Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. 29 Iþróttir • Guömundur Steinsson, sóknarmaóur Framara, skýlir boltanum frá Nóa Björnssyni, fyrirliða Þórs. Alengdar fylgjast Kristinn R. Jónsson og Jónas Róbertsson meö baráttu þeirra. DV-mynd Gylfi Kristjánsson íslandsmótið -1. deild: Gjafamark á lokamínútunum! - Oimair tiyggði Frömunim 1-0 sigur á Þórsmölinni Gylfi Krist|áiisson, DV, Akureyii: Framarar sitja nú einir á tapi SL-deildarinnar í knattspymu, hafa unniö báöa leiki sína og aðeins Fram og KA hafa ekki tapað stigi til þessa. Um helgina lá leiö Framara til Akur- eyrar, þar mættu þeir Þórsurum og héldu Framarar heimleiðis meö þrjú stig eftir 1-0 sigur. Er óhætta aö segja aö þar hafi Framarar náð fram hefndum því í fyrra sigraði Þór í báöum viðureignum iiöanna. Leikurinn var leikinn viö erfiöar aöstæöur, á höröum malarvelli og var suðaustanrok horn í hom á vell- inum. Framarar léku undan rokinu í fyrri hálfleik, og sýndu þá lítið sem gaf til kynna að þeir myndu sigra í leiknum. Þórsarar vörðust mjög vel og Fram náði aldrei tökum á miðj- unni. Framarar fengu þó tvö ágæt tæki- færi í hálfleiknum. Pétur Ormslev átti lúmskt skot beint úr aukaspymu snemma í leiknum sem Baldvin varði og síöan var hreinsað frá í horn. Pétur var aftur á ferðinni með skalla eftir fyrirgjöf af hægri kantin- um en boltinn fór yfir. Þar með em marktækifæri hálfleiksins upp tahn, og héldu margir að Þórsarar hefðu alla möguleika á að gera út um leik- inn með rokið í bakið í síðari hálfleik. En svo fór ekki. Framarar vom geysilega ákveðnir í síðari hálfleik og áttu flest færin. Þór átti það fyrsta er Hlynur Birgisson komst einn inn fyrir og fram hjá Birki í markinu, en Hlynur missti boltann frá sér og aftur fyrir endamörk. Pétur Ormslev var svo á ferðinni, fékk góða sendingu inn í vítateig en Baldvin varði gott skot hans meist- aralega í horn. Varnarmistök á 86. mínútu Sigurmarkið kom svo 4 mín. fyrir leikslok og má skrifa það á Birgi Skúlason, varnarmann Þórs. Hann ætlaði að gefa boltann aftur til Bald- vins markvarðar en sendingin var allt of laus. Ormarr Örlygsson var fljótur að notfæra sér það, komst inn á milli og skoraði af öryggi. „Það er alltaf gaman að skora mörk og þetta var jú alveg sérstaklega skemmti- legt,“ sagði Ormarr, sem er fyrrver- andi KA-maður. „Mínir menn léku skynsamlega í fyrri hálfleik og héldu aö þeir væru komnir yfir erfiða hjallann. Miðju- spil okkar hvar í síðari hálfleiknum. Framarar fengu aldrei neinn frið í fyrri hálfleik en alltaf í síðari hálf- leik. Þeir áttu skilið að vinna þetta en markið var þó algjör gjöf,“ sagði óhress þjálfari Þórs, Jóhannes Atla- son, eftir leikinn. Baráttan í lagi hjá Frömurum Þetta var dæmigerður malarleikur og ekki var rokið til að bæta ástand- ið. Leikmenn áttu í miklu basli að hemja holtann og svona leikir vinn- ast oft á baráttunni einni saman. Hún var í lagi hjá Fram allan leikinn, en Þórsarar slökuðu á í síðari hálfleik og guldu þess þegar upp var staöið. Jón Sveinsson var besti maður Fram í leiknum, en Pétur Amþórsson einnig góður svo og Ormarr Örlygs- son. Birgir Skúlason átti góðan leik í vörn Þórs og það var slæmt fyrir hann að gera svo afdrifarík mistök í sínum fyrsta deildarleik með Þór. Þá var Baldvin góður í markinu að venju. Dómari var Friðgeir Hall- grímsson og skilaði hlutverki sínu mjög vel. fþróttabúnmgar Æfingagallar Trimmgallar Allar stærðir Merkingar á búninga Toppgæði og -verð. o^add 36, REYKJAVÍK, SÍMI 82166 OG 83830. Boltar fyrir möl, gras, inni og úti Gervigrasskór, knattspyrnuskór joggingskór. SL-greiðslun Framarar komnirmeð 50 þúsund Mörk Framara á lokamínútun- um í leikjunum við Val og Þór í tveimur fyrstu umferðum ís- landsmótins hafa verið þeim dýr- mæt í fleiri en einum skilningi. Þessi tvö mörk hafa fært þeim sex stig og efsta sætiö í 1. deild, en jafnframt 50 þúsund krónur sem verölaun firá Samvinnuferðum- Landsýn. Fyrirtækið greiðir hverju félagi 25 þúsund krónur fyrir hvem unninn leik í deild- inni í sumar. Fjögur liö hafa þvi náð að hljóta 25 þúsundir hvert til þessa, ÍBK, KR, ÍA og KA, en önnur hafa ekki enn unnið til þessara auka- greiðslna. SL greiðir einnig 12 þúsund krónur markahæsta liði í hverri umferð, svo framarlega sem það skorar fjögur mörk eða fleiri en sá vinningur hefur ekki gengið út enn sem komið er. •-VS 1. deildin: Frítil 1. júní Leikmenn 1. deildar Uöanna eru í 11-15 daga frii vegna ólympiu- landsleikjanna við Portúgal og ítaliu. Þriðja umferö deildarinnar verður leikin í næstu viku, frá l. til 5. júní. KA og ÍBK mætast á Akureyri miövikudagskvöldið 1. júni. Kvöldiö eftir era tveir leikir, KR og Völsungur í Reykjavik og ÍA- Valur á Akranesi. Laugardaginn 4. júní leikur Leiftur sinn þriöja heimaleik í röð, gegn Þórsurum, og á sunnudagskvöldið lýkur umferðinni með viðureign Fram og Víkings í Laugardalnum. Góð- ar líkur era á að loksins veröi hægt aö leika á grasi i deildinni í 3. umferðinni. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.