Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. 31 DV 2. deild: Öruggur sigur HJáKS Ægir Edvarðssan, DV, Siglufirði; Siglfírðingar unnu Tindastól, 4-2, í annarri deildinni á laugardag en lið- in mættust á malarvellinum á Siglu- firði. Siglfirðingar hófu annars leikinn íneð mikilli baráttu og skoruðu strax á 3. mínútu. Var þar að verki Eng- lendingurinn Paul Friar, sem átti þokkalegan leik. Skot hans var fall- egt en Englendingurinn lét ríða af .rétt utan vítateigs. Á 5. mínútu jók Hafþór Kolbeinsson muninn eftir að Róbert Haraldsson hafði skotiö í stöng. Enn héldu Siglfirðingar áfram sókninni og skoraði Hafþór aftur á 18. mínútu eftir langt innkast, 3-0. Tlndastóll sóttl í sig veðriö er þar var komið og minnkaði Eyjólfur Sverrisson muninn á 38. mínútu með glæsilegu marki beint úr auka- spyrnu, 3-1. Seinni hálfleikinn hóf Tindastóll með miklum látum og skoraði aftur snemma í hálfleiknum en Eysteinn Kristinsson var þar að verki, 3-2. KS-menn sóttu eftir mark hans og munaöi oft litlu að þeir næðu að skora. Það var síðan Róbert Haralds- son sem gerði 4. og síðasta mark leiksins eftir að hafa leikið vöm gest- anna grátt, 4-2. Hafþór Kolbeinsson KS-ingur bar af á vellinum, var mjög skeinuhættur og barðist vel. Maður leiksins: Hafþór Kolbeins- son, KS. Sigtufjorður: Snjóalög á grasinu Ægir Edvarösson, DV, Siglufiröi: Leikur KS og Tindastóls í ann- arri deildinni í knattspyrnu var spilaður á malarvellinum á Siglu- firði eins og fram kemur hér fyr- ir ofan. Þótt vorið sé komið fyrir nokkru má segja aö grasvöllur- inn í bænum sé enn ekki kominn undan vetri. Enn liggur snjór yfir honum og því nokkuö í að þar veröi spilað. íþróttir • Eyjamenn sækja að Guðmundi Erlingssyni, markverði Þróttar, t eitt skiptið af mörgum í leiknum í gær. DV-mynd Ómar Garðarsson Islandsmótið - 2. deild Eyjamenn lögðu tíu Þrótt- ara í tíu vindstigum! - Þróttarar manni færri fiá 7. mínútu og sigurmark ÍBV kom á lokasekúndunum Ómar Garöarsson, DV, Eyjum: Manni fleiri og með tíu vindstig í bakið tókst Eyjamönnum aö knýja fram sigur á Þrótti með marki á síð- ustu mínútunni, 3-2, eftir aö hafa lent 0-2 undir í síöari hálfleikn- um! Liðin höfðu aöeins leikið í 7 mínút- ur á góðu grasinu á Hásteinsvelli þegar Hermanni Arasyni úr Þrótti var vísað af leikvelli fyrir að hrinda Eyjamanninum Inga Sigurössyni eft- ir að leikurinn hafði verið stöðvað- ur. Þróttarar sóttu undan veðurofsan- um, og á 35. mínútu náði 17 ára ný- liöi frá Blönduósi, Valgeir Baldurs- son, aö koma þeim yfir, 0-1. Fyrri hálfleikur, eins og leikurinn reyndar í heild, bar mjög keim af veðrinu og einkenndist af þæfingi fram og til baka. Eyjamenn hófu seinni hálfleik af miklum krafti og sókn þeirra var oft þung. Það kom þeim því í opna skjöldu þegar Siguröur Hallvarösson braust upp völlinn, gegn rokinu, á 57. mínútu og kom Þrótti í 0-2. Tómas Ingi Tómasson lagaði stöð- una í 1-2 með skallamarki átta min- útum síðar og rétt á eftir jafnaði Hlynur Jóhannsson eftir horn- spymu, 2-2. Á þessum kafla sýndi Guðmundur Erhngsson, markvörð- ur Þróttar, oft snilldartilþrif og hélt liði sínu svo sannarlega á floti. Liðin sóttu á báða bóga, Þróttarar voru líflegri en áður eftir jöfnunar- markið en þeir máttu sætta sig við að fljúga tómhentir í land. Á loka- mínútunni skoraði Hlynur Elísson sigurmark ÍBV, 3-2, og Þróttarar gátu rétt hafið leikinn á ný áður en hann var flautaður afl Maður leiksins: Guðmundur Erl- ingsson, Þrótti. . - £________________________'. ^ . . . ■ .. r. • Sigurður Sveinbjörnsson, Fylkismaöur, notar ekki beint löglega leið til aö hata hemil á Víðismanninum Bimi Vilhelmssyni í leik liðanna í Garðinum á laugardaginn. DV-mynd Ægir Már Kárason íslandsmótið - 2. deild: „Kóstuðum frá okkur sigrinum" Ægir Mar Kárason, DV, Suðumesjum: ,,Við köstuðum frá okkur sigrin- um en það var ágætt að ná í stig héma í Garðinum. Við vissum að þeir væm erfiðir heim að sækja, Víð- ismenn eru með gott og sterkt lið en í heildina vorum við betri í leiknum og hefðum átt skilið að fá öll stigin," sagði Marteinn Geirsson, þjálfari Fylkis og fyrrum þjálfari Víðis- manna, eftir 1-1 jafntefli liðanna í Garðinum á laugardaginn. „Við höfðum kviðið fyrir þessum leik í nokkurn tima. Fylkismenn eru með mjög léttleikandi hð og gott, þeir eiga eftir að ná langt í sumar. Við vomm heppnir að ná jafntefli,“ sagði Heimir Karlsson, þjálfari og sóknarmaður Viðismanna, við DV. Aðstæður í Garðinum vora erfiðar, rok, rigning og blautur og erfiöur grasvöllur. Leikurinn bar keim af þvi en þó brá stundum fyrir góðum köfl- um, einkum hjá Fylkismönnum sem vom mun betri aðilinn ailan tímann, fljótari á boltann og léttari. En þeir virtust alltaf vilja spila alla leið inn í markið í stað þess að skjóta. í byrjun seinni hálfleiks skoraöi Hörður Valsson af stuttu færi eftir fyrirgjöf, óvaldaður eftir að boltinn hafði farið yfir Gísla Heiðarsson, markvörð Víðis, 0-1. Við þetta tóku heimamenn nokkuð við sér og á 70. mínútu náði Guðjón Guðmundsson aö jafna með föstu skoti eftir skyndi- sókn Víöismanna og sendingu frá Svani Þorsteinssyni, 1-1. Eftir það sóttu Fylkismenn nær látlaust. Örn Valdimarsson átti skalla í þverslá, fékk síöan boltann aftur og þá varöi Gísli í hom. Heima- menn björguðu líka einu sinni á marklínu. En á lokamínútunni komst Heimir skyndilega einn inn fyrir vörn Fylkis, sigurmark Víðis blasti við, en vamarmaður Fylkis komst fyrir hann á síðustu stundu. Heimamenn vildu vítaspyrnu en Þorvarður Bjömsson dómari var á öðm máli. Maður leiksins: Baldur Bjarnason, Fylki. *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.