Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1988, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 11. APRÍL 1988. 39 íþróttir Sandy Lyle vann US Masters fýrstur breskra golfleikara: Snilldartilþríf á síðustu holu tiyggðu sigurinn missti forystuna til Calcavecchia á 15. holu Skotinn Sandy Lyle varð í gær- kvöldi fyrsti breski golfleikarinn til að vinna sigur á hinu geysiöfluga bandaríska ineistaramóti, US Mast- ers, sem þá lauk í Augusta í Banda- ríkjunum. Hann lék 72 holur á 281 höggi, einu færra en Bandaríkjamað- urinn Mark Calcavecchia sem undir lokin virtist orðinn öllu sigurstrang- legri. Lyle var í fararbroddi nánast allan tímann og hafði tveggja högga for- ystu þegar fjórði og síðasti hringur- inn hófst í gær. Hana missti hann niður á 11. og 12. holu og á þeirri 15. komst Calcavecchia, sem aðeins keppti á meistaramótinu í annað skipti á ferli sínum, fram fyrir Lyle. Hinn gamalreyndi Craig Stadler blandaði sér einnig í baráttuna um tíma á síðasta hringnum, sem hann lék á 68 höggum, en gaf eftir á ný undir lokin. Það var síðan glæsilegur enda- hnykkur sem færði Lyle sigurinn. Hann náði „birdie" á síðustu hol- unni, sló fyrst kúluna snilldarlega úr sandgryfju inn á flötina og púttaði síðan á öruggan hátt af 6 feta færi. Hann lék síðasta hringinn á 71 höggi en Calcavecchia á 70. Lokaröð efstu manna varö sem hér segir: Sandy Lyle.........7167 72 71 = 281 M. Calcavecchia....7169 72 70 = 282 Craig Stadler......76 69 7068 = 283 Ben Crenshaw.....72 73 67 72 = 284 Greg Norman......77 73 71 64 = 285 Don Pooley.......7172 72 70 = 285 Fred Couples.....75 68 7171 = 285 David Frost......73 74 7168 = 286 TomWatson........72717371 = 287 Bernhard Langer..71 72 71 73 = 287 Seve Ballesteros.73 72 70 73 = 288 Lanny Wadkins....74 75 69 70 = 288 Raymond Floyd....80 69 68 71 = 288 Nick Price.......75 76 72 66 = 289 DougTewell.......75736873 = 289 Mark McNulty.....74 7173 72 = 290 Fuzzy Zoeller....76 66 72 76 = 290 DanPohl..........78706973 = 290 -VS • Seve Ballesteros, Spánverjinn frægi, náðl aldrei að ógna efstu mönnum en var samt sem áður framarlega í flokki og lék völlinn á pari. Simamynd Reuter - • Bernhard Langer átti möguleika á einu toppsætanna fyrir síðasta hring en lék hann á 73 höggum. Simamynd Reuter • Sandy Lyle slær kúluna á tjarnarbakka. Hann var i fararbroddi allan tim- ann en fékk gifurlega harða keppni á síðasta hringnum. Simamynd Reuter Við höfum komið okkur fyrir í verslun Heimilistækja hf. í Sætúni £ I Töivuhorninu er allt til reiðu varðandi tölvubúnað. Einmenningstölvur tölvuborð, prentarar# blekborðar og hvers konar rekstrarvörur. Einnig mikið úrval af hugbúnaði. Fagieg ráðgjöf tryggir betri kaup. Velkomin i Tolvuhorníö hjá WANG? Kynnírig t dag fra kl. 10 tsl 13 Heimilistæki hf, Sætóm 8,105 P.vik Sími: 91-6915 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.