Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Side 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988.
Viðskipti dv
Christian Roth, forstjóri ísal:
Mannlvfið breyst mikið frá því
ég vann hér fýrir um tíu árum
Christian Roth, forstjóri ísal, er mættur til leiks í Straumsvík. Hann var tæknilegur framkvæmdastjóri verksmiðjunn-
ar á árunum 1977 til 1979. Hann er Bæjari og doktor i eðlisfræði. DV-mynd KAE
Þjóðverjinn doktor Christian Roth,
hinn nýi forstjóri ísal, er mættur tií
leiks aftur í Straumsvík. Christian
var tæknilegur framkvæmdastjóri
álverksmiðjunnar í Straumsvík á
árunum 1977 til 1979. Hingað kemur
hann frá Þýskalandi þar sem hann
hefur veriö forstjóri álversins í Ess-
en.
Vorum mjög ánægð á íslandi
„Við vorum alla tíð mjög ánægð á
íslandi og hér eigum við hjónin
nokkra vini,“ segir Christian. Hann
kom til landsins 9. ágúst síðastliðinn
til að taka við starfi forstjóra ísal af
Ragnari Halldórssyni, fyrrum for-
stjóra, sem nú er orðinn stjórnar-
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggö
Sparisjóósbækurób. 25-26
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 24-28 Sp.Ab,-
Sb
6mán. uppsögn 26-30 Sp.Ab,- Sb.Vb
12mán. uppsögn 26-33 Úb.Ab
18mán. uppsögn 39 Ib
Tékkareikningar, alm. 9-15 Ib.S- b,Ab
Sértékkareikningar 10-28 Vb.Ab
Innlán verðtryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 4 Allir
20-36 Lb.Bb,- Sp
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 7-7,25 Úb.Bb,- Ib.V- b.S- b.Ab
Sterlingspund 9-9,75 Lb,Ab
Vestur-þýskmörk 3,75-4,25 Vb.Sb,- Ab.Úb
Danskarkrónur 7,25-8,50 Vb.Ab,
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 38,5-39 Sp
Viöskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 41 Allir
Viöskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 41 -42 Ib,
Bb.Sp
Utlán verðtryggð
. Skuldabréf '9,25-9,50 lb,Vb
Utlán til framleiðslu
isl. krónur 36-41 Úb
SDR 8,50-9,25 Lb.Úb,- Sp.Bb
Bandarikjadalir 9,75-10,50 Úb.Sp
Sterlingspund 12-12,75 Úb.Sp,
Vestur-þýsk mork 5,25-7,25 Úb
Húsnæðislán 3,5
Lifeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 56,4 4.7 ó mán.
MEÐALVEXTIR
óverðtr. júlí 88 38,2
Verötr. júlí 88 9,5
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala ágúst 2217 stig
Byggingavisitalaágúst 396 stig
Byggingavisitala ágúst 123,9 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaói8%1.júlí.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa veröbréfasjóða
Avöxtunarbréf 1,7526
Einingabréf 1 3,218
Einingabréf 2 1.848
Einingabréf 3 2,055
Fjölþjóðabréf 1,268
Gengisbréf 1,502
Kjarabréf 3,193
Lífeyrisbréf 1.618
Markbréf 1,673
Sjóðsbréf 1 1,555
Sjóðsbréf 2 1,379
Tekjubréf 1,533
Rekstrarbréf 1,2718
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinrli jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 115 kr.
Eimskip 269 kr.
Flugleiðir 240 kr.
Hampiðjan 116 kr.
Iðnaðarbankinn 168 kr.
Skagstrendingur hf. 158 kr.
Verslunarbankinn 120 kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 123 kr.
Tollvörugeymslan hf. 100 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavixla gegn 31 % ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.
formaður verksmiðjunnar.
