Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988. Fréttir Mikið úrval sjónvarpsefrús gegnum gervihnetti: Gewihnattasjónvarp enn á mótunarskeiði Undirstríkun gefur til kynna aö útsending dagskrár sé trufluð Þessi mynd sýnir gervihnettina Eutelsat-1, bráðum Eutelsat-5, og Intelsat og lista yfir flestar sjónvarpsstöðvanna sem íslendingar geta séð í gegnum þá. Staða gervihnattanna á myndinni er ekki eiginleg staða þeirra miðað við ísland, enda myndin einungis ætluð til skýringar og einföldunar á efni greinarinnar. Intelsat hangir yfir Mið-Evrópu og þarf stærri móttökudiska til að ná stöðvunum sem um hann fara. DV-kort Jón Rafn Þær gervihnattasjónvarpsstöðvar, sem íslendingar geta náð með þokka- legum myndgæðum í dag með venju- legum móttökudiski, 1-2 metrar í þvermál, eru um 10 til 12 talsins. Þær stöðvar nást í gegnum gervihnöttinn Eutelsat-1, sem hefur 8 rásir og Eut- elsat-5 mun leysa af í næsta mánuði. Síöan eru fleiri stöðvar sem með mun stærri móttökudiski má ná í gegnum gervihnettina Intelsat, en þeir svífa yfir Mið-Evrópu og nást best þar. í lok ársins verður gervihnötturinn Astra sendur á loft. Hann verður með 16 rásum og tekur við nokkrum stöðvanna sem í dag senda um Eut- elsathnöttinn. Stærst stöðvanna, sem nást hér og sú þeirra sem er aögengileg öllum án endurgjalds, er SKY Channel. Þegar gervihnötturinn Astra verður sendur á loft mun það auka mögu- leika þessarar stcðvar til muna. Af 16 rásum hnattarins verður SKY með 4: SKY Channel, með almennu af- þreyingarefni, SKY Movie með kvik- myndum aðeins fyrir Bretland og írland til að byrja með, SKY News sem er fréttarás og loks Eurosport. Síðstnefnda rásin verður væntan- lega í sameiginlegri umsjá SKY sport og Evrópusambands sjónvarps- stöðva, en samningar hafa dregist á langinn vegna málaferla við íþrótta- stöðina Screen sport, sem sendir um Mið-Evrópu, um réttindi og annað. Ef þau málaferli, sem rekin eru fyrir Evrópudómstólnum, verða ekki til lykta leidd í ársbytjun 1989, þá mun SKY stöðin senda út íþróttaefni und- ir nafni SKY sport. Aðrar stöðvar sem senda um Eut- elsat eru: Super Channel sem sendir út létt af- þreyingarefni. Super Channel hefur ekki gert samninga við rétthafa um móttöku á íslandi og því ekki ieyfi- legt að taka sendingar stöövarinnar hér þótt þaö sé gert. RAI uno sem er ítölsk og sendir mjög lifandi afþreyingarefni. RAI uno gef- ur ekki út formleg leyfi til móttöku, en amast ekki við móttöku sendinga hér. Sat 1 og 3 Sat eru þýskar stöðvar sem senda út fjölskyldu- og afþreyingar- efni. Sendir 3 Sat þó meira menning- arlegt efni. Þessar stöðvar banna ekki að efni þeirra sé móttekið hér- lendis. World Net er sjónvarpsútgáfa af Vo- ice of America og sendir fréttir og fréttatengt efni. Rekur bandaríska ríkið World Net og getur hver sem er horft á hana. TV 5 er frönsk stöð og sendir hún út blandað efni. Eru engin leyfi veitt en ekki amast við móttöku á efni hennar. Filmnet-Esselte pay-TV er kvik- myndarás aðeins fyrir Skandinavíu og Holland. Sendingar hennar eru ruglaðar og ekki leyfúegt að taka á móti hérlendis frekar en efni frá Teleclub sem er þýskumælandi kvik- myndastöð og einnig rugluð. Loks er þýska