Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Page 29
ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988. 29 T .ífaghffl Umferðin er ekki einkamál Bætt umferðarmenning er langtimamarkmið. Ung börn þurfa aðstoð í umferðinni. - byrjum „Okkur fundust fómimar í um- ferðinni vera orðnar svo miklar að við sáum okkur knúnar til að leggja eitthvað af mörkum sem mætti verða til þess að draga úr þeim hræðOegu umferðarslysum sem verða hér daglega. Það er líka kom- inn tími til að kalla okkur almenn- ing til ábyrgðar vegna „umferðar- menningarinnar". Það er ekki lengur einkamál hvers og eins hvemig hann hegöar sér í umferð- inni,“ segir Soffia Vagnsdóttir, ein úr hópi kvenna sem hvetja til bættrar umferðarmenningar. „Við byrjuðum að ræða saman um eigin hegðun í umferðinni og komumst auðvitað að því að viö vorum ekki barnanna bestar. Of hraður akstur, skapvonska, bömin án öryggisbelta - allt voru þetta hlutir sem einhverjar okkar könn- uðust við. Svo fyrsta verkefnið er auðvitað að taka sjálfan sig í gegn. Það er einmitt það sem við viljum fá fólk til að gera - að líta í eigin barm og ekki síður láta sig varða hvemig umferðinni er háttað.“ Auglýsingar vopn í baráttunni Hópurinn hefur unnið að gerð auglýsinga í samstarfi viö aðra. Sjónvarpsstöðvarnar sýna nú á níilli dagskráratriða stuttar mynd- ir þar sem fólk segir frá reynslu sinni af umferðarslysum. Þaö eru sjúkraflutningamenn, lögreglu- menn og aðstandendur sem segja frá sönnum atburðum sem þetta fólk sjálft hefur upplifað. Auglýs- eins og viö annað í lífmu er reynsl- an besti skóhnn. Við teljum að það þyrfti að koma upp ævingastöðum fyrir þá sem eru að læra, þar sem unga fólkið fær þjálfun. Það er greinilegt á öllu fasi Soffiu að hér er á ferðinni manneskja sem helgað hefur sig þessum málum. „Önnur spurning, sem upp hefur komið, er sú hvort hækka eigi bíl- prófsaidurinn. Margir hafa ekki þann þroska til að bera að skilja að við það að setjast undir stýri ertu kominn með drápsstæki í hendurnar. Einnig þyrfti skóla- kerfið að vera virkara í kennslu og undirbúningi ökumanna.“ Almenningur vill leggja sitt af mörkum Hópurinn hefur hafið undirbún- ing að hauststaríi í tengslum við skólabyrjun. „Við vinnum nú að því að hafa samband við skólayfirvöld, for- eldrafélög og íbúasamtök í hverf- unum. Við höfum mikla trú á því að almenningur, foreldrar og kenn- arar vilji taka þátt í þessu átaki með okkur. Við vitum að með haustinu fjölgar slysum á börnum í umferðinni á leið í og úr skóla. Viö viljum gjarnan virkja eldri nemendur, t.d. 12 ára börnin, í því að aöstoða þau yngri. Eldri nem- endur gætu tekið að sér gangbraut- arvörslu við skóla og með því læra þau líka að umgangast umferðina. Svona fyrirkomulag tíðkast er- lendis og oft eru það foreldrar sem taka að sér vörsluna. Viö höfum leitað víða um heim eftir hugmyndum sem nýst gætu hér. Það eru til að mynda samtök í Bandaríkjunum sem kalla sig „Mothers Against Drunken Dri- vers“ sem eru samtök mæðra fórn- arlamba ölvaðra ökumanna." Bætt umferðarmenning er langtímamarkmið Hópurinn hafði opinn símatíma tvo laugardaga og gat fólk hringt inn ábendingar, hugmyndir og lýst reynslu sinni. „Við fundum á viðbrögðunum að þetta var málefni sem brann mjög á fólki. Símtölin voru af ýmsum toga, það voru ábendingar um hættulega staði í borginni, kröfur um hertar aögerðir gegn umferðar- brotum