Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988. 11 Útlönd George Bush, forsetaframbjóðandi repúblikana Frambjóðandi í leit að ímynd Þótt George Bush, forsetafram- bjóðandi repúblikana, hafi gegnt mörgum veigamiklum embættum, er hann kjósendum að mörgu leyti sem óskrifað blað. Öllum þeim störfum sem hann hefur tekið að sér hefur hann skilað með miklum ágætum. Þótt hann hafi oft verið umdeildur, hefur hann ekki verið orðaður við neitt sem fellt gæti skugga á framboö hans. Störf hans hafa hins vegar ver- ið þess eðlis aö persóna hans og jafn- vel stefna hafa legið í láginni, eru ekki þekktar stærðir. George Bush hefur eiginlega aldrei verið kjörinn til starfa. Honum mis- tókst í fyrstu tilraun sinni til að kom- ast á þing þegar hann tapaöi í bar- áttu viö demókrata um sæti í full- trúadeildinni árið 1964. Tveim árum síðar náði hann kjöri í öðru kjör- dæmi og sat á þingi í fjögur ár. Þá bauð hann sig fram til öldungadeild- arinnar, en tapaði enn, í það skiptið fyrir Lloyd Bentsen, sem nú er vara- forsetaefni demókrata. Árið 1971 skipaði Nixon, þáverandi forseti, Bush sendiherra viö Samein- uðu þjóðirnar. Tveim árum síöar tók hann við forsæti í flokksráði repú- blikanaflokksins og gegndi því emb- ætti meöan á Watergate-hneykslinu stóð. Gerald Ford, arftaki Nixons, sendi Bush síöan til Kína, þar sem hann veitti sendinefnd Bandaríkjanna for- ystu. Þegar Bush sneri aftur heim var hann skipaður forstjóri banda- rísku leyniþjónustunnar, CIA, sem hann þurfti að endurreisa eftir mikil áfóll vegna hneykslismála og þing- rannsóknar á störfum hennar. Árið 1980 gerði Bush tilraun til að verða forsetaefni repúblikana, en varð að lúta í lægra haldi fyrir Reag- an. Öll störf Bush, að varaforsetaemb- ættinu meðtöldu, hafa verið bak- grunnsstörf fremur en hlutverk sem ýttu honum fram í sviðsljósið. Und- anfarin átta ár hefur hann staðið í skugganum af Reagan forseta og hvorki getað né mátt halda fram eig- in stefnu eða persónu. ímynd hans meðal kjósenda í Bandaríkjunum er því loðin. Það var ekki fyrr en hann hélt ræðu sína á þingi repúblikanaflokksins, þar sem hann veitti viötöku útnefningu sem forsetaefni flokksins, að hann leyst- ist úr læðingi og gat farið að skapa sér ímynd. George Bush hefur nú tvo mánuði til aö kynna kjósendum hver hann er, hver stefna hans er og hvert hann ætlar Bandaríkjunum að stefna næstu fjögur árin, verði hann kjör- inn forseti. Óþekktur og umdeildur Val George Bush, forsetaefnis repúblikana, á varaforsetaefni kom mörgum verulega á óvart. Bush átti þess kost að velja úr hópi márgra þekktra og hæfra stjórn- málamanna, sem hefðu getað styrkt framboð hans verulega. Hann kaus hins vegar lítt þekktan öldungadeildarþingmann frá Indi- ana, Danforth Quayle, sem virðist ekki líklegur til aö styrkja framboð Bush. Þvert á móti virðist Quayle líklegri til að skaða forsetaefnið. Quayle hefur setið í öldungadeild bandaríska þingsins síðan 1980. Hann sigraði þá Birch E. Bayh með litlum mun, hlaut fimmtíu og fjög- ur prósent atkvæða, en Bay fjöru- tíu og sex. Quayle hefur sinnt öldungadeild- arþingmennsku sinni með ágæt- um. Hann hefur átt sæti í ýmsum mikilvægum nefndum, meðal ann- ars varnarmálanefnd og nefnd sem fjallar um kjamorukuvígbúnað. Hann hefur ennfremur verið virk- ur í mörgu sem lýtur að umhverfis- málum, fjölskyldumálum, fíkni- efnamálum, menntamálum, listum og öðrum félagsmálum. Bandarískir fjölmiðlar minnast þó þessara starfa hans ekki í dag. Þeir einbeita sér þess í stað að máli sem skotið hefur upp kollin- um í hvert sinn sem Quayle hefur boðið sig fram, en það er þjónusta hans í þjóðvarðliöi Indiana meðan á Vietnamstríðinu stóð. Quayle segist sjálfur hafa kosið þjóðvarð- höið, til þess að geta haldið áfram laganámi sínu, en andstæöingar hans telja hann hafa skriðið í skjól þar til að komast hjá því að berjast í Vietnam. Halda þeir því fram að Quayle hafi beitt fyrir sig áhrifum ættmenna og vina til að komast hjá almennri herþjónustu, en sjálfur segir þingmaðurinn einungis að engar reglur hafí verið brotnar af sinni hálfu. Ólíklegt vérður að teljast að ásak- anir þessar muni hafa mikil áhrif í forsetakosningunum í nóvember. Þær verða væntanlega gleymdar og grafnar þá. Hins vegar hafa þær komið af stað athugunum á kjörum og athöfnum Quayle sem gætu orð- ið óþægilegar. Ýmislegt er dregið fram í dagsljósið, sem þægilegra er að liggi kyrrt, svo sem fremur slæ- leg frammistaða varaforsetaefnis- ins í skóla. Telja verður líklegt að Bush hafi ætlað Quayle aö færa framboðinu æskuljóma og ferskleika. Svo gæti þó farið að Quayle yrði að nota tím- ann fram að kosningum að mestu til að veija hendur sínar og gæti því unnið forsetaefninu takmarkað gagn. Bush segist sjálfur sannfæröur um að Quayle sé sá sem hæfastur sé til að gegna varaforsetaembætt- inu. Bendir hann þar sérstaklega til þekkingar öldungadeildarþing- mannsins á varnarmálum. Að sjálfsögðu verður Bush að standa að baki þess sem hann hefur valið, því skipti hann um með- frambjóðanda yrði það líklega dauðadómur fyrir framboð hans. Dan Quayle, varaforsetaefni repúblikana. Vinningstölurnar 20. ágúst 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 3.807.289,- 1. vinningur var kr. 1.907.557,- Aðeins einn þátttakandi var með 5 réttar tölur. 2. vinningur var kr. 571.332,- og skiptist hann á 188 vinnings- hafa, kr. 3.039,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.328.400,- og skiptist á 5400 vinningshafa sem fá 246 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. ULLEnUULLENUUrr MILMLANI MJN SPORTBÍLL OG SPÍTTBÁTUR Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.