Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Qupperneq 4
26
MÁNUDAGUR 16. MAÍ 1988.
rþróttir
Verðlaunin skiptust jafiit í Hafharfirði
^ ... *-•>»• „. « • v.. ... , AS?-...... »— ~~ - ■■ v. . .. • ., ^ -v V '«***»• -'•><** ....
.,í------* ; .. «.» *í •■ . '•V* . **■>.* z,
.«— „j .- . ■• .• ;■' * ' _■ ^ -*■■*.- - ■* - - ■ ■'Z*.
ssí .'~ay' '■*
y. •^'~ «>«*
•»
• Fjórar af fimm hryssum sem fengu 1. verðlaun. Frá vinstri: Kristbjörg Eyvindsdóttir með Hrafntinnu, Gunnar Arnarson með Iðu, Sigurbjörn Bárðarson með Eiðu og Helgi Eggertsson
með Þrumu. (DV mynd E.J.)
Einungis fjóriraf hundraði í 1. verðlaun
- Um 160 kynbótahross voru dæmd á héraðssýningu kynbótahrossa í Víðidal um helgina
Mikil héraðssýning kynbóta-
hrossa var haldin í Víðidalnum í
Reykjavík um helgina. Dæmd voru
um það bil 160 kynbótahross á
þremur dögum. Mótið var opið fyr-
ir öll kynbótahross á landinu. Þor-
kell Bjarnason hrossaræktarráðu-
nautur og aðstoðarmenn hans hófu
dóma síðdegis á fimmtudag, héldu
áfram á föstudag og kláruðu verkið
síðla á laugardag. Tölva var notuð
við útreikninga og því var hægt að
hafa sýningu á efstu hrossum strax
að loknum dómum á laugardegin-
um.
Þvi miður reyndust fæst hross-
anna standa undir því að vera köll-
uð kynbótahross því einungis sex
hross fengu 8.00 eða meira í aöal-
einkunn og því 1. verðlaun. Fimm
hryssur 6 vetra eða eldri fengu 1.
verðlaun og einn stóðhestur. Þær
hryssur sem stóðu efstar í flokki
sex vetra og eldri voru: Þruma frá
Selfossi með 8.08 í aðaleinkunn,
Eiða frá Skáney með 8.06, Iða frá
Völlum með 8.04, Nótt frá Sauðár-
króki með 8.01 og Hrafntinna frá
Auðsholti með 8.00 í aðaleink-
unn.
• í flokki fimm vetra hryssa stóð
efst Perla frá Álftanesi með 7.88 í
aðaleinkunn, Von frá Reykjavik
var önnur með 7.84 og Fiöla frá
Stóru-Ásgeirsá var með 7.83 í aðal-
einkunn.
• í flokki fjögurra vetra hryssa
stóð efst Gerpla frá Högnastöðum
meö 7.75 í aöaleinkunn, Fluga frá
Valshamri var með 7.71 og Snælda
frá Kirkjubæ með 7.65 í aðaleink-
unn.
Einn stóðhestur fékk 1. verð-
laun
Einungis einn stóðhestur, Seifur
frá Sauðárkróki, fékk 1. verðlaun.
Hann var í flokki stóðhesta sex
vetra og eldri og fékk 8.02 í aðal-
einkunn. Hörður frá Kolkósi fékk
7.89 og Víkingur frá Viðvík 7.88 í
aðaleinkunn.
• Léttir frá Ey stóð efstur í flokki
fimm vetra stóðhesta með 7.77 í
aðaleinkunn. Fjalar frá Hafsteins-
stöðum fékk 7.76 og Áll frá Kýr-
holti 7.59 í aðaleinkunn.
• Fjögurra vetra stóöhestarnir
voru alls tólf sem þykir nokkuð
mikið. Greinilegt að hestamenn
taka ræktun og kynbætur alvar-
lega. Fjórir hestanna tólf voru ein-
ungis byggingardæmdir. Efstur í
fjögurra vetra flokki var Gjafar frá
Reykjavík með 7.84 í aðaleinkunn.
Hann náði þó 1. verðlaunum fyrir
byggingu eða 8.00. Þjálfi frá
Keldudal var annar með 7.83 og
Hrafnfinnur frá Kvíarhóli fékk 7.66
í aðaleinkunn.
„Því ekki að leyfa mönnum
að koma“
Þrátt fyrir að Þorkeli Bjarnasyni
hrossaræktarráðunaut hafi ekki
þótt mikið til hrossanna koma þá
hefur hann þá skoöun að allir eigi
rétt á því að fá hrossin sín dæmd.
„Því ekki að leyfa þeim að koma.
Hrossaeigendur segja sem svo: Við
vitum ekki hvar við stöndum og
leitum því til sérfræðinga. Menn
eru aö leita að áliti. Það er ekki
hægt að banna þeim það. Allir eiga
sama rétt með hrossin sín. En
menn verða einnig að taka mark á
dómunum. Það þýðir ekki að vera
að dæma hross ef menn hugsa svo
að ekkert mark sé á dómunum tak-
andi. Ýmsir leita aftur til okkar
með hrossin sín og vilja fá hærri
dóm. Þaö er eðlilegt. Hross bæta
við sig. Mörg hross eru með 7.90 í
einkunn og yfir og því nálægt 1.
verðlaunum. Það er mannlegt að
vilja fá hrossin sín í L.verðlaun,"
sagði Þorkell Bjarnason að lokum.
-E.J.
átta í töltkeppninni svo og fjór-
ganginum.
