Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1988, Qupperneq 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988.
Fréttir r
Þjóöarbókhlaðan:
Deilt um kaup á tölvukeifi
viimuhópiirinn klofnaði vegna ágreinings um kaup á búnaði
Upp eru komnar deilur um kaup
á tölvukerfi fyrir ÞjóðarbókWöð-
una, svo og önnur bókasöfn í
landinu. Hefur vinnuhópur, sem
starfar að málinu, klofnaö í afstöðu
sinni til kaupa á tölvubúnaði. Finn-
bogi Guðmundsson landsbóka-
vörður og Einar Sigurðsson há-
skólabókavörður hafa dregið sig
út úr vinnuhópnum og skoða nú
önnur kerfi en hópurinn hafði
komist að niðurstöðu um að kaúpa.
Tölvunefnd bókasafna, sem sett
var á laggirnar fyrir nokkru, hafði
það verkefni að marka sameigin-
lega stefnu í tölvumálum fyrir öll
söfn í landinu. Skyldi valið eitt
tölvukerfi fyrir þau öll og það átti
að vera búið gagnabanka sem öll
söfn ættu aðgang að, án tillits til
staðsetningar. Þegar nefndin hafði
markað þessa stefnu var stofnaður
sérstakur vinnuhópur sem átti að
velja tölvukerfi og tryggja fjárveit-
ingu til kaupa á því og uppsetning-
ar. Vildi hluti vinnuhópsins velja
Dobis Libis-kerfi. Það gæfi mögu-
leika á samskrá og hefði til að bera
þá kosti aðra sem leitað var eftir.
Ennfremur væri það fremur ódýrt
í innkaupi. Þessu voru yfirbóka-
verðir Háskólasafns og Lands-
bókasafns ósammála. Þeir sendu
því vinnuhópnum bréf þar sem
þeir tilkynntu að þeir væru ekki
með lengur. Síðan hófu þeir að
skoða önnur kerfi sem þeir töldu
geta hentað Þjóðarbókhlööunni
betur en hið fyrmefnda.
Einar Sigiu-ðsson háskólabóka-
vörður sagði í viðtali við DV að
þeir væru að skoða nokkra kosti.
Mætti nefna Libertas, Inlex, VTLS
og CLSI. Hefðu sjónir þeirra mjög
staðnæmst við síðasttalda kerfið.
Einar sagði að þessi kerfi væru
dýrari í innkaupi en Dobis Libis-
kerfið. Hins vegar væri það dýrara
í rekstri þar sem yrði að greiða
sérstakt gjald fyrir alla notkun af
því og það safnaðist þegar saman
kæmi. Sigurður kvaðst ekki geta
sagt til um hvað þessi kerfi kost-
uðu. Ýmsir þættir spiluöu inn í
verðið, t.d. hversu mikill búnaður
væri keyptur. Því væri útilokað að
fara að nefna einhveijar tölur. En
það mætti geta þess að byggingar-
nefnd Þjóðarbókhlöðunnar hefði
ákveðið að kostnaður við tölvubún-
að verði greiddur af byggingar-
kostnaði.
-JSS
Séð yfir vettvang sildarsöltunar á Djúpavogi. DV-mynd sæ
Söltun í fúllum gangi á Djúpavogi:
16 útlendingar frá 5
þjóðlöndum starfa þar
Sigurður Ægisson, DV, Djúpavogi:
Síldarsöltun hófst hér á Djúpavogi
miðvikudaginn 12. október þegar
Stjömutindur SU-159 landaöi 90
tonnum. Hann er eini báturinn sem
er gerður út héðan á síld og sá eini
sem hefur landað hér enn sem komið
er þótt eflaust muni fleiri koma hér
upp þegar líða tekur á vertíðina.
Búið er að salta í tæplega 1200 tunn-
ur þegar orð þessi eru rituð, 15. okt-
óber, og frysting aðeins byijuð.
Nokkuð vel hefur gengið að manna
stöður og betur en menn höfðu þorað
aö vona. Þar kemur eflaust til hjálpar
að hér em nú 16 útlendingar komnir
til starfa frá 5 þjóölöndum, það er
Póllandi 7, Júgóslavíu 2, Svíþjóð 4,
Danmörku 1 og Suður-Afríku 2.
Sumarið 1986 voru hér þó enn fleiri
útlendingar samtímis frá samtals 13
löndum.