stöðin RTL+ sem sendir almennt skemmtiefni og Arts Channel á vegum SKY sem sendir út listrænt efni eftir að SKY Channel hefúr lokið útsendingum á kvöldin. Til að ná sendingum í gegnum Int- elsat hnettina sem hanga yfir Mið- Evrópu þarf stóran móttökudisk, um 4 metra í þvermál. Þekktastar stöðv- anna þar eru Screen Sport sem send- ir út íþróttaefni. Síðan er MTV- Europe eða Music Television, sem sendir mestmegnis út tónlistar- myndbönd og tengt efni, CNN sem er fréttastöð og gestir Hótel Esju, Holiday inn og væntanlegir gestir Hótel Islands geta séð, Kindemet og Childrens Channel, sem eru þýsk og bresk barnastöð, og Life Style sem hefur heimavinnandi fólk sem aðal- markhóp. Loks er Premiere sem er rugluð kvikmyndastöð, aðeins fyrir Bretland og írland. Fæstar stöðvanna em ruglaðar, en reikna má með að í framtíðinni verði fleiri þeirra mglaðar, sem þýðir að þá þarf afruglara til að ná sendingum þeirra. í dag senda þær allar í Pal, sem er sérstakt litkerfi, en svo kallað MAC kerfi, sem er „digitaT og er talið að taki við og muni auka mynd- gæðin til muna og veita allt að 8 talr- ásir með einni rás. Þessi heimur gervihnattasjón- varpsins sem blasir við íslendingum er stöðugum breytingum undirorp- inn og víðáttumeiri en hér veröur lýst. Gervihnattasjónvarp er enn á mótunarskeiði sínu. -hlh Brúöhjónin ganga um borö aö vígslu fokinni. Allír gestfr voru fluttir fram og til baka með Við- eyjarbóti Halsteins Svelnssonar. DV-mynd Í.S. hjónavígslan í nýendurgerðri Viðeyjarkirkju. Þar voru gefin saman Finnur Orri Tliorlacius og Herdís Sif Þorvaldsdóttir. Séra Kristián Búason framkvæmdi hjónavígsluna. Einstök veðurblíða var þennan dag og skartaöi Viðey sínu feg- ursta. Um níutíu manns vom við brúðkaupið en þar sem kirkjan tekur ekki nema sextiu manns í sæfi voru þrjátiu manns, aðallega yngra fóikið, í Viðeyjarstofu. Þar hafði veriö komið fyrir sjón- varpsskjá svo allir gætu fylgst meö vigslunni. Aö sögn brúðgumans, Finns Orra, er hugmyndin komin frá föður brúöarinnar, Þorvaldi S. Þorvaldssym, forstööumanni borgarskipulags. Brúðhjónin fara i brúökaupsferð til Florída en þar munu þau stunda nám á næstu árum. Brúðguminn mun taka MBA master en brúöurin ætiar aö stunda nám í umhverfis- fræðum. -JJ í dag mælir Dagfari Vextir og vaxtavextir Á sama tíma og öll samanlögð heimsbyggöin á íslandi kvartar undan vaxtaokrinu og atvinnu- reksturinn sligast undan byrðinni og heimilispeningamir gufa upp í vöxtum og afborgunum hefur rík- isstjómin fundið það út að vextir af húsnæöislánum séu of lágir. Nú er það nýjast í hennar herbúðum að hækka húsnæöislánavextina, enda nær það auðvitað ekki nok- kurri átt að til sé hópur í þjóðfélag- inu sem kemst upp með það að borga of lága vexti. Það verður að ná sér niðri á þessu fólki og koma í veg fyrir að vextir séu það lágir að fólk ráði við að greiða þá. Að vísu er því bætt við að ríkis- stjómin hafi hugsað sér aö bæta vaxtahækkunina upp með skatta- lækkunum og er þar komin aftur gamla aðferðin, sem hefur reynst þessari ríkisstjórn svo vel, að hækka fyrst til að geta lækkað seinna. Þannig fór hún með skatt- ana. Þeir vom hækkaðir til að hægt væri að lækka þá. Að vísu