Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1988, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988.
Smáauglýsingar Fréttir I>V
Tilsölu
Tllboð - ódýrir kuldaskór, teg. 136,
neðrihluti gúmmí, stœrðir 37/38,39/40.
Verð aðeins kr. 1.000. Póstsendum.
Utilíf, Glœsibæ, sími 82922.
Tilboð - ódýrlr kuldaskór, teg. 240,
stærðir 39/40,41/42,43/44. Verð aðeins
kr. 1.000. Póstsendum.
Útilíf, Glæsibæ, sími 82922.
Tllboð - ódýrir kuldaskór, teg. 503/504,
stærðir 37-42. Verð aðeins kr. 1.000.
Póstsendum. Útilíf, Glæsibæ, sími
82922.
Odýrt - Halskir kvenkuldaskór. Lágir
eins og mynd, einnig háir. Verð aðeins
kr. 500. Stærðir 37-40. Póstsendum.
Útilíf, Glæsibæ, sími 82922.
Verslun
Farðu vel með (ötln þin. Buxnapressur
í hvítu og brúnu. Verð kr. 6.495.
Einar Farestveit & Co, Borgartúni 28,
! sími 16995.
EP-stigar h(. Framleiðum allar teg. 1
stiga og handriða, teiknum og gerum
fost verðtilboð. EP-stigar hf., Smiðju-
vegi 20D, Kóp., sími 71640. Veljum
islenskt.
Bflar til sölu
Ford Sierra 1600 '84, skráður í júlí '85,
rauðbrúnn, ekinn 54 þús. Gott staðgr-
verð. Uppl. í síma 91-46986.
Jeppaklúbbur Reykjavikur heldur tor-
færukeppni laugardaginn 22/10 í
gryfjum í mynni Jósepsdals. Keppt er
í 2 flokkum, standardbíla og sérút-
búinna bíla. Keppendur skrái sig fyrir
fimmtudaginn 20/10 í síma 672332 og
671241 eftir kl. 19.
Chevrolet '82 6,2 disil, verð 880 þús.
Uppl. gefur Vigfús í síma 13244 og
21523 á kvöldin.
Lancla Y-10 Flre skutla, sporttýpa
til sölu, árgerð 1987, ekin 15 þús. Verð
310 þús., skipti á ódýrari. Uppl. í síma
91-17194 eða 91-39212 eftir kl. 17.
Tll sölu M.Benz 350 SE, skoðaður '88,
staðgreiðsluverð 250 þús. Sími
91-34799 eftir kl. 20.30 á kvöldin.
M. Benz 809, ðrg. '83, með lyftu,
möguleiki á stöðvarleyfi, mjög góður
bíll. Uppl. í síma 681155 á daginn.
Ýmislegt
Hárgreiöslustofan
^fjfþsna
Leirubakka 36 S 72053
Langar þlg tll að (á öðruvlsl perman-
ent? Bjóðum upp á allar helstu nýj-
ungar í permanenti, s.s. spíralperma-
net, slöngupermanent, bylgjuperman-
ent o.fl. Bjóðum einnig upp á alhliða
hársnyrtingu fyrir dömur og herra.
Opið laugardaga 10-15.
„Ferðimar seljast
upp á svipstundu“
- segir Ásdís Ámadóttir hjá Samvmnuferðum-Landsýn á Akureyri
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyii:
„Ég man ekki eftir öðru eins fjöri
á þessum árstíma og núna, það selj-
ast allar ferðir upp á svipstundu,"
segir Ásdís Árnadóttir hjá Sam-
vinnuferðum-Landsýn á Akureyri.
Geysileg ásókn er nú í þær ferðir
sem manna á milii kallast „verslun-
arferðir til útlanda", en hvorki Ásdís
eða Gísli Jónsson hjá Ferðaskrifstofu
Akureyrar vildu meina að hér væri
einungis um verslunarferðir að
ræða.
„Við höfum nær eingöngu boðið
upp á helgarferðir að undanfómu
sem standa yfirleitt frá fimmtudegi
til mánudags. Við auglýsum þetta
ekki sem verslunarferðir, fólki er
auðvitað heimilt að versla í þessum
ferðum ef það hefur áhuga á því,“
sagði Gísli Jónsson. Ein ferð, sem
Ferðaskrifstofa Akureyrar auglýsti
fyrir helgina, er dagsferð til Glasgow
um miðjan nóvember og voru 126
sæti í þeirri ferð nær uppseld í gær-
morgun. Farið er frá Akureyri beint
til Glasgow að morgni og komið aftur
um miðnætti.
„Við eram búin að selja á þriðja
hundrað sæti í stuttar tilboðsferðir
að undanfórnu og ég man ekki eftir
jafnblómlegum viðskiptum á þessum
árstíma," sagði Ásdís Árnadóttir.
