Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1988, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1988, Page 34
46 MÁNUDAGUR 9. MAÍ 1988. LífsstOl Stelpur geta líka unnið í byggingarvinnu" Á föstudag var síöasti kennslu- dagur hjá 9. bekk. Samræmdu prófunum er lokið en eftir eru skólaprófin. En hvað ætla krakkarnir að gera í sumar og hvernig eru atvinnu möguleikar fyrir þennan aldurs- hóp? Og hvaö tekur við þegar grunnskólanum lýkur? Seljaskóli var heimsóttur og nokkrir krakkar teknir tali. Samræmdu prófin frekar létt Krakkarnir sem heita Inga Dagmar, Sif og Jón Ingi voru öll sammála uw að samræmdu prófin hefðu verið frekar létt. „Ég er til dæmis viss um að prófm voru þyngri í fyrra,“ sagði Jón, „alla vega voru krakkarnir mikið hræddari við prófrn, heldur en nú.“ „En fyrsta hlustunaræfmgin í dönskuprótinu var erfið,“ sagði inga Dagmar og hin tóku undir. „Við vorum minnsta kosti, heppn- ari heldur en krakkarnir úti á landi sem fengu senda auða spólu í enskuprótið," sagði Jón. Fórum í Grillió - En iivað gerðu krakkarnir til að halda upp á lok samræmdu próf- anna? „Margir fóru út að boröa í hóp- um, en ekkert á vegum skólans,“ sagði Inga. „Ég fór með nokkrum krökkum á Ítalíu og við fengum okkur Pizzu.“ „ Ég og fjórar vinkonur mínar lórum í Grillið, alveg meiri háttar flott. Við fengum góðan mat og fina þjónustu,“ sagði Sif. Jón var ekki eins flottur á þvi og stelpurnar ög borðaði heima og fór síðan á bíó. „Það er nú eitt við að vera ungl- ingur, þegar við förum inn á veit- ingastaði er sjaldgæft að við fáum almennilega þjónustu eins og ann- að fólk, sagði Inga og hin bættu við „Okkur er oftast sagt að hafa hægt um okkur og helst vera úti.“ „Og svo fer maður niður í mið- bæ,“ sagði Inga. „Annars var fín stemmning í bænum á fimmtudag- inn, þegar samræmdu prófunum lauk. Það voru engin meiri háttar læti, minnsta kosti ekki nóg til að fjölmiðlar hefðu gaman af.“ „ Þaö var vist eitthvað verra á föstudag og laugardag," sagði Jón. Vantar unglinga- skemmtistaði Þegar minnst var á unglinga- Jón Ingi Sigvaldason: „Skemmti- staðir fyrir unglinga í vöruskemm- Stuttu siðar gaf Jón skákina. skemmtistaði tóku krakkarnir heldur betur við sér: „Það er enginn almennilegur staður fyrir unglinga og þess vegna hópast allir niður í bæ,“ sagði Sif og Jón bætti við: „Ef það heitir imglingaskemmtistaður er ein- hverjum ömurlegum pakkhúsum breytt í skemmtistað. Ég vildi að við hefðum svona mini-Evrópu eða eitthvað álíka.“ Engin aðstaða til skemmtana - En hvað með félagslífiö í skólan- um? „ Við höfum afskaplega lélega aðstöðu hér í skólanum," sagði Inga og bætti við, „Salurinn sem við höfum er eiginlega bara lítið hol hér í miðjum skólanum. Ef við höldum einhverjar stærri hátiðir, eins og árhátíð, verðum við að leigja sal úti í bæ, sem er vitanlega mikið dýrara fyrir skólafélagið.“ Útvarp FM 103,3 í vetur var haldin spurninga- keppni í grunnskólunum. Krakk- arnir urðu að fá lánaðan salinn í Ölduselsskóla. Það verða þau alltaf að gera ef eitthvað meira stendur til. Það er ekkert svið í skólanum og alveg vonlaust að vera með leik- sýningar eða kvikmyndasýningar. „Það er mikil gróska i skákinni," sagði Jón og bætti við, „skáklið Seljaskóla er bæði íslandsmeistari og Norðurlandameistari." „Borðtennis og handbolti er líka vinsælt,“ sagði Sif, „og við höfum mjög gott íþróttahús. Iþróttahúsið hér er sennilega stærsta íþróttahús við skóla hér á landi. „Það er bara verst hvað erfitt er að komast að, því svo mörg félög æfa hérna, þetta er til dæmis heimavöllur Í.R.,“ sagði Jón, „og varla laus tími allan sólarhring- inn.“ „Svo vorum við með útvarpstöð eina helgi,“ sagði Inga, „Það var ofsalega gaman. FM 103,3,“ söngl- aði hún og hin hlógu. Pokadýr og kerrutæknar Aðspurður sagðist Jón vera bú- inn að fá loforð um vinnu í sumar. „Ég var í byggingarvinnu í fyrra- Sif Jónsdóttir: „Hef ekki fengið vinnu.“ sumar og fæ vinnu við það sama,“ sagði Jón, „það er best borgað í byggingarvinnu eða einhverju álíka.“ „Það er alveg vonlaust fyrir stelp- ur að fá vinnu við byggingar, haldið’i að það sé nú viðhorf," sagði , Inga, „þetta er alveg fáranlegt." „ Þú verður nú að viðurkenna það að strákar eru mikið sterkari en stelpur á þessum aldri, allt að fjórum sinnum sterkari,“sagði Jón. Upphófust nú miklar umræður um líkamlega burði karla og kvenna. Inga lauk þeim með einni setningu. „Ég skyldi leggja á mig allar byrðar heimsins til að sanna að ég gæti unnið i byggingarvinnu eins og strákar," sagði hún og þar með var málið útrætt. „Ég er ekki byrjuð að leita að vinnu fyrir alvöru," sagði Sif, „en ég fæ áreiðanlega eitthvaö. Að minnsta kosti í bæjarvinnunni." Minnsta kosti 40 þúsund á mánuði „Ég fæ vinnu hjá Póstinum við að bera út, ég var þar um jólin,“ sagði Inga, „það er alveg ágætt, en kaupið mætti vera hærra.“ „Hve hátt?“ spurði Jón. „Að minnsta kosti 40 þúsund á mánuði,“ svaraði Inga. -Og hvemig gengur að láta sum- arhýruna endast? „Ég á ennþá peninga frá því fyrrasumar," sagði Sif og bætti við, “Ég á ennþá peninga síðan ég fermdist." „Ég var búinn með sumarkaupið mitt í fyrra áður en skólinn byrj- aði,“ sagði Jón. „Ég fer lítið út að skemmta mér og þá sjaldan ég fer fæ ég peninga hjá foreldrum mín- um.“ „Nokkrir krakkar vinna með skólanum," sagði Sif, „aðallega í sjoppum og stórmörkuðum." Mjög skemmtilegur tími „Þessi tími hér í skólanum hefur veriö alveg frábær,” sagði Inga og hin tóku undir og bættu við„ Fínir kennarar, góður andi meðal krak- kanna þótt þetta sé svona stór skóli.“ Eftir þennan vetur skiptist þessi glaði hópur og fer í sitt hverja átt- ina. Inga Dagmar ætlar í M.H., Sif í Versló og Jón í Fjölbrautaskólann við Ármúla. „Af því þar er besta iþróttabrautin,“ sagði Jón að lok- um. -JJ Inga Dagmar Karlsdóttir: „Stelpur geta unnið í byggingarvinnu."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.