Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988. Spumingin Ertu reiðubúin(n) að greiða vegatoll til að fá breikkun Reykjanesbrautar? Sigrún Björnsdóttir: Já, þaö væri ágætt að bæta úr ósköpunum. Helga Birgisdóttir: Já, það færi þó eftir hversu hár hann yrði. Ef hann yrði hóflegur þá væri það í lagi. Einar Bjarnason: Já, það er sjálfsagt að hafa vegatoll til að fá þetta í gegn. Sveinbjörg Bergsdóttir: Já, en upp- hæðin myndi þó skipta máli. Breikk- unin er sjálfsögð. Ragnar T. Matthíasson: Já, ég er al- veg sammála því. Jóhannes Sigurðsson: Já, en hversu hár hann yrði myndi þó skipta máh. Lesendur Hundahald í Reykjavík Kona í austurbænum hringdi: Talsvert hefur verið um það rætt hvort rétt sé að leyfa hundahald áfram í Reykjavík og sýnist sitt hverjum. Sumum finnst sjálfsagt að leyfa takmarkalaust hundahald áfram og telja að reynslan hafi verið svp góð af því. Ég er í þeim hópi sem vill herða allar reglur varðandi hundahaldið þar sem brögð eru að því að fólk fari ekki eftir settum reglum. Lögin kveða skýrt á um það að allir hundar skuli vera í ól. Þó eru mörg svæði hér innan borgarinnar þar sem hundar hlaupa um algerlega lausir. Mér er hreint ekki sama um það þeg- ar hundar koma flaðrandi upp um mig þegar maður er í göngutúr i bænum. Sérstaklega ef það eru ein- Reykjavik er ekki neinn staður fyrir hunda, segir kona í austurbænum, því þeir verða að hafa frelsi til að leika sér. hver stór flikki eins og scháffer- hundar. Ég geri mér grein fyrir því að það er með öllu óframkvæmanlegt að hafa eitthvert eftirlit með því að fólk fari að settum reglum, en það verður bara að eiga sér stað einhver hugar- farsbreyting í þessu efni. Fólk sem á hunda verður að læra að taka tillit til nágrannans og fylgja settum regl- um. Auðvitað er landsbyggðin eina eðh- lega umhverfið fyrir hunda. Þess vegna sárvorkenni ég hundum sem lokaðir eru inni mestallan daginn og geta lítið hreyft sig. Því ætti fólk einnig að taka það með inn í dæmið hvað það er að gera hundinum sjálf- um, því hann er ekki eingöngu til að skemmta eigandanum. Rétt stefha í Þorbjörg telur að straumur fólks út í Viðey muni mjög aukast eftir breyting- arnar. Viðey Þorbjörg hringdi: Ég má til með að lýsa yfir ánægju minni með framkvæmdirnar í Viðey, þar sem ég tel að hárrétt stefna hafi verið tekin varðandi eyjuna, eftir að ríkið gaf Reykjavíkurborg stpðinn. Það að breyta ekki Viðey í eitthvert safn var viturleg ákvörðun. Þarna verður stööug matsöluþjónusta sem mun gera staöinn mun meira lifandi en ella hefði orðið. Þessi staður á eftir að verða alger vin, bæði fyrir útlendinga og íslend- inga. Þaö hlýtur að vera freistandi að skreppa í Viðey og fá sér góðan mat í öðru umhverfi en maður á að venjast. Auk þess frétti ég að hestakerra verði rekin sem gengur um eyjuna, og það er bráðsniðugt fyrirbaeri sem eflaust verður mikiö notað. Ég ætla að vona að vel verði til vandað með kokka staðarins svo staðurinn muni öðlast sess sem einn besti matsölu- staðurinn á Reykjavíkursvæðinu. Góðar útsölur Kristján hringdi: Langi vel hefur þaö verið þann- ig á íslandi aö útsölur hér á landi á fatnaði hafa verið frámunalega lélegar. Þar hefur hjálpast margt aö, lélegar vörur og verðið hefur lækkaö tiltölulega lítið. En nú virðist vera orðin breyting þar á.Ég heyri fólk alls staðar í kring- um mig tala um hversu góðar útsölurnar séu nú. Auk þess hef ég reynt mikið af því sjálfur og verið gripinn hálfgerðu kaupæði vegna þess hve góðar útsölumar eru. Ég keypti til dæmis tvennar buxur og eina skyrtu í verslun- inni 17 fyrir litið fé á mjög góðri útsölu. Svipaða sögu má segja ura margar aörar útsölur. Loksins kom að því að íslensku útsölum- ar færu að komast á svipað stig og gerist í öðrum löndura Evrópu. Einstök útsala Guðrún hringdi: Ég fór um daginn með vinkonu minni í bæinn þar sem hún ætl- aði að fara að versla. Við fórum saman í verslunina Gelli sem er með útsölu. Ég bjóst ekki við miklum verðlækkunum en það var nú öðru nær. Á endanum lab- baði ég út með þvottavél og 250 lítra isskáp sem samtals kostuöu ekki nema 61.067 krónur. Ég var búin aö eiga sama ís- skápinn í yfir