Hvaö hefur Kvennalistinn, efhann
kemst til valda, hugsað sér að gera í
atvinnumálum? Þá á ég fyrst og
fremst við væntanlegt álver í
Straumsvík.
Danfríður: „Við erum algjörlega á
móti stóriðju. Þess vegna erum við á
móti nýju eða stækkuðu álveri í
Straumsvík og hvar sem er. Við telj-
um að álver sé ekki góður kostur
fyrir okkur; álver skapar ekki það
mörg ný atvinnutækifæri né heldur
er það arðbært fyrir okkur, svo ég
tali ekki um mengunina sem þessu
fylgir. Erlendar skuldir hlaðast upp
vegna þeirra stóriðjuvera sem við
höfum byggt upp. Við viljum frekar
leggja áherslu á léttan iðnað, svo sem
matvælaiðnað. Slíkt getum við byggt
upp með það hreina land sem við
ennþá höfum. Við teljum það frum-
skilyrði að nýta það eins og við
getum.“
- Eruð þið með einhvem smáiðnað
í huga?
Danfríður: „Við viljum hlúa fyrst
og fremst að undirstöðuatvinnuveg-
um okkar, landbúnaði og sjávarút-
vegi. í fiskiræktinni höfum við mikla
möguleika. Ég kem aftur að okkar
hreina landi. Hér höfum við getað
ræktað upp sjúkdómalausa fiski-
stofna og það eru horfur á að við
getum selt seiði til eldis á erlendan
markað. Það er annað sem ég vil
minnast á, það er í sambandi við yl-
rækt. Þar eru margir ónotaðir
möguleikar. Það hafa verið gerðar
ýmsar tilraunir með til dæmis að
lýsa upp gróðurhús til að lengja
ræktunartímann. Ég veit að erlendis
er fólk tilbúið til að kaupa dýrari
matvæli vitandi það aö þau koma úr
ómenguðu umhverfi."
Bætt eftiriit með
innfluttu grænmeti
Guðmundur Ingólfsson spyr:
- Hver er afstaða ykkar til innflutn-
ings á grænmeti? Ætlar Kvennalist-
inn að upplýsa fólk um hvernig
málum er háttað í þessu tilliti, svo
og hvað er íslenskt, sem er mun
minna mengað?
Danfríður: Það kom í ljós í umfjöll-
un á þingi um þetta mál að það er
ekki eftirlit með þessum innflutn-'
ingi. Það er nyög slæmt því við vitum
ekki hvert er upprunadand þeirrar
vöru sem við erum að kaupa og hvar
grænmetið hefur verið. ræktað. Hjá
heilbrigðisráðuneytinu er á döfmni
löggjöf um aukið og bætt eftirlit með
matvælum, þ.e. lög um hollustu-
vemd og eftirlit. HeUbrigöisráðherra
sagði að innaii árs yrði þetta eftirlit
komið í gagnið.
Eftir slysið í Sovétríkjunum er auð-
vitað mjög mikilvægt að fylgst sé vel
með öUum matvælum, ekki bara
grænmetinu heldur einnig niður-
soðnum vömm. Skordýraeitur er
víða notað í miklum mæli og því er
brýnt að herða þetta eftirlit.
Það er auövitað fuU þörf á að upp-
lýsa fólk en við höfum ekki rætt þaö
beint að hefja einhveija herferð. Það
er um að gera að skapa þá hugarfars-
breytingu í þjóðfélaginu aö fólk
kaupi fyrst og fremst íslenskt og
styðji þar með íslenskan iðnað.“
-StB
Dagvistarmálin ekki
gefin upp á bátinn
Steingerður Steinarsdóttir,
Reykjavík, spyr:
- Þið voruð þekktar fyrir það á sín-
um tíma að hugsa ekki um annað en
dagvistarmálin. Nú ríkir algert neyð-
arástand í þeim málum. Er Kvenna-
listinn endanlega búinn að gefast upp
á að gera eitthvað í dagvistarmálum?
Danfríður: „Við erum alls ekki
búnar að gefast upp á dagvistarmál-
unum. Við vitum að þetta er ein af
frumforsendunum fyrir því að fólk
geti lifað í okkar þjóðfélagi þar sem
þörf er á tveimur fyrirvinnum í flest-
um tilfellum. Við höfum nýlega lagt
fram frumvarp til laga um tímabund-
ið átak í uppbyggingu dagvistar-
heimila fyrir börn.
