Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1988, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 11. APRÍL 1988. 35 Iþróttir íslenskir siglingamenn ætla sér að Gunnlaug búa sig a Ekki hefur enn verið ákveðið hvaða íþróttamenn keppa fyrir Islands hönd á ólympíuleikunum í Seo- ul en fastlega má reikna með að á meðal þátttak- enda veröi, siglingamennirnir Gunnlaugur Jónasson og Isleifur P. Friðriksson. Gunnlaugur Jónasson keppti á ólympíuleikunum í Los Angeles og náði þá 23. sæti ásamt félaga sínum, Jóni Olafi Pétu”ssyni. • Þeir Gunnlaugur og ísleifur stefna ótrauðir að toppárangri í Seoul. Þeir setja markið hátt og telja allir sem til þekkja að með réttum undirbúningi eigi þeir að geta náð mjög góðum árangri. • Gunnlaugur og Jón Olafur höfnuðu í 23. sæti í Los Angeles á ólympíubátnum „470“. Þeir félag- ar, Gunnlaugur og Isleifur, hafa lagt hart að sér viö undirbúning og hefur Gunnlaugur meðal ann- ars ferðast um Evrópu og tekið þátt í keppni siglingamanna víðs vegar um álfuna á 21 móti. Aðalmarkmiðið með þátttöku í þessum mótum hefur auðvitað verið að afla nauðsynlegrar reynslu fyrir OL í Seoul. • Gunnlaugur hefur náð góðum árangri í Evr- ópu. Hann sigraði meðal annars tvívegis á mótum í Noregi og á síðasthðnu vori hafnaði hann í 11. sæti á stójrmóti í Saint Maxime í Frakklandi ásamt Haraldi Olafssyni. Þess má geta að 160 bátar frá öllum heimshornum tóku þátt í mótinu. Þá má einnig geta þess að þeir Gunnlaugur og Jón Ólafur kepptu á heimsmeistaramótinu 1987 og náðu þá sjöunda besta brautartímanum í fyrstu keppninni af fimm. • Gunnlaugi Jónassyni bættist mikill liðsauki á síðasta hausti er gamla kempan Isleifur P. Friðriks- son gekk til liðs við hann. Kunnugir telja að Gunnlaugi sé mikill styrkur í ísleifi enda fer þar reynslumikill og duglegur siglingamaður. Þeir fé- lagar leggja hart að sér við æfingar og helga þeir íþróttinni allan sinn frítíma enda slík fórn nauð- Isleifur á aðstoð að halda sem vonandi berst áður en það er um seinan. Þeir stefna hátt og eru stað- ráðnir í að verða siglingaþjóðinni á Islandi til mikils sóma á OL í Seoul. -sk Gunnlaugur og Isleifur sigla beitivind (mótvind) ó æfingu á Skerjafirði á dögun- um. ísleifur, til vinstri, hangir í „trapísunni" en Gunnlaugur hangir á tábandinu og stýrir. DV-mynd Páll Stefánsson • Hér sjást þeir Gunnlaugur Jónasson, til vinstri, og Isleifur P. Friðriks- son en það kemur væntanlega í þeirra hlut að keppa fyrir íslands hönd á OL i Seoul. DV-mynd Páll Stefánsson • í sigl- // ingakeppni // ólympíuleik- // anna er sigldur // svokallaður ólympiu- // hringur. Á teikningunni sést / uppdráttur að slíkum hring. / / Bátarnir hefja siglinguna við hlið ./'y' startbátsins (neðst til vinstri) og slgla rakleitt frá bauju 1 til bauju 2 og áfram utan við bauju 3 og þaðan að bauju 1 (i þrí- -—^ hyrning). Þá er siglt frá bauju 1 og tekin kúvending við bauju 2 og siglt aftur að bauju 1 (pylsa). Nú er sigld- ur annar þrihyrningur sem i upphafi og endað á siglingu frá bauju 1 til bauju 2 þar sem markið er. Um ein sjómíla er á milli bauj- anna. Siglingin tekur um það bil 90 minútur. -SK/Teikning Jóhannes Reykdal „Hafna nálægt tíunda sæti“ „Ég hef þá trú að þeir Gunnlaugur og ísleifur ættu að geta hafnað ná- lægt tíunda sæti í sigl- ingakeppni ólympíuleik- anna í Seoul. Þeir hafa lagt gífurlega hart að sér við æfingar í allan vetur þegar aðstæður hafa verið hagstæðar en stundum hefur ís hamlað æfmg- um,“ sagði Óttarr Hrafn- kelsson, stjórnarmaður í siglingafélaginu Ými í Kópavogi og starfsmaður Siglingasambands ís- lands, í samtali við DV. „Vonandi skila þrot- lausar æfmgar sér í góðum árangri í Seoul. Aðstæður í Seoul munu ekki hafa mjög mikiö að segja nema þá kannski of mikill hiti. Þeir Gunn- laugur og ísleifur eru góðir viö ailar aðstæður en kannski bestir í mikl- um vindi. Ég á von á því að þeir standi sig mun betur á OL í Seoul en í Los Angeles,“ sagði Óttarr. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.