Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Qupperneq 40
~CJ
FRETTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðgst 5.000 krón-
þá i síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn.
FUÍstjóm - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988.
Læknamálin:
Uppsagnir hafa
verið ræddar
„Málin eru hjá ríkissaksóknara og
við erum að velta fyrir okkur hvern-
ig við bregðumst við. Þannig er staða
málsins og það er kannski ekki rétt
af mér að segja að uppsagnir hafi
ekki staðið til því um það hefur auð-
vitað verið hugsaö,“ sagði Guðmund-
ur Bjamason heilbrigðisráðherra
þegar hann var inntur eftir því hvort
þeir þrír heilsugæslulæknar, sem
sætt hafa rannsóknum grunaðir um
fjársvik, hafi verið leystir frá störf-
um.
Einn læknanna, fyrrverandi
heilsugæslulæknir á Hellu, hefur
sagt upp starfi sínu. Hinir læknarnir
tveir, heiisugæslulæknir í Ólafsvík
og á heilsugæslustöðinni í Árbæjar-
hverfi í Reykjavík, eru í leyfi frá
störfum.
Bragi Steinarsson vararíkissak-
sóknari segir að ákvarðanir um
ákæru í málum læknanna liggi ekki
fyrir en ákvarðanir verði teknar inn-
an skamms. -sme
Glæfraakstur
Ökumaður var stöðvaður fyrir að
aka eftir Hverfisgötu, vestan Vita-
_stígs, á 103 kílómetra hraða rétt fyrir
klukkan tvö í nótt. Á Hverfisgötu er
leyfður 50 kílómetra hámarkshraði.
Ökumaðurinn, sem er átján ára pilt-
ur, verður sviptur ökuleyfi fyrir
framferði sitt. Lögreglumaöur, sem
DV ræddi við, sagði þetta vítaverðan
akstur. Hörmuleg slys hafa orðið á
Hverfisgötu og gatan leyfir engan
veginn shkan hraða.
Þá var ökumaður stöðvaður fyrir
að aka á 135 kílómetra hraða á Vest-
urlandsvegi. -sme
ÁgætsalaíGrímsby
í morgun var íslenskur fiskur seld-
ur úr átta gámum í Grimsby. Meðal-
^verð fyrir kílóið af þorski var 77
krónur og ýsan fór á 87 krónur.
Að sögn Þórarins Guðbergssonar
hjá Fylki í Grimsby var lítiö framboð
af fiski úr heimabátum í Grimsby.
Hann sagði íslenska fiskinn blandað-
an og að jafnt og gott verð hefði feng-
ist fyrir aflann.
Innflutninéur á
o
erlendu vinnuafli
hefur stöðvast
- segir Guðmundur J. Guðmundsson
mannasambands íslands og Dags- en vildi ekki nefna neinar tölur í
því sambandi. „Eg held að þaö séu
aílir að verða sammála um aö inn-
„Þetta mál og blaðaskrifin í
kringum það hefur orðiö til þess
að stöðva innfiutning á erlendu
vinnafli hingað til lands. Það verö-
ur varla meira um shkan innilutn-
ing nema maður og maður. Nú
hefur vinnumálanefnd ráðuneytis-
ins tekið þetta til nánari athugun-
ar,“ sagði Guömimdur J. Guð-
mundsson, formaður Verka-
brúnar, þegar hann var inntur eftir
athugun Dagsbrúnar a aðbúnaði
erlends vinnuafls í kjölfar fréttar
DV ura aðbúnað thailensku stúlkn-
anna á kjúkiingabúinu að Vallá á
Kjalamesi.
Guðmundur sagði að kjör stúlkn-
anna hefðu lagast töluvert eftir að
þær voru settar á almenna taxta
spýting á þessu vinnuafli hingað til
lands sé óheppileg. Þar aö auki er
atvinna að dragast saman og upp-
sagnir fraraundan hjá ýmsum fýr-
irtækjum úti á landi,“ sagði Guð-
mundur J. Guðmundsson.
JFJ
Steingrímur Njálsson:
Er vistaður á
hæli í Reykjavík
Steingrímur Njálsson, margdæmd-
ur kynferðisafbrotamaður, er kom-
inn til Reykjavíkur þar sem hann
verður vistaður á hæli til geðlæknis-
meðferðar. Steingrímur var dæmdur
af Hæstarétti til að vera á viðeigandi
hæli í fimmtán mánuði.
