Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1988, Qupperneq 18
18
.MÁNUDAGUR 9. MAÍ 1988.
á öllum
blað-
sölustöðum
Einhell
vandaöar vörur
Loftpressur
Margar stærðir.
Afar hagstætt verð.
T.d. 300 Itr. kr. 27.750.
Ske|jungsbúðin
Síðumúla 33
símar 681722 og 38125
VÖRtl-
BilSQÚRAR!
H.M.F. og NUMMI sturtutjakkar
SUNFAB stimpildælur.
HAMWORTHY tannhjóladælur.
NORDHYDRAUUK og HAM-
WORTHY stjórnlokar.
Loft- og rafmagnsstjórnbúnaður.
Drifsköft - margar gerðir.
Viðgerðar- og
varahlutaþjónusta.
ÍANDVEiARHF
SMIOJUÆGI66, KÓFAVOGI, S 9176600
Fréttir i>v
Flestir þeirra sem tóku þátt í námskeiöunum.
DV-myndir Ásta Óskarsdóttir
Fiskvinnslunámskeið á Tálknafirði:
Ekki bara fiskur
- heldur matvælí
Arrna Óskaisdóttir, DV, TáLaiafiröi:
Fiskvinnslunámskeið voru haldin
hér á Tálknafirði í apríl og sóttu það
35 manns úr Hraðfrystihúsi Tálkna-
íjarðar og saltverkunarhúsinu
Þórsbergi h/f. Námskeiðunum var
slitið í sameiginlegu kaffisamsæti
sem haldið var í Dunhaga kvöldið 26.
apríl. Pétur Þorsteinsson forstjóri
afhenti viðurkenningar fyrir hönd
Hraðfrystihússins og Kristín Magn-
úsdóttir framkvæmdastjóri fyrir
hönd Þórsbergs.
Pétur Þorsteinsson stýrði samsæt-
inu og kom af stað líflegum umræð-
um um námskeiðin og tóku margir
til máls. Hér á eftir fer það helsta,
sem kom fram í máh þeirra.
Fínar ábendingar
Svandís Leósdóttir: „Það sem mér
er efst í huga eftir námskeiðin er að
vita hvað verður um vöruna eftir að
hún fer úr höndunum á mér og á
leiðarenda. Einnig fundust mér
ábendingar um líkamsbeitinu við
vinnuna mjög þarfar en það eru í
raun atriði, sem fólk hefði þurft að
læra fyrir löngu. Ég er líka fegin
umræðum um öryggi á vinnustað og
ég mæli með því að æfmgar verði
hafðar til að þjálfa fólk í að bregðast
rétt við ef til dæmis bruna bæri að
höndum.“
Aðalsteinn Magnússon: „Fínar
ábendinganrm vandaðri vinnubrögð
og starfsaðferðir. Einnig voru um-
ræður um hópbónusinn mjög þarfar
og samskipti á vinnustað í tengslum
við hann en þó fmnst mér hálfkjána-
legt að kenna hópi úr hópnum.
Þessar umræður eru nauðsynlegar
fyrir alla.“
Guðný Antonsdóttir: „Þetta var
mjög gott námskeið. Maður fékk
ábendingar um hvað maður er með
í höndunum. Matvæli, en ekki bara
fisk.
Sædís Magnúsdóttir: „Ég er sam-
mála Guðnýju. Maður gerir sér betur
grein fyrir hvað maður er með í
höndunum og þess vegna verður viss
hugarfarsbreyting. ‘ ‘
Inga Jóhannesdóttir, Viggó Ólafs-
son og Kristín Magnúsdóttir: „Það
voru orð í tíma töluð ábendingar um
hvernig ætti að taka á móti nýju
starfsfólki. Kynna það fyrir öðru
starfsfólki, sýna því vinnustaðinn og
kenna því vinnubrögðin. Allt of al-
gengt er að því sé bara bent á að
þarna eigi það að vinna, - með þess-
um, svona gerum við og það látið
nægja.“
Fjölnir Lúðvíksson og Hreiðar Sig-
urðsson: „Alltof lítið var rætt um
saltfiskvinnslu. Að öðru leyti mjög
gott.“
Hafa góð áhrif
Þó nokkuð var rætt um áhrif hóp-
bónuskerfisins og skoðanir ýmsar.
Fólk var almennt sammála um að
námskeiðin hefðu haft góð áhrif en
töldu að allir, þar á meðal verkstjór-
ar, hefðu þurft að taka þátt í þeim
umræðum.
