Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1988, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988. 3 Fréttir Olögleg aukefni í matvælum: Látum að sjátf sögðu vita - segir Grímur Valdimarsson FliM W0ÍÞJÓNUSTA LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN HF Laugavegi 178 - Reykjavík ■ Simi 685811 | 1 „Þaö er rétt hjá Oddi Rúnari að ' starfsmenn Rannsóknastofnunar fxskiðnaöarins eru bundnir þagnar- skyldu varðandi niðurstöður mæl- inga fyrir einstaka aðila. Það gildir þó að sjálfsögðu ekki um hættuleg íblöndunarefni eða galla sem valdið geta heilsutjóni." Þetta segir Grímur Valdimarsson, forstjóri Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins. Tilefnið er viðtal við Odd Rúnar Hjartarson, for- stöðumann Heilbrigöiseftilits Reykjavíkur, hér í blaðinu þann 7. júlí síðastliðinn undir fyrirsögninni „Eilífðarvandamál". í viðtalinu var rifjað upp er sala var stöðvuð á niðursoðinni rækju frá K. Jónssön á Akureyri eftir að upp komst í Þýskalandi aö í hana hafði verið blandað ólöglegu efni. Eftirfar- andi var haft eftir Oddi Rúnari: „Rannsóknastofnun fiskiönaðar- ins var sjálfsagt búin aö finna efnið í rækjunni, málið er bara að hún er bundin þagnareiði. Hún má ekki gefa okkur upplýsingar nema hún sé að framkvæma rannsóknina fyrir okk- ur.“ Grímur sagði ennfremur: „Strax og upplýst varð um blöndun Hexa í niðursoðna rækju frá K. Jóns- syni haustið 1986 var það tilkynnt Hollustuvernd ríkisins sem gerði ráðstafanir til að láta taka rækjuna af markaði hérlendis." Grímur vildi einnig gera athuga- semdir við fleira sem haft var eftir Oddi Rúnari. Sérstaklega fannst hon- um skjóta skökku við að ekki væri hægt að hafa hemil á framleiðendum vegna þess að hér á landi skorti rann- sóknaráðstöðu. Því væri erfitt aö halda uppi eftirliti. Grímur sagði um þetta: „Þaö er vissulega óþolandi að fyrir- tæki komist upp með, jafnvel árum saman, að nota ólögleg aukefni í matvæli. Hlýtur það að vera kapps- mál heilbrigðisyfirvalda að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir slíkt. Af viðtalinu má ráöa að að- stööuleysi til að mæla þessi efni hér á landi sé þess valdandi að Heil- brigðiseftirlitiö geti ekki stöðvað lög- brjótana. Vissulega getur það verið flókið mál og kostað mikinn tækja- búnað að mæla öll þau margvíslegu aukefni sem notuð eru í matvælaiðn- aði. Efnagreiningaraðstaða hér á landi mætti sjálfsagt vera betri en hún er nú. Þó býður mér í grun að þær stofnanir sem fyrir eru gætu annast nauðsynlegustu mælingar á þeim aukefnum sem framleiðendur gætu helst freistast til að nota en eru ólögleg. Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins hefur til dæmis um langt skeið mælt rotvarnarefni fyrir ýmsa aðila, þar á meðal í fjögur skipti fyr- ir Heilbrigðiseftirlitið á síðastliðnum fjórum árum. Með nokkrum undir- búningi gæti stofnunin vafalítið bætt úr bráðri vöntun á aðstöðu til að mæla litarefni og er sjálfsagt að taka upp viðræður við Heilbrigöiseftirlit- ið nú þegar um þau mál. Það er með öllu ótækt að óprúttnir framleiðend- Tekinn í landhelgi Rækjutogarinn Hafþór RE 40 var staðinn að ólöglegum veiðum í græn- lenskri landhelgi. Útgerð skipsins hefur sett þriggja milljóna króna tryggingu vegna landhelgisbrotsins. Eftir að tryggingin var sett hélt skip- ið áfram veiöum, utan grænlenskrar landhelgi. Það var danskt varðskip sem kom að togaranum að veiöum vestan við miðlínu, miUi íslands og Grænlands. ur geti notað hættuleg efni í matvæli í skjóli þess að ekki sé unnt að greina þau.“ -PLP 'vU^<A „ Sí. , \ ^ PH,, *- ...-^w***1 STAÐGRBÐSLU BERAÐ SUNDURUÐA og skila mánaðatlega Launagreiðendum ber að skila sundurliðun á staðgreiðslu opinberra gjalda launamanna. Sundurliðuninni ber að skila mánaðarlega með skilagrein vegna launagreiðslna fyrir næstliðinn mánuð. Heimilt er að senda útskrift úr launa- bókhaldi launagreiðanda, þar sem fram koma sömu atriði og krafist er á sundurlið- unaryfirliti. Eyðublað fyrir sundurliðun verður sent launagreiðendum mánaðarlega. Skil vegna reiknaðs endurgjalds eru óbreytt. Gjalddagi skila er 1. hvers mánaðar. Ekki er nægilegt að greiða greiðsluna í banka eða póstleggja hana fyrir eindaga. Greiðslan þarf að berast skrifstofu inn- heimtumanns í síðasta lagi á eindaga. Greiðslur sem berast eftir það munu sæta dráttarvöxtum. Póstleggið því greiðslur tímanlega. ■Skilið tímanlega -forðisf öriröð RSK RIKISSKATTSTJORI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.