í frumvarpinu gerum við ráð fyrir
að stofnaður verði sérstakur sjóður,
byggingarsjóður dagvistarheimila,
þar sem til kemur framlag frá ríkis-
sjóði og atvinnurekendum. Með því
viljum við hraða uppbyggingu dag-
vistarheimila þannig að fólk geti
vitað af bömum sínum á öruggum
stað meðan það er í vinnu.
Reyndar leggjum við líka áherslu
á það að almennur vinnutími fólks í
landinu styttist því það er ekki góður
kostur fyrir böm að vera í dagvist
heilan, langan vinnudag eins og nú
er.“
-ata
Hæni laun
og minni vinna
Bryndís Þorsteinsdóttir, Reykja-
vík, spyr:
- Hvað ætlar Kvennalistinn að gera
til að bæta hag einstæðra foreldra?
Guðrún: „Það eru fyrst og fremst
launin, mikið vinnuálag og lélegur
aðbúnaður barna í þjóöfélaginu sem
þarf að bæta. Við höfum lagt fram
frumvarp um lágmarkslaun en flest-
ar einstæðar mæður eru í lægstu
tekjuhópunum.
Það kom fram á ráðstefnu félags-
málastjóra 1986 að um 25% fjöl-
skyldna í landinu eru á fátæktar-
mörkum og stærsti hópurinn er
einstæðar mæður. Ég held að með
því að minnka vinnuálagið og greiða
hærri laun, þannig að fólk geti lifað
á dagvinnu sinni, gefist því meiri tími
til samvista.
Lenging kennslutíma, svo og við-
vera bama í grunnskólum, öraggari
dagvistarþjónusta og lenging fæðing-
arorlofs era atriði sem myndu bæta
hag einstæðra mæðra mjög. Þetta
era einmitt mál sem við höfum tekið
á.“
-StB
Hamingjuóskir
Árni Ólafsson, Hafnarfirði, spyr:
- Þarsemákveðintímamóterunúna
í íslenskum stjómmálum, félags-
hyggjuafl er orðið stærsta stjórn-
málaaflið, þá langar mig að
forvitnast um viðbrögð annarra póli-
tískra afla gagnvart þessu:
Danfríður: „Viðbrögðin hafa helst
verið þau að okkur hefur verið óskað
til hamingju. En það er rétt að hafa
það í huga að hér er einungis um að
ræða skoðanakönnun. Nú, svo höf-
um við, eins og aðrir, lesið í dag-
blöðum það sem aðrir hafa haft um
þetta að segja. Hins vegar verðum
við mjög varar við þessi merkistíð-
indi að í fyrsta skiptj skuli stjórn-
málaafl fara upp fyrir fylgi Sjálfstæð-
isflokksins sem hefur .verið stærsti
flokkurinn allt til þessa. Þar um höf-
um við heyrt mikið frá samstarfs-
mönnum okkar á þingi. Þetta er
ótvíræð vísbending um að fólk er til-
búið til að sýna konum meira traust
og kannski er þetta einnig vísbend-
ing til annarra flokka um að endur-
skoða afstöðu sína á ýmsum
sviðum.“
-JBj
Af hverju fá aldraðir
ekki útborgað á sama
tíma og aðrir?
Hjördís Guðmundsdóttir, Reykja-
vík, spyr:
- Ég hef hvergi heyrt að það sé á
oddinum hjá neinum þingmanni að
aldraöir fái laun sín um mánaðamót
eins og hver annar þegn. Aldraðir
þurfa að greiða sínar skuldir um
mánaðamót eins og aðrir. Það kemur
sér því afskaplega illa að ellilífeyrir-
inn sé borgaður út um miðjan
mánuðinn. Hefur Kvennalistinn það
á sinni stefnuskrá að fá þessu breytt?
