Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988.
37
Iþróttir
Opna Flugleiðamótið í golfi var haldið á dögunum og urðu úrslit þessi:
Án forgjafar: (1) Hannes Eyvindsson, GR, á 72 höggum, (2) Magnús Birgisson, GK, á
73 höggum, (3-4) Sveinn Sigurbergsson, GK og Óskar Sæmundsson, báðir á 75 högg-
um. Sveinn Sigurbergsson hafði betur eftir bráðabana.
Með forgjöf: (1) Jón Hauksson, GK, á 61 höggi nettó, (2) Sigurður Jónsson, GS, á 66
höggum nettó, (3) Friðgeir Guðnason, GR, á 66 höggum nettó.
Belgíska knattspyman:
Þjálfaraskipti
hjá Standard
- taka á stefnuna upp á við
Kristján Bemburg, DV, Belgíu;
Standard Liege hefur nú ráöiö
hinn þekkta belgíska þjálfara, Bra-
ems, en hann hefur meöal annars
þjálfað hð Lokeren, þar sem hann
stjórnaöi þegar Arnór var aö byrja
hjá liðinu, Antwerpen, Anderlecht
og Beveren. Braems hefur þjálfað í
Grikklandi sl. þrjú ár en hyggst nú
flytja sig yfir til Belgíu.
Víkingar styrkjast:
Stefán Halldórsson er
að ná sér af meiðslum
- hyggst spila gegn Fram í byrjun júní
Varnarjaxlinn Stefán Hahdórsson,
sem meiddist iha á skíðum snemma
í vor, er farinn að æfa að nýju með
Uði sínu, Víkingi.
Stefán, sem reif liðpoka og liðbönd
í annarri öxUnni, er nú aUur að
braggast og kemst því fljótlega í leik-
form.
Eftir því sem DV kemst næst
stefnir Stefán að því að komast í slag-
inn í lok þessa mánaðar og spila í
deildinni þann 5. júní. Þá mæta Vík-
ingar einmitt bikarmeisturum Fram
í Laugardalnum.
-JÖG
Leikmenn Wimbledon kærðir:
*
Osiðleg framkoma!
Wimbledon, nýkrýndir bikar-
meistarar Englands, voru á föstudag-
inn kærðir af enska knattspyrnu-
sambandinu fyrir óvenjulegt atvik
sem átti sér stað sl. mánudag. í
ágóðaleik fyrir Alan Cork tóku allir
Uðsmenn sig til og beruðu á sér aftur-
endana, alUr sem einn, framan í
áhorfendur! Bobby Gould, fram-
kvæmdastjóri Wimbledon, sagði að
þetta hefði aðeins verið hluti af „sýn-
ingaleiknum", en Gordon Taylor, rit-
ari sambands enskra atvinnuknatt-
spyrnumanna, lítur málið alvarlegri
augum. Hann segir að atvikið sé mjög
alvarlegt og framkoma leikmanna og
stjórnar Wimbledon hafi valdið sér
gífurlegum vonbrigðum.
-VS
Mikíð í
húfl hjá
Winter-
slag
Kristján Bemburg, DV, Belgiu:
Það verður mikið í húfi þegar
Winterslag, Uö Guðmundar
Torfasonar, mætir Lokeren, í
belgisku knattspyrnunni um
helgina en þessi leikur ræður
úrsUtum um það hvort Uöið feUur
í 2. deild.
Forráðamenn Winterslag og
Waterschei, en þessitvö liö munu
sameinast eftir keppnistímabiUð,
leggja greinilega allt í sölurnar
þvi nú hafa þeir heitíð hveijum
Íeikmanni Winterslag um 115
þúsund krónum ef liðið vinnur
Lokeren um helgina.
Forsetinn
varð
hreinlega
óður
Kristján Bemburg, DV, Belgíu:
Forseti franska knattspyrnu-
liðsins, Racing Matra Paris, varð
alveg æfur á dögunum þegar
franskt blað birti frétt þess efnis
að belgíski raarkvöröurinn Jean
Marie Pfaff væri á förura frá Bay-
em Munchen til ParísarUðsins.
„Viö höfum engan áhuga á
Pfaff. Við erum með góöan mark-
vörð sem hefur veriö i marki okk-
ar frá 1986. Hann er fyrirliði okk-
ar og er með samning til 1991.
Okkur hefur aldrei dottið í hug
að kaupa annan markvörö,“ segir
forsetinn og hyggst hann fara í
mál við blaðiö sem birtí fréttina
um Pfaff.
‘veró miöjst við framköllun og koperingu á 24 mynda
litfilmu og 24 mynda KOMCA litfilmu sem þú færó til haka
MarmusTAm
m AUANBÆf
Til dæmis:
Sportlif
Eidistorgi
Sportbær
Hraunbær 102
Straumnes
Vesturbergi 76
Sportbúöin
Drafnarfelli
Innrömmun og hannyröir
Leirubakki 36