Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1988, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1988, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift. ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Smáir og knáir Við getum lært margt af smáríkjum Evrópu, sem hafa komið sér vel fyrir, þótt þau séu á landamærum öflugra ríkja, er hafa sum hver myndað voldugt Evrópu- bandalag. Á okkar tíma og þróunarstigi virðist evrópsk- um smáríkjum vegna nokkru betur en stóru ríkjunum. Ekki er langt síðan smæðin sjálf var smáríkjum fiöt- ur um fót. Hún dró úr aðgangi að fjölmennum markaði og var hemill á verksmiðjuiðnað, sem var undirstaða evrópskra auðþjóða, áður en hann fluttist til Austur- Asíu og þekkingariðnaður tók við í gamla heiminum. Núna er engin framtíð í stórum verksmiðjum í Evr- ópu og allra sízt þeim, sem eru vinnuaflsfrekar. Evrópu- menn eru orðnir svo vanir háum tekjum, að handa- vinna á borð við skipasmíði á heima í Kóreu og vél- mennavinna á borð við bílasmíði á heima í Japan. Sjálfstæðið er sá kostur smáríkja, sem gerir meira en að vega upp smæðina. Smáríki hafa sitt eigið mið- sóknarafl, sem beinist ekki til Lundúna, Parísar eða Rómu, heldur til eigin höfuðborgar. Þetta hefur marg- vísleg áhrif, allt frá sálrænum yfir í fiárhagsleg. Sameiginlegt með mörgum hinna hagkvæmu eigin- leika smáríkja er kunnáttan við að nota sérstöðuna. Færeyingar kunna mun betur en við að nota sér útgáfu frímerkja til ávinnings og hinir sterkríku Sanmarínar eru hátt yfir okkur hafnir á því sviði. Ferðaþjónusta er skyld frímerkjaútgáfu. Alveg eins og sumir frímerkjasafnarar verða að eignast frímerki frá San Marinó verða sumir ferðasafnarar að geta stát- að af að hafa komið þangað. Menn flykkjast þangað, en ekki til næstu borgar, sem kann að vera mun fegurri. Fjármálaþjónusta er gróðavænlegasta iðjan í smáríkj- um. Þar hefur Sviss riðið á vaðið og í kjölfarið fylgt Lichtenstein og Luxemburg. Smáríki geta leyft sér sveigjanleika og svigrúm í bankarekstri, sem erfiðara er hjá stóru ríkjunum, reyrðum í þungar ríkisreglur. Oft hefur verið bent á, að íslendingar eigi góða mögu- leika á að byggja upp bankafríhöfn, seni geti tekið við útlendum peningum og skilað þeim, án þess að peninga- veltan sé fryst að hluta, skattlögð, vaxtaheft eða þvinguð á annan hátt af hálfu hins opinbera Stóra bróður. Hugsanlegt er, að lega landsins milli Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku geti orðið grundvöllur umskipunar vamings frá Austur-Asíu og sjálfvirkrar samsetningar tæknibúnaðar frá sama heimshluta. Opnun norðaustur- leiöarinnar yfir íshafið mundi stuðla að því. Við þurfum einnig að taka frumkvæði í afstöðu okkar til efnahagsbandalaga á borð við Evrópubandalagið, sem sogar til sín rúmlega helminginn af útflutningi okkar. Við þurfum annaðhvort að stefna að þátttöku eða fara hina leiðina og efla sérstöðu okkar úti á Atlantshafi. Ef við viljum hagnýta okkur til fulls möguleika okkar sem íbúa smáríkis úti í hafi, er eðlilegt, að við eflum frekar sérstöðuna og reynum jafnframt með viðskipta- samningum að milda tollmúra Evrópubandalagsins, svo sem raunar hefur verið stefna okkar hingað til. Til þess að það