Að sögn Christian hefur margt
breyst á íslandi á síðasthðnum tíu
árum. „Það hefur verið byggt gífur-
lega mikið af nýjum húsum, það eru
komnar nýjar götur víða og þá tek
ég eftir því hve bílum hefur fjölgaö,
enda er farið að bera á talsverðum
umferðarþunga á fjölfórnustu götun-
um.“
Hinn nýi forstjóri Isal er mikill
náttúruunnandi ogfuglaskoðari. „Ég
er samt auðvitað fyrst og fremst
kominn til að reka og stjóma þessari
verksmiðju," segir hann kíminn.
Einstakt fuglalíf
á Reykjanesskaga
í frítímum sínum fyrir tíu árum fór
Christian oft í skoðunarferðir um
Reykjanesskagann. „Það er einstakt
fuglalíf í björgunum á Reykjanes-
skaga og vil ég sérstaklega nefna
svæðið í kringum Hafnarberg."
Auk þess að fara í gönguferðir um
Reykjanesskagann gerir Roth nokk-
uð af því að tína sveppi. Hann tínir
eingöngu birkisveppina svonefndu
sem kallast víst kúalubbar á eldra
máli.
Um útlit efnahagsmála á íslandi og
rekstur álverksmiðjunnar í
Straumsvík segist Roth ekki vilja tjá
sig að sinni, enda sé stutt síðan hann
kom til landsins.
Markaðurinn fyrir
ál mjög góður
„En almennt talað er markaöurinn
fyrir ál mjög góður og margir búast
við að góðæriö í áiheiminum haldist
út allt næsta ár. Það er mikil eftir-
spurn eftir áli.“
Christian er fæddur áriö 1938 í
Munchen. Hann er því Bæjari. Hann
hefur unnið hjá Alusuisse síðastliðin
tuttugu ár. -JGH
Fátt kemur í veg fyrir að
Gunnar Ragnars fái stólinn
Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri og forseti bæjar-
stjórnar Akureyrar. Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að hann verði
ráðinn forstjóri ÚA i stað Gísla Konráðssonar.
Fátt virðist geta komið í veg fyrir
að Gunnar Ragnars, forstjóri Slipp-
stöövarinnar á Akureyri og forseti
bæjarstjómar Akureyrar, verði
ráöinn forstjóri Útgerðarfélags Ak-
ureyringa hf. í stað Gísla Konráös-
sonar, sem hættir í byrjun næsta
árs fyrir aldurs sakir.
Fréttaljós
Jón G. Hauksson
Stjórnarfundur í næstu viku
„Það verður stjómarfundur hjá
okkur í næstu viku og á honum
verður líklegast ráðið í stöðuna.
Við eram að vinna í málinu og fara
yfir umsóknimar, leita að þeim
hæfasta," segir Sverrir Leósson,
formaður stjórnar Útgerðarfélags
Akureyringa.
Um það hvort Gunnar Ragnars
sé sá hæfasti og verði ráðinn for-
stjóri ÚA, þessa risafyrirtækis í
sjávarútvegi íslendinga, vill Sverr-
ir ekki tjá sig um.
„Við lítum fyrst og fremst faglega
á þetta mál og leitum að hæfasta
manninum. Gunnar er hæfur maö-
ur með áratuga reynslu af stjórnun
stórfyrirtækis sem er Slippstöðin á
Akureyri,“ segir Sverrir.
Þau eru í stjórn ÚA
Sfjóm Útgerðarfélags Akur-
eyringa hf. er þannig skipuð:
Sverrir Leósson formaður og
Halldór Jónsson, báðir tilnefndir
af Sjálfstæðistlokknum, Þóra
Hjaltadóttir varaformaður og Sig-
urður Jóhannesson, tilnefnd af
Framsóknarflokknum, og loks Pét-
ur Bjamason, tilnefndur af Al-
þýðuflokknum.
