Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1988, Qupperneq 14
14
MÁNUDAGUR 9. MAÍ 1988.
Frjálst,óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:-
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr.
Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr.
Seinheppni Seðlabankans
Það er kunnara en frá þurfi að segja að íslenskur
atvinnurekstur á í vök að verjast. Einkum úflutningsat-
vinnuvegirnir, sem hafa búið við ranga gengisskráningu
upp á síðkastið sem hefur í rauninni skákað þeim úr
leik í samkeppni við erlenda aðila. Talsmenn atvinnu-
lífsins benda á að meðan framleiðslukostnaður hér
innanlands hækkar dag frá degi er genginu haldið föstu
og bilið milli tekna og útgjalda eykst jafnt og þétt. Til-
raunir til að halda verði í skeíjum eru vonlausar ef
framleiðslan á að standa undir sér.
Þetta er einn þáttur vandans. Annar er sá að vaxta-
kostnaður og svokallaður fj ármagnskostnaður verður
sífellt stærri baggi á öllum atvinnurekstri. Verðtrygging
lána er þungur baggi í mikilli verðbólgu, einkum þegar
verðbólgan hér á landi er langt umfram verðbólgu í
öðrum löndum. Samkeppnisaðstaðan verður ójöfn og
óþolandi við slíkar aðstæður.
Þetta gildir um innlendu lánin, en erlendu lánin skapa
líka vanda. íslenskum fyrirtækjum hefur í vaxandi
mæli verið gefmn kostur á að taka erlend lán og þau
hafa þurft á því að halda. Segja má að kosturinn við
fastgengisstefnuna sé sá að þessi lán hækka ekki meðan
genginu er haldið föstu. En að sama skapi hlýtur afleið-
ing af gengisfellingu að verða sú að lánin verða þyngri
í afborgun þegar fleiri krónur þarf til að borga hverja
einingu af hinni erlendu mynt.
En genginu hefur ekki alltaf verið haldið föstu og
mikill munur hefur verið á ferð þess upp eða niður,
eftir tegund gjaldeyris. Þá hefur verið hlutverk Seðla-
bankans að stýra þessum lántökum og gefa mönnum
ráð um það hvaða gjaldeyristegund rétt sé að veðja á.
Þegar nú er enn og aftur farið að ræða um nýja gengis-
fellingu, hlýtur sú spurning að vakna hvaða áhrif hún
hafi á lánabyrði okkar erlendis.
í fróðlegri samantekt í DV á föstudaginn kemur fram
að lengst af voru langflest af erlendum lánum íslend-
inga bundin dollar. Það var á þeim tíma sem dollarinn
var hátt skráður og íslendingar supu seyðið af því. Var
þá söðlað um og mönnum ráðlagt að binda lánin við
evrópska mynt. Það var eins og við manninn mælt að
þá tók Evrópumyntin við sér, markið og pundið styrkt-
ist dag frá degi, en dollarinn dalaði.
Þegar skuldbreyting útgerðarinnar var framkvæmd
á árinu 1984 tók Ríkisábyrgðasjóður þá ákvörðun að
yfirtaka lán útgerðarinnar og veitti í staðinn lán sem
voru miðuð við lánskjaravísitölu. Það mun hafa verið
gert samkvæmt ráðleggingu frá Seðlabankanum. Sam-
kvæmt upplýsingum frá skrifstofu Landssambands
íslenskra útvegsmanna hækkaði þessi lánskjaravísitala
um 123% meðan hinir svokölluðu SDR gjaldmiðlar
hækkuðu ekki nema um 65%. Á síðasta ári hækkaði
lánskjaravísitalan um 22% en SDR aðeins um 1%.
Sömu sögu er að segja af japanska yeninu. Fjármála-
póhtík Seðlabankans leiddi lántakendur á villigötur með
sama hætti.
Þegar allt er talið saman er óhætt að fullyrða að fjár-
málavit Seðlabankans og annarra þeirra, sem hafa gert
tilraunir til að stýra erlendum lántökum milli gjaldeyr-
istegunda, hafi ekki verið borið í trogum. Seinheppnin
hefur ekki riðið við einteyming. Þó er athyglisvert að
fjörutíu próent erlendra lána á vegum ríkissjóðs eru í
dollurum. Það hefur borgað sig á fastgengisöld. En hver
er þá hissa á því þótt ríkisstjórnin tregðist við að fella
gengið á doharnum þegar hagsmunir ríkissjóðs eru
mestir í því að halda gengi dollarans háu?
Ellert B. Schram
Jafnstaða jafngildir ekki jafnrétti:
RétUcetið
er elst allra
deiluefna
Allir stjórnmálaflokkar telja sig
vera boöbera réttlætisins. Menn
líta bara réttlætið mismunandi
augum og í raun eru flest réttlætis-
mál pólitísk ágreiningsefni. Mjög
fá þeirra eru hafin yfir pólitískar
deilur jafnvel í háborgum lýðræð-
isins. Spurningin um réttlæti og
alveg sérstaklega jafnrétti er mjög
heimspekilegs eðlis.
