Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Qupperneq 33
ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988.
33
Lífsstm
Konurnar eru „primus
motor'' í garðvmnunni
„Það er mjög hvetjandi að fá þessa
viðurkenningu frá borgir Sg tók
mér nú raunar það bessaleyfi að taka
konuna mína með mér hingað því
það eru þær sem vinna miklu meira
að því að fegra og gera umhverfið
skemmtilegt," sagði Ingólfur Finn-
bogason, við Viðjugerði, þegar
hanntók viðurkenningarskjalinu
úr hendi borgarstjóra.
„Konurnar eru prímus mótorar í
allri garðvinnu. Enda sér maður það
glöggt þegar maður htur í garða
nábúanna að það eru konurnar sem
stöðugt vinna að því að fegra í kring-
um sig. Án þeirra væru engir fallegir
garðar.“
Hjónin Ingólfur Finnbogason og
Sofíía Ólafsdóttir búa við Viðjugerði
12. „Við vorum beðin að mæta hingað
fyrir hönd þess ágæta fólks sem býr
við Viðjugerði. Við eigum hins vegar
bara lítinn þátt í að gera götuna fal-
lega.
Byijað var að byggja við Viðjugerði
árið 1974. Gatan var malbikuð strax
en síðan hafa íbúarnir unnið við að
snyrta og fegra í kringum hús sín.
„Það hefur ekki verið neitt sam-
stillt átak meðal íbúanna að gera
götuna fallega . Þetta hefur komið
svona smátt og smátt. Við byrjuðum
strax að vinna í okkar lóð. Við feng-
um garðyrkjumann til að skipuleggja
garðinn en síðan hefur konan mín
alfarið séð um vinnuna við hann. Það
er nauðsynlegt að fá garðyrkjumann
til að skipuleggja garðinn í upphafi
til að fá heildarmynd á hann,“ segir
Ingólfur.
„Þetta er mikil vinna og tímafrek,"
segir Soffia. „Ætli ég eyði ekki að
meðaltali þremur til íjórum tímum á
dag við vinnu í garðinum. En mér
finnst garðvinnan ákaflega skemmti-
leg og því tel ég þetta ekki eftir mér.“
- segir Ingólfur Finnbogason
Soffía Olafsdóttir og Ingólfur Finnbogason í garði sinum.
í garðinum hjá þeim Soffiu og Ing-
ólfi er mikið af birki og blómum sem
mynda skemmtilegan ramma utan
um tiltölulega stóra grasflöt.
„Ég held að tilgangurinn með við-
urkenningum af þessu tagi sé fyrst
og fremst sá að hvetja fólk til að
snyrta og fegra í kringum sig. Raun-
ar tel ég það til fyrirmyndar hversu
fólk er almennt duglegt að snyrta í
kringum hús sín.
Maður er nú aðallega að gera þetta
fyrir sjálfan sig því það er staðreynd
aö manni líður betur ef umhverfið
er fallegt úti sem inni.“
- Þið óttist ekki aukna umferð um
götuna í kjölfar þessarar viðurkenn-
ingar?
„Það er guðvelkomið að fólk komi
og skoði götuna. Kannski getur það
um leið fengið hugmyndir að þvi
hvernig það geti fegrað sitt eigið
umhverfi enn frekar,“ segir Ingólfur
að lokum. J.Mar
Eykur samkenndina
- segja þau Gerður G. og Sveinn Bjarklind
„Það eru allir mjög ánægðir með
lóðina og við erum ekki frá því að
vinnan við hana auki samkennd
meðal íbúa hússins," segja þau Gerð-
ur G. Bjarkhnd og Sveinn Bjarkhnd.
Eins og áður sagði fékk fjölbýlishúsið
Geitland 2-4 verðlaun fyrir snyrti-
lega byggingu og vel hirta lóð.
