Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1988, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 11. APRÍL 1988. 37 • Hugo Sanchez skoraöi með einni af sínum frægu hjólhesta- spymum þegar Real Madrid vann öraggan sigur á Logrones, 2-0, í spænsku 1. deildinni í knatt- spymu um helgina. Michel Gonzalez skotaði seinna mark meistaranna sem eru tíu stigum á undan næsta liði, Real Socie- dad, hafa 54 stig gegn 44. Barce- lona mátti sætta sig við markalaust jafntefli gegn Real Murcia á útivelh og er áfram um miðja deild. • Porto tapaöi sínum fyrsta leik á keppnistímabilinu í Portú- gal, 2-1, fyrir Sporting í Lissabon. Þetta var 29. ieikur Evrópumeist- aranna í deildinni í vetur, og þeir þurfa eftir sem áður aöeins fimm stig úr síðustu fimm leikjunum til að tryggja sér meistaratitilinn. Paulinho Cascavel og Mario Jorge skoruöu fyrir Sporting en Jorge Placido fyrir Porto. Benfica vann Rio Ave 1-0 á útivelli með marki frá Chalana, og lék þó án fimm af sínum bestu leikmönn- um sem meiddust í Evrópuleikn- um gegn Steaua sl. miðvikudag. Porto hefur 49 stig en Benfica 43 þegar fimm umferðum er ólokið. • Monaco heldur fimm stiga forskoti sínu í frönsku knatt- spyrnunni eftir 2-0 sigur á Brest um helgina. Dib og Ferratge skor- uðu mörkin. Bordeaux lagði Toulon, 3-0, en Matra Racing Paris deildi stigum gegn ná- grönnum sínum, Paris St. Germain, 1-1. Monaco er með 44 stig, Bordeaux 39 og Matra Rac- ing 37 þegar sjö umferðum er ólokið. • Terry Yorath var á fóstudag- inn ráðinn landsliöseinvaldur Wales í knattspyrnu, til bráða- birgða. Hann stýrir velska lands- liöinu í þremur vináttulands- leikjum næstu vikurnar. Yorath er 38 ára gamall og lék um árabil með Leeds og landsliði Wales. • Atvinnumennska verður loksins leyfð opinberlega í sov- éskum íþróttum innan skamms, og byrjað verður á knattspyrnu og íshokkí - eftir því sem íþrótta- málafrömuðurinn Vyacheslav Koloskov sagði á fóstudag. Fleiri íþróttagreinar fá síðar sömu rétt- indi. Koloskov sagði aö þróunin yrði sú að erlendum leikmönnum yrði leyft að ganga til liðs viö sov- ésk félög og sovéskir leikmenn fengju á sama hátt að leika er- lendis. • Sparta Prag, sem fór illa með Framara í Evrópukeppni meist- araliða í haust, er meö yfirburða- stöðu í tékknesku knattspyrn- unni. Þegar 19 umferðum er lokið af 30 er Sparta með niu stiga for- ystu, hefur 32 stig gegn 23 hjá Banik Ostrava og Dunajska Streda. • Rapid Wien stefnir hraöbyri á meistaratitilinn í Austurríki. Forysta hösins minnkaði þó um eitt stig um helgina með 0-0 jafn- tefli við GAK á meðan Austria Wien vann Sturm Graz, 5-1. Rapid er með 40 stig en Austria 34. • Brasilíski knattspymumað- urinn Ronaldo, sem leikur með Botafogo, varð fyrir því um helg- ina að einn stuðningsmanna hðsins stakk hann með hníf í handlegginn. Mikill fjöldi fólks hafði safnast saman til að fylgjast meö æfingu hjá Botafogo og baul- aði óspart á leikmennina sem hefur gengið illa í vetur og aðeins unnið þijá leiki af tólf í