Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 1
Fijálsar íþróttir: Gott kast hjáJóni Góður árangur náðist á fijáls- íþróttamóti ÍR í gærkvöldi. Jón Sig- urjónsson, KR, kastaði sleggjunni 52,70 metra og setti nýtt og glæsilegt unglingamet. Þess má geta að ís- landsmet í karlaflokki er 60,74 metr- ar þannig að Jón á framtíðina fyrir sér í greininni. íslandsmetið á Er- lendur Valdimarsson. Þá náði Unnar Garðarsson, sem telst fjórði besti spjótkastari íslands í karlaflokki, ágætu kasti á mótinu. Þeytti hann spjótinu 69,62 metra. -ÓU Islendingar og Portúgalir mætast á Laugardalsvellinum í kvöld kl. 20 í ólymp- íukeppninni i knattspyrnu. Þetta er næstsíðasti leikurinn í B-riðll keppninnar en íslendingar mæta ítölum í Laugardalnum á sunnudaginn kemur. Bæði liðin æfðu á Laugardalsvellinum í gær og lofar völlurinn nokkuð góðu fyrir kvöldið, svo framarlega sem ekki rignir. Sigfried Held landsliðsþjálfari valdi byrjunarlið sitt í gær- kvöldi, eins og fram kemur í nánari umfjöllun um leikinn á bls. 40. Á mynd Brynjars Gauta hér að ofan eig- ast verðandi samherjar í Fram, Guðmundur Torfason og Pétur Arnþórsson, við á æfingunni í gær. Sjá bls. 40 Norska knattspyman: Gunnar skoraði og Moss sigraði góður leikur Bjama í fyrsta sigri Brann Gunnar Gíslason skoraði sitt fyrsta mark á keppnistímabilinu þegar Moss vann Strömmen 2-0 í norsku 1. deildarkeppninni í gær- kvöldi. Hann komst í gegnum vörn Strömmen eftir laglegt spil og renndi knettinum örugglega framhjá mark- verðinum. Markiö kom á tíundu mínútu síð- ari hálfleiks en Henriksen hafði komið Moss yfir snemma í leiknum. „Þetta er allt að koma hjá okkur og það var aldrei spurning um sigur í þessum leik. Við erum nú komnir upp í miðja deild eftir tvo sigra í röð og erum með nákvæmlega sömu stigatölu og á sama tíma í fyrra þeg- ar við urðum meistarar," sagði Gunnar í samtali við DV í gær- kvöldi, en hann hefur átt mjög góða leiki með Moss það sem af er keppn- istímabilinu. Brann fékk sín fyrstu stig eftir fjóra tapleiki í röð, vann Bryne 2-0 á úti- velli. Bjami Sigurðsson stóð sig vel í marki Brann og var hælt mjög í norska sjónvarpinu. Sigurinn kemur Brann af botni deildarinnar sem er mikill léttir fyrir leikmennina og Teit Þórðarson þjálfara, en liðið hef- ur verið undir gífurlegri pressu vegna tapleikjanna undanfarið. Þess má geta að eitt norsku dag- blaðanna fékk Gunnar Gíslason ásamt fleirum til að spá fyrir um úrsht leikjanna í gærkvöldi. Gunnar var sá eini sem spáöi Brann sigri gegn Bryne, sagðist hafa trú á að Is- lendingarnir stæðu sig þegar á reyndi - og það gekk eftir! -VS Alfreð marki frá Evrópumeistaratitii sjá bls. 39

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.