Reiknistoöiun Háskólans:
Stjórnin sagði af
sér í mótmælaskyni
- þegar Háskólaráð mælti með Helga Þórssyni sem forstöðumanni Reiknistofnunar
Stjórn Reiknistofnunar Háskólans
sagði af sér síðastliðinn laugardag í
mótmælaskyni við þá ákvörðun Há-
skólaráðs aö mæla með Helga Þórs-
syni sem forstöðumanni, þvert gegn
vilja stjórnar stofnunarinnar. Þegar
þessi umrædda staða var auglýst
sóttu tveir menn um hana. Stjóm
Reiknistofnunar Háskólans lagði til
að báðum yrði hafnað og staðan aug-
lýst að nýju. Háskólaráð skipaöi þá
nefnd til aö fara ofan í saumana á
málinu og komst hún að sömu niður-
stöðu og stjóm stofnunarinnar. Samt
sem áður mælti Háskólaráö með
Helga Þórssyni.
„Við héldum stjómarfund á laug-'
ardaginn og ákváðum þar að segja
af okkur. Við skrifuöum Háskólaráði
afsagnarbréf þar sem segir: Þar sem
Háskólaráð hefur ákveðið að virða
að vettugi tillögur stjómar Reikni-
stofnunar Háskólans um ráðningu
forstöðumanns fyrir stofnunina en
ráða til starfans mann sem stjómin,
eftir vandlega íhugun, telur ekki
hæfan til að gegna starfinu, saman-
ber greinargerð stjómar sem send
var Háskólaráði, sér stjómin sig
knúna til aö segja tafarlaust af sér
störfum,“ sagði Jóhann P. Malm-
quist prófessor, sem var stjórnar-
formaður í fráfarandi stjóm, í sam-
tali við DV.
Jóhann sagði aö þegar þessi fráfar-
andi stjórn tók við Reiknistofnun
Háskólans fyrir einu og hálfu ári
hefði verið mikiö tap á stofnuninni.
Hlutverk hennar hafði breyst mikið.
Hún hafði lifaö á því að selja reikni-
kraft, tölvuafl, sem flestir em nú
komnir með á skrifborðin sín. Það
var því ljóst að hennar beið nýtt hlut-
verk að miðla og dreifa upplýsingum
til notenda.
„Við vomm því að leita að manni
sem er góður stjórnandi og leiðtogi.
Slíkur maður er aö vísu ekki auö-
fundinn. Forstöðumaður stofnunar-
innar fór í rannsóknaleyfi haustið
1987 og um svipað leyti hætti fram-
kvæmdastjórinn. Helgi Þórsson var
þá ráðinn til bráðabirgða meðan for-
stöðumaðurinn fór í rannsóknaleyfi.
Ég þarf ekki að hafa um þaö önnur
orð en það sem segir í bréfi stjórhar-
innar að okkur þótti Helgi ekki koma
nógu vel út sem stjórnandi," sagði
Jóhann. Hann tók þó fram að Helgi
væri bæöi góður fræðimaður og
kennari en það væri allt annar hand-
leggur.
Sigmundur Guöbjamason, rektor
Háskólans, sagði að bæði starfsfólk
og viöskiptavinir Reiknistofnunar
hefðu mælt með Helga. Og eftir að
Háskólaráð hefði á tveimur fundum
vegið og metið rök stjómar stofhun-
arinnar og umsækjenda hefði verið
ákveðið að láta kjósa á milli þessara
tveggja umsækjenda og þar hefði
Helgi boriö hærri hlut. Rektor taldi
að þar með væri þetta mál úr sög-
unni.
-S.dór
í dag mælir Dagfari ___________________
Rógurinn hans Jóns míns
Mönnum er enn tíðrætt um palla-
dóma Jóns Baldvins. Þar var Þor-
steinn Pálsson sagöur sléttur og
felldur, Friðrik Sófusson sniðugur
í málfundaæfingum, Matthías Á.
Mathiesen viðfelldinn maður, létt-
ur í lund og góöur félagi og Birgir
ísleifur er dagfarsprúöur maöur og
seinþreyttur til átaka aö mati Jóns
Baldvins. Þessi ummæli kratafor-
ingjans um sjálfstæöisráðherrana
fyrrvferandi em túlkuö sem níð og
rógur og þykir mörgum þaö vera
heldur viöfelldinn rógur ef eitthvað
er. Hvaö mundi það vera kallað ef
Jón Baldvin tæki upp á því að tala
illa um þessa hörandsám sjálf-
stæðismenn? En auðvitað em
menn misjafnlega viðkvæmir fyrir
persónum sínum og það þekkist
víst ekki í Sjálfstæðisflokknum að
talaö sé illa um flokksbræðurna.