deilda- keppninni. Nokkrir leikmann- anna, þar á meðal Ronaldo, kunnu þessu illa og réðust að fjöldanum með þessum afleiðing- um. íþróttir Vestur-þýska knattspyman: Stuttgart stefnir á verðlaunasæti - Uerdingen vann fallslaginn gegn Bochum Sigurður Bjömsson, DV, V-ÞýskaJandi: Ekkert lát er á sigurgöngu Stutt- gart í úrvalsdeildinni. Meö 3-0 sigri á Kaiserslautern á laugardaginn og tapi hjá Köln eru nú orðnir góöir möguleikar á að hreppa annað eða þriðja sætið í deildinni og sæti í Evr- ópukeppni má heita öruggt úr þessu. Á 59. mínútu gegn Kaiserslautem tókst Rainer Schutterle að skora af stuttu færi, 1-0. Karl Allgöwer skor- aði síðan úr vítaspymu á 84. mínútu eftir að brotið hafði verið á Khns- tnann og Fritz Walter skoraði þriðja markið einni mínútu síðar, 3-0. Ás- geir Sigurvinsson átti ágætan leik og var í hópi bestu manna Stuttgart. Hann, Walter, Schutterle og Immel markvörður fengu ahir 3 í einkunn í blaðinu Bild. Bayern tók Schalke heldur betur í kennslustund en liðsmenn Schalke gerðust þó svo frekir að ná foryst- unni á ólympíuleikvanginum í Munchen. Schipper skoraði á 10. mínútu, 0-1. Matthaus jafnaði úr vítaspymu á 22. mínútu, Rummen- igge skoraði á 25., Wegmann á 31., Mattháus aftur úr víti á 39. og hann skoraði síðan sitt þriðja mark rétt fyrir leikhlé, staðan þá 5-1! Þó svo að leikmenn Bayern hægöu á sér í seinni hálfleik tókst þeim að skora þrjú mörk. Dorfner á 79., Wegmann á 80. og Augenthaler á síðustu mín- útu leiksins, 8-1. Þó ótrúlegt megi virðast var Toni Schumacher, mark- vörður Schalke, besti maður í sínu hði! Uerdingen vann mjög mikilvægan sigur á Bochum í fallbaráttunni. Boc- hum komst yfir á 7. mínútu þegar Leifeld skoraði, 0-1, en Fach jafnaði á 30. mínútu, 1-1. Mathy kom Uerd- ingen yfir á 32. mínútu og Svíinn Robert Prytz innsiglaði sigur Uerd- ingen á 37. mínútu, 3-1. Atli Eðvalds- son lék ekki með Uerdingen, sat á varamannabekknum. Bremen vann útisigur á slöku liði Mannheim. Borowka skoraði eina mark leiksins á upphafsmínútu síö- ari hálfleiks, 0-1. Óvæntustu úrshtin voru án efa sig- ur Homburg á Köln, 1-0, og leikmenn Köln geta nú endanlega gleymt draumnum um meistaratitihnn. Thomas Dooley skoraði sigurmarkið á lokasekúndum fyrri hálfleiks. Hamburger vann góðan sigur á Gladbach. Fyrirliðinn Von Heesen skoraði á 45. mínútu, Uwe Rahn, sem lék á ný eftir 6 vikna fjarveru, jafn- aði fyrir Gladbach á 65. mínútu og Uwe Bein skoraði sigurmark Hamb- urger á 83. mín., nýkominn inn á sem varamaður. Dortmund og Hannover skildu jöfn í mjög skemmtilegum leik, 3-3. Dort- mund náði þrisvar forystunni í leiknum en ávallt tókst Hannover að jafna. Mörk Dortmund skoruðu Storck 2 og Frank Miil en fyrir Hannover skoruðu Drews, Reich og Surmann. Pólverjinn Smolarek náði foryst- unni fyrir Frankfurt á 51. mínútu en Bmnner jafnaði fjórum mínútum síðar fyrir Numberg, 1-1. Leverkus- en og Karlsruhe skildu jöfn í afar slökum leik, 0-ú. Guöni Bergsson og félagar i 1860 Munchen gerðu jafntefli, 1-1, á