tuttugu ár og aldrei hafði ég haft efni á að kaupa mér nýjan, en þessi kostaði aðeins rúmar 30 þúsund krónur. Al- mennt kosta kæliskápar 60-80 þúsund krónur. Þaö er ekki á hveijum degi aö maður kemst á svona góða útsölu. Hættið að selja miða Guðbjörg hringdi: Bíóferðir eru ákaflega vinsælt áhugamál margra, og er ég þar engin undantekning. Það fylgir því skemmtilegri tilfmning að horfa á kvikmyndir á breiðtjaldi heldur en sjónvarpsskjá. Þess vegna fer það ákaflega í taugamar á mér þegar fólk kemur of seint í bíó og er vaöandi inn í salinn allt að 15 mínútum of seint og skyggir á tjaldið hjá manni. Það stendur þá oft eins og glópar í myrkrinu og veit ekkert hvað það á af sér að gera. Þetta hefur hálfpart- inn eyðilagt fyrir manni heilu mynd- imar, eins og til dæmis Krókódíla Dundee II þar sem maður missti meira og minna af fyrsta korterinu vegna þessa ósiðar. Ég fer fram á það Guðbjörg lenti i því á myndinni Krókódíla Dundee II að áhorfendur sem komu seint eyðilögðu fyrir henni fyrri hluta myndarinnar. við bíóyfirvöld að þau hætti að selja miða á myndirnar eftir að sýning þeirra er hafin. Þó er ég hálf vonlaus um aö það mál nái fram að ganga þar eð gróðasjónarmið ráða þarna örugglega ferðinni. Viðeyjarhneykslið Gísli skrifar: Þá em þeir búnir aö taka í gagnið öll herlegheitin í Viðey. Nágranni minn sagði að viðgerðin á húsunum þar heföi kostað borgina 150 milljón- ir og eru þó ekki öll kurl komin til grafar enn. Það á t.d. eftir aö hellu- leggja moldarstíginn sem Vigdís for- seti var látinn ganga eftir. Slík að- koma getur ekki talist virðingarverð hjá gestgjafanum, Davíð Oddssyni. En þaö er ekki sú vansæmd sem rennur mér mest til rifja heldur finnst mér það ekki ná nokkurri átt að láta einn af veitingamönnum borgarinnar njóta þeirra forréttinda aö reka veitingasölu í Viöey. Hann á að vísu að borga einhverja leigu fyr- ir staðinn en það getur aldrei orðið til að borga þær 150 milljónir sem teknar hafa verið af fé Reykvíkinga til aö gera rekstur hans í eyjunni aðlaðandi. Þetta er ekki bara misheppnuð fjár- festing hjá Davíð heldur er hann líka' að mismuna borgurunum meö því að láta einn mann hafa slík forrétt- indi. Hefði ekki verið nær að borgin annaðist sjálf veitingasölu í Viðey? Þaö er jú hún sem ber allan kostnað af rekstrinum. Ég hef raunar ekkert á móti því aö peningar séu lagðir í að gera upp fomminjar ef hófs er gætt en að leggja 150 milljónir í gamla kumbalda nær ekki nokkurri átt. Hér eftir sem hingað til munu Reykvíkingar skoöa Viðey af fastalandinu og því hefði verið alveg nóg að gera húsin þar upp að utan og spara miklar fjárhæðir sem fariö hafa í að pússa allt að inn- an líka. V.S. hringdi: Það er nú kannski aö bera í bakkafullan lækinn að fara aö ræða um þáttinn Á milli mála á rás 2 sem Siguröur Gröndal og Eva Albertsdóttir sáu um því þaö eru svo margir sem hafa talaö um hann. En mig langar þó aö leggja orö í belg. Um daginn brá svo viö aö Siguröur Gröndal var hættur meö þáttinn og veit ég ekki hveiju þaö sætti. Hann hafði veriö gagnrýndur talsvert fyrir málfar og orðalag og fékk einnig mikiö hrós hjá sumum fýrir lagaval og frísklega fram- komu. Ég hlustaöi talsvert á þenn- an þátt eingöngu vegna þess h versu frábær lög voru valin í þáttinn. V0 hafi verið besta lagaval frá upphafi í útvarpsstöö hér á íslandi. Siguröur spilaöi mikiö tónlist rokkrisanna Led Zeppeiin, Deep Purple og Uriah Heep en þaö virð- ist vera á bannlista hjá öðrum út- varpsstöðvum. Af hverju skil ég ekki. En blaörið í manninum féll ekki að mínum smekk því það minnti mig á grunnskólahúmor á miög iágu piani. Sérstaklega var áberandi hve mikiö hann þurfii aö tala sjálfur í beinum viðtölum við fólk í þættinum. En þrátt fyrir allt voru þetta góð- ir þættir hjá honum og hann var greinilega farinn aö slípast eitthvaö í málæðinu. Ég er bara að velta því fyrir mér af hveiju Sigurður var látinn hætta og hvort þaö hafi ver- ið vegna þess að hann valdi áður- nefnda tónlist til flutnings eða hvort mönnum hafi ekki líkað mál- fariö iijá honum. En ég vil sem sagt fá hann aftur í þáttinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.