Yfirlæknir þeirrar stofnunar sem
Steingrímur verður á vildi ekkert um
málið segja er DV ræddi við hann í
gær. Steingríms verður ekki, sam-
kvæmt dómi Hæstaréttar, gætt frek-
ar en annarra vistmanna.
Samkvæmt heimildum DV hefur
dómur Hæstaréttar valdið miklum
vandamálum innan heilbrigðiskerf-
isins. Starfsfólk stofnana hefur neit-
að að taka á móti Steingrími af ótta
við hann og það sem hann kann að
gera starfsfólkinu og börnum þess.
„Þetta hefur ekki komið inn á mitt
borð. Það getur vel verið að stjórnir
viðkomandi stofnana hafi tekiö á
málinu. Það er vandræðagangur og
erfiðleikar við að vista svona menn,“
sagði Guðmundur Bjarnason heil-
brigðisráðherra.
-sme
Eldur kom upp í sýningarglugga verslunar á Laugavegi í gærkvöldi. Þegar
slökkviliðið kom á vettvang var glugginn sprunginn. Greiðlega gekk að
ráða niðurlögum eldsins. Slökkviliðið reykhreinsaði verslunina. Tjón mun
vera nokkurt af völdum elds, vatns og reyks. DV-mynd S
Hreyfilbilun í Fokkervél yfir ísafiarðardjúpi:
Vélinni lent á
öðnim hreyflinum
Siguijón J. Sigurösson, DV, ísafiröi:
Skömmu eftir flugtak á ísafjarðar-
flugvelli í gærkvöldi bilaði vinstri
hreyfill á TF-FLM Fokkervél Flug-
leiða. Þrjátiu og tveir farþegar og
þriggja manna áhöfn var um borð í
vélinni.
Bilunarinnar varð vart fjórum til
fimm mínútum eftir flugtakið og var
flugyélin þá í 2000 feta hæð. Flug-
stjórinn, Erlendur Guðmundsson,
afréð að lenda aftur á ísafirði. Þar
voru aðstæður góðar. Farþegum var
tilkynnt hvemig konúð væri.
Slökkvilið og sjúkrabílar voru kall-
aðir á flugvöllinn en þurfti ekki við
þegar til kom.
Lent var níu mínútum eftir flugtak-
ið og lendingin gekk áfallalaust fyrir
sig. Flugvirkjar komu fljótlega frá
Reykjavík. Bilunin var í gírboxi í
hreyfilsmótornum. Önnur vél var
send eftir farþegunum og voru þeir
sóttir klukkan 22 í gærkvöldi. Starfs-
maður Flugleiða á ísafirði sagöi að
einhver skrekkur hefði komið í far-
þega. Hann sagði þó aö allir hefðu
börið sig vel.
-sme
Helgi vann nafna sinn
Siguijón J. Siguiðsson, DV, ísafirði:
Helgi Ólafsson stórmeistari vann
alnafna sinn, Helga Ólafsson eldra, í
8. umferð og heldur því forystunni á
skákmótinu á ísafirði. Reyndar eru
fjórir efstir og jafnir með 6 vinninga
en Helgi á inni óteflda skák við Guð-
mund Gíslason. Önnur úrslit í gær
voru þannig að Johansson sigraði
Guðmund Gíslason, Guðmundur
Halldórsson sigraöi Ægi Pál, Schand-
orff vann Andra Áss, Rantanen vann
Popovych og Flear vann Magnús
Pálma.
LOKI
Skandall á dag kemur
Denna í lag!
Veðrið á morgun
Enn rignir
Austan- og síðan norðaustanátt.
Rigning um austanvert landiö og
einnig á Norðurlandi þegar líður á
daginn. Smáskúrir suðvestanlands.
Hiti 9-12 stig.
Skoðanakönnun Skáís
Framsókn í sókn
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
Skáís gerði fyrir Stöð 2 á fylgi stjórn-
málaflokka 19. og 20. ágúst sl„ hefur
Sjálfstæðisflokkurinn 30,5% fylgi ef
miðað er við þá sem tóku afstöðu.
Framsóknarflokkurinn hefur bætt
mestu við sig ef miðað er við síðustu
könnun og er meö 24,4%. Kvennalist-
inn er í þriðja sæti með 21,2% fylgi
sem er um 10% minna en þegar hann
fékk mest samkvæmt skoðanakönn-
unum. Þá mælist fylgi Alþýðuflokks-
ins vera 10,6%, Alþýðubandalagið er
með 9,4%, Borgaraflokkur 3% og
Þjóðarflokkur fékk 1%.
-SMJ