Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1988, Qupperneq 44
F R É T T A S K O T I Ð
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón-
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórrt - Augiýsingar - Askrift - Dreifing: Sími 27022
MANUDAGUR 9. MAÍ 1988.
Kjaradeilur:
Vestmanna-
eyjadeilan
er ennþá
óleyst
Enn gengur ekki saman með
verkalýðsfélögunum í Vestmanna-
evjum og viðsemjendum þeirra.
Sáttafundir voru um helgina og þar
kom fram tilboð frá atvinnurekend-
um sem gerir ráð fyrir að áfanga-
hækkunin sem koma á 1. júní og
hluti af áfangahækkun 1. september
komi nú þegar til útborgunar og að
samningarnir gildi frá 1. mai síðast-
‘liðnum til 1. mai á næsta ári.
Eyjamenn eru lítt hrifnir af þessu
boði og segja að lægstu laun yrðu
með því 33.400 krónur á mánuði sem
sé of lítið.
í gær munaði litlu að upp úr slitn-
aði á samningafundi en svo varð ekki
og hefur annar fundur verið boðaður
hjá sáttasemjara í dag.
Ekkert hefur mjakast í kjaradeil-
unni í Álverinu en formleg vinnu-
stöðvun hófst þar síðastliðinn föstu-
dag. Það tekur hálían mánuð að
stöðva starfsemina og er það álit
manna aö lítið gerist í samningamál-
unum fyrr en nær dregur algerri
stöðvun.
-S.dór
Ungfrú Evrópa:
Magnea í
fjórða sæti
íslensk stúlka. Magnea Magnús-
dóttir, varð í fjóröa sæti í keppninni
Ungfrú Evrópa sem haldin var á Sik-
iley á laugardaginn. ítölsk stúlka,
Michela Rocco, var kjörin ungfrú
Evrópa.
Magnea hreppti annað sætið í
keppninni um fegurðardrottningu
íslands 1987. Hún hefur dvalið á Sik-
iley síðan um páska. Magnea er úr
Revkjavík og ,er afgreiöslustúlka í
tískuvöruverslun.
-JBj
LOKI
Er ekki vissara að vera með
hjálm ef maður ávarpar pólitíið?
Kærði lögreghimenn fyrir fantaskap og handtöku:
Lammn, barinn
og svrvirtur
Tveir lögreglumenn hafa verið
kærðir fyrir fantaskap og hand-
töku. Það var aðfaranótt sunnu-
dags að maður um þrítugt var i
leigubil á leið til vinnu. Bílstjóri
leigubílsins er fyrrverandi eigin-
kona raannsins. Á Kringlumýrar-
braut var ökumaöur leigubílsins
tekinn fyrir of hraðan akstur. Lög-
reglubíllinn hafði ekki kveikt aðal-
ljós þegar leigubíllinn var stöðvað-
ur.
Sá sem kærði sat í leigubílnum á
meðan lögreglan ræddi við öku-
manninn. Manninum þótti verk
lögreglunnar ganga seint enda orð-
inn of seinn til vinnu. Þá gekk hann
út og gaf sig á tal við ökumann lög-
reglubílsins. Fann að því að lög-
reglan væri að stöðva vegfarendur
fyrir umferöarlagabrot, á sama
tíma bryti lögreglan umferöarlög,
það er að hafa ekki kveikt aðalljós
heldur aðeins blikkljósin.
Lögreglumanninum þótti þessar
aðfmnslur ekki eiga rétt á sér.
Hann stökk út úr bifreiðinni og
réðst aö manninum. Skellti honum
af krafti utan í bílinn og síðan í
götuna og hóf að sparka í manninn
og handjárnaði hann síðan. Lög-
reglumanninum þótti ekki nóg
komið heldur fór með „bráðina“ í
lögreglubíiinn.
Á leið til lögreglustöðvarinnar
hélt lögreglumaðurinn áfram að
sparka í manninn og berja hann.
Auk þess var hann kallaður ýms-
um ljótum nöfnum, svo sem drullu-
sokkur, aumingi og hóruungi.
