Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Qupperneq 8
8
FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988.
Utlönd
Síðasta hár í heimi
Hárið er á fjórða metra aö lengd
Simamynd Rauter
Tuttugu fórust í
Um tuttugu manns fórust í Nak-
hon Sawan héraði í Thailandi í gær
þegar flutningabifreið, sem var
hlaöin gijóti, ók á farþegalest. Lest-
in var yfirfull af skólabörnum og
fólki á leið til vinnu sinnar þegar
siysið varð og létust að minnsta
kosti átján manns í lestinni Öku-
maöur vörubifreiðarinnar var
einnig meðal hinna látnu.
Slysiö varð við bæinn Takli, um
hundrað og sextíu kilómetra norö-
ur af Bangkok. Fimm jámbrautar-
vagnar lentu út af teinunum við
áreksturinn og féllu tveir þeirra
niður í djúpan skurð.
Þetta er eitt versta jámbrautar-
slys sem orðið hefur í Thailandi.
Enn berast okkur fregnir af
heimsmeti og í þetta sinn frá
Bandaríkjunum. Stúikan á meö-
fylgjandi ijósmynd heitir Diane
WitL Hún býr í bænum Worcester
í Massachusetts og skartar síöasta
hári í heiminum, ef marka má þá
sem teljast sérfróðir um slik mál.
Hár Diane mælist tíu feta langt
eða rétt liðlega þrír metrar frá
hársrótmn til enda lengstu lokk-
anna.
Diane Witt sýndi ljósmyndurum
og öðrum sem sjá vildu haddinn á
ráðstefnu þeirra sem skráðir em í
heimsmetabók Guinness. Að sjálf-
sögðu er hár hennar þar á skrá.
Það fylgdi sögunni aö Diane nyti
aðstoðar eiginmanns síns, Bobs
Witt, þegar hún þyrfti að þvo og
flétta hárið. Verkiö mun taka um
íjórar klukkustundir.
Þaö hefði ekki verið verra fyrir
riddarana hér áður fyrr ef meyj-
amar, sem þeir voru að bjarga úr
lokuðum hallartumum illmenna,
hefðu haft hárið hennar Diane.
Jámbrautarslys í PóHandi
Verkamenn virða fyrir sér brak lestarinnar í Pila. Símamynd Reuter
Að minnsta kosti tíu manns fórust og sextán meiddust alvarlega í jám-
brautarslysi sem varð við Pila í Póllandi i gær.
Slysið varð með þeim hætti að herflutningalest lenti í hörðum árekstri
og voru hinir látnu allir hermenn. Flestir hinna særðu em einnig í pólska
hernum.
Ekki er vitað hverjar orsakir slyssins vom en vísbendinga er nú leitað
í braki lestarinnar.
Myrtu embættismann
Vopnaöir menn, sem taldir em hafa verið marxistar, skutu í morgun
til bana hátt settan embættismann stjómmálaflokks Juniusar Jayeward-
ene, forseta Sri Lanka.
Iúgreglan á Sri Lanka sagði í morgun að talið væri að marxistar úr
hópi sinhalesa hefðu staðið að tflræðinu. Hinn látni var Nandalal Fem-
ando, aöalritari flokksins.
Myrtu sextán manns
Öfgamenn úr röðum sikha á Ind-
landi myrtu að minnsta kosti sext-
án manns i Punjab-héraði í gær-
kvöldi. Réðust sikhamir meðal
annars inn á sofandi flölskyldur á
húsþökum í bænum Jullundur. í
árásum af því tagi myrtu þeir fimm
manns.
Þá réðust sikhar á fólk sem beið
á strætisvagnastöð í bænum Bhat-
inda snemma í morgun og skutu Lögreglumenn bera lik eins af
þar til bana fimm eða sex manns. aikhunum sem féllu í Gullna hof-
Þá voru að minnsta kosti fimm inu. Símamynd Reuter
manns til viðbótar myrtir í morgun þegar sikhar brutust inn í bóndabýli
í Amritsar-héraöi og hófú skothríö á sofandi landbúnaðarverkamenn.
