Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988.
3
Fréttir
Ragnarsbakarí í Keflavík selt Björgvin Víglundssyni:
„Olafur Ragnar mætti
vissulega hrópa húrrau
„Þaö hljóta að teljast jákvæðar
fréttir að það er búiö að selja Ragn-
arsbakarí og Ólafur Ragnar mætti
vissulega hrópa húrra yfir að heyra
svona jákvæða frétt úr þjóðlífinu,"
sagði Ármann Reynisson í Ávöxtun
sf„ en hann segist vilja gagnrýna
neikvæða umfjöllun formanns Al-
þýðubandalagsins um fjárfestingar-
félögin að undanfornu. Á sunnudag-
inn seldu Armann og Pétur Björns-
son Björgvin Víglundssyni verk-
fræðingi Ragnarsbakarí. Sagði Ár-
mann að samningar við Björgvin
hefðu staöið yfir um tíma en gengið
hefði verið endanlega frá sölunni á
sunnudaginn.
„Við keyptum bakaríið 4. desember
síðastliðinn og höfum síðan unnið
við að koma rekstri þess á réttan
kjöl. Við erum ánægðir meö árangur
af starfi okkar en þessi sala léttir
vissulega af manni mikili vinnu.“
Ármann sagði að tvær ástæður væru
fyrir sölunni: í fyrsta lagi hefði aldr-
ei veriö ætlunin að eiga fyrirtækiö
lengur en í eitt ár og í öðru lagi þá
stæði fyrir dyrum lagasetning á veg-
um viöskiptaráðuneytisins sem
bannaði verðbréfasjóðunum að eiga
fyrirtæki sem þeir ættu viðskipti við.
Sagöi Ármann að í undirbúningi
væri sala á hlut þeirra Péturs í Kjöt-
miðstöðinni en þeir munu eiga 45%
í því fyrirtæki. Þá hefði Veitingamað-
urinn verið seldur í apríl.
Þeir Ármann og Pétur eiga krist-
alsverslun Hjartar Nielsen hf. og
smáhlut í smærri fyrirtækjum. Þeir
eiga einnig Ávöxtun sf„ sem rekur
tvo verðbréfasjóði sem samtals velta
um 400 milljónum kr.. Ávöxtunar-
bréf sem er meö um 350 milljónir bak
við sig og Rekstrarbréf sem er með
um 30 milljónir. Þá er fyrirtækið með
rekstrarsjóð sem kaupir lítil fyrir-
tæki og endurleigir þau þriðja aðila.
Er sú starfsemi á kaupleiguformi, að
sögn Ármanns.
-SMJ
Björgvin Víglundsson:
„Ragnars-
bakarí var
keypt á
fullu verði“
„Ég vil ekkert segja um kaup-
verð á Ragnarsbakaríi enda segja
tölur ekki allt. Ég get þó fullyrt
að Ragnarsbakarí var keypt á
fullu verði en ekkert fram yfir
það,“ sagði Björgvin Víglundsson
verkfræöingur sem nú hefur
keypt Ragnarsbakarí í Keflavík.
Þetta er annað fyrirtækið sem
Björgvin kaupir á árinu því í vet-
ur keypti hann byggingarfyrir-
tækið Álviðru.
Björgvin sagði að fleiri aðilar
væru með honum í þessum við-
skiptum þótt hann vildi ekki
nafngreina þá aö svo stöddu. Um
væri að ræða þrjá aðila, einstakl-
inga og fyrirtæki. Væri í undir-
búningi stofnun hlutafélags um
reksturinn.
Að sögn Björgvins þá munu
flestir starfsmenn fyrirtækisins
halda sínu starfi en nú eru um
60 manns á launaskrá þótt sumir
séu í hlutastarfi. Sagði Björgvin
að skipt verði um stjórnendur
fyrirtækisins þótt ekki hefði ver-
ið gengið frá neinum ráðningum
í því sambandi. -SMJ
Fíkniefnasmygl:
Úrskurðað-
ur í gæslu-
varðhald
Fíkniefnadeild lögreglunnar hand-
tók á Keflavíkurflugvelli mann sem
reyndi að smygla fíkniefnum til
landsins. í fórum mannsins fundust
800 grömm af hassi og lítils háttar
af kókaíni. Maðurinn var úrskurðað-
ur í viku gæsluvarðhald.
Hann var að koma frá Amsterdam.
Maðurinn hefur ekki komið við sögu
fíkniefnalögreglunnar í langan tíma.
-sme
Haraldur í
Hæstarétt
Haraldur Henrýsson, sakadómari
og forseti Slysavarnafélagsins, hefur
verið settur hæstaréttardómari í
tveggja mánaða leyfi Þórs Vilhjálms-
sonar hæstaréttardómara. Haraldur
mun hefja störf hjá Hæstarétti um
næstu mánaðamót. -sme
SERTILBOÐ !
Nordmende upptöku- og afspilunarvélin, fyrir VHS-C
spólur, sem passa í venjuleg VHS heimatæki
Aðeins
grelðslukjör tll allt að 12 mán.
Aðeins 1300 gr (með rafhlöðu)
HQ myndgæði (High Quality)
Aðeins 10 lúx (kertaljós í 25 cm fjarl.)
430 línu upplausn
Sjálfvirk lit-, ljós og „fókus“-stilling
Dags- og tímainnsetning
14 stillingaratriði sjást í myndkíki
Tekur VHS-C spólur (fyrir VHS heimatæki)
Mynd- og hljóðdeyfir (fader)
Sexfalt-tveggja hraða súm
CCD örtölvu myndkubbur
Fljótandi kristals-stjómskjár
4 lokarahraðar i/6o, 1/250, 1/500 og 1/1000
Hægt að skoða upptöku strax
Ýmsir fylgihlutir
o. fl. o. fl.
Alm. verð: stgr
Almenntverð: 84.000,-
NORDMENDE
NYTSÖM NUTIMATÆKI-
SKIPHOLT119
SIMI29800