Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1988, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988.
13
Lesendur
^SKYLfí
^9*18 i
| SJÁLFSAU
Stööumælar geta valdiö bíleigendum ómældum útgjöldum.
Stöðumælasektir:
Þú sleppur ekki
auðveldlega
Bíleigandi skrifar:
Ég vil skora á fólk að sniðganga
miðborgina og fara ekki þangað á bíl
nema það bráðnauðsynlega þurfi
vegna „stöðumælaskæruhemaðar-
ins“ sem ég vil kalla svo. Ef fólk legg-
ur dæmið niður fyrir sér og reiknar
hvað það leggst mikill kostnaður of-
an á þá vöru, sem það ætlar að kaupa
í miöborginni en getur eins keypt í
úthverfunum, þá er orðið nokkuð
dýrt að versla þama.
Segjum að þú þurfir að fara á tvo
staði. Þú þarft að borga 50 krónur í
hvom stöðumæli og getur átt von á
a.m.k. 300 króna sekt - jafnvel 600
kr. Þá getur feröin niður í bæ kostað
þig 400 - 600 krónur. Þú sleppur ekki
auðveldlega við sekt því fólk hefur
staðið „varðliöana" að því að bíða
við mælana.
Þessi ósvinna er borgaryfirvöldum
til mikillar minnkunar, ekki síst
vegna þeirrar aðstöðu sem bíleigend-
um er boðið upp á hér í gatnakerfinu.
VarafLugvöllur úr sögunni
Á AJþýðubandalagið
Þorsteinn Ólafsson skrifar:
Ég get ekki látið hjá líða að setjast
niður og hripa nokkrar línur vegna
fréttar sem ég las í Þjóðviljanum í
morgun (13. okt.). Þar stendur í fyrir-
sögn: „Viljum engan herflugvöll“ -
Það er samgönguráðherra Islands,
Steingrímur J. Sigfússon, sem svo
mælir og segir engar framkvæmdir
fyrirhugaðar í þessum efnum og þvi
hafi viðræðum fulltrúa Bandarög-
anna og flotastjórnar Atlantshafs-
bandalagsins verið slitið.
Ég spyr nú bara: Hvetjir era þessir
„við“ sem ráðherrann vitnar til í fyr-
irsögninni? Ég er landsbyggðarmað-
ur og einn þeirra sem telja að hér
verði að vera varaflugvöUur. Slíkan
flugvöll byggjum við íslendingar
ekki í framtíöinni sjálfir og einir.
Umræður um byggingu varaflugvall-
ar byijuðu fyrst í tíð Matthíasar
Bjamasonar alþingismanns. Síðan
hafa fáir fundir veriö haldnir um
málið, en búið að skila greinargerð
Steingrímur J. Sigfússon sam-
gönguráðherra. - Er hann að þjóna
þjóð sinni með því að stöðva við-
ræður um varaflugvöll?
að ráða?
um viðræðumar til ráðherra.
Það má vel vera að núverandi sam-
gönguráðherra haldi, að hann sé að
þjóna þjóð sinni af samviskusemi
með þessari ákvarðanatöku en
meirihluti landsmanna kann honum
engar þakkir fyrir þessa afstöðu.
Núverandi formaður utanrikis-
málanefndar, Jóhann Einvarðsson,
segir að sjálfsagt hefði verið að halda
viðræðum áfram, - en hann er einn-
ig bundinn í báða skó, annars vegar
af formanni flokks síns, sem ekki
tekur af skarið, og svo samgönguráð-
herra, og fáir vilja eða þora að ganga
í berhögg við ráðherraúrskurð, allra
síst þingmenn. - Það verður því úr
að við færumst enn lengra til baka í
samgöngumálum okkar á meöan
þessi afturhaldssama og þjóðfjand-
samlega ríkisstjóm situr.
Einkamál!
Til sölu VHS-videóspólur fyrir
fullorðna
Pósthólf 3063, 123 Reykjavík
HÚSGÖGN - TEPPI
Við höfum flutt að Suðurlandsbraut 16, 2. hæð (hús
Gunnars Ásgeirssonar). Sófasett og hornsófar í úr-
vali.
Halldór Svavarsson, umboðs- og heildverslun
ö DeWALT
Prófí Isagir
DW 1501, 1,5 hestafl,
46,5 cm skurðarbreidd.
DW 8101, 2 hestöfl,
Glam skurðarbreidd.
Spónsuga
14" blað
2000W.
Hjólsagir
DW 60, 1 hestafl, 2850
snún. á mín. 125 I poki,
500 m3 flæði á klst.
91 /4" blað
1800W.
ÆL BIACKSlDECKER
"Jm Á íslandi
Jíarrysson ff.
Nýbýlavegi 14
Kópavogi
S. 642028 - 642029
'a
tV\^)
't&WVX/
Á heimilissíðum á morgun verður
fjallað um gömul húsgögn. Á íslandi
er mikið til af slíku frá Danmörku og
Englandi - húsgögn sem voru flutt
inn bæðj fyrir og eftir stríð. En gömul
dönsk húsgögn eru ekki bara vinsæl
hér á landi -sjálfir ítalir eru nú farnir
að kaupa gamalt af Dönum í stórum
stíl. Einnig verðurfjallað um heimilis-
lýsingu og hollráð gefin um hvernig
best er að koma fyrir lömpum heima
við-til aðskapa þægindi og koma
í veg fyrir andlega og líkamlega
þreytu.
í tíðaranda erfylgst
með uppboði á varn-
ingi íTollstöðinni en
þarvarádögunum
boðinn uppallskonar
varningur sem ekki hef-
ur verið leystur út eða
lent hjátollstjóra af
öðrum ástæðum. Upp-
boðið, sem fram fór fyr-
ir stuttu, var vel sótt og
mikiðfjörogspenna
enda ekki alltaf vitað
hvað verið er að kaupa.