Fjórtán sóttu um stöðuna
Alls sóttu fjórtán manns um stöð-
una, þar af óskuöu sjö þeirra nafn-
leyndar, en hinir sjö eru Ásgeir
Arngrímsson, skrifstofumaður hjá
Útgerðarfélagi Akureyringa, Elvar
Einarsson, starfsmaður hjá KASK
á Höfn í Hornafirði, Finnbogi Al-
freðsson, forstöðumaður Fram-
leiðni í Reykjavík, .Guðmundur
Reykjabn, framkvæmdastjóri Apó-
tekarafélags íslands, Gunnar
Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinn-
ar á Akureyri, Halldór Ámason,
framkvæmdastjóri Ríkismats sjáv-
arafurða, og Róbert Guðfmnsson,
framkvæmdastjóri Þormóðs
ramma á Siglufirði.
Þá hefur DV heimild fyrir því að
einn þeirra sem óska nafnleyndar
.sé Jens Eysteinsson, markaðssér-
fræðingur hjá Coldwater í Banda-
ríkjunum. Hann er sagður mjög
hæfur maöur.
Hvers vegna
sækir Gunnar um?
Margir á Akureyri hafa velt því
mjög fyrir sér hvers vegna Gunnar
Ragnars, forstjóri Slippfélagsins á
Akureyri og forseti bæjarstjómar
á Akureyri, sæki um starfið þar
sem hann sé í mjög góðu starfi.
Vert er að vekja athygli á að
Sverrir Leósson, formaður stjórnar
ÚA, hefur sagt í fjölmiðlum að sá
sem verði ráðinn þurfi að segja af
sér öllum meiri háttar trúnaðar-
störfum annars staðar og sinna
fyrst og fremst forstjórastöðu ÚA.
Þetta þýðir að ef Gunnar verður
ráðinn mun hann segja af sér sem
forseti bæjarstjórnar á Akureyri
og líklegast sem bæjarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins líka.
Gunnar oddviti
sjálfstæðismanna
Gunnar er oddviti sjálfstæðis-
manna á Akureyri. Hann skipaði
efsta sætið á lista flokksins í síð-
ustu bæjarstjórnarkosningum. Út-
Ut er þess vegna núna fyrir því að
Akureyrarbær eignist nýjan for-
seta bæjarstjórnar.
Gunnar hefUr verið forstjóri
Slippfélagsins á Akureyri síöastlið-
in tuttugu ár. Það er fyrirtæki með
hundruð starfsmanna. Gunnar er
viðskiptafræðingur að mennt.
Ljóst er aö Gunnar er svo sterkur
umsækjandi, bæði með tilliti til for-
stjórastarfs síns hjá Slippstöðinni
og eins sem forseti bæjarstjórnar-
innar, að sá sem ætlar að hafa bet-
ur í baráttunni um stöðuna, verður
að vera gífurlega sterkur. Sá um-
sækjandi sést ekki á augabragði.
Þetta segir Gunnar
sjálfur um umsókn sína
En hvers vegna sækir Gunnar
Ragnars um forstjórastöðuna í ÚA?
Sjálfur hefur hann þetta að segja
við DV: „Ég er búinn aö vera í bráð-
um tuttugu ár hjá Slippstöðinni og
hef einfaldlega áhuga á að skipta
um starf, breyta til. Utgerðarfélagið
er jafnframt mjög áhugavert fyrir-
tæki.“
• - En er Gunnar tilbúinn til að
segja af sér sem forseti bæjar-
stjórnar og bæjarfulltrúi á Akur-
eyri. „Ég gerði það upp við mig
þegar ég sótti um að til þess gæti
komið.“
Verður stjórn ÚA einhuga?
Telja verður líklegt að stjórn ÚA
vilji koma sterk út á við í ráðningu
nýs forstjóra og ekki sýna annað
en samhug um hann. En allt getur
gerst. Pólitík gæti verið sett á odd-
inn og hennar vegna gætu myndast
mismunandi fylkingar innan
stjórnar Útgerðarfélagsins um nýj-
an forstjóra. -JGH