Þessar ferðir eru til Glasgow, Lon-
don, Amsterdam, Hamborgar og
fleiri staða. Ég vil ekki halda því fram
að hér sé einungis um verslunarferð-
ir að ræða, fólk er án efa ekki síður
að fara í þessar ferðir til þess að
slappa af og hvíla sig, gista á góðu
hóteli og borða góðan mat,“ sagði
Ásdís.
Hvað sem því líður, þá er ljóst að
a.m.k. um 500 Akureyringar munu
verða á faraldsfæti á næstunni, og
eflaust nota margir þeirra þessar
ferðir til að gera hagstæð innkaup
fyrir jólin.
Fáskrúðsfjörður:
Þok skemmdust
á tveimur húsum
- í hávaðaroki um helgina
Ægir Kristinssan, DV, Fáskrúðsfiröi:
Töluverðar skemmdir urðu á þaki
saltfiskverkunarhúss Hraðfrysti-
húss Fáskrúðsfjarðar að morgni sl.
laugardags. Mjög hvasst var af suðri
og í einni hviðunni myndaðist sterk-
ur hvirfilvindur sem lyfti þakbrún
suðurhliðar hússins. Þar myndaðist
hátt í 30 metra sprunga í vegg þar'
sem þakbrúnin og veggur mætast.
Einnig fauk hluti þaks íbúðarhúss
en fyrir snarræði manna, sem komu
íbúðareigenda til hjáipar, urðu ekki
vatnsskemmdir á íbúðinni en mikil
rigning var þegar óhappið varð.
Töluverðar skemmdir urðu á saltfiskverkunarhúsinu á Fáskrúðsfirði.
DV-mynd Ægir
segir Stefán Gunnlaugsson
„Viö höfum skoðaö Fish-netkerf-
ið en ég tel að það henti okkur ekki.
Kerfiö gefur aðeins upplýsingar
um fiskmarkaðina frá degi tii dags
en gerir enga spá fram í tímann,“
sagði Stefán Gunnlaugsson sem sér
um ferskfiskmarkaðsmálin hjá ut-
anríkisráöuneytinu.
Þetta umrædda Fish-nettölvu-
kerfi er komið til íslands en það
gefur upplýsingar um verö á flest-
um fiskmörkuðura Evrópu um leið
og uppboöi er lokiö á hverjum
morgni
Stefán sagöi að ráðgjafanefndin á
Humbersvæðinu í Englandi hefði
komið að mjög mikiu gagni þær
vikur sem hún hefur starfað. Hann
sagðist viss um að í sumar, þegar
markaðurinn er hvaö viðkvæmast-
ur, heföi hún bjargað málunum
hvaö eftir annaö.
„Við teljum að nauðsyniegt sé aö
fá fulltrúa fiskkaupenda á svæö-
inu, forráðamenn söluskrifstofa
Sölumiöstöðvarinnar og Sam-
bandsins inn í nefndina og að því
er unnið,“ sagði Stefán Gunnlaugs-
son.
-S.dór
Vigdís til
Kanada
Forseti íslands, Vigdís Finnboga-
dóttir, heldur áleiðis til Vancouver í
Kanada á morgun, miðvikudag, þar
sem hún verður heiðursforseti al-
þjóðaráðstefnu um ferðamál í þágu
friðar.
Alþjóðaráðstefnan stendur frá 24.
til 27. október. En auk þess mun for-
setinn hitta þar íslendinga og Vest-
ur-íslendinga búsetta á þessum slóð-
um.
Hún mun svo halda heim að
morgni 27. október. -GKr
Rafmagnsleysið á sunnudag:
Úrelt tölvukerfl olli eifiðleikum
Gamalt og úrelt tölvukerfi í stjóm-
stöð á Geithálsi varð þess valdandi
að straumleysið á sunnudag varð
óvenju langt. Tölvukerfið bilaöi í
trufluninni og var því mjög erfitt að
fá heildaryfirsýh yfir stöðu kerfisins
úr stjómstöðinni. Því þurfti aö kalla
út bakvaktarmenn allra stöðva og
mamia stöðvar sem venjulega eru
fjarstýrðar frá Geithálsi.
Ný stjómstöð verður tekin í notkun
á næsta ári með nýjum og betri
stjórnbúnaði. Þá mun fást betri yfir-
sýn yfir truflanir sem þessar og mun
viðbragðstíminn styttast vemlega.
Truflúnin mun verða tekin til ná-
kvæmrar athugunar hjá Landsvirkj-
un. Reynt verður að finna skýringar
á því sem átti sér stað og finna leiöir
til úrbóta. -JJ
Ný sundlaug á Akureyri:
verðafokhelt
Gylfi KrBtjáiasan, DV, Akureyri:
Fyrirtækið Híbýli hf. á Akur-
eyri vinnur nú aö því aö gera fok-
helda sundlaugarbyggingu sem
unniö hefúr veriö aö við Glerár-
skóla aö undanfómu,
Heildartilboðsverö i húsið á
sfnura tíma nam tæplega 36 milij-
ónum króna miðað við bygging-
arvísitölu 100,3 stig, en nu hefur
verið framkvæmt fyrir rúmlega
15 railljónir króna.