Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Síða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988. Andlát Ásgrímur Kristinsson frá Ásbrekku, síðast til heimilis að Beykihiíð 1, Reykjavík, lésj í Landspítalanum laugardaginn 20. ágúst. Theodór Heiðar Pétursson, andaðist í Borgarspítalanum að kvöldi föstu- dagsins 19. ágúst. Jón Daníelsson, Hörpulundi 5, Garðabæ, fyrrum bóndi Hvallátrum, Breiðafirði, lést laugardaginn 20. ágúst. Skarphéðinn Halldórsson, fyrrver- andi sparisjóðsstjóri, andaðist í Borgarspítalanum að morgni 20. ágúst. Rósa Pálsdóttir frá Geirlandi, andað- ist í Landspítalanum að morgni 21. ágúst. Sveinbjörn Egilsson, Barðavogi 34, Reykjavík, andaðist á öldrunardeild * Landspítalans sunnudaginn 21. ágúst. Óskar Ástmundur Þorkelsson, fyrr- verandi gjaldkeri Shppfélagsins í Reykjavík, lést á heimili sínu, Rauða- gerði 65, Reykjavík, mánudaginn 22. ágúst sl. Alexander Sigurbergsson, Lindar- götu 58, lést í Borgarspítalanum þann 20. ágúst. María Sigurðardóttir, Nóatúni 24, andaðist í Borgarspítalanum að morgni 20. ágúst. Jarðarfarir Árni Ketilbjarnar frá Stykkishólmi, Strandaseh 9, Reykjavík, sem lést 17. þ.m., verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 25. ágúst kl. 10.30 f.h. Hafliði Jóhannesson húsasmíða- meistari, Freyjugötu 45, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 24. ágúst kl. 13.30. Útför Rúnu Guðmundsdóttur, Fjöln- isvegi 8, Reykjavík, verður gerð frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 25. ágúst kl. 13.30. Baldur T. Eiríksson lést 13. ágúst. Hann var fæddur á ísafirði þann 14. júh 1913, sonur hjónanna Eiríks Brypjólfs Finnssonar og konu hans, Kristínar Einarsdóttur. Stúdent frá MA varð hann 1934. Eftir stúdents- prófið sigldi hann til Þýskalands og starfaði hjá útgerðarfyrirtækjum þar. Árið 1937 íluttist hann til Siglu- fjarðar. Þar starfaði hann að marg- víslegum verkefnum. Árið 1969 flutt- ist hann búferlum til Akraness og réðst sem fulltrúi hjá Sementsverk- smiðju ríkisins. Baldur var tvígiftur. Fyrri kona hans var Hólmfríður Sveinbjörnsdóttir en hún lést árið 1967. Þau eignuðust sex börn. Eftirlif- andi eiginkona hans er Aldís Dúa Þórarinsdóttir. Útför Baldurs verður gerð frá Akraneskirkju í dag kl. 14.15. Þórarinn Krístjánsson er látinn. Hann fæddist á Seyðisfirði 26. októb- er 1906. Hann var sonur hjónanna Kristjáns Kristjánssonar og Kristín- ar Þórarinsdóttur. Þórarinn hóf störf við símritun á Seyðisfirði sautján ára gamah en fluttist síðan til Reykjavík- ur árið 1926 og hóf þá störf við ritsím- ann í Reykjavík, en þar starfaði hann aha tíð þar til starfsævi hans lauk. Þórarinn var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Öldu Möller, missti hann árið 1948. Þeim varð 3ja barna auðið. Seinni kona hans er Matthildur Þórðardóttir. Útför Þórarins verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Guðmundur Thorsteinsson lést 13. ágúst sl. Hann var fæddur 13. sept- ember 1948. Foreldrar hans voru Sig- urveig Hahdórsdóttir og Hahi Her- mannsson, sem gekk Muggi í föður- stað. Síðasta árið starfaði Muggur á bifreiðastöðinni Hreyfli. Eftirlifandi eiginkona hans er Elísabet Jónsdótt- ir og áttu þau eina dóttur saman. Fyrir átti Muggur son. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. TiUcyimingar Kársnesprestakall Fyrirhuguð er dagsferð á vegum Kórs- nessóknar sunnudaginn 4. september nk. kl. 9.30. Farið verður um Borgarfjörð og Suður-Mýrar. Þátttaka tilkynnist í þess- ari viku milli kl. 17 og 20 hjá Stefaníu, s. 22131, Margréti, s. 41949, eða í viðtals- tíma sóknarprests. Hallgrímskirkja - starf aldraðra Nk. fimmtudag, 25. ágúst, er fyrirhuguð ferð í Galtalækjarskóg. Á heimleið verð- ur komið viö í Skarði i Landsveit og kirkj- an skoðuð. Einnig verða skoðaðir hellar á Hellum. Lagt verður af stað frá kirkj- unni kl. 10 f.h. og komið heim um kl. 19. Nánari upplýsingar gefur Dómhildur Jónsdóttir í síma 39965. Tapaðfundið Kettlingur tapaðist 3 mánaða kettlingur tapaðist frá Vallar- tröð 5, Kópavogi, sl. laugardag, 20. ágúst. Hann er gulbrúnn með ljósan blett á róf- unni og er ómerktur. Finnandi vinsam- legast hafi samband í síma 45470. Tónleikar HörðurTorfa á tónleikaferð Höröur Torfason trúbador er á tónleika- ferð um Austfirði og Norðausturland. Tónleikar veröa á eftirtöldum stöðum: 23. ágúst á Breiðdalsvík, 24. ágúst á Borg- arfiröi eystri, 25. ágúst á Vopnafirði, 26. ágúst á Bakkafiröi, 27. ágúst á Þórshöfii, 28. ágúst á Raufarhöfn og 29. ágúst á Kópaskeri. Tónleikamir hefjast allir kl. 21. Höröur verður með sinn árlega kon- sert í Reykjavík 4. september í Lækjar- tungli og verður sá konsert væntanlega tekinn upp og gefinn út á plötu. t Þökkum innilega samúö og styrk við andlát og útför litlu dóttur okkar og systur, Guðnýjar Einarsdóttur, Sundstræti 30, ísafirði Aöalbjörg, Einar og systur Menning Manneskjumot Orgeltónleikar Arna Arinbjarnarsonar í kirkju Fíladelfiusafnaðarins. Ámi Arinbjarnarson haföi sett saman ljómandi efnisskrá sem hann lék á orgelið í Fíladelfíukirkj- unni í gærkvöldi: Prelúdía og fúga og Passacaglia eftir Buxtehude, Prelúdía og fúga, Sálmforleikur og Tokkata eftir Bach, Prelúdía, fúga og thbrigði eftir Franck og Tokkata og fúga eftir Reger. Þetta var alveg Tónlist Leifur Þórarinsson mátulegt, vel upp byggt og með sterku menningar- og manneskju- móti. Það er alltaf gott og gagnlegt að heyra Buxtehude, þennan stór- kostlega „lærimeistara" Bachs og Handels og hápunktinn á þýsku orgelbarokki áður en Jóhann Se- bastian lagði upp í sínar krónatísku geimferðir. Árni lék Prelúdíu hans og fúgu í G dúr af mikihi bjartsýni og festu í byrjun tónleikanna, mót- aði raddir skýrt og skilmerkilega og náði fram eðlilegri stígandi. í passacaglíu í d moll kom dimmari og dramatískari tónn í spilið, sem lét vel í eyrum. Sama má segja um verk Bachs, Prelúdíu og fúgu í d moh og sálmforleikinn „Nun kann der Heiden Hehand“, sem' voru leikin af miklum innheik og hrein- skiptni. Og Tokkatan fræga í d moll (sem sumir segja reyndar að sé alls ekki eftir Bach) hljómaði glæshega að vanda. Hins vegar þótti manni vanta nokkuð á sannfæringuna í róman- tísku verkunum. Aö einhverju leyti má það eflaust skrifast á raddgerð orgelsins, sem er ekki sérlega til- þrifamikil, en það vantaði einnig meiri sveigjanleik í spihð hjá Árna, sérstaklega í sætsúru tónverki Cés- ars Francks, þar sem smávegis „rú- bato“ hefði kannski gert gæfumun- inn. Og Tokkata í d moll og fúga í D dúr eftir Max Reger hljómaði ein- hvern veginn endaslepp þrátt fyrir kröftugt og heiðarlegt spil. Þessi þungþykka aldamótatónhst þarf líklega harðara spark í afturend- ann en velsæmi leyfir, enda áreið- anlega hugsuð fyrir stærra orgel og akkústikk en þarna var fyrir fæti. Það