Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1988, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1988, Blaðsíða 27
LÁUGARDAGÚK 9. JÚLÍ 1988. dv______________________________________________Nýjar plötur Súld - Bukoliki RITARI Utanríkisráðuneytið óskar að ráöa ritara til starfa í utanrfkisþjónustunni. Krafist er góðrar tungumálakunnáttu og góðrar vélrit- unarkunnáttu. Eftir þjálfun I utanríkisráðuneytinu má gera ráð fyrir að ritarinn verði sendur til starfa I sendiráðum Is- lands erlendis. Eiginhandarumsókn, með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist utanrlkisráðuneytinu, Hverfisgötu 115, 150 Reykjavlk, fyrir 21. júlf nk. Utanríkisráðuneytlð Glittir í gegnum úðann Þótt mikiU fjörkippur hafi færst í íslenska hljómplötuútgáfu á undan- fómum árum hefur djassinn allt aö því setið eftir, sem vekur nokkra furöu, þar sem djasskvöld eru vinsæl á höfuðborgarsvæðinu og getur áhugamaöur um djass fengið sinn skammt að minnsta kosti einu sinni í viku. Vinsældir djassins hérlendis eru ótvíræðar og nægir að benda á komu Stéphane Graphelli á listahá- tíð fyrir stuttu, en á konsert hans varð fyrst uppselt. Djassplötur eru samt til. Flokka má tónlist Mezzoforte að hluta undir djass og Bjöm Thoroddsen hefur gef- ið út tvær ágætisplötur og þá má ekki gleyma ljúfri plötu með Guð- mundi Ingólfssyni sem kom út fyrir nokkram árum. Fleira mætti tína til en staðreyndin er samt sú að plötuút- gefendur telja djass ekki mikla sölu- vöru. Nýjasta platan í hópi fárra djass- platna er Bukoloki með kvartettin- um Súld. Súld er alvöru djasshljóm- sveit. Meðlimir hennar, sem eru þekktir hljóðfæraleikarar, spila ein- göngu fmmsamda tónlist, flóknari en svo að hinn almenni hlustandi geti gripið hana í fljótu bragði en veitir því meiri ánægju þeim sem leggja við eyrun. Plata þeirra Súldarmanna nefnist Bukoliki sem er pólskt orð en nánari skýringu hef ég ekki á því. Sjálfsagt hefur pólska fiðluséníið Szymon Kuran haft það í farteski sínu. Kuran, sem fyrir utan að starfa meö Súld er starfandi í Sinfóníu- hljómsveit íslands, er sá sem mest er áberandi innan kvartettsins. Hann er ríkjandi í sólóum, þótt ótvíræð samvinna sé þaö sem gefur plötunni gildi. Á plötunni era átta lög og er bassa- leikarinn Stefán Ingólfsson afkasta- mesti lagahöfundurinn og það eru einmitt lögin hans sem era melódísk og grípandi. Flóknari tónsmíðar ein- kenna lög Kuran og Steingríms Ing- ólfssonar. Fjóröi meðlimur Súldar er Láras Grímsson sem að vísu semur ekki lög í þetta skiptið en er stjórn- andi upptöku og á sem hljómborðs- leikari mikinn þátt í endanlegri gerö laganna. Ekki þykir mér ástæða til aö gera upp á milli laga á Bukoliki, öll hafa þau sinn sjarma þótt ólík séu. Flokk- un á tónlist Súldar er einnig óþörf. Fiðluleikur Kuran gefur hljómsveit- inni sérstöðu, nánast þjóðlagablæ. Hefðbundinn djass er tónlistin samt ekki. Á miklu fremur heima meðal hljómsveita á borð við Weather Re- port og Steps Ahead og Bob James, þótt mun finlegri sé. Bukoliki er geysivel spiluð og tæknilega séð gallalaus. Það sem helst má að finna er að tónsmíðarnar era ekki nógu spennandi. Útsetning- ar eru góðar, en þar sem rafmagns- hljóðfæri eru ríkjandi hefði kraftur- inn mátt vera meiri. Viss er ég um aö með réttri kynningu á Súld efdr að vekja athygli á komandi árum því ekki vantar strákana hæfileikana. HK Creedence Clearwater Revival - Endurútgáfur Tímaskekkjan sem sló í gegn Tíminn er 1968. Andrúmsloftið er sýrt, - ekki hvað síst í San Franc- isco. Þar snýst allt um ást, frið og nóg af dópi. Tónlistin er sýrarokk þar sem æðstuprestarnir eru Grate- ful Dead, Jefferson Airplane og Big Brother And The Holding Company. Santana er á næstu grösum. Þá stökkva allt í einu fram á sjónar- sviðið fjórir ungir piltar sem kalla sig Creedence Clearwater Revival. Útreyktur almúginn gat vart boriö nafn hljómsveitarinnar fram og kall- aði hana bara CCR. Piltamir