Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1988, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988. Fréttir Tilraun til að kúga Háskólann: „Fádæma hroki ráðherra“ - Háskólaráð kannar málsókn „Háskólaráð mótmælir harðlega veitingu menntamálaráðherra á stöðu lektors í stjómmálafræði við FélagsvísindadeÚd Háskóla ís- lands. Með embættisgerð þessari hefur ráðherra brotið freklega þá meginreglu frjálsra háskóla að þar veljist menn tíl starfa á grundvelli hæfni til kennslu og rannsókna á tilteknu sérsviði," segir í upphafi ntjög harðorðrar yfirlýsingar sem Háskólaráð, er fer nteð stjóm Há- skólans, samþykkti einróma í gær. í ályktuninni er ásökunum ráð- herra um hlutdrægni og vanhæfni dómnefndar vísað á bug og bent á að hann hafi ekki tilgreint neinar vanhæfisástæður en beri fyrir þeirri staðhæfingu sönnunarbyrði. Bent er á að fulltrúi rektors, Jónat- an Þórmundsson, varaforseti Há- skólaráðs, hafi gegnt eftirlitshlut- verki með nefndinni. Háskólaráð segir að Hannes H. Gissurarson hafi ekki stundað formlegt nám í stjórnmálafræði og ekki sýnt með ritstörfum að hann hafi þá þekkingu á helstu kenning- um og rannsóknaraðferðum í greininni sem geri hann hæfan til kennslu undirstöðugreina hennar. Segir að ekki sé óvenjulegt að menn stundi doktorsnám á sérsviði sem fella má undir fleiri en eitt fræða- svið. Hannes hafi undirstöðu- menntun í heimspeki og sagnfræði en ekki stjórnmálafræði, þó hann hafi doktorspróf á tilteknu sérsviði fræðigreinarinnar. Háskólaráð mótmælir þeim vinnubrögðum ráðherra að leita meðmæla fyrrverandi kennara eins umsækjanda og telur slíkar umsagnir ekki hlutlausar, segir að ráðherra hefði getað hafnað dóm- nefndarálitinu og krafíst þess að ný dómnefnd yrði skipuð. Háskólaráð mótmælir því að ráð- herra hafi áhrif á kennslu Háskól- ans með því að veita stöðuna eftir sérskoðun eins umsækjanda, sem talið er einsdæmi. Segir að kennslufrelsi Háskólans hafi verið virt allt fram til þessarar stöðu- skipunar. Að lokum segir: „Því miður hefur ráðherra kosið að beita valdi sínu þvert á anda þeirra laga sem nú eru í gildi. Hefur hann sýnt fádæma hroka í tilraun sinni til að kúga Háskólann. Háskólaráö átelur ráö- herra harðlega fyrir framgöngu hans í máii þessu. Auk þess sem þegar er taiið hefur hann lítilsvirt Háskólann með því að tilkynning um stöðuveitinguna og hréf til rekt- ors og Háskólaráðs voru fyrst send fjölmiðlum áður en þau bárust rétt- um aðilum. Háskólaráð mun láta athuga lagalega stöðu Háskólans í þessu máli í því skyni að hnekkja þessari embættisathöfn ráðherra." -JFJ Ólögleg IStarefiii í matvætum: Efhaverksmiðjan Valur hafði ekki frumkvæði að innköllun \ rannsóknaríögreglan með mállð Vörur frá Efnagerðinni Val, sem reyndust innihalda ólögleg litar- efni, azo rubin, voru ekki teknar úr versiunum aö frumkvæði verk- smiðjunnar. DV hafði samband viö tvo stórmarkaði, Hagkaup og Miklagarð, og kom þar fram að þaö var ekki fýrr en fulltrúar frá Heil- brigöiseftirliti Reykjavíkur komu í verslanimar að vörur frá Val voru teknar úr hillunum. „Þessar vörur frá Val voru tekn- ar úr hilium fljótlega eftir að full- trúar heilbrigðiseftirlitsins voru hér. Það var gert að eigin frum- kvæði - beiðni um það frá Val hef- ur aldrei komið,“ sagði Guðmund- ur Viöar Friðriksson, verslunar- stjóri hjá Hagkaupi. Sömu sögu hafði Sigurjón Ás- geirsson, verslunarstjón í Mikla- garði, að segja. Hann sagöi að um Ieið og fulltrúar frá heilbrigðiseftir- litinu hefðu komið í verslunina hefðu vörur frá Val verið teknar og endursendar. Hann sagðist aldr- ei hafa heyrt neina beiðni frá Val um þaö. Að sögn Guðmundar H. Einars- sonar, heilbrigðisfulltrúa Hafiiar- fjarðar, telur eftirlitið sig hafa vissu fýrir því að hið ólöglega efni sé ekki lengur notað í matvæii. Guðmundur sagöi að þeir hjá eft- irlitinu hefðu farið í verksmiöjuna um mánaðamótin apríl/maí og henni gert að innkalla framleiðsl- una. Það hefði ekki gerst og sagði Guðmundur aö það gerði máliö vissulega enn alvarlegra. Sagði Guðmundur að það yrði kært eins og hvert annað lögbrot en rann- sóknarlögreglan vinnur nú aö rannsókn málsins. Haft var samband við Ásgeir Friðjónsson, framkværadastjóra Efnageröarinnar Vals, en hann vildi ekkert tjá sig um málið að svo stöddu. -SMJ Ólympíuliðið í skák valið Skáksambandið hefur tilkynnt val sitt á landsliði í skák fyrir næsta ólympíumót. Mótiö fer að þessu sinni fram í Grikklandi og hefst 11. nóvember og lýkur 3. des- ember. Liðið er skipað sömu mönnum og síðast nema hvað Þröstur Þór- hallsson kemur inn í liöiö í stað Guðmundar Siguijónssonar. Það verður þvi einum stórmeistara færra en síðast en eigi að síður er sveitin mjög sterk. Hún er því lík- leg til að bæta þann glæsilega ár- angur sem náðist á síðasta móti. Þá lenti liöið í 5. sæti eftir að hafa teflt á toppnum allan tímann. Jóhann Hjartarson teflir á fyrsta borði en hann er hæstur íslendinga að stigum, með 2620 ELO-stig. Jón L. Ámason er á öðra borði með 2535 stig, Margeir Pétursson á þriðja borði. Hann hefur 2530 stig. Helgi Ólafsson er á fjórða borði með 2520 stig. Byijunarhðið er því allt skipað stórmeisturam í fremstu röð. Alþjóðlegu meistaramir Karl Þorsteins og Þröstur Þórhalls- son veröa síðan varamenn en þeir hafa veriö í mikilli framfor að und- anfómu. Eins og kunnugt er þá ætlar Boris Spassky að þjálfa liðið fyrir mótið. -SMJ Þóra Guðmundsdóttir fyrir utan síldarbraggann þar sem nú er rekið farfuglaheimili. Þóra er bjartsýn á framtíð landsbyggðarinnar og segir tímaskekkju hjá ungu fólki að vaða suður. „Hér er nóg landrými og nóg að gera.“ DV-mynd GVA Sfldarbraggi varð að farfuglaheimili - tímaskekkja hjá ungu fólki að flylja suður, segir Þóra Guðmundsdóttir „Við rekum hér farfuglaheimili á sumrin í gömlum síldarbragga sem var gerður upp árið 1975 og fjölskyld- an býr hér einnig,“ sagði Þóra Guð- mundsdóttir, arkitekt á Seyðisfirði, í samtali við DV. En Þóra og fíeiri fengu gefins síld- arbragga árið 1975 og bjó hún þar ásmat nokkrum krökkum í svokall- aöri kommúnu sem var mikið í tísku hjá ’68 kynslóðinni. Er þejsi síldar- braggi einn af fáum sem varðveist hafa hér á landi og era uppgerðir. Nokkrir síldarbragganna standa ennþá víðs vegar um landið en eru flestir í mikilli niðumíðslu. „Hér er yfirleitt mikið að gera á sumrin, sérstaklega þá daga sem Norræna setur svip á bæinn,“ sagði Þóra. Síldarbragganum er skipt í tvennt. í öðram endanum býr Þóra ásamt fjölskyldu sinni en hinum megin er farfuglaheimilið. Hann er innréttað- ur á mjög einfaldan og ódýran hátt en jafnframt skemmtilegan. „Við lát- um margt upphaflegt frá síldaráran- unum njóta sín enda er margt vel nýtilegt, til dæmis er veggklæðning- in upphafleg. Hins vegar þurftum við að gera mikið fyrir gólfið því í leys- ingunum á vorin rann vatn hér í gegn,“ sagði Þóra. Þóra vinnur einnig sem arkitekt og er um þessar mundir aö vinna í bæjarskipulagi Seyðisfjarðar. Hún segir helst vera í hennar stefnu að halda í gömul hús en næsta verkefni Seyðisfjarðarkaupstaðar er að byggja verkamannabústaði og íbúðir fyrir aldraða. „Eg held aö það sé tímaskekkja að vaða suður og beijast þar um brauð- iö þar sem allir eru í barningi. Hér er nóg af landrými og óplægöur ak- ur,Eg held aö framtíðin sé sú að fólk eigi eftir að leita út á land með nýjar hugmyndir. En forsendan fyrir því að við fáum að þrífast hér á Seyðis- firði er að fá göng undir Fjarðar- heiöina,” tjáði Þóra okkur. -GKr Skák: Karl Þorsteins til Moskvu margir sterkir skákmenn meðal þátttakenda Karl Þorsteins er á fórum til Sov- étríkjanna til að tefla á sterku móti. Það hefst á þriðjudaginn og er reyndar á sama stað og þeir Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson tefldu á í fyrra. i samtali við Karl kom fram að mótinu er skipt í tvo flokka og sagö- ist Karl ekki vita í hvorum flokkn- um hann tefldi. A-flokkur verður í 12. styrkleikaflokki og þar tefla meðal annarra Mikael Tal, Chem- in og Razuaev. Karli gekk mjög vel á móti í Kaupmannahöfn fyrir stuttu en þar vantaði hann aðeins einn vinn- ing að stórmeistaraáfanga. Sagðist hann vera bjartsýnn á framhaldið þótt hann liti á Moskvufór sína sem „langtimafjár- festingu" en þannig hefði Jóhann lýst mótinu í fyrra. -SMJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.