Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988.
15
Niðurfærslan
„Gárungarnir hafa mjög vitnað til tannlækninga í þessu sambandi þar
sem tannlæknirinn beitir bornum af kaldri ró og yfirvegun þótt sjúklingur-
inn emji og skræki í stólnum, enda ber læknirinn eingöngu framtíðar-
hamingju sjúklingsins fyrir brjósti," segir greinarhöfundur m.a.
Allar efnahagsaðgerðir hafa til-
hneigingu til þess að kosta ein-
hvem eitthvað, eða bitna á ein-
hverjum, eins og sagt er. Þess
vegna er fyrsta efnahagsaðgerð
allra ríkisstjórna að gera engar
efnahagsaðgerðir því að vinsæld-
irnar skipta alla stjómmálamenn
mestu máh. „Það lafir meðan ég
lifi,“ sagði einhver Lúðvíkinn í
Frakklandi og var þá ekki veriö að
hugsa um það hvort afkomendum-
ir lentu undir fallöxinni.
Köld skynsemi
Önnur regla stjórnmálanna er að
halda höfðinu köldu þótt hjartað
hamist af ástríðu. Köld skynsemin
og markviss beiting vitsmuna til
lausnar vandamálinu leiðir aUtaf
af sér bestu lausnina og mestar vin-
sældir í stjórnmálum til lengdar.
Gárangamir hafa mjög vitnað til
tannlækninga i þessu sambandi,
þar sem tannlæknirinn beitir born-
um af kaldri ró og yfirvegun þótt
sjúkUngurinn emji og skræki í
stólnum, enda ber læknirinn ein-
göngu framtíðarhamingju sjúkl-
ingsins fyrir brjósti. Leikræn út-
Ustun á þessu frekar er þegar tann-
læknirinn rótskefur sína heittelsk-
uðu með hæggenga bomum til þess
að þau geti lifaö hamingjusömu lífi
aUtaf, síðan um alla framtíð.
í upphafi skal endirinn skoða
Þriðja stórmottó aUra efnahags-
aðgerða er að sjá aðgerðina algjör-
lega tU enda. Aðgerð, sem þarf að
hætta við, er einfaldlega misheppn-
uð aðgerð. Betur heima setið en af
stað farið. Sérstaklega falUn til
óvinsælda, því að af öUu því undur-
samlega sem gerir stjórnmála-
menn vinsæla er nánast ekkert
eins klökkt og það að átrúnaðar-
goðið í ráðuneytinu sé vingull. Slík
manngerð getur verið ágæt í revíu
eða sem hirðfífl á stórum vinnustað
en sem forustumaður í stjórn-
málum passar hún ekki.
Sælir eru hógværir
Að lokum má svo benda á hið
pólitíska mikUvægi efnahagsað-
gerða, að þær séu einfaldar, venju-
legar og yfirlætislausar þannig að
enginn geti sagt að honum hafi
dottið þær í hug og hirúr séu svo
KjaUarinn
Guðlaugur Tryggvi
Karlsson
hagfræðingur
heimskir að þeir skilji þær ekki eða
hafi ekki verið menn til þess að
leggja þær til. „Skilst fyrr en skell-
ur í tönnum,“ segir máltækið og í
hinu eilífa vinsældakapphlaupi
sfjórnmálanna er viðbúið að menn
fái ekki einir að hlaða á sig vin-
sældum með frumlegum aðgerðum
og eftirtektarverðum. Yfirlætis-
leysið og samheldnin er því aðall
góðra efnahagsaðgerða, þá er að-
gerðin næstum því orðin eins góð
og engin efnahagsaðgerð, sem eng-
inn getur eignað sér og allir eru
sammála um að sé mjög gott að-
gerðaleysi.
Hálf niðurfærsla - upp
Fáum blandast hugur um það
núna að efnahagsaðgerða er þörf.
í fræðsluþætti um efnahagsmál í
sjónvarpinu fyrir nokkrum árum
skýrði Asmundur Stefánsson, for-
seti ASÍ, aðgerðir í stöðunni, að
þær væru annaðhvort uppfærsla,
niðurfærsla eða út á hlið. Þá segja
fréttir okkur að enn ný aðgerð sé
í sjónmáli, þ.e. hálf niðurfærsla -
upp. Uppfærsla sé venjuleg gengis-
fellingarleið með frystingu launa,
afnámi verkfalla og gengisauka-
sjóði til hjálpar bágstöddum, niður-
færslan sé „a la Emilía" 1959 og
hálf niðurfærsla - upp sé eitthvað
sem Þjóðhagsstofnun hafi kokkað
saman til þess að Ásmundur geti
verið endurkjörinn með lófaklappi
sem forseti ASÍ á þingi samtakanna
í haust og vissi þó enginn að nokk-
ur hætta steðjaði að honum. Hlið-
araðgerðin felst í millifærsluleið,
fjármagnaöri af Seðlabanka og
lendir í verðbólgu.
Drullupollaleikur á fjöllum
í sjálfu sér eru allir Islendingar
orðnir hundleiðir á uppfærsluleið-
inni. Þetta séríslenska fyrirbrigði,
sem á sér þó alls staðar hliðstæðu,
byggir á loforðaflaumi stjómmála-
manna sem létu aldrei fylgja hvað
hlutirnir kostuðu. Síðan hefur ver-
ið fariö á bakið á þjóðinni með
verðbólgu og gengisfellingar og
hún skattlögð á þennan hátt.
Reiknað hefur verið út að þessi
verðbólguskattlagning hafi kostað
okkur um 3% af þjóðarframleiðsl-
unni á ári undanfarna áratugi.
Auðvitað er þetta sérstakt kerfi í
sjálfu sér og afsökunin er sú fátækt
sem þjóðin bjó við allt fram á þessa
öld, þegar nánast allt hefur verið
gert. Það sem er þó mjög slæmt
fyrir þetta kerfl er hvað verðbólgan
sjálf slævir verðmætaskyn þjóðar-
innar, sem aftur orsakar virðingar-
leysi fyrir flármunum. Eigin flár-
magni þjóðarinnar er kastað í ein-
hverja vitleysu, allt frá atkvæða-
kaupum út og suður, kallað
byggðastefna við hátíðleg tækifæri,
upp í drullupollaleiki á flöllum
uppi, kallað virkjanir fyrir stóriðju,
en það gleymdist bara að selja stór-
iðjuna, svo að leikaraskapurinn,
vextirnir og orkuverðið lenti á
þjóðinni. Öll þessi uppfærsluleið er
svo talin hafa kostað okkur um 40%
þjóðartekna á nokkurra áratuga
bili. Eða eins og máltækið segir:
Það er dýrt að vera fátækur.
Niðurfærslan rotar
verðbólguna
Niðurfærslan hefur þrátt fyrir
allt þá stóru kosti að vandinn er
skilgreindur, viðurkenndur og ráð-
ist beint að honum. Bor tannlækn-
isins ratar beint í skemmdina en
þvælist ekki um allar heilbrigðu
tennurnar líka. Vel heppnuð niður-
færsia rotar verðbólguna í einu
höggi. Vextir lækka, nafnvextir eru
þannig áætlaðir niður i um 13% í
desember og raunvextir þá um 2%
lægri en nú. Greiöslubyrði ein-
staklinga og fyrirtækja stórminnk-
ar því um leið. Allt verðlag lækkar
einnig um 4% en gengið helst fast.
Staðið er því við fastgengisstefn-
una. Full atvinna er tryggð og hag-
vöxtur nær sér aftur á strik. í des-
ember er svo áætlað aö verðbólgan
verði komin niður í um 7-8%. Elli-
lífeyrir verður óskertur og kaup-
máttur hans eykst því mikið. Lögin
verða svo afnumin um mitt næsta
ár.
Niðurfærslan er tekjujöfnun
Auðvitað er það viðbúið að spurt
verði af hverju hinir lægst launuðu
eiga að fórna tveimur þúsundum á
mánuði meðan hinir hæst launuðu
fórna tugþúsundum. Venjulega er
þetta öfugt í -samningum. Meðan
Guömundur J. og félagar eru að
reyna að þoka hinum lægst laun-
uðu smávegis upp bíða hinir hæst-
launuðu átekta og neyta svo afls-
munar og fá margfalt. Svarið er
auðvitað ofureinfalt. Niðurfærslan
veröur einnig tekjujöfnunarað-
gerð. Þjóðartekjur íslendinga eru
nú áætlaðar um 22 þúsund dollara
á mann þetta áriö. Eina ferðina enn
erum við með tekjuhæstu þjóðum
veraldar. Þaö væri því hreinn aum-
ingjaskapur ef við gætum ekki tek-
ið á okkur smátekjujöfnun um leið
og við göngum endanlega frá verð-
bólgunni. Slíkra aðgerða mun
verða minnst sem einnar þeirra
farsælustu sem lýðveldið unga i
norðri bar gæfu til aö stíga um alla
framtíð.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
„Niðurfærslan hefur þrátt fyrir allt þá
stóru kosti að vandinn er skilgreindur,
viðurkenndur og ráðist beint að hon-
um.“
Skiptár mannlegi þátturinn
engu máli lengur?