Að sögn indversku fréttastofúnnar féll einn tilræðismannanna.
Sjálfstæði með
skilyrðum
Pik Botha, utanríkisráðherra Suður-Afriku, sagði í gær að ef kúbanskir
hermenn hyrfu á brottfrá Angóla myndi stjórn sín tryggja sjálfstæði Namibíu.
Simamynd Reuter
Suður-afrísk yfirvöld munu tryggja
sjálfstæöi Namibíu ef árangur við-
ræðnanna um að binda enda á borg-
arastríðið í Angóla verður að hinir
40 þúsund kúbönsku hermenn þar í
landi hverfi á brott. Utanríkisráð-
herra Suður-Afríku, Pik Botha, til-
kynnti þetta í gær.
í fyrsta sinn frá því að fulltrúar frá
Angóla, Kúbu, Suður-Afríku og
Bandaríkjunum hittust í London tfl
að ræða um hvernig megi binda enda
á stríðið í Angóla, sem staðiö hefur
yfir í 13 ár, staðfesti Botha aö umræð-
umar tengdu sjálfstæði Namibíu við
brottfor kúbönsku hermannanna.
Þeir hafa verið í Angóla og stutt
stjómina þar frá því að landið fékk
sjálfstæði frá Portúgal árið 1975.
Botha sagðist gera ráð fyrir að um-
ræðumar héldu áfram í júní.
Hann vísaði á bug þeirri tfllögu
angólskra yfirvalda að unita skæru-
liðar, sem studdir em af Suður-Afr-
íkustjóm, kæmu inn í dæmiö í loka-
samkomulaginu en ekki leiðtogi
þeirra, Jonas Savimbi. Stjórnin í
Angóla myndi þurfa að viðurkenna
Savimbi sem leiðtoga skæruliða-
hreyfingar sem hefur yfirráð yfir um
þriðjungi landsins, sagði Botha.
Hann kvaöst myndu ræða sérstak-
lega við yfirvöld í Angóla um tak-
mörkun á starfsemi Afríska þjóðar-
ráösins sem er mótfallið aðskilnaðar-
stefnu stjórnar Suður-Afríku.
Iranir
fallast
a
íhlutun
íranir virtust í morgun reiðubúnir
að fallast á íhlutun Sýrlendinga í
úthverfum suðurhluta Beirút í Lí-
banon. Aðstoðarutanríkisráðherra
írans, Ali Mohammad Besharati,
sagði að ef afskipti sýrlenska hersins
yrðu tfl þess að tryggja öryggi íbúa
úthverfanna væm Iranir ekki mót-
fallnir þeim.
Stjómmálaskýrendur segja aö ír-
anir hafi nú gert sér ljóst aö tilraun-
ir þeirra tfl aö binda enda á bardag-
ana mflli amalshita og meölima Hiz-
bollah samtakanna séu erfiðleikum
bundnar á meðan Sýrlendingar
halda áfram að fara fram á að fá að
hafa afskipti af bardögunum. Sýr-
lendingar em aöalbandamenn írana
og er tahð að íranir vilji ekki magna
ágreininginn mflli ríkjanna. Sýr-
lendingar tflkynntu á sunnudaginn
að þeir myndu senda sjö þúsund her-
menn 1 úthverfin en Iranir vfldu
heldur reyna að leysa málin á dipló-
matískan hátt.
Fimm manns era sagðir hafa látið
lífið í bardögunum í úthverfunum í
gær og fimmtán særðust. Að minnsta
kosti tvö hundmð og sextíu manns
hafa nú fallið í valinn og ellefu
hundmð særst frá því að bardagam-
ir hófust á ný þann 6. maí.
Þjóðvaröliði amalshita leitar skjóls eftir að hafa verið skotinn í magann i
átökunum i Beirút. Simamynd Reuter
Umsjón Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson