Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1988, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988. Spumingin Lesendur Heldur þú að ríkisstjórnin sé að springa? Linda María Vilhjálmsdóttir: Hún er alveg við það, sýnist mér, en ég fylg- ist nú ekki vel með stjómmálum. Einar Páll Smith: Nú hef ég ekki hugmynd. Ég vona ekki, vona að hún hangi út kjörtímabilið. Sigurður Þórarinsson: Þeir þora ekki að springa á lirnminu. Katrín Hermannsdóttir: Já, ég er hrædd um að eitthvað sé að gerast hjá þeim. Halldóra Bjarnadóttir: Ég hugsa það nú frekar. Friðjón Már Viðarsson: Nei, það held ég ekki. Hún lafir. Sýningin Veröld 88: Fyrir krakka eða fullorðna? Frá sýningunni Veröld 88 i Laugardalshöll. Bréfritara finnast krakkar vera áberandi í hópi sýningargesta. Fjóla hringdi: Ég fór á sýninguna Veröld 88 og varð fyrir verulegum vonbrigðum. Ýmislegt kom til. Eitt er aö mér flnnst þama öllu ægja saman og htið skipulag í uppsetningu. Þama eru margir „básar", ekki vantar það, en það er eins og einhver óraunvem- leikablær sé yfir þessu öllu og langt frá veruleikanum. Og enn er selt inn á svona sýningar, hvernig sem á því stendur. Eitt er það sem rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég sá viðtalið á Stöð 2 í gærkvöldi, þar sem Helgi Pétursson ræddi við Jakob Magnússon, þegar svipmyndum var bmgðið upp frá sýningunni og gestum hennar kom í ljós að krakkar eru áberandi uppi- staða sýningargesta. Ég er svo sem ekki að amast við því að unga kynslóðin skuli hafa áhuga á veröldinni í dag eða eins og hún er sett upp í Laugardalshöllinni. Hins vegar fer það alltaf illa í mig að sjá krakka, oftast eftirlitslausa, vaða um allt á sýningarsvæði sem þessu og nánast yfirtaka staðinn. Þannig var það þegar ég fór þama og þannig virtist það vera er sýndar vom svipmyndir frá sýningunni á Stöð 2, uppistaðan krakkar, allt nið- ur í 6-7 ára gamhr, prílandi upp og niður í tækjum og húsgögnum, hvar sem auga leit. Ég vona að svona ástand taki enda á sýningum sem hér eru haldnar og einhver hemih verði hafður á krakkaskara sem hefur óbundnar hendur, að því er virðist, til að valsa um sýningarsvæöi án þess að nokkur virðist taka í taum- ana. Óábyrg stjómmálaumræða: Áberandi á útvarpsrásunum Einar Árnason hringdi: í gærkvöldi (5. sept.) varð ég þess aðnjótandi að hlýða á tvo þætti sem íjölluðu um þjóömál, eða hvað maður nú kahar það, þegar rætt er við meim um gang mála í þjóð- félaginu. í báðum tilvikum blö- skraði mér að heyra hve óábyrgt fólk getur orðið þegar það hleypir sér í ham og annaðhvort ræðst á aht og alla með órökstuddum full- yrðingum eða lætur spyril eða fréttamann leiða sig í ógöngur. Þannig var á útvarpsstöðinni Bylgjunni rætt við mann nokkum sem virtist vita nákvæmlega hvað ætti að gera til að bjarga þjóðinni. Að vísu hafði hann bara eina pat- entlausn og hún var sú að færa til fiármagn tíl þeirra sem „skapa gjaldeyrinn“, eins og hann nefndi þaö, og standa undir öllu heUa batt- eríinu, þ.e. sjómanna og fiskvinnsl- unnar. Þetta var með eindæmum óáheyrUegur málflutningur og ég er undrandi á hve svona umræða á greiðan aðgang að útvarpsrásun- um. í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi var einnig sýnishom frá annarri „þjóðmálaumræðu“ sem átti að hafa farið fram á Rás 2, að mér skUst. Þar höfðu verið fengnir stjórnmálamenn, einn frá hveijum flokki, eins og venjulega, tU að ræða sín á mUU horfurnar í þjóð- málum. Einnig heyrðist í eins kon- ar klappliði eða áheyrendum sem áttu að lífga upp á þáttinn með spurningum og um leið hlátrasköU- um þegar eitthvað verulega sniðugt heyrðist frá viðmælendum (og það heyrðist manni vera æði oft, eftir hláturgusunum að dæma). í fáum orðum sagt var þessi þátt- ur eins og hann kom mér fyrir sj ón- ir eitt sjónarspU og á engan hátt ábyrgur í umræðunni um þjóðmál. Þeir sem skemmtu sér hvað best virtust