Þar standa menn upp og hylla for-
ingjana þegar þeim hefur tekist aö
loka öllum dymm gagnvart sam-
starfi viö aðra stjómmálaflokka.
Að visu máttu Gunnar heitinn
Thoroddsen og Albert Guðmunds-
son og fleiri utanveltubesefar 1
Sjálfstæöisflokknum þola nokkrar
ágjafir á sínum tíma en það var
ekki rógur eða níð heldur málefna-
leg umræöa og heiöarleg umfjöU-
um um menn sem sviku Ut.
Fyrir nokkmm áram var Uka til
formaður í Sjálfstæðisflokknum
sem hét Geir HaUgrímsson og
stundum var talað svo vel um hann
í flokknum að hann hrökklaðist
ofan í sjöunda sæti á framboðsUst-
anum í Reykjavík og burt úr for-
mannssætinu og endaði síðast í
Seðlabankanum af því málefnaleg
umræða um hann varð sjálfstæðis-
mönnum um megn.
En allt er hverfult í póUtíkinni
og sjálfsagt er það alveg rétt álykt-
að aö ef einn stjómmálamaður tal-
ar vel um annan þá vekur þaö upp
tortryggni og flokkast undir róg.
Því nánari samstarfsmaöur sem á
í hlut því verra. Samkvæmt þessari
skUgreiningu er ljótt aö lesa það
sem Jón Baldvin segir um flokks-
systkini sín í ríkisstjóminni. Sá
rógur er ærið stórbrotinn. Á meðan
sjálfstæöismennimir em sléttir og
feUdir, léttir í lund eða dagfars-
prúðir að jafnaöi þá er rógurinn
þjá Jóni Baldvin um sína eigin
flokksmenn þessi: „Jóhanna Sig-
urðardóttir er afkastamesti kven-
póUtíkus á Alþingi með öUum kost-
um og kenjum kvenskepnunnar.
Jóhanna er þijósk en afskiptalaus
um önnur mál en sín eigin. Meira
en karlmannsígildi." Og um nafna
sinn Sigurðsson segir Jón Baldvin:
„Hann er gáfnaljósið okkar í rUús-
stjóminni. Yfirburðarmaöur. Upp-
byggjlegur og skapandi. Vinnu-
hestur, hófsamur og háttvís. Geysi-
legur samningatæknir. Góöur
greinandi, bókmenntamaður og
kemur manni iðulega á óvart með
óvæntum athugasemdum, dáUtið
sposkur og háðskur en ekki hroka-
fullur eins og gáfuðum mönnum
hættir stundum til."
Ef ummælin um sjálfstæðis-
mennina flokkast undir róg þá
hljóta kratamir að fara í meiðyrða-
mál við flokksformann sinn út af
því sem sagt er um þá. Hvað mein-
ar Jón þegar hann segir að Jó-
hanna búi yfir öllum kostum og
kyrýum kvenskepnunnar? Hvaö er
hann aö gefa í skyn? Ekki síst þeg-
ar hannbætir því viö að Jóhanna
sé karlmannsígildi! Er þaö í anda
jafnréttisins þegar flokksformaö-
urinn gefur þaö í skyn aö konur
þurfi að vera eitthvaö spes til að
jafnast á viö karlmenn? Verður
ekki að kæra þessi ummæli fyrir
Jafnréttisráði?
Og Jón Sigurðsson? Hvers á hann
að gjalda? Jón Baldvin veltir hon-
um upp úr oflofinu og bætir því svo
viö aö Jón sé ekki einu sinni eins
og gáfumaður á að vera vegna þess
aö hann sé ekki hrokafullur! Hvað
hefur Jón Sigurðsson gert Jóni
Baldvin til að fá þetta yfir sig?
Okkur hefur verið sagt aö þeir séu
bæði frændur og vinir en samt er
Jón Baldvin upptekinn af því á rík-
isstjómarfundum að mæla greind-
arvísitöluna í ráðherrunum og
koma svo upp um Jón Sigurðsson
og halda því fram að hann sé gáf-
aðri heldur en aörir ráðherrar.
Þeim var ég verst er ég unni
mest sagði Guðrún Ósvífursdóttir
og það sama verður sagt um Jón
Baldvin að hann er þeim verstur
sem em bestir með því aö tala svo
vel um þá aö það er verra en versti
rógur samkvæmt skilgreiningum
stjómmálanna á meiðyrðalöggjöf-
inni.
Dagfari