Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1988, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988.
17
UNGTFÓLK!
Hafið þið áhuga á veitingarekstri?
Stórt diskótek í Reykjavík óskar eftir
dugmiklu fólki (2-4 í hóp) á aldrinum
20-30 ára sem vill taka þátt í að byggja
upp aðsókn á góðum skemmtistað.
í starfmu felst virk þátttaka í daglegum
rekstri.
Upplýsingar ásamt mynd sendist blaðinu
fyrir 13. sept. 1988 merkt „Diskótek44.
ri Jeep n amc
Cherokee og Wagoneer
VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR
Erum að taka upp mikið úrval af varahlutum
í AMC og Jeep bifreiðir.
Einnig aukahluti fyrir Wagoneer og Che-
rokee árgerð '84-88, m.a. vindskeiðar,
dráttarbeisli, safarigrindur, aurhlífar og fleira.
Ath. sérpantanir á ca. 2-3 vikum án auka-
kostnaðar.
EGILL VILHJÁLMSSON HF.,
Smiöjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77395.
Lesendur
Hárgreiðslustofan Klapparstíg
. . Pantanasími 13010
Litakynning.
Permanettkynning.
<«4r Strípukynning.
Rakarastofan Klapparstíg
Pantanasími 12725
Gamlar skattskuldir:
Skussamir fá umbun
Kristinn Einarsson skrifar:
Alltaf eru þaö trassarnir sem verða
inn undir hjá hinu opinbera eftir aö
h'afa gefiö því langt nef í formi skatt-
svika eöa með greiðsludrætti á skött-
um. Með nýjum reglum, sem m.a.
eiga að innihalda niðurfellingu á
heildarskuld gamalla skatta, ef gert
er upp fyrir áramót, eru skilvísir
skattgreiðendur og venjulegir laun-
þegar löörungaðir svo harkalega að
viðtæk mótmæh hljóta að verða
þeirra andsvar.
Áætlað er að ríkið eigi útistandandi
um tvo milljarða króna hjá samtals
800 einstaklingum, vanskilamönnum
eða skattsvikurum.
Sumir telja að hér þurfi að koma
til lagafrumvarp á alþingi til þess að
fjármálaráöuneytið fái heimild til aö
ganga til svona samninga. Að
minnsta kosti er það meira en lítil
ósvífni ef hiö opinbera bregður á það
ráð að heiöra skattsvikara og van-
skilamenn með ríflegum afslætti á
vangoldnum sköttum.
Það er enn ein aðförin að skilvísum
skattgreiðendum og launþegum sem
ríkið á alls kostar við með reglu-
bundnum skattgreiðslum sem tekn-
ar eru af launum.
Um helgina verður hið umfangs-
mikla Heimshlaup sem vonast er
til að sem flestir verði með í. Mark-
miðið er að vekja athygli á slæmri
stöðu barna víða í heiminum, sér-
staklega í þriðja heiminum. Við
munum segja frá tilhögun hlaups-
ins og birta kort af hringnum sem
hlaupinn er en hægt er að velja
um þrjárvegalengdir.
World Press Photo 88 er farandsýn-
ing bestu fréttaljósmyndá í heimin-
um. Sýningin er haldin árlega og
verður hún opnuð í Listasafni alþýðu
á sunnudaginn. Þá er í blaðinu á
morgun sagtfrá myndlistarsýning-
um sem eru nokkrar í borginni. Ber
þarsérstaklega á grafík og högg-
myndalist. Margt fleira má finna í
föstudagsblaðinu um atburði helg-
arinnar.
Noregskonungur þá
ekki norskur!
Pálmi Guðmundsson hringdi:
Það kom mér á óvart að sá heiðurs-
gesturinn og þjóðhöfðinginn, sem nú
gistir land okkar, Ólafur fimmti Nor-
egskonungur, skuli ekki vera norsk-
ur eftir allt. Á þessu klifuðu útvarps-
og sjónvarpsstöðvar í allan gærdag
(5. sept.) og varð mörgum hlustunar-
gjarnt.