hefur enginn orðið var við lækkun- ina en þá mega menn heldur ekki gleyma því að skattahækkunin sjálf fól í sér skattalækkun sam- kvæmt kenningum ráðherranna þannig að fólk hefur ætíð misskilið þessa hækkun. Hækkun skatta er lækkun skatta og í rauninni má gagnálykta og segja að lækkun þýði hækkun og samkvæmt þessu er ríkistjómin með það á pijónunum að hækka húsnæðisvextina til að geta lækkað þá. Verkalýðshreyfingin er að mót- mæla þessari vaxtahækkun. Verkalýðshreyfingin segir að sér hafi verið lofað að húsnæðisvöxt- unum yrði haldið lágum. Það hafi verið liður í félagsmáiapakkanum þegar verkalýðshreyfingin var vé- luð til að semja um kauplækkun síðast. En verkalýðshreyfingin á að vita betur. Hún á að vita að í pólitík standa menn aldrei viö samninga. Það tilheyrir pólitíkinni að svíkja samninga og þar aö auki hafa verkalýðshreyfingin og hús- byggjendur komið aftan að ríki- stjóminni með því að sækja meira í þessi lán en góðu hófi gegnir. Rík- isstjórnin ætlaði aldrei að lána svona mörgum og hún vissi ekki betur en flestallir Islendingar væru búnir að byggja eða kaupa og unga fólkið hefur hvort sem er ekki efni á að kaupa og þess vegna kemur ásóknin í húsnæðislánin þeim í opna skjöldu. Þetta er auövitað ómark og það verður að bregðast við þessu með því að hækka vext- ina og hræða fólkið frá því að sækja um lánin. Það nær ekki nokkurri átt að fólk fái lán á hagstæðum kjörum til að byggja og það jafnvel sumir sem búnir eru að byggja áð- ur. Þá er betra að hækka vextina til að geta lækkað þá aftur til þeirra sem ríkisstjómin hefur velþóknun á. Það verður gert í gegnum skatta- kerfið, þannig að ef menn geta sýnt fram á að þeir hafi lítil sem engin laun, eigi ekki bót fyrir rassinn á sér en standa í stórframkvæmdum í húsbyggingum þá geta þeir fengið lækkaöa vextina. Þetta er ölmusu- stefnan sem er svo vinsæl hjá sum- um stjómmálaflokkunum og hent- ar pólitíkusum sem vilja geta gert fólkinu greiða til að það kjósi rétta flokka og rétta pólitíkusa. Fyrst þarf fólkið að fara í langar biðraðir til að bíða eftir lánunum og svo fer það aftur í langar biðraðir til að biðja um vaxtalækkun og í báðum tilfellum sitja fyrir framan fólkið virðulegir pólitíkusar eða kom- missarar þeirra og mæla fólkiö út. , Og svo þegar fólkið er búið að fá lán með háum vöxtum og drepur sig á því að borga þau skríður það inn á kontórana á nýjan leik og sýnir fram á að það geti ekki lengur byggt vegna fjárskorts og þá eru vextirnir lækkaðir aftur og ölmu- sunni úthlutaö. Þetta verður pott- þétt kerfi og sannar enn einu sinni að besta aðferðin til að lækka vexti er að hækka þá. Atvinnureksturinn og skuldu- nautanir í bönkunum era að kvarta undan of háum vöxtum. En þessir aðilar skilja það ekki að það er lið- ur i velferðarkerfinu hjá ríkis- stjórninni að leyfa mönnum að greiða háa vexti til að geta lækkað þá aftur þegar allt er komið í þrot. Vextirnir verða að vera háir til að hægt sé að lækka þá því aö lága vexti er ekki hægt að lækka. Þess vegna hækka menn vextina til að geta lækkað þá. Vaxtahækkun er í rauninni vaxtalækkun. Hvenær ætlar fólk að skilja þessa pólitík? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.