Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1988, Blaðsíða 1
Liðsstyrkur í Hafnarfjörðinn:
Janus með
FH-ingum
í sumar
- sjá bls. 40
• Janus Guðlaugsson boðinn velkorainn í Kaplakrikann í gær. Viðar Halldórsson, varaformaö-
ur knattspyrnudeildarinnar, lætur ánægju sína í 3jós. Þórir Jónsson, formaður deildarinnar,
er við hlið Janusar og á endunum eru þjálfarar FH, Ólafur Jóhannesson og Helgi Ragnarsson.
DV-mynd Brynjar Gauti
Þorbjöm bíður eftir j tilboði frá IFK Malmö 1 - sjá bls. 40 I
Sjö gull og sex | íslandsmet í sundi 1 - sjá bls. 30 1
$ \i uðurnesjaliðin stein- 1 ígu í úrvalsdeildinni 1 - sjá bls. 32-33 1
óánægður
- sjá bls. 31
Stórleikur
Kristjáns
- sjá bls. 27
Þórdís fór
á kostum
- sjá bls. 26
Gullverðlaun Sigurðar í Texas:
Kastaði 73 m við
verstu aðstæður
Eggert Bogason, DV, Bandaríkjunum;
Sigurður Matthíasson náði mjög
góðum árangri á háskólamótinu Tex-
as Realeys á laugardag. Kastaði hann
spjótinu 73,20 metra við hinar verstu
aðstæður en slagviðri var er mótið
fór fram. Sigurður var hiutskarpast-
ur á mótinu en sá sem varð honum
næstur kastaði rétt yfir 73 metra.
Þess má geta að lengsta kast Sigurðar
frá upphafi er 75,16 metrar og því
má ætla að hann bæti sig verulega á
þessu ári.
Á þessu sama móti keppti Guðbjörg
Gylfadóttir í kúluvarpi en þátttaka
var öllum opin. Guðbjörg átti mjög
góða kastseríu og hafnaði í 5. sæti.
Fór kúlan lengst 14,65 metra sem er
hennar besti árangur. Þess má geta
að Guðbjörg atti þama kappi viö
marga af fremstu kúluvörpurunum
vestra og á meðal þeirra væntanlega
ólympíufara Bandaríkjanna.
Ragnheiöur Ólafsdóttir langhlaup-
ari, sem hefur náð frábærum árangri
á háskólamótunum í vetur, á við
meiðsl að stríða um þessar mundir.
Hún keppti því ekki um helgina þótt
hún hafi stefnt að því að vera meðal
þátttakenda á Texas Realeys.
„Það eru bólgur í ilinni en ég geri
ráð fyrir að vérða góð eftir eina eða
tvær vikur,“ sagði Ragnheiður í
spjalli við DV í nótt.
„Ég geri samt ekki ráð fyrir að
keppa fyrr en í lok apríl á Drake
Realeys, en það er stórt og skemmti-
legt mót sem kallar jafnan á mikla
athygli hér í Bandaríkjunum.“
-JÖG
Barnes valinn bestur
John Barnes var í gærkvöldi útnefndur knattspyrnumaður ársins í Eng-
landi af félögum sínum í samtökum atvinnuknattspymumanna. Barnes hefur
leikið frábærlega með Liverpool í vetur eftir að hann var keyptur frá Wat-
ford sl. sumar og á hann drjúgan þátt í mikilli velgengni liðsins. -VS
Knattspyma:
Jón Otti í
Grindavík
- Jón Örvar til Hafna
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum;
Jón Otti Jónsson, markvörður úr
Víkingi, hefur ákveðið að leika með
Grindvíkingum í 3. deildarkeppninni
í sumar. Hann hætti hjá Hæðar-
garðsliðinu fyrir skömmu eins og
áður hefur komið fram.
Jón Örvar Arason, sem lék í marki
Víðis í 1. deild í fyrra, hefur verið
ráðinn þjálfari 4. deildarliðs Hafna.
Hann mun einnig veija mark liðsins
en það geröi hann einnig fyrir fáum
árum.
Hermundur Sigmundsson á förum til Noregs:
Tilboö frá toppliðum
- líst best á mig hjá Bekkelagetf segir Hermundur
Hermundur Sigmundsson,
vinstrihandarskyttan úr Stjörn-
unni, leikur líklega með einu af
toppliðum Noregs næsta vetur,
Bekkelaget frá Osló. Hann kom frá
Noregi í gær með tilboð frá félaginu
upp á vasann eftir að hafa æft með
því síðustu daga. Fredensborg/SKI
og 2. deildarlið Oppsal hafa einnig
sett sig í samband viö Hermund,
sem mun stunda nám við íþrótta-
háskólann í Osló næsta vetur.
„Mér líst best ámig hjá Bekkela-
get. Liðið vantar tilfinnanlega
hávaxinn leikmann og er skyttu-
laust. Þjálfari liðsins er Tor
Edmund Helland sem lék undir
stjórn Gunnars Einarssonar hjá
Fredensborg/SKI, Hann er aðeins
um þrítugt, varð að hætta sjálfur
að leika vegna meiðsla, en mér líst
ipjög vel á hann sem þjálfara. Fred-
ensborg er einnig áhugavert liö en
það er með norskan landsliðsmann
í minni stöðu. Oppsal kemur varla
til greina, ég hef lítinn áhuga á að
leika í 2. deild,“ sagði Hermundur
í samtah við DV í gærkvöldi.
Bekkelaget varð í þriöja sæti í
norsku 1. deildinni í fyrra og er í
sömu stöðu nú. Fredensborg er í
íjórða sætinu og Oppsal er eitt
þekktasta handknattleiksfélag
Noregs þrátt fyrir að vera nú í 2.
deild.
-VS
• Hermundur Sigmundsson
leikur væntanlega i norsku 1.
deildinni næsta vetur.