„Gera stjórnmálamenn sér yfirleitt
grein fyrir uppruna sínum, fyrir hverja
þeir hafa lofað að berjast, hvaða hug-
myndafræði þeir leggja til grundvallar
pólitískri baráttu?“
Á göngu minni upp Laugaveg fyfir
nokkru vatt sér að mér maður á
miöjum aldri og tók mig tali. Ekki
þekkti ég þennan mann en það sem
hann haíði framað færa hefur ver-
ið mér nokkuð ofarlega í huga síð-
an. Manninum fórust orð eitthvað
í þessa veru: - Ég hef oftsinnis haft
nokkuð fyrir því - þegar ég hef
þurft að gera upp hug minn hvaða
flokk ég á að kjósa - að reyna að
átta mig á framkomu og á hvern
hátt mannlegum samskiptum er
varið hjá þeim sem í framboði eru
fyrir hina ýmsu flokka. Það hefur
t.a.m. setið í mér um langan aldur,
frá því að ég var að alast upp vest-
ur á fjörðum, hverja reynslu ég
upplifði sem unglingur einmitt með
tilliti til þess sem að framan grein-
ir.
Þannig var málum háttað að allt
mitt fólk var fylgjandi einum
ákveðnum stjórnmálaflokki. Á
mínu heimili var sá skilningur ríkj-
andi að þessi flokkur væri sverð
og skjöldur þeirra sem minna
máttu sín í þjóðfélaginu og forystu-
menn flokksins því „okkar menn“,
KjaUarirtn
Karvel Pálmason
alþingismaður
málsvararnir, þ.e. þeir sem vildu
rétta okkar hlut til betra hfs. Ejöl-
skylda mín var flölmenn og bjó við
þröngan kost.
Skemmtiferð
Eitt sinn bar svo við að flokkur
okkar auglýsti í gluggum kaup-
félagsins að fyrirhuguð væri
skemmtiferð til nærliggjandi
byggðarlags fyrir stuðningsmenn
flokksins. Það var töluverður æv-
intýrablær yflr þessari ferð, fara
átti með „rútu“ sem þá var nýtt
fyrirbrigði. Ég og bróðir minn, báð-
ir um fermingaraldur, sáum þessa
auglýsingu og ævintýraþráin sagði
til sín. Þarna var sem sagt í uppsigl-
ingu tækifæri til að ferðast og þeir
sem stóðu fyrir ferðinni voru þeir
sem sögðust vera að berjast fyrir
þá sem ekki höfðu úr miklu að
spila. Við bræður hófum síðan
markvissa fláröflun til þess að geta
greitt fargjaldið - að mig minnir 50
aura. Þetta tókst með samræmdum
aðgerðum, við „stokkuðum upp“
og seldum blöð og fengum leyfi for-
eldranna til fararinnar.
Svo rann upp langþráður dagur,
ferðin skyldi hafin. Fólk safnaðist
saman til brottfarar og tilhlökkun-
in var mikil hjá okkur bræðrum.
Við „rútuna'1 stóð einn af leið-
togum flokksins og tók á móti gjald-
inu. Þegar við komum til hans leit
hann á okkur, þóttafullur meö
valdsmannssvip, og sagði: Hér haf-
iö þið ekkert að gera, þið og ykkar
líkar fallið ekki inn í þennan hóp.
Það vom niðurlútir og vonsvikn-
ir ungir drengir sem urðu þarna frá
að hverfa. Þeir voru, að þeim
fannst, annars flokks manntegund.
Við fengum þarna dæmi um það.
og það hefur fylgt okkur bræðrum
ávallt síðan, að ekki er aílt sem
sýnist í heimi hér.
Lengri var ekki þessi saga en
lærdómsrík var hún fyrir þann
sem haft hefur það að ævistarfi að
helga sig stjómmálum. Margar
spurningar hrannast upp: Gera
stjórnmálamenn sér yfirleitt grein
fyrir uppruna sínum, fyrir hverja
þeir hafa lofað að berjast, hvaða
hygmyndafræði þeir leggja til
grundvallar pólitískri baráttu?
Gleyma stjórnmálamenn þessu
öllu þegar þeir komast í þá að-
stöðu, fyrir tilstuðlan fólksins, þ.e.
að vinna heils hugar að málum sem
til heilla horfa umbjóöendum til
handa?
Margar fleiri spurningar vökn-
uðu sem ósvarað verður að sinni.
En ef til vill eru stjórnmálamenn
orðnir svo „töff" að mannlegi þátt-
urinn, sem að okkur snýr, skiptir
engu máli lengur.
Karvel Pálmason