Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 8
32 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. íþróttir Hvrtasunnukappreiðar Fáks: Hlutur bama og ungl- inga vegur þungt - ákaflega jöfn keppni í yngri flokki Börn og unglingar hafa verið áber- andi í hestamennskunni hjá Fáki í vetur enda var fjölmenni í barna- og unglingakeppnunum. í yngri flokki var keppnin mjög jöfn. Einungis munaði 0,4 á einkunn þess sem varð efstur og þess sem varð í fimmta sæti og reyndar voru þrír keppendur með sömu einkunn, 8,29. í góðhesta- keppni barna og unglinga er gefið fyrir hverja gangtegund og jafnframt ásetu knapans í hverri gangtegund. Veður var ákaflega slæmt þegar keppnin fór fram á laugardagsmorg- uninn þannig að hestarnir voru ekki vel upp lagðir. í barnaflokki varð efstur eftir dóma Álfur Þráinsson á Rökkva með 8,33 í einkunn, Edda Sólveig Gísladóttir varð önnur á Jan- úar með 8,32, Auðunn Kristjánsson varð þriðji á Rífandi gangi með 8,29, Berglind Ragnarsdóttir varð ijórða á Nóa með 8,29 og Ólafur K. Jónsson varð fimmti á Soldáni með 8,29. Vegna veðurs var úrslitakeppnin ekki á laugardeginum, eins og fyrir- hugaö hafði verið, heldur á mánu- deginum. Þá breyttust úrslit örlítið því að efstur varð Álfur meö Rökkva, Berlind og Nói í öðru sæti, Edda Sól- veig og Janúar í þriðja sæti, Auðunn og Rífandi gangur í fjóröa sæti og Ólafur og Soldán í fimmta sæti. Edda Sólveig Gísladóttir fékk ásetuverð- laun knapa í eldri flokki. Róbert og Rútur efstir í unglingaflokki Keppendur í barnaflokki voru margir hveijir vel ríðandi. Ekki er ólíklegt að knapar á efstu hestum hefðu fengið jafnháar einkunnir í flokki fullorðinna og blandað sér í toppbaráttuna. Róbert Petersen á Rúti varð efstur eftir dóma með 8,46 í einkunn, Edda Rún Ragnarsdóttir varð önnur á Seig með 8,34, Gísli Geir Gylfason varð þriðji á Prins með 8,27, Daníel Jónsson varð fjórði á Glettu með 8,27 og Sigurður Vignir Matthíasson fimmti á Bróður með 8,26 í einkunn. Eins og í unglinga- flokki breyttust úrslit eftir röðun og varð niðurstaðan sú að Róbert og Rútur voru efstir, Sigurður og Bróðir í öðru sæti, Daníel og Gletta í þriðja sæti, Edda Rún og Seigur í íjóröa sæti og Gísli Geir og Prins í fimmta sæti. Daníel Jónsson vann að auki ásetuverðlaun. Sigurvegarar í unglingaflokki. Frá vinstri: Álfur, Berglind, Edda Sólveig, Þetta stórglæsilega hross, Tinni, stóð efst í A-flokki. Hann U Knapi var Sigvaldi Ægisson. ísak, sem hér fer með tignarlegum hætti, varð efstur í B-flokki. Fótaburðurinn er glæsilegur hjá hrossinu og knapinn, Gunnar Arnarson, situr vel. ísak fékk þá ótrúlegu einkunn 9,13. Dómar- ar fóru raunar hamförum um dómaraskalann þegar ísak var annars vegar. Til dæmis gaf einn dómari ísak 10,00 fyrir hratt tölt og 9,9 fyrir brokk. Dómarar voru þrír og fékk ísak 9,47 að meðaltali fyrir hratt tölt. DV-mynd Eiríkur Jónsson Hvítasunnukaj Einkunna- Oj hvvtasunnuh - glæsifákar létu úi Hvítasunnukappreiðar Fáks eru orðnar heXjarmikið fyrirtæki og stendur mótið yfir í íjóra daga. Ekki veit- ir af því keppendur í gæðmgakeppninni eru orðnir jafnmargir og á meðaffjórungsmoti. Að þessu sinni myndaðist stemning sem var alþekkt á hvítasunnu- kappreiðum áður fyrr er rigndi eldi og brennisteini. Motið hófst að vísu á frmmtudegi með dómum í B- flokki og var veður þá ágætt en siðan fór að rigna og hvessa og olli það ernðleikum. Varð til dæmis að fresta úrslitakeppni 1 barna- og unglingaflokki frá laugardegi fram á manudag. Veðurútlit var það slæmt á sunnudag- inn að fyrirhugað var að færa dagskrá mánudagsins yfir í Reiöhöllina en með batnandi veðri var horfið frá þeirri hug- mynd. Dómarar fóru hamförum Dómar í B-flokki hófust klukkan 19 á fimmtudaginn í þurru veðri. Að vísu átti mótið að hefjast klukkutíma fyrr en taflr urðu vegna stærðar dráttarvélar með valtara sem hafði áð í keppnis- brautinni miðri. Tók klukkutíma að finna ökumanninn. Fyrirfram var búist við miklum spenningi því B-flokks hest- ar Fáks hafa jafnan verið góðir. En nokkurt spennufall varð strax er annar hestur, Kjarni, kom í brautina því hann fékk 8,73 í einkunn. Fannst áhorfendum sem erfitt yrði að slá þá einkunn út. En nóttin var ung og þegar allir fjörutíu hestarnir höfðu. verið leiddir í dóm klukkan eitt um nóttina voru tveir hest- ar komnir upp fyrir Kjarna. Fálki var

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.