Ekki ætla ég í þessum kjallara
að reyna að leggja mikið af mörk-
um til skýringar á hugtakinu
jafnrétti, en algjör ruglingur virðist
ríkja á milli hugtakanna jafnrétti
og jafnstaða og er það ákaflega
bagalegt og kemur oft í veg fyrir
að fólk sjái kjarna margra deilu-
efna.
í brothættu lýðræðisþjóðfélagi
skiptir meginmáli að upplýsinga-
miðlun á milli þegnanna sé hindr-
unarlaus og að fólk deili ekki um
fleiri mál en eru raunveruleg deilu-
efni, ærið nóg er af þeim samt. Allt
of oft deilir fólk vegna misskiln-
ings, en sum samtök virðast gera í
því að rugla fólk í ríminu og þá
væntanlega til að ná pólitískum
markmiðum og e.t.v. stundum
vegna þekkingarskorts eða ann-
arra ástæðna sem ég þori ekki að
setja á blað.
Mishár orkukostnaður
Mikill munur er á upphitunar-
kostnaði á íslandi, og meginskýr-
ingin er ekki vegna misréttis eins
og margir halda fram. Samtök um
jafnrétti og félagshyggju hafa t.d.
marg sinnis kallað mismuninn
misrétti sem verði að leiðrétta.
Undirskilið er að löggjafinn eða
stjórnvöld eigi að grípa inn í málin
og jafna orkukostnaðinn. Hér er
augljóslega um að ræða skort á
jafnstöðu en ekki jafnrétti endilega.
Sum sveitarfélög hafa fyrir löngu
skattlagt borgara sína til þess að
geta ráðist í hitaveituframkvæmdir
sem eru misjafnlega arðsamar af
ýmsum ástæðum. Aðrir hafa ekki
gert slikt hið sama eða eru þannig
í sveit settir að líkur á jarðvarma
eru litlar.
Þaö er jafnrétti, ef allir þjóðfé-
lagsþegnar hafa sama rétt gagnvart
t.d. Jarðborunum ríkisins til að fá
borað eftir heitu vatni eftir sann-
gjarnri gjaldskrá. Ef Stefáni
Valgeirssyni og Halldóri Ásgríms-
syni tækist að fá í gegn sérstaka
skattlagningu á Hitaveitu Reykja-
víkur til þess að greiða niður
orkukostnað annarra, er það miklu
nær því aö vera óréttlæti en jafn-
rétti þótt stefnt sé að jafnstöðu. Það
þyrfti að kenna sumum söguna af
litlu gulu hænunni. Enginn efast
um að það var hún sem átti að
borða brauðið en ekki hundurinn,
kötturinn og svínið, vegna þess að
hún ein hafði til þess unnið. Þegar
litla gula hænan borðaði brauöið,
dugði lítið fyrir svínið að æpa:
„Misrétti."
- Ef farið yrði út í sérstakan auð-
lindaskatt, sem leggja mætti á heitt
vatn í Reykjavík, verður að skatt-
leggja náttúruauðlindir á íslandi
allar án tillits til staðsetningar eða
eiginleika. Visst réttlæti gæti falist
í því, en þá verður að gæta þess að
skattlagningin leiði ekki til óhag-
kvæmni í rekstri þjóðfélagsins. Þá
yrði að skattleggja öll gróðurhúsin
og fiskeldisstöðvamar sem njóta
jarövarma.
Síðan koma allar laxveiöiárnar.
Maður sér fyrir sér Stefán Val-
KjaHarinn
Jónas Bjarnason
efnaverkfræðingur
geirsson tala fyrir sérstökum
laxveiðihlunnindaskatti á fundi á
Húsavík! Síðan koma náttúrlega
fiskimiðin, sauðfjárbeit á afrétti,
sumarbústaðalönd, veiðivötn,
vatnsorkan o.fl. Þaö mætti spyrja
jafnréttisspekingana hvernig stríð
við Persaflóa getur aukið misrétti
á íslandi?
Jafnrétti í atvinnumálum
Alvarlegastur er hugtakarugling-
urinn í atvinnumálum. Flest svið
íslenskra atvinnumála ganga út frá
því að jafnstaða sé ekki markmið
heldur hið gagnstæða, þ.e. að mis-
jöfn staða fyrirtækja „grisji skóg-
inn“ eða skilji hafra frá sauðum,
vegna þess að engin önnur leið
hefur fundist betri til að stjórna
fjölda fyrirtækja.
Frumskógarlögmálin eru ekki til
að hæðast að þeim. Enginn gerir
ágreining um grisjunarkenning-
una í verslun, iðnaði og almennri
þjónustu, en landbúnaður hefur
komist upp með hið gagnstæða að
nokkru leyti og að sjálfsögðu á
kostnað neytenda og skattborgara.
Margir talsmenn landbúnaðarins
hafa krafist hærri framleiðslu-
kvóta fyrir tiltekin héruð á kostnað
annarra vegna þess að þau hafi svo
góða aðstöðu á annan hátt. Þetta
felur í sér kröfu um jafnstöðu á
grundvelli misréttis, þ.e. góð jörð
og vel staðsett má ekki fá að njóta
sín. En slíkar aðgerðir eru kallaðar
jafnréttismál. Af sama toga eru
kröfur um jöfnunarverð á mjólk
og fóðurkostnaö fyrir loðdýrabú-
skap.
Refabússtefnan er komin í strand
einu sinni enn, en eftir er að sjá
að nýleg ijárframlög stjórnvalda til
refabúanna hafi ekki einmitt farið
til refabúa, sem eiga ekki starfs-
grundvöll nema með „fyrirtækja-
sósíalisma" sem er í raun nýtt
afbrigði af pilsfaldakapítalisma.
Það er varasamt að blanda saman
jafnrétti einstaklinga og fyrirtækja.
Rannsóknaréttur kynjaskipt-
ingar
Mjög hefur verið áberandi í mál-
flutningi kvenréttindatalsmanna
að yfirleitt er átt við jafnstöðu þótt
rætt sé um jafnrétti. Gengið er út
frá því að jafnstaða milli karla og
kvenna í atvinnumálum sé mark-
mið í sjálfu sér og allt annað sé
misrétti og svo er hamraö á því.
Auðvitað er jafnrétti kynjanna
verðugt markmið sem sanngjarnir
íslendingar eiga að geta sameinast
um. En megnið af yfirþyrmandi og
sífiölgandi yfirlýsingum um mis-
rétti á milli kynjanna er án nægi-
legs rökstuðnings og það er eins
og að ríkisfiölmiölarnir hleypi
hráum og illa unnum könnunum
af þessu tagi gagnrýnislaust á öldur
ljósvakans. Það er eins og enginn
geti ráðið við tilteknar fréttakonur,
sem minna nokkuð á spánska
skáldsagnapersónu á horuðum
hesti. Mér sýnist að megnið af
könnunum um þessi efni varði al-
mennt stöðu og kjör ófaglærðs
láglaunafólks, sem í sumum grein-
um er að meirihluta til konur.
Fiskvinnslan á í stórkostlegum
vandræðum af mörgum ástæðum
vegna þess aö hún er í mörgum til-
vikum ósamkeppnishæf viö er-
lendan fiskiðnað eða gagnvart
hráefnisöflun vegna ferskfisksölu.
Það er með öllu ósannað mál að
störf kvenna í fiskvinnslu séu nú
lægri en ella vegna þess að um
konur sé að ræða. í sumum grein-
um fiskvinnslu hafa konur meiri
tekjur en karlar. Hið sama má segja
um verksmiðjuiðnað af ýmsu tagi.
Ef launamisrétti ríkir, má sjá það
á því að jafnhæfir einstaklingar
njóta ekki sömu launa. Það sannar
ekki neitt aö konur í bönkum hafi
að meðaltali lægri laun en karlarí
bönkum, staðan er ekki jöfn, en
ósannað er að jafnrétti sé brotið.
Yfirgnæfandi fiöldi hjúkrunarfor-
stjóra er konur. Er það til marks
um misrétti?
Á fundi félagsmálaráðherra ný-
lega voru lagðar fram tillögur um
ákveðnar kynjakvótareglur í ríkis-
stofnunum og að konur skuli ganga
fyrir körlum í ábyrgðarstöður ef
kynjahlutfall er ekki „í lagi“. Hér
væri augljóslega um að ræða að
koma á laggirnar misréttisreglu
sem bitnaö getur á einstaklingum
til að ná einhverjum tilteknum
kynjapólitískum markmiðum. Ég
held aö slíkt kippi grundvellinum
undan jafnréttisbaráttu kvenna,
sem er góður málstaður, og sann-
gjörnum konum á sem öðrum að
vera annt um hann og láta ekki
óforsjálar valkyrjur afvegaleiða
sig.
Þótt til séu karlrembusvín af báð-
um kynjum er engin ástæða fyrir
konur að taka það til fyrirmyndar,
og vinnubrögð rannsóknaréttarins
forna eða „inquisisjónarinnar"
leiddu til ófarnaðar. Það er í meira
lagi vafasamt að ætla sér aö reka
erindi réttlætisins eins og kross-
fararriddarar og hugsanlegt órétt-
læti liðinna kynslóða á ekki að
bitna á einstaklingum nútíðar.
Jónas Bjarnason
„Margir talsmenn landbúnaðarins
hafa krafist hærri framleiðslukvóta
fyrir tiltekin héruð á kostnað annarra
vegna þess að þau hafi svo góða að-
stöðu á annan hátt.“