Verðlaun dreifðust nokkuð í
flokki fullorðinna. Elsa Magnús-
dóttir sigraöi töltkeppnina á Skag-
fjörð og varð þriðja í fjórgangi. Atli
Guömundsson sigraði fjórgang á
Þyt og varð í öðru sæti í töltkeppn-
inni. Hann varö einnig í þriðja
sæti í gæðingaskeiði á Grámi. The-
ódór Omarsson varð annar í fjór-
gangi á Strumpi og þriðji í tölt-
keppninni. Bertha G. Kvaran sigr-
aði fimmgang á Kolgrími, varð
önnur í hlýönikeppninni á Hugin
og í þriðja sæti í hindrunarstökki
á sama hesti. Guðmundur Einars-
son varð annar í fimmgangi á Kópi
og vann hlýðnikeppnina á Ljúfi.
Páll Ólafsson varð þriðji í fimm-
gangi á Ljúfi. Sveinn Jónsson sigr-
aði gæðingaskeiöið á Sálmi en Friö-
rik Ólafsson var annar á Blossa.
Sigurður Ævarsson sigraði í hindr-
unarstökki á Sókratesi og Friðrik
Ólafsson varö annar. Glæsilegasti
hestur mótsins var valinn Þytur,
sem Atli Guömundsson sat, stiga-
hæsti knapinn var Guðmundur
Einarsson og vann hann einnig
skeiðtvíkeppni. Theodór Ómarsson
vann íslenska tvíkeppni en Bertha
G. Kvaran ólympíska tvíkeppni.
• Sindri Sigurðsson gerði það
gott með Hraunar í flokki barna,
12 ára og yngri, og vann fjóra gull-
peninga. Hann vann töltkeppnina,
fjórgang og íslenska tvíkeppni og
varð stigahæstur knapa. Ragnar
E. Ágústsson varð annar á Njáli,
bæði í töltkeppninni og fjórgangi
íþróttamót Sörla í Hafnarfirði var
haldið á velli félagsins í Kaldárseli
í síðustu viku í ákaflega góðu veðri.
Mótinu var dreift á þrjá daga, aðal-
lega til að unglingarnir fengju næði
til að athafna sig. Reyndar var í
fyrsta skipti þar keppt í þremur
unglingaflokkum: 12 ára og yngri,
13-15 ára og 16-18 ára. Þátttaka var
nokkuð góð enda margir glæsilegir
gæðingar hjá Sörla. Klárhestarnir
voru áberandi góðir og mikil bar-
en Sif Hauksdóttir varð þriðja í
töltkeppninni á Stráki og Guð-
mundur Þorsteinsson þriöji í fjór-
gangi á Glettu.
• Magnús Björn Sveinsson var
drjúgur við verðlaunapeningasöfn-
un í flokki unglinga. Hann vann
fjórgang og hlýðnikeppnina á
Andrá og fimmgang á Fána og varð
stigahæstur knapa. Anna Ólafs-
dóttir vann töltkeppnina á Breka
og varð önnur í fjórgangi. Jóhann-
es Ævarsson vann íslenska tví-
keppni, varð annar í töltkeppninni
á Sörla, varð annar í hlýðnikeppn-
inni og þriðji í fjórgangi. Lilja
Kristjánsdóttir varð þriðja í tölt-
keppninni á Mósa. Kristín Ingvars-
dóttir varð önnur í fimmgangi á
Glanna og Svandís Magnúsdóttir
þriðja í fimmgangi á Stjarna. Jök-
ull Guðmundsson varð þriðji í
hlýðnikeppninni á Perlu.
• Adolf Snæbjörnsson varð
stigahæstur knapa í flokki ungl-
inga 16-18 ára. Hann vann einnig
fimmganginn á Fána pg varð annar
í fjórgangi á Flugu. ívar Þórisson
vann íslenska tvíkeppni, vann fjór-
ganginn á Gáska og varð annar í
töltkeppninni. Bjarni Sigurðsson
vann töltkeppnina á Ljósfaxa en
Ólafur ■ Ólafsson varð þriðji á
Stjarna. Sigfríður Hafþórsdóttir
varð þriðja í fjórgangi á Lennon,
Elías ívarsson varð annar í fimm-
gangi á Nasablesa og Brynjólfur
Jóhannesson varð þriðji í fimm-
gangi á Stjarna.
-EJ
• Guðmundur Einarsson, stigahæsti knapinn, á Kópi.
DV-mynd EJ
Goöhestakeppni Andvara fór fram á laugardaginn. Kepp-
endur voru frekar fáir, en gæðin voru mikil. Alhliðahestarnir voru sér-
lega fallegir og gammvakrir.
Einungis einn knapi keppti í barnaflokki, Svanur Snær Halldórsson á
Mjölni. Hann fékk 8.12 í einkunn. Hið sama var uppi á teningnum í ungl-
ingaflokki. Þar keppti Björn Karlsson á Jökulfaxa og fékk 8.06 í aðaleink-
unn. Eigandi Jökulfaxa er Aníta Oddsdóttir. Bylgja, sem Björg Ólafs-
dóttir á og sýndi, stóð efst í B flokki og fékk 8.39 i einkunn. Funi, sem
Jón Birgisson á og sat, fékk 8.06 og Kolfreyja, sem Ragnar Valsson á
en Sveinn Ragnarsson sýndi, fékk 8.00. A flokks hestarnir hjá Andvara
sýndust vel á ágætum velli félagsins. Sikill Bjarna Hólm Frímannssoar,
sem Sævar Leifsson sýndi, stóð efstur með 8.31 í einkunn (sjá mynd
að ofan). Goði, sem Bjarni á einnig, varð í öðru sæti með 8.21 i eink-
unn. Ólafur örn Þórðarson sýndi hann. Hylling, sem Friðþjófur Vignis-
son á og sýndi, varð í þriðja sæti með 8.15. -EJ