Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1988, Síða 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988.
Andlát
Játvaröur Jökull Júliusson, Miðja-
nesi, lést í dvalarheimilinu Barma-
hlíð, Reykhólum, að morgni 15. okt-
óber.
Ingibjörg Sigurðardóttir, Stekkjar-
götu 3, Neskaupstað, lést í Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Neskaupstað 14. okt-
óber.
Jóhanna E. Sigurðardóttir, áður Sel-
vogsgötu 9, Hafnarfirði, er látin.
Guðrún Þorbjörg Steindórsdóttir,
Vitastíg 16, lést í sjúkrahúsi í Róm
15. október.
Eyjólfur Tómasson, Brekkubyggð 39,
Garðabæ, lést í Borgarspítalanum
sunnudaginn 16. október.
Jens Davíðsson, Austurgötu 47,
Hafnarfirði, andaðist á heimili sínu
fóstudaginn 14. október.
Ólafur Jónsson, til heimilis á Lauga-
vegi 27a, lést 15. október á heimili
sínu.
Jarðaifarir
Ólöf Grímea Þorláksdóttir, Stóra-
gerði 23, verður jarðsungin frá Há-
teigskirkju miðvikudaginn 19. októb-
er kl. 15.
Útfor Gunnbjöms Gunnarssonar,
Sæviðarsundi 29, fer fram frá Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 20. októb-
er kl. 13.30.
Jarðarfor Ellerts Helgasonar, Soga-
vegi 135, verður gerð frá Fossvog-
skapellu fimmtudaginn 20. október
kl. 16.
Jóhanna Guðmundsdóttir fyrrver-
andi kennari, frá Lómatjöm, verður
jarðsungin frá Neskirkju fimmtu-
daginn 20. október kl. 15.
Gestur Halldórsson frá Garðsvík,
verður jarðsunginn frá Akureyrar-
kirkju miðvikudaginn 19. október kl.
13.30.
Eyjólfur Sveinsson úrsmiður frá
GUlastöðum, verður jarðsunginn frá
Fossvogskapellu miövikudaginn 19.
október kl. 13.30.
Námskeið
Námskeið í bridge
í kvöld, 18. október, hefst í menningar-
miðstööinni Gerðubergi námskeið 1
bridge. Að námskeiðinu standa Náms-
flokkar Reylqavikur, Bridgesamband ís-
lands og Geröuberg. Kennari á námskeiö-
inu verður Jakob Kristinsson (ritari
Bridgesambands Reykjavíkur). Kennt
verður í 10 skipti (á þriðj udagskvöldum)
og hefst kennslan kl. 19.30. Kennslugjald
er kr. 3500. Innritun er í Gerðubergi og
síminn þar er 79140 og 79166.
Námskeið í skyndihjálp
Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands
heldur námskeiö í skyndibjálp. Nám-
skeiðið hefst þriðjudaginn 18. okt. kl. 20
og stendur í 5 kvöld. Kennt verður 18.,
20., 25., 27. okt og 1. nóv. Námskeiðsgjald
er kr. 2500, námsgögn eru innifalin. Nám-
skeiðið verður haldið aö Öldugötu 4. Öll-
um 14 ára og eldri er heimil þátttaka.
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við
15. Þeir sem hafa áhuga á aö komast á
námskeiðið geta skráö sig i sima 28222.
Notað veröur nýtt námsefiii sem RKÍ tók
i notkun nýlega og hefur geflö góða raun.
Nokkuð er um nýjungar. Lögð verður
áhersla á fyrirbyggjandi leiöbeiningar og
ráö til almennings við slys og önnur
óhöpp. Námskeiöinu lýkur með prófl sem
hægt er aö fá metið i flestum framhalds-
skólum.
Tilkynningar
Félag eldri borgara
Opiö hús í Tónabæ í dag frá kl. 13.30. Kl.
14 ftjáls spilamennska. Kl. 19.30 dans-
kennsla, almennur dans til kl. 23.30. Opiö
hús i Goðheimum, Sigtúni 3, á morgun,
sunnudag. Kl. 14 ftjálst spil og tafl. KL
20 dansað til kl. 23.30. Opiö hús í Tónabæ
á mánudag frá kl. 13.30. KL 14 félagsvist
KL17 Mallorkafundur. KL19 söngæflng.
15. okL Alþjóðlegur dagur
hvíta stafsins
Hviti stafurinn er aðalhjálpartæk)
blindra viö aö komast leiöar sinnar, jaftit
utanhúss sem innan. Hann er jafhframt
forgangsmerki i umferðinni. Það krefst
langrar þjálfunar aö læra að nota hvlta
stafinn svo aö hann komi að sem mestum
notum. Þjálfunin er fólgin i aö læra að
beita stafrtum á réttan hátt, læra ákveðn-
ar leiðir og aö þekkja kennileiti Ökumenn
og aðrir vegfarendur taka í rfkara mæli
tUlit til blindra og sjónskertra sem nota
hvita stafinn. Eitt aöalvandamál þess sem
feröast um meö hjálp hvita stafsins er
kyrrstæöir bilar á gangstéttum. Þessir
bílar geta valdiö stórhættu, sérstaklega
vörubílar og aörir háir bílar. Stafurinn
lendir undir bílnum og sá blindi verður
ekki var viö bilinn fyrr en hann rekst
sjáifur á hann. Skoraö er á ökumenn aö
virða hvíta staflnn sem stöðvunarmerkL
Menning
Smáborgarar og
sköllótt söngkona
Veislugestir í Smáborgarabrúðkaupi Brechts. Ólafur Guðmundsson og
Bára Magnúsdóttir.
Nemendaleikhúsið sýnir:
Smáborgarabrúðkaup
Höfundur: Bertolt Brecht
Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson. Flosi
Ólalsson þýddi vísur vinarins
Sköllótta söngkonan
Höfundur: Eugene lonesco
Þýðing: Karl Guðmundsson
Leikstjóri: Briet Héðinsdóttir
Leikmynd og búningar: Guðrún Sigríður
Haraldsdóttir
Lýsing: Egill örn Árnason
Leiklistarskóli íslands er þannig
vaxinn aö fjórða hvert ár eru ekki
innritaðir neinir nýir nemendur.
Þar af leiðir að Nemendaleikhúsið,
en