og aörir lýstu hörmulegri reynslu sinni af slysum. Það verður að viöurkennast að stundum, þegar maður er úti í umferðinni, finnst manni þessi barátta vonlaus. Þaö er meö þetta eins og barnið, það lærir ekki að lesa á einum degi. í þessari baráttu þurfum við að gera okkur grein fyrir að það er langtímamarkmið aö ná fram hugarfarsbreytingu al- mennings í umferðarmálum. Við verðum að gera það með aðgeröum sem koma fólki á óvart og vekja það af værum blundi," sagði Soffia. -JJ Við verðum að vekja fólk af værum blundi, segir Soffia Vagnsdóttir. ingamar hafa þótt beinskeyttar og óhugnanlega trúverðugar. „Við vissum að sumum myndi finnast þær auglýsingar, sem þegar hafa birst, helst til harðar og nær- göngular. En við og þeir sem unnu að gerð þeirra töldum að til að ná fram viðbrögðum yrðu þær að vera „sjokkerandi“ og í þeim þyrfti að koma fram blákaldur veruleikinn." Verkinu skipt í þrennt Hópurinn byijaði strax að skipta verkefninu niður. „Það eru þrír meginþættir sem við viljum leggja megináherslu á. í fyrsta lagi auglýsingar, öðru lagi endurskoöun á refsilöggjöfmni og í þriðja lagi ökukennsluna, þ.e. undirbúninginn fyrir ökupróf. að athuga eigin hegðan Við höfum leitað til fólks á aug- lýsingastofum og í kvikmyndagerð og hefur það fólk unnið frábært og óeigingjarnt starf í gerð blaða- og sjónvarpsauglýsinga. Einnig hafa leikarar úr hópnum séð um gerð útvarpsauglýsinga. Allt þetta fólk hefur gefið vinnu sína og útvarps- og sjónvarpsstöðvar birt þær end- urgjaldslaust. í undirbúningi er gerð auglýsingamynda sem við höf- um áhuga á að sýna í öllum kvik- myndahúsum. Þá er verið að leggja síðustu hönd á handrit þriggja mynda fyrir börn. Endurskoðun á refsilöggjöfinni í öðru lagi vill hópurinn endur- skoðun á refsilöggjöfinni. Að okkar mati eru ekki nægilega ströng viðurlög við ölvunarakstri. Þegar litið er á tölur yfir ökumenn sem eru teknir á einni helgi fyrir ölvunarakstur eru þær ógnvekj- andi. Við höfum verið með hug- myndir eins og að taka bílinn og halda honum í viku hið minnsta, burt séð frá því hvort ökumaður- inn sé eigandi eöa ekki. Nú er bíll- inn í vörslu lögreglunnar í sólar- hring og enginn finnur tilfinnan- lega fyrir þeim missi. Ef tíminn yrði lengdur þá myndi bílleysi koma við fólk. Sumum finnst kannski ósanngjarnt að þetta bitni á fleirum en ökumanninum en við teljum að þetta myndi halda aftur af manni sem sest ölvaður undir stýri. Annað er hvað dómskerfið er seinvirkt. Það tekur alltof langan tíma að dæma í slíkum málum. Við höfum sérstakan fíkniefnadómstól og þvi ekki að setja á stofn sér- stakan umferðardómstól? Það myndi örugglega flýta fyrir í kerf- inu að afgreiða umferðarmálin sér. Það þarf ekki eingöngu að herða refsingar heldur og gera þær skil- virkari: Tíðarandi Bílprófsaldurinn hækkaður Og í þriðja lagi viljum við endur- skoöa ökukennsluna. Viö vitum að flestir sem lenda í óhöppum eru á aldrinum 17-20 ára. Oft er um að kenna fákunnáttu og reynsluleysi. Þú lærir á bíl um hábjartan sumar- daginn og síðan lendirðu í óvænt- um aðstæðum í svartasta skamm- deginu, snjó og hálku, og enginn ræður neitt við neitt. Nú, einnig er allt annað að aka f borginni heldur en úti á vegum. Þú getur keyrt greitt á steyptum vegi en þegar á möhna er komiö eru aöstæöur allt ööruvísi. Óvanir bregðast rangt við því viö akstur,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.