Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Blaðsíða 30
30
ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988.
Lífsstín
Sportköfun við Vestmannaeyjar:
Páll kominn á land eftir vel heppnaðan köfunarleiðangur. DV-mynd ÓG
■
„Hvað ertu að fetta fingur út í mig?,“ gæti dauðsmannsfingurinn verið að spyrja.
DV-mynd PG
Kafaðí
gegnum Hænu
Komið að landi eftir að hafa kafað við Kamb. DV-mynd ÓG
„Það skemmtilegasta við sportköf-
un er að maður kemst á slóðir þar
sem enginn hefurkomið áður. í vatn-
inu er maður fijáls og neðansjávar
er allt annar heimur en blasir við
ofansjávar.
c Sportkafarar kafa yfirleitt ekki
neðar en á 30 metra dýpi því að dýpra
er lítið að sjá, birtan nær lítið neðar
og dýra- og plöntulífið því fáskrúð-
ugra,“ segir Páll Guðbergsson sport-
kafari.
Sportkafarafélag íslands er ungt
félag, það var stofnað 1982 og eru
meðlimir þess um 40. Markmið þess
er að stuðla að hálfsmánaðarlegum
köfunarferðum félagsmanna.
Mest er kafað á Reykjavíkursvæö-
inu en auk þess fara sportkafarar
saman á Arnarstapa, Þingvöll, til
Vestmannaeyja og upp í Hvalfjörð.
Ódýrt sport
„Þetta er ekki dýrt sport. Ég tel
raunar að sportköfun sé með ódýrara
sporti sem fólk á kost á að stunda.
Það kostar á bfiinu 80-130 þúsund
að kaupa þann búnað sem sportkaf-
arar þurfa að eiga; það er loftkút,
lunga til þess að komast niður, galla
til að verjast kulda og blöðkur til að
komast áfram.
Menn geta notað sama útbúnaðinn
í allt að tíu ár. Eini kostnaöurinn í
milhtíöinni er loft á kútinn. Áfylling-
in kostar á bibnu 250 og 400 krónur.
Það þarf enga sérstaka líkamsburði
til að stunda þessa íþrótt. Það eina
sem menn þuifa að vara sig á er aö
eiga aukapúst til að komast í land
eftir að hafa verið í kafi.
Loftið í kútnum endist í um það bil
klukkutíma en fer þó eftir því á hve
miklu dýpi menn eru að kafa.
Sömu lögmál
Það gilda sömu lögmál um sport-
köfun og atvinnuköfun. Ég lærði að
kafa hjá hemum á Keflavíkurflug-
velli og seinna fór ég á námskeið til
Flórída í Bandaríkunum.
Ég er með kennararéttindi í sport-
köfun. Til þess að öðlast þau þarf
ÞÚIÉT EKKi ÍISSA AF ÞESSU
SPORTBÍLL GG SPÍTTBATUR
maður að fara á þriggja vikna nám-
skeið. Áður en maður fær inngöngu
á kennaranámskeiðið þarf maður að
hafa lært köfun hjá viðurkenndum
kennara og geta sýnt fram á að maö-
ur hafi tekið lágmarkstíma í kafi sem
eru 200 botntímar.
Ég kenni sportköfun og frá áramót-
um hafa um 30 manns verið á nám-
skeiðum hjá mér, bæði konur og
karlar. Þetta er ekkert síður karla-
en kvennasport.
Vestmannaeyjaferðin
Sportkafarafélagið efnir til Vest-
mannaeyjaferðar einu sinni á ári.
Að þessu sinni var haldiö út í eyjar
á fóstudagskvöldi og kafaö tvisvar
við. eyjarnar á laugardeginum og
einu sinni á sunnudeginum.
„Það er mjög gaman að kafa við
Vestmannaeyjar því að það er mjög
gott skyggni í sjónum við eyjarnar,
lítið af svifi í sjónum. Dýralíf er mjög
fjölbreytt við eyjarnar. Við sáum
margar ufsatorfur og gátum synt í
gegnum þær.
Ufsinn sækir í skítinn
Ufsinn sækir í dritið frá sjófuglun-
um við klettaveggina, því er mikið
af honum við eyjarnar.
Fiskar hræðast yfirleitt ekki þó
maður syndi nálægt þeim, þeir láta
sér fátt um finnast.
Við köfuðum við sker sem heitir
Hæna en neðansjávar liggja göng í
gegnum það. Það þarf að fara niður
á 15-28 metra dýpi til að finna þessi
göng og það er hálffurðuleg tilfinning
að synda í gegnum þau.
Við fórum einnig út í Kamb en við
hann eru stórar gular breiður af dýri
sem heitir dauðsmannsfingur. Þetta
er mjög frumstætt dýr sem líkist
þumalfingri á manni. Þegar það leit-
ar sér ætis koma í ljós fæðuangar og
ekki sér í fingurinn.
- Þið reynið ekki að fá ykkur í soðið
þegar þið eru að kafa?
„Það er hægt að veiöa rauðmaga,
grásleppu, flatfisk, krabba og ýmsar
Tíðarandi
skeljar. Aðra fiska gengur illa að
festa hönd á. Hins vegar gerir maður
ekki mikið að því að ná sér í fisk
þegar maður er að kafa. Það er miklu
skemmtilegra að skoða það sem fyrir
augu ber neðansjávar."
Að lokum vildi Páll láta þess getið
að þeir sem vildu kynna sér málefni
félagsins nánar gætu skrifað til póst-
hólfs 4268-124 í Reykjavík.
-J.Mar
Ufsatorfa við Vestmannaeyjar. DV-mynd PG