Hafist var handa um uppbyggingu
lóðarinnar um 1970. íbúarnir fengu
skrúðgarðaarkitekt til að teikna lóð-
irnar fyrir báða stigagangana svo
hægt væri að samræma útlit þeirra.
Við ræktun í lóðinni hefur aðalá-
herslan veriö lögð á tré og gras.
Sveinn hefur lengst af verið pottur-
inn og pannan í garðvinnunni enda
segir Gerður að það orð hafi komist
á að það væru svo miklir flottræflar
sem byggju í Geitlandinu að þeir
hefðu ráðið sér garðyrkjumann.
„Það er mikil vinna að halda lóð-
inni í horfinu en hún er að sama
skapi mjög gefandi. Það fylgir því
ákveðin vellíðunartilfinning þegar
maður kemur þreyttur inn til sín
eftir að hafa eytt stund í garðinum.
Það er alveg sama þó maður sé með
blöðrur á öhum fingrum," segir
Gerður og hlær.
„Það sem við gerðum rangt við
hönnun garösins í upphafi var að
gróðursetja 100 metra belti af hegg
sem nú er orðinn yfir 150 sentímetrar
á hæð. Það er erfitt að eiga við hegg-
inn að því leyti að það er gífurleg
vinna og tímafrek að að klippa hann
til. Á móti kemur hins vegar að vel
klipptur heggur ein er fegursta trjá-
tegundin sem maður sér í görðum,"
segir Sveinn.
Fínt úti og inni
„Það er ekki nóg að hafa fínt inni
hjá sér, það þarf líka að huga að því
að umhverfið sé fallegt. Þó að þetta
/ f
sé mikil vinna þá kemur hún nokkuö
af sjálfu sér og smátt og smátt fer
maður að tína allt lauslegt rusl sem
verður á leið manns.
Ég er með poka í skottinu á bílnum
og þar geymi ég ruslið uns ég hef tíma
til að henda því,“ segir Gerður.
Það hefur lengi verið haft á orði
að um leið og hús og lóðir fá viður-
kenningu frá Umhverfismálaráði
hækki verð þeirra. „Ég er ekki frá
því að það sé rétt,“ segir Sveinn. „Um
leið og fasteignaveröið hækkar
hækka líka fasteignagjöldin. Þetta er
ákveðin þverstæða því eftir því sem
maður leggur meira á sig við að fegra
umhverfið hækka íbúðirnar í verði
og fasteignagjöldin um leið. Og það
er spurning hvort það er rétt,“ segir
Sveinn að lokum. -J.Mar
il
BentBjamason:
Fallegt
fyrir augað
„Garðurinn er fahegur og gleö-
ur augu vegfarenda. Hjá Spari-
sjóöi vélsfjóra er töluvert lagt upp
úr því að gera umhverfiö fahegt.
Einar Þorgeirsson skrúðgarð-
yrkjumeistari hefur haft veg og
vanda af skipulagi og viðhaldi
garösins,“ segir Bent Bjarnason
sparisjóðsstjóri.
Lóöin umhverfis Sparisjóö vél-
stjóra, Síðumúla 1, er lítil hornlóö
þar sem gróðursett hafa verið tré
og blóm innan um fiörugrjót sem
á að minna viðskiptavini á tengsl
sparisjóðsins við hafið.
„Ég tel aö ytra umhverfi geti
laðað að viðskiptavini þó að þaö
hafi aldrei verið færðar neinar
sönnur á það.
Þaö sér það hver maður í hendi
sér að það er íniklu hlýlegra aö
koma á stað þar sem búið er aö
planta gróðri en koma þangað þar
sem einungis eru steyptar gang-
stéttarhellur."
-J.Mar
Hjónin Gerður G. og Sveinn Bjarklind taka viö viðurkenningarskjali úr hendi
borgarstjóra fyrir hönd íbúanna i fjölbýlishúsinu Geitlandi 2-4.
ÞU ATT MOGULEIKA
SPORTBÍLL OG SPÍTTBÁTUR