breytir hins vegar ekki að Árni Arinbjarnarson, sem leik- ur að öhu jöfnu fyrstu fiðlu í sinfó- níunni, er býsna flinkur og vandað- ur orgelleikari, sem á bæði skilið vinsemd og virðingu. LÞ Stóll og hásæti við hofnina - sýning í Hafiiargálleríi Olíumálverk í Hafnargalleríi. Inga Þórey (t.v.) með myndina Hásæti og Guðbjörg Hjartardóttir með Kyrralífsmynd. DV-mynd JVA Hafnargaherí við Hafnarstræti er einn þeirra sýningarsala sem hafa orðið nokkuð útundan í hst- umfjöllun. Þar kemur sjálfsagt margt th, en líklega vegur þó þyngst að þar hafa sýnt næsta fáir „þungavigtarmenn" á myndlistar- sviöinu. Svo skiptir örugglega líka nokkru að salurinn er aðeins opinn á vérslunartíma bókaverslunar Myndlist Ólafur Engilbertsson Snæbjarnar og því lokaður um helgar. Galleríið er þó allrar at- hygh vert, því þar hefur mátt sjá ýmislegt geijast síðasta árið. Það eru einkum ungir myndlistarmenn sem hafa sýnt í Hafnargalleríi og afurðir þeirra hafa verið ærið mis- jafnar. Er gott th þess að vita að th skuh vera sýningarsalur utan Ný- hstasafnsins sem er opinn fyrir til- raunahst unglingsins af götunni. Það er þó ekki þar með sagt að allt skuli hengt upp á veggi bara ef sýn- andinn getur borgað leiguna. Þegar gagnrýni fjölmiðla er af skornum skammti er þörf þeim mun meira aðhalds af forstöðufólki sýningar- salanna. Það væri t.d. hreint ekki út í bláinn að staður á borð við Hafnargallerí hefði á sínum snær- um hjálparkokk við uppsetningu og kynningu sýninga. Þær stöllur Inga Þórey Jóhanns- dóttir og Guðbjörg Hjartardóttir, sem nú sýna verk sín í Hafnargall- erh, mættu að ósekju gefa gaum að framansögðu. Sýning þeirra hef- ur óþarflega flausturslegt og hrað- soðið yfirbragð. Þar má finna að einföldum formsatriðum eins og númerum við myndir og mynda- skrá í einriti. Umgjörð sýningar er ahtaf stórt atriði og sérílagi hjá þeim listamönnum sem þarfnast kynningar. í thviki þeirra Ingu Þóreyjar og Guðbjargar stendur hið ytra borð sýningu þeirra nokk- uð fyrir þrifum. Þó má grhla í skemmtilega hugkvæmni á sýning- unni. Inga Þórey fer talsvert „sjálf- virkar" leiðir. Málverk hennar er skúlptúrískt og straumlínulagað eins og tíðkaðist í kringum fyrri heimsstyrjöld. í þá daga dundaði dadistinn Hans Arp við að mála kvið móður sinnar innanverðan á meöan kúlnaregnið lamdi saman rammann. Ein mynda Ingu Þóreyj- ar er einmitt af slíkri byssukúlu sem er órjúfanlega tengd skot- markinu. Undirrituðum þótti myndimar „X“ og „Hásæti" einna best heppnaðar að uppbyggingu af verkum Ingu, þótt eitthvað skorti á útfærslu. Guðbjörg Hjartardóttir hélt einkasýningu í Hafnargallerh fyrir á að giska 11 mánuðum síðan. Und- irritaður er ekki frá því að þá hafi verið meira heildaryfirbragð yfir sýningu hennar. Það er þó ekkert nema gott um það að segja að fólk tileinki sér mörg stílbrögð. Alltof margir atvinnumálarar mála í rút- ínu. Myndin „Stóh, borð, stóll, bók“ er t.a.m. hreint ekki úr takt við hinar myndirnar, þó hugmynda- fræðilega séð sé hún hinum megin á hnettinum. Sú mynd er raunar gott dæmi um það hve Guðbjörgu lætur í raun vel að vinna „naívt“ á meðvitaðan hátt. Kyrralífsmynd- in númer sjö þótti mér sömuleiðis hafa skemmtilegan slagkraft. Þó gildir hið sama um þá mynd einsog flestar aðrar á sýningu þeirra stall- systra; flas er best í hófi. Ólafur Engilbertsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.