megi takast, verðum við að draga úr einstefnunni í útflutningi og leggja meiri áherzlu á að afla afurðum okkar markaða í Japan og nágrannaríkj- um þess í Austur-Asíu, um leið og við reynum að hamla gegn frekari samdrætti viðskipta við Norður-Ameríku. í ráðagerðum af þessu tagi er hagkvæmt að læra af auðugum smáríkjum, er hafa áður farið ýmsar þær leið- ir, sem okkur standa til boða um þessar mundir. Jónas Kristjánsson w—— WÆ ■#rl||J áJH Fjármagnseigendur hafa vaðið um gráir fyrir járnum, búist til varnar og stofnað félag og vakið upp ótta hjá fólki sem á eitthvert smáræði á bók, segir hér m.a. - Frá fundi um stofnun Félags sparifjáreigenda. Stjómarand- staða í stríðsham Svo virðist vera að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hafi góðan meðbyr er hún stígur sín fyrstu skref. Samkv. skoðanakönnun DV eru 65,1% fylgjandi ríkisstjórninni en 39,1% andvíg. Þetta bendir ótvírætt til þess að meirihlutanum líki vel þetta breytta stjórnarmynstur - og geri sér vonir um að eitthvað kunni að rofa til. Fyrrverandi ríkisstjóm og sú næsta á undan minnir mig að hafi lagt af stað með talsvert meiri- hlutafylgi sem lauk með lítilli tiltrú og ótvíræðum hrakförum í öllu góöærinu. Nýkjörin ríkisstjórn má ekki gleyma því að til hennar verða gerðar þær kröfur að hún snúi óheillaþróun í andhverfu sína. Ef ríkisstjórnin kemur því í kring'að skattleggja fjármagnstekjur og leggja niður lánskjaravísitölu er það tvennt góð undirstaða til að skapa hér manneskjulegra og rétt- látara þjóðfélag. - Og engum dettur í hug að það skipti ekki meira máli fyrir láglaunafólk en hitt þótt samningsréttur fáist ekki endur- heimtur fyrr en í mars eða þótt þær litlu launahækkanir, sem áttu að greiðast á tímabilinu, stöðvuðust. Þetta veit forystusveit ASÍ mjög vel, sömuleiðis Skúli Alexanders- son, kvennalistakonur og aörir sem andvígir voru þessari stjórnar- myndun. En hitt er alveg ljóst að ijár- magnseigendur vilja ekki líða slíkt... Og þeir geta aö sjálfsögðu víðar verið en nokkurn grunar. Böðlar réttlætisins . Þegar nýfrjálshyggjan hélt inn- reið sína í þjóðfélagið var sem harka og fantaskapur réðu lögum og lofum. Eins og grenjandi ljón æddi hún yfir allt, hremmdi fjöl- marga í klær sínar og skildi þá eft- ir nær dauða en lífi - þótt hún hins vegar hæfi aðra hátt í loft og bæri þá á gulistólum um borgina. - Ekki svo að skilja að veldi hennar nái ekki langt út fyrir borgarmörkin. Þessir menn, sem malað hafa guU á gráa markaönum svokallaöa og orðið stórauðugir menn á ör- skömmum tíma, koma út í þessu Utla samfélagi eins og nokkurs konar yfirstétt sem hefur ráö fjöl- margra einstaklinga og fyrirtækja í hendi sér. Vegna áforma ríkisstjórnarinnar um aö skattleggja fjármagnstekjur, þegar þær eru komnar yfir viss mörk, hafa fjármagnseigendur vaðiö um gráir fyrir járnum og búist tíl vamar - stofnaö félag spariíjáreigenda - og vákið upp ótta hjá fólki sem á eitthvert smáræði á bók. Vonandi tekst þessari ríkisstjórn, ef hún fær starfsfrið, að hindra Kjallaiinn Aðalheiður Jónsdóttir verslunarmaður framgang þeirrar óheillaþróunar er nýfrjálshyggjan hefir skapað þessu þjóðfélagi. Samfélag heilagra Sjónvarpsþátturinn á Stöð 2 með Ólafi Ragnari Grímssyni fjármála- ráðherra og framkvæmdastjóra Fjárfestingarfélagsins var um margt athygUsveröur. Það er stórfurðulegt ef hér verða að gilda allt önnur lög um fjár- magnstekjur en í öllum vestrænum löndum. - Er nokkurt vit í því að hér séu launatekjur skattlagðar eins og gert er en fjármagnstekjur, hversu gífurlegar sem þær eru, séu undanþegnar skatti? Sjáaniega var forsvarsmaður gráa markaðarins felmtri sleginn yfir áformum stjórnvalda aö fara að róta við þeim „gráa“ - sem með- al annars var sagður eiga að tryggja sjálfstæði þjóðarinnar. Segja má að þær séu orðnar margvíslegar, aðferðir íhaldsafl- anna til að tryggja sjálfstæöi þjóð- arinnar... Svo var þetta reyndar líka andlegt... Ekki fylgdi því samt nánari skýring. - Var sá „grái“ þá eftir allt saman - samfélag heil- agra? Ekki skal mig undra þó að sann- kristnir kapítaUstar rísi upp á aft- urfæturna þegar á að fara að njósná um á hverju þeir lúra og gera þeim aö greiða til samfélags- ins. Hvað er framundan? Nú er Alþingi að hefja störf... Heyrst hefur talað um að stjórnar- andstöðuflokkarnir ætU að verða harðir í horn að taka og hafi jafn- vel í hyggju að mynda pólitíska hemaðarblokk gegn ríkisstjórn- inni. Mikil fundahöld hjá flokkunum að undanfornu, þar sem þeir hafa borið saman bækur sínar, benda nyög til þess að margt eigi þeir sameiginlegt. - Kannski ætlar Al- bert að passa kvennaUstakonur eins og eigin flokksmenn svo að þær fari ekki að stökkva út undan sér og taka víxlspor til vinstri? Ekki minnist ég þess aö Kvenna- Ustinn hafi nokkurn tíma tekið slíka afstöðu í stjórnarandstöðu sem nú. - Það er alveg ljóst aö hann er ekki eins hræddur við að halla sér til hægri eins og vinstri. Stjörnupólitík Dálítið finnst mér KvennaUstinn undarlegt fyrirbæri... Hvorki til hægri né vinstri eða neitt annaö svo vitað sé - og alls ekki stjórn- málaflokkur. En hvað vilja þessar konur þá vera að brölta í stjórnmálum? - Er Alþingi þá hinn rétti starfsvett- vangur fyrir þær? Það vil ég efa. Nú áttu þær þess kost að ganga til stjórnarsamstarfs og þoka ein- hverju af sínum baráttumálum áleiðis en þá kjósa þær heldur að vera í stjórnarandstöðu. - Hvers vegna?... Jú, baráttumálin urðu að bíða. - Skoðanakannanir höfðu stigið þeim svo til höfuðs að annað komst ekki að... Þær voru orðnar stjömur. Ef farið var að taka þátt í stjórnarsamstarfi og axla ábyrgð gat það orsakað stjörnuhrap. Svolítið sýnist þetta nú snautlegt viðhorf en líkast til alveg rökrétt frá þeim séð. - Þessu fylgi höfðu þær náð frá gömlu flokkunum, án nokkurra veröleika. Þess vegna var best að fara ekki að takast á við vandann heldur krefjast kosn- inga fljótt! fljótt! - áður en kjósend- ur fengju eitthvað raunhæft að styðjast við og breyttu kannski af- stöðu siiini. Þetta er líkast til pólitísk stjömu- speki sem kannski á eftir aö sanna gildi sitt á einhvem hátt og hjálpa kjósendum að átta sig - hver veit? Aðalheiður Jónsdóttir „Og engum dettur 1 hug að það skipti ekki meira máli fyrir láglaunafólk en hitt þótt samningsréttur fáist ekki end- urheimtur fyrr en í mars eða þótt þær litlu launahækkanir, sem áttu að greið- ast á tímabilinu, stöðvuðust.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.