Ég sem hélt að enginn gæti orðið
þjóðhöföingi nema hann væri inn-
fæddur og eiga til skyldmenna að
telja, badði í karllegg og kvenlegg í
eigin landi. Að vísu veit ég að kon-
ungakyn Evrópu hefur blandast
mjög gegnum árin og eru þjóðhöfð-
ingjar í Evrópu tengdir og skyldir
innbyrðis. - En að sjálfur Noregs-
konungur væri ekki norskur, það
hefði þurft að segja mér tvisvar fyrir
svo sem nokkrum árum.
Þetta leiöir hugann að því hvers
vegna við íslendingar kusum ekki
að hafa kóng áfram, og hann íslensk-
an, eftir að íslendingar fengu sjálf-
stæði. Er ekki hægt að stofna kon-
ungsríki eins og hvað annað úr því
við vorum að stofna ríki yfirleitt,
áriö 1944?
Við íslendingar erum nefnilega
mjög hrifnir af kóngafólki að því er
virðist. Við erum sífellt að vingast
Ólafur fimmti Noregskonungur. Er þá
við það, t.d. með því aö bjóða því
hingað til lands og móttökur forráða-
manna okkar eru svo dæmalaust
hlýlegar að það hlýtur að liggja meira
að baki en tilskildar kurteisisvenjur.
Mér finnst tilvalið að halda áfrapi
að bjóða hingað kóngafólki og næst
aö bjóöa hingað Bretadrottningu,
sem ég held að ekki hafi komið hing-
að í opinbera heimsókn. Er Bretland
ekki norskur eftir allt!
líka ólíkt betri granni en Noregur og
nálægari. Til Bretlands fara mun
fleiri íslendingar en til Noregs og viö
eigum miklu meiri og betri viðskipti
við Bretland en Noreg.
Næst skulum við því bjóða hingað
Elísabetu Bretadrottningu. - En at-
huga verður vandlega hvort hún er
raunverulega bresk áöur en við
sendum boðskortið.
Var Jesús ofstækismaður?
Margrét Helgadóttir skrifar:
í greininni „Waldheim og vondu
mennirnir“ ásakar Óh Tynes
blaðamaður Skúla Helgason um að
segja sannleikann um gyðinga í
Palestínu og að vera ofstækisfullur,
fullur af hatri og fordómum.
En hvað var það sem Jesú sagði
við prestana? „Þér höggormar, þér
nöðru-afkvæmi, hvemig ættuð þér
að geta umflúið dóm helvítis!",
(Matt:23:l-36). Og ennfremur (í
Matt: 21:41) útskúfa Gyðingar sjálf-
um sér með þessum orðum: „111-
mennum þeim mun hann herfllega
fyrirfara og víngarðinn mun hann
selja öðrum vínyrkjum á leigu,
þeim er gjalda honum ávöxtun í
réttan tíma.“ Og Jesús segir við þá:.
„Fyrir því segi ég yður að guðsrík-
ið mun frá yður tekið verða og gef-
ið þeirri þjóð sem ber ávöxtu þess.“
Eru þetta ekki kenningar Jesú
og orð hans? Er hann líka sá of-
stækismaður og haldinn illum önd-
um af því aö hann segir blátt áfram
sannleikann um illgresið á jörð-
inni? Um Gyðinga má einnig lesa í
Malakí (1:3-5): „Hús Esau hataði ég
fyrir allt það sem þeir hafa gjört
spámönnum mínum...“ Og enn-
fremur: „Ef þeir segja: Vér höfum
að vísu orðið fyrir eyðingu, en vér
munum byggja upp aftur rofin. -
Þá segir Drottinn svo: Byggi þeir,
en ég mun rífa niður, svo að menn
munu kalla þá „Glæpaland“ og
„lýðinn, sem Drottinn er eilíílega
reiður.“
Bæði boðskapur Jesú og boð-
skapur Malakí er skýr um örlög
Gyðinga sem hafa hafnað honum
og gera enn. En aftur á móti teljast
þeir Gyðingar sem á hann trúa til
hússins Judah (I. Mósebók 49:8-10)
pg eru þeir partur af hinum mikla
ísraelslýö Guös.
Og allir þeir sem trúa á Guö og
hans eingetinn son, Jesú Krist, og
varöveita boð Guðs og hafa vitnis-
burð Jesú, alveg sama hvaða þjóð
þeir tilheyra, eru ISRAEL en EKKI
þessir gyðingar í Palestínu.