vera umsjónarmaðurinn og álieyrendaskarinn sem viðstaddur var. Svona óábyrg umræða er alltof áberandi í fiölmiðlum okkar en hvergi eins og á útvarpsrásunum, þar sem nánast aUt virðist leyfilegt til að laða að hlustendur. Rás 2 og Bylgjan virðast hafa vinninginn í þessu eftir kvöldið í gær. Fjarkinn og Lukkutríó Dagný Jónsdóttir hringdi: Mér finnst það einkennUegt, að í Lukkutríóinu skuh alhr stafir koma fram nema stafurinn „I“. Ég hef heyrt að einungis hafi verið gefhir út 10 stafir með þessum bókstaf. Ein- kennUegt ef satt er. Varðandi happdrættið Fjarkann er það að segja að þar á safna 7 nöfnum .handknattleiksmanna og 6 nöfnum skákmanna. Ég vU gjaman fá að vita hvaða nöfnum á að safna. Ég held að ég sé ekki ein um að óska eftir skýringum á þessum tveimur atrið- um og væri æskUegt að fá frekari og fyUri upplýsingar um bæði þessi happdrætti og leikreglur þeirra. Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið. Bjartir dagar - batnandi hugur Ingvar Agnarsson skrifar: Við íslendingar höfum notið bjartra daga og bjartra nátta nú um margra vikna skeið. Það eru meiri forréttindi en flestar þjóðir jarðar hafa af að segja. Birta og hlýja sumars, með bláum QöUum og bláum himni, ætti að leiða huga okkar tU hæða svo að æöri áhrif næðu að hafa áhrif á hjörtu okkar og eyða harðýðgi þeirri sem m.a. kemur fram í samskiptum okk- ar við samlanda okkar og nábýlinga, dýrin villtu á landi og í legi, dýrin sem svo mjög hafa auðgað lífstilveru okkar. Uppræting harðýðginnar úr eigin brjósti væri stórt skref í áttina tíl hinnar réttu stefnubreytingar sem brátt verður að fara að takast ef lífs- stefnunni á að verða sigurs auðiö. En það er einmitt hið mikla mark sem stefna skal að svo að farsæl framtíð skapist. Spamaður hjá ríkinu: Það sem fólkið bíður efdr Jóhann Sigurðsson skrifar: Niðurskurður hjá hinu opinbera. Er það ekki einmitt það sem fólk hefur bent á og beðið um? Nú hefur fiármálaráðherra bent á nokkrar leiðir tU að bæta þar um betur og hefia niðurskurö í rekstri hins op- inbera. En þá bregður svo við að þeir hinir sömu og bent hafa á þetta sem helstu leið tU sparnaðar hrópa: Þama má ekki skera niöur og ekki heldur þarna! Þaö er mitt álit að segja megi upp ríkisstarfsmönnum, rétt eins og öðrum. Það hefur ekki verið fiasað mikiö þótt fiúki svo sem 10-20 menn úr meðalstóru fyrirtæki, en opinberir starfsmenn, sem búið hafa við atvinuöryggi í áratugi, ætla að ganga af göflunum ef tí.1 tals kemur aö sneiöa af skeggi þeirra. Auðvitáö á aö taka öU ríkisfyrir- tæki tU athugunar með tUliti til þess hvort þar er hægt aö hagræða, td. með fækkun starfsmanna, eða hvort nauðsynlegt er að reka fyrir- tækiö yfirleitt. - Og fyrir þetta framtak á fjármálaráöherra þakkir skildar þvi hingaö tU hafa engir haft kjark til að framkværaa athug- un á þessu. Ef Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, sem báðir eiga sæti í ríkisstjóm, þykjast ekki geta sætt sig viö þessa hugmynd Jóns Baldvins þá eiga þeir hrein- lega aö segja sig úr stjórninni. Landsmenn era trúlega langflest- „Hugumstór og héilsteyptur“. - Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráð- herra. „Það á að taka hann á orðinu,“ segir bréfritari. ir hlynntir þeim hugmyndum sem fiármálaráðherra hefur komiö fi-am með um spamaö hjá hinu opinbera, svo að ekki ætti að vera ágreiningur um þær. Landsmeim vita líka ofurvel að þeir hafa eytt ura efni fram og endalausar kröfur til hins opinbera standast engan veginn í svo fámennu sarafélagi sem hér er. Þess vegna er sparnaður hjá hinu opinbera einmitt það sem fram- kvæma á í samræmi við hugmynd- ir fiármálaráðherra. Á meðan slík- ur maður er viö sfiórn á að nota tækifærið, taka hann á orðinu. Það er ekki víst að næsti fiármálaráð- herr a verði eins hugumstór og heil- steyptur og sá er nú situr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.