Guðrún: „Ég skal kynna mér þetta
hjá Tryggingastofnun og athuga
það.“
- Ég er nú alveg hissa á ykkur, kven-
fólkinu, að hafa ekki haft það á
oddinum að við aldraðir fáum okkar
laun um mánaðamót því að allir
gjalddagar era miðaðir við að fólk fái
útborgað þá:
Guðrún: „í stjórnarmyndunarvið-
ræðunum í vor settum við það sem
skilyrði að ekki bara hinir lægst
launuðu í þjóðfélaginu, sem hafa
tekjur af vinnu sinni, heldur einnig
aldraðir og öryrkjar, fengju þá fram-
færslu sem nægði þeim til að mæta
útgjöldum heimilisins. En ég skal
kanna það sem þú bendir á.“
-gse
Heildarstefna
í áfengismálum
Borghildur Hjartardóttir, Kópa-
vogi, spyr:
- Viljið þið ekki sjá til þess að bjór-
frumvarpið verði feflt?
Guðrún: „Ég held að það sé afar
brýnt fyrir okkur íslendinga að móta
heildarstefnu í áfengismálum. Við
tölum um og höfum áhyggjur af
fíkniefnavanda unglinganna og vilj-
um ekki að unglingamir leiðist út í
drykkju á sterkum vínum. Margir
trúa á neyslu bjórsins sem léttari
tegund áfengis. Það er mikill tví-
skinnungur í áfengismálum hér. Þeir
sem ferðast til útlanda geta fengið
keyptan bjór og einnig mun vera
hægt fyrir þá sem vilja að fá keyptan
bjór hérlendis. Samt leyfum við hann
ekki í landinu. Það besta sem við
gætum gert er að móta heildaráfeng-
isstefnu í landinu þar sem við fóram
eftir ráöleggingum Alþjóða heil-
brigðisstofnunarinnar og takmörk-
um aðgengi og framboð á áfengi,
sérstaklega hvað varðar ungt fólk en
séum ekki að taka á einu og einu
máli í senn. Ég mun ekki styðja bjór-
frumvarpið, hinsvegar finnst mér
eðlilegt að fylgja gömlum hefðum og
hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um
áfengismál.“ .sme
Eram ekki hræddar
við ákvarðanir
Ágúst Þórhallsson, Húsavík, spyr:
- ÞorirKvennalistinnaðveraíríkis-
stjórn og taka ákvarðanir?
Guðrún: „Já, við erum hvergi
hræddar en við önum ekki út í neina
vitleysu. Við tökum svo margar
ákvarðanir á dag að þú getur ekki
rennt grun í það en við erum ekkert
hræddar við að taka ákvarðanir."
- Myndi fylgi ykkar ekki minnka ef
þið færuð í ríkisstjóm?
Guðrún: „Það fer allt eftir hvernig
ákvarðanir við tækjum og hvað við
myndum framkvæma."
-SMJ
Yfirstjóm
fískeldismála
Friðrik Sigurðsson, Reykjavík,
spyr:
Ég starfa fyrir hagsmunasamtök
fiskeldisstöðva í landinu. Fiskeldi er
ein af þeim atvinnugreinum sem tal-
ið er að eigi mikla framtíð fyrir sér
á íslandi en við höfum veriö uggandi
um yflrstjórn fiskeldismála. Sem
stendur er yfirstjómin hjá land-
búnaðarráðuneytinu en okkar
hagsmunasamtök hafa óskað eftir
því að þetta verði fært yfir í sjávarút-
vegsráðuneytið. Hefur Kvennalist-
inn skoðun á því hvar þessi
atvinftugrein getur best átt heima í
stjórnkérfmu?
Danfriður: „Við höfum ekki fjallað
um þetta sérstaklega en þetta er
sannarlega umhugsunarvert þar
sem verið er að byggja upp nýja at-
vinnugrein. Kvennalistinn þarf að
taka á málinu en enn sem komið er
hefur það ekki beinlínis komið til
okkar kasta og því hefur það ekki
verið rætt sérstaklega."
-ata
Styðjum ekki NATO
Anna Kristjónsdóttir, Reykjavik,
spyr:
- MunKvennalistinngreiðaatkvæði
með aöild að NATO ef til þess kæmi?
Guðrún: „Eins og þú veist þá erum
við friöarsinnar og sem slíkir álitum
við ekki aö öryggi okkar né nokkúrra
annarra sé borgið, hvorki með hem-
aöarbandalagi né vopnum. Ég býst
við því að við myndum athuga
hvemig slík tillaga yröi fram borin
og athuga hana í því samhengi. Sam-
kvæmt þeirri stefnu, sem við höfum
í friðarmálum, get ég þó ekki séð að
við styðjum hemaðarbandalag.‘‘
-gse