í miðjum barsmíöunum stundi sá
handtekni upp að þetta væri þá
allt satt sem sagt væri um lögregl-
una. Lögreglumaðurinn svaraði að
bragöi að það væri það og á efdr
fylgdi fast högg. Þegar sá handtekni
var færður fyrir varðstjóra var
hann fyrst spurður hvort hann
hefði áður koraið við sögu lögregl-
unnar svaraði hann réttilega neit-
andi. Svo virtist sem varðstjóran-
um líkaði ekki svarið og spurði aft-
ur sömu spurningar. Hann fékk
sama svar.
Varðstjórinn talaði við lögreglu-
mennina í einrúmi, annan í einu.
Sá handtekni neitaði að tala við
varðstjórann nema á sama hátt og
lögreglumennimir höfðu gert. Það
fékkst ekki. Þá setti sá handtekni
fram skilyrði, annaðhvort yrði
hann settur í fangageymslu eöa
sleppt. Varðstjórinn tók síðari
kostinn. Þegar lögreglumaöurinn,
sem hafði gengiö hvað „vaskleg-
ast“ fram, hóf að losa handjárnin
sagði sá handtekni, viltu kalla mig
hóruunga hér eins og í bílnura? Það
var auðsótt mál.
Eftir að hafa losnað frá lögreglu
hélt maðurinn rakleiðis á slysa-
deild Borgarspítalans og fékk þar
áverkavottorð. Sem betur fer er
maðurinn ekki alvarlega slasaður
en ber þess greinilega merki að
hafa fengið fantalega meðferð.
Maðurinn hefur kært framferði
lögreglumannanna. -sme
Það var sumarstemning í Sundlauginni á Akureyri um helgina. Enda engin furða, hitinn á Akureyri komst í sext-
án stig. Þessir laugargestir, sem reyndar eru úr Hafnarfirði, spókuðu sig í sólinni með stíl. Enn er snjór í Hlíðarfjalli
og þar var opið um helgina en svo virðist sem Akureyringar hafi lagt skíðin á hilluna 1. maí, fáir fóru nefnilega i fjallið.
DV-mynd GK
Veðrið á morgun:
Allhvöss
sunnanátt
Á morgun verður allhvöss
sunnanátt meö rigningu sunnan-
og vestanlands en bjart veður
norðan- og austanlands. Hiti
verður á bilinu 4-7 stig.
Böðvar Bragason:
Læt kanna
þetta mál
„Ég og þessi umræddi maður rædd-
um saman í gær. Ég óskaði strax eft-
ir upplýsingum um málið og hef
fengið þær. Þetta verður tekið fyrir
á daglegum fundi sem ég á með æðstu
yfirmönnum embættisins," sagði
Böðvar Bragason, lögreglustjóri í
Reykjavík.
Eins og fram kemur í frétt hér á
síðunni hafa lögreglumenn verið
kærðir fyrir fantaskap og handtöku.
Böövar sagði að það yrði ekki fyrr
enn eftir fund yfirmanna embættis-
ins sem hann gæti tjáð sig frekar um
þetta mál. -sme
Selfoss:
Ölvaður öku-
maður skemmir
lögreglubíl
Lögreglunni á Selfossi barst til-
kynning um að ekið væri á ofsahraða
í gegnum bæinn um kl. 5.40 aðfara-
nótt sunnudags. Lögreglan hóf eftir-
för og reyndi að stöðva ökumanninn
sem ók á 125 km hraða. Fjórum sinn-
um komst lögreglan upp að bílnum
en þá sveigði ökumaður alltaf til
vinstri og á lögreglubílinn.
Þegar komið var austur að Hellu
tókst að stöðva bílinn. Ökumaðurinn
neitaði að yflrgefa bílinn og varð lög-
reglan að brjóta hliöarrúðuna og ná
manninum út með valdi.
Farþegi í bíinum var mikiö ölvaður
og ökumaður töluvert. Engin slys
urðu á mönnum.
Að sögn lögreglunnar á Selfossi er
lögreglubíllinn mikið skemmdur og
að minnsta kosti öll hægri hliðin
ónýt.
Tveir aörir ökumenn voru teknir
fyrir ölvun viö akstur aðfaranótt
laugardags.
-JJ