heimavelh við Amberg í Bayemriðli 3. dehdarinnar. Þeir eru áfram fjór- um stigum á eftir toppliðinu, Unter- hacing. Vestur-þýska knattspyman Bayem Munchen - Schalke ...8-1 Uerdineen -Bochum 3-1 Stuttgart - Kaiserslautem... ....3-0 Leverkusen - Karlsruhe 0-0 Mannheim - Bremen 8-1 Hamburger - Gladbach.. ....3-1 Homburg Köln 1-0 Numberg - Frankftut 1-1 Dortmund Hannover 3-3 Bremen.....27 18 7 Bayera.....27 18 3 Köln........27 13 11 Stuttgart..27 15 6 Numberg....27 12 9 Gladbach...27 13 Hamburger..27 9 Leverkusen..27 Frankfurt..27 Hannover...26 Karlsruhe.....27 Dortmund ....27 Mannheim.... 27 Kaisersl. .......27 Uerdingen ....26 Bochum.....26 2 50-15 43 6 68-35 39 3 44-22 37 6 57-33 36 6 39-27 33 3 11 46-38 29 9 9 45-54 27 8 10 9 40-45 26 9 6 12 42-42 24 9 5 12 42-44 23 8 7 12 30-48 23 7 8 12 37-42 22 6 10 11 28-41 22 7 7 13 39-50 21 7 6 13 37-49 20 6 7 13 34-43 19 Schalke..;...26 Homburg....27 3 15 41-67 19 9 13 30-54 19 • Lothar Mattháus skoraði þrennu í fyrri hálfleik þegar Bayern vann Schalke 8-1. Svissneska knattspyman: Enn jafnt hjá Luzem - fjórða jafnteflið í röð Luzern, liði Sigurðar Grétarssonar, hefur ekki gengið'sem skyldi í toppslag svissnesku knattspyrnunnar. Um helgina gerði Luzern jafntefh við St. Gallen þar sem hvorugur aðihnn skoraði mark. Félag- ið hefur gert 4 jafntefli í röð og er með 16 stig i 7.sæti. Um aðra deildina er það aö segja að Olten, lið Ómars Torfasonar, lagði Vevey að velli, 3-0. Ómar lék á miðjunni og stýrði liöi sínu til sigurs. Olten er nú í öðru sæti í keppni um áframhald í annarri deild - hefur 4 stig eftir 3 umferðir. Hvað varöar landsleikinn við Ungveija í byrjun maí kvaðst Ómar reiðubúinn að spila. Hins vegar sagði hann að forráðamenn KSÍ hefðu ekki enn rætt við sig formlega vegna leiksins. Félag Sævars Jónssonar, Solothurn, sem leikur í annarri dehdinni á sama hátt og Olten, tapaði nokkuð óvænt fyrir Zug á heimavehi sínum, 1-2. Sævar átti engu að síður góðan leik og fékk lof í sviss- neskum blöðum fyrir framgöngu sína. -JÖG Launaforritið LAUN hentar fyrir alla almenna launaútreikninga. Það þarf aðeins að slá inn lágmarksupplýsingar, LAUN sér um allt annað. Tæplega 20.000 íslendingar fá greidd laun sem unnin eru í forritinu LAUN frá Rafreikni enda er það mest notaða launaforrit á íslandi. frá Rafreikni Meðal atriða má nefna: - reikna launin - prenta launaseðla - prenta allar skilagreinar - staðgreiðslukerfi skatta - halda utan um skatta, orlof o.fl. - lista fyrir kjararannsóknanefnd - prenta launamiða um áramót - orlof samkvæmt nýjum orlofslögum Athugið að LAUN sér algjörlega um allt sem snýr að staðgreiðslu skatta - öll skil verða nákvæmlega eins og lög gera ráð fyrir. Allt þetta og meira til. Forritinu fylgir kertnsla og stórkostleg handbók. LAUN fæst í næstu tölvuverslun. Ánægðir notendur eru bestu meðmæli okkar. hugbiina&ur - forrttun - rá8g|öt Rafreiknir ;*•* Sml6|uvegl 4c, 200 Kópavogur, sfml 91-641011 -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.