fjórir gáfu skít í alla hljóðeffektana, óend- anlegu gítarsólóin og innhverfa texta sem enginn botnaði í né mun nokkru sinni geta séð heila hugsun í. Þess í stað léku liðsmenn Creedence Clear- water Revival einfalt, ómengað rokk. Svolítil kántríáhrif mátti heyra í tón- list þeirra og greinilegt var aö ryþmablúsinn frá New Orleans hafði einhvem tíma borist þeim til eyma. Þessi tímaskekkja sýrutímanna sló í gegn. Að vísu komu þeir ekki, sáu og sigruöu í einu vetfangi. Fjórmenn- ingamir John og Tom Fogerty, Doug Clifford og Stu Cook höföu baslað skóla. Upphaflega hétu þeir reyndar Tom Fogerty And The Blue Velvets. Síðar Gollivogs. Það var loks á að- fangadag jóla áriö 1967 að fjórmenn- ingamir ákváðu að gerast atvinnu- menn og breyttu nafni hljómsveitar- innar í Creedence Clearwater Reviv- al. Á næstu jólum vora þeir smá- stjömur og árið þar á eftir voru þeir komnir í hóp hinna stóra. Endurútgáfan Um þessar mundir er því fagnað að tuttugu ár eru liðin síðan Creed- ence Clearwater Revival sló í gegn. Hljómplötuútgáfa þeirra, Fantasy Records, hefur vegna þessara tíma- móta endurútgefið að minnsta kosti fimm plötur hljómsveitarinnar. Umslög platnanna Creedence Clear- water Rivival, Bayou Country, Green River, Willy & The Poorboys og Cosmo’s Factory líta alveg eins út og í gamla daga (utan að á örsmáu letri aftan á umslögunum má lesa að plöt- umar fáist einnig á geisladiski) en hljómurinn er mun betri en áður. Svonefndri direct metal mastering tækni (DMM) hefúr verið beitt til að fá hljóminn sem líkastan því sem nútímatækni býöur upp á. Það er verulega ánægjulegt að renna yfir gömlu, góðu CCR tónlist- ina. Vissulega bundu John Fogerty og félagar sig ekki við tveggja og hálfrar mínútu formið hér áður fyrr. En rúmlega átta mínútna löng lög hljómsveitarinnar hljóma ekki leið- irúeg, langdregin né útúr rugluð í dag eins og allt of mikið af tónlist þessara tíma. Hins vegar þykir mér hljóm- sveitin hafa staðið sig best í poppaða rokkinu, lögum sem áttu ótrúlega greiða leið upp vinsældalistana á árunum 1969 og 1970. Þá kom CCR hvorki meira né minna en sjö lögum á topp tíu. Hæst ber vitaskuld Proud Mary, Bad Moon Rising, Down On The Comer, Bom On The Bayou, Green River, Up Around The Bend og Who’ll Stop The Rain. Á plötum Creedence Clearwater Revival vora einnig margir gullmol- ar eftir aðra en John Fogerty. Má þar nefna Susie Qáfyrstu plötunni, Good Golly Miss Molly á Bayou Country, Nighttime Is The Right Time á Green River og the Midnight Special og Cotton Fields á Willy And The Poorboys. Reyndar gáfu Creedence Clear- water Revival út sjö plötur samtals. Pendulum og Mardi Gras, sem komu út 1971 og ’72, þykja nokkuö standa hinum að baki. Hins vegar má geta ágætis safnplatna meö tónhst Creed- ence Clearwater Revival. Þær kallast einfaldlega Chronicle Vol. 1 og Vol. 2. Þar eru allir helstu smellir hljóm- sveitarinnar og nokkrir gæðaslagar- ar aðrir sem ekki voru gefnir út á litlum plötum og komust því ekki á vinsældalista. Tímaskekkja Creedence Clearwater Revival vann sér kafla í rokksögunni meö því að koma með einfalda tónlist að hætti fyrstu kynslóðar rokktónlist- armanna þegar þriðja kynslóðin var í óðaönn að myrða hljóðhimnur sjálfrar sín og annarra með veinandi gítarsólóum í alls kyns tónverkum sem bæði haus og sporð vantaði á. Fjórmenningamir, Clifford, Cook og Fogerty bræðumir, voru nánast eins og verkamenn við hlið hippanna í klæðaburði jafnt sem framgöngu. Þeir erfiðuðu líka og puöuðu viö að koma tónlist sinni á framfæri, ein- fóldu rokki sem var á skjön við allar tískusveiflur þeirra fáu ára sem þeir fjórir héldu saman. Þeir voru tíma- skekkja... en skekkja sem kom fram á hárréttum stað og stund. -ÁT- Skeljungur h.f. Halló! Halló! Við vorum að fá þessi stórglæsilegu leðursófasett Þægileg SlMýja <Bólsturgorðin Garðshorni við Fossvogskirkjugarð, sími 16541
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.