Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1988, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1988, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988. LífsstíU_______________________________________________________________________________DV DV prófar pylsur Goða- og SS-pylsur þykja bestar DV heldur áfram bragöprófun á ýmsum skyndibitum og nú urðu pylsur fyrir valinu. Vínarpylsur, eða þær sem almennt eru kallaðar pyls- ur, eru framleiddar af fimm kjöt- vinnslufyrirtækjum. Þau eru Slátur- félag Suðurlands, sem selur pylsur undir merkinu SS; Kjötiðnaðarstöð Sambandsins, sem selur sínar pylsur undir merki Goða, og fyrirtækið Síld og fiskur, sem selur sína afurð undir merkinu Ali. Meistarapylsur eru frá fyrirtækinu Meistarinn í Dugguvogi og síðan er kjötvinnsla Hagkaups sem selur sínar pylsur undir merki Hagkaups. Bragðprófunin var gerð á sama hátt og áður. Sex aðilar taka þátt í smökkuninni og gefa þeir einkunn- ina 1-5 fyrir hverja tegund. Einkunn- in 1 er best en einkunnin 5 verst. Einkunnirnar eru lagðar saman og síðan deilt í með 6 til að fá eina með- aleinkunn. Hér á eftir koma nánari niðurstöð- ur úr prófuninni. Byrjaö er á þeirri tegund sem þótti best og endað á þeirri sem kom verst út. 1. Goða-pylsur Pylsurnar frá Goða fengu bestu einkunn í prófuninni. Heildarein- kunnin var 15 eða 2,5 að meðaltah. Útlit og btur þótti gott í flestum til- fellum. . - : :: '■ ý.' .. ... ■ Wmíák WmÁ: . Farið yfir reglurnar áður en prófunin fer fram. Verð á pylsum --^-------:---r—r--I---■ .1 . ■ m- Umsögnin var: Pappa/mjölbragð, erfitt að skilgreina. Venjuleg pylsa, eins og þær eiga að vera. Hveitibragð og gott kryddbragð. 2. SS-pylsur Pylsurnar frá Sláturfélaginu komu fast á hæla Goöa. Samanlögö ein- kunn var 16 eða 2,66 að meöaltali. Útíit og bragð var allt frá því að vera gott til slæmt. Umsögnin var: Gott kjötbragð en vantar skerpu. Eins og bjúgu á bragðið. Útbtið blekkir (slæmt ein- tak) en mjög bragögóö. 3. Ali-pylsur Ab-pylsur voru í þriðja sæti. Sam- anlögö einkunn var 25 eða 4,16 í meðaleinkunn. Útlit og btur þótti gott í flestum tilfebum. Umsögnin var: Bragðgóð en óvenjulegt af pylsu að vera. Eitthvað skritiö bragö og hlaupkennd. Súr og vond. 4. Meistara-pylsur Meistara-pylsur lentu í fiórða sæti með samanlagða ebikunn 28 eða 4,66 aö meöaltab. Útbt og btur þóttu í mesta lagi sæmbegt. Umsögnin var: Misheppnuö og leiðindabragö. Of mikið krydd. Eitt- hvert aukabragö sem ég kann ekki viö. 5. Hagkaups-pylsur Pylsumar frá Hagkaupi komu. vægast sagt Ula út úr Rrófuninni. Heildareinkunn var 29 eða aö meðal- tali 4,83. Útbt og btur þótti gott til sæmUegt. Umsögnin var: HræðUeg - laus í sér og vond. Hvað er eiginlega í þessari pylsu? Vond og lítið kjötbragð. Umbúðir í góðu lagi Allar pylsurnar voru í svipuðum umbúðum, glærum, lofttæmdum og vel frágengnum. Innihaldslýsingar voru í sérstaklega góðu lagi hjá Ab, Goða og SS-pylsum. Þeir framleið- endur geta um öU aukefni notuð við framleiösluna og næringargildi mið- að við 100 g. Sbkar upplýsingar vant- ar alveg á umbúðir frá Meistaranum. Albr framleiðendur geta um pökk- unardag og síðasta söludag á mjög Ijósan og þægilegan hátt fyrir neyt- andann. Einnig gera albr framleið- endur vel í verömerkingum, geta um hvað hvert kUó kostar og pakkinn er síðan verðmerktur út frá því, yfir- leitt á mjög greinargóðan hátt. Verðið er alger frumskógur Á meðfylgjandi töflu sést hvemig verðlagningu er háttað og er ekki laust viö að það þarfnist nánari út- skýringa. Þar kemur fram að verstu pylsumar samkvæmt bragðprófun- inni em ódýrastar. Hins vega sýnist sitt hveijum í bragðsmekk og óþarfi aö hræðast þær vömr án þess að prófa sjálfur og sannreyna. Framleiðendur pakka og verð- merkja sína vöm og er því verðið yfirleitt það sama frá einni verslun tU annarrar. Hins vegar er álagning frjáls og því er það að SS pylsur kosta abs staðar 556 kr/kg nema í Mikla- garði, þar kostar hvert kíló kr. 579. Goði og Meistarinn eru með abs konar sértUboð í gangi sem skýrir verðmismuninn á sömu tegundinni. Einnig hefur verð fariö lækkandi í kjöbar aukinnar samkeppni á pylsumarkaðnum. Tilboðsverðin felast aðallega í magnafslætti. Ef keyptar em fleiri en tíu í pakka lækkar verðið og ef pylsumar em orðnar um þrjátíu í hverjum pakka er verðið langlægst. Sjálfsagt er að nota sér sbk tilboö, sem eru í gangi, þvi pylsur má geyma í frysti og setja freðnar í pott tU upp- hitunar. Pylsur má nota á marga vegu Eins og kemur fram hér á næstu síðu er hægt að matreiöa pylsur á margan hátt. Margar aðrar útfærslur er hægt að prófa sig áfram með og kannski auka hrísgijónamagnið tU aö sleppa sem ódýrast úr dæminu. Einnig hefur gefið góða raun við suðu á pylsum að krydda vatnið með aromati eða kjötkrafti. Pylsusjoppur, margar hveijar, bæta líka slatta af pilsner I vatnið tíl bragöbætis. Pyls- umar vom bragðprófaðar án allra annarra braðgefna, eins og tómat- sósu og sinneps, svo aðeins var próf- að hreint og ómengað kjötbragðiö. -JJ VlKftRPvLSUR |SHÍ ■:>• .*>•***.::«» s.:t<y ({<«( ♦« X :.» I : I * U*-* il*<*.ý* í >:■><. Í+t < : :■♦:,. : vl •O, (. '■••>. : ( '. >x< ..... - i-.:\ ...4 < >(:>KK.,v>r-: ntmw 'WOTW —■■■■■■■■ I. I. Pylsurnar, sem voru prófaðar, eru frá fimm framleiðendum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.