Pétur Þorsteinsson sagði að miklar
mannabreytingar gætu haft áhrif til
hins verra. Stöðugra vinnuafl leiddi
til betri afkomu fyrir húsið. Ævar
Jónasson verkstjóri benti á að hóp-
bónuskerflð væri á margan hátt
réttlátara, þar sem fólk fengi sama
kaup fyrir sömu vinnu. Það er, að
allir vinna sama tímafjölda til að fá
sömu launin. Emil Guðjónsson verk-
stjóri kom af stað fjörugum umræð-
um um vinnustaðaleikfmú og voru
bæði konur og karlar mjög hlynnt
því að fá slíkar æfingar á vinnu-
staði.
Allir voru mjög jákvæðir vegna
námskeiðanna og töldu sig hafa lært
margt nytsamlegt. Voru líka sam-
mála um að ýmsar ábendingar um
atriði, sem fólk í raun vissi, yrðu til
þess að valda hugarfarsbreytingu
sem væri nauðsynleg. Það er - við
erum að vinna með matvæli en ekki
bara fisk.
Stefntað
stóriiátíð um
verslunar-
mannahelgi
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Bandaríska stórhljómsveitin
„Toto“ verður á meðal þeirra sem
munu skemmta á stórhátíð sem
haldin verður á Melgeröismelum
í Eyjafirði um verslunarmanna-
helgina í sumar.
Það er fyrirtækið F)ör hf. sem
stendur að hátíðinni og gæti hér
verið í uppsiglingu stærsta útihá-
tíö landsmanna um verslunar-
mannahelgina.
Ómar Pétursson, fram-
kvæmdastjóri hátíöarinnar, segir
að öruggt sé að „Toto“ muni
koma á hátíðina og komi hljóm-
sveitin sennilega í beinu flugi frá
Bandaríkjunum. „Toto“ hefur
um árabil veriö geysilega vinsæl
víða um heim og m.a. hér á landi
Nú standa yfir samningavið-
ræður við innlenda skemmti-
krafta um aö koma fram á
hátíðinni. Allt bendir til þess aö
akureyrska hljómsveitin Skriðjö-
klar láti gamminn geysa og þá
hefur verið rætt við „Sniglaband-
ið“, „Stuðkompaníið" og „Sálina
hans Jóns míns“. Fleira veröur á
boðstólum, s.s. íslandsmót í sand-
spyrnu og vegleg fj ölskylduhátíð,
Hestamannafélögin í Eyjafirði
hafa byggt upp mjög góða aðstöðu
á Melgerðismelum og hefur verið
samiö við þaö um afnot af svæö-
inu. Þá hefur hið volduga hljóm-
flutningskerfi Reykjavikurborg-
ar verið leigt og ættu þau mál því
að geta orðið í góöu lagi.
Stöð 2 væntanleg
á alla Vestfirði
Reyrrir Trauslason, DV, Flateyri:
Stöð 2 er væntanleg til allra
þeirra staða semekkiná sending-
um hennar. Gert er ráð fyrir að
allir þéttbýlisstaöir á Vestfjörð-
um nái sendingum stöðvarinnar
innan 18 mánaöa. Sem stendur
eru það aðeins ísfirðingar sem
njóta þjónustu stöðvarinnar.
Að sögn Sighvats Blöndal
markaðsstjóra hefur þegar veriö
tekin ákvöröun um að setja upp
senda á öllum þéttbýlisstöðum á
Vestfjöröum og mun endanleg
ákvörðun um forgangsröð verða
tekin fyrir maílok. Sighvatur
sagði að Bolungarvík yrði vænt-
anlega fyrst og síðan yrði haldið
á vesffir úr. í dag nær Stöð 2 til
93% af þjóðinni en Ríkissjón-
varpið 98%.
Frá vinstri. Ævar Jonasson verkstjóri, Emil Guðjónsson verkstjóri, Kristín
Magnúsdóttir framkvæmdastjóri og Pétur Þorsteinsson forstjóri.
'0l
Skilvísi er nokkuð sem innrætt hefur verið
íslenskum neytendum. Margirfyllast nag-
andi áhyggjum ef þeir geta ekki greitt gí-
róseðlana sína á réttum tíma og búast við
hinu versta.
Sumir ganga svo langt að slá víxil fyrir
greiðslunni einungis til að vera skilvísir.
Það er hins vegar ekki besti kosturinn ef
til greiðsluvandræða kemur. Það er ódýr-
ara að láta reikninga danka en taka víxil
ef um stuttan tíma er að ræða. Meira um
þetta í Lífsstíl á morgun
Sniglaparís, snú-shú og drullu-
mall er ennþá með því vinsælla
sem krakkar stunda í frímínútum
í barnaskólum í dag. Lífsstíll
kannaði það um daginn hvað
krakkar gerðu helst í frímínútum
og ennfremur hvað þau ætluðu
sér að gera í sumar. Margir ætluðu
að fara í sveit, nokkrir ætluðu til
útlanda en flestir virtust ætla að
nota sumarfríið til að fara í útilegu
með foreldrum sínum.
Lesið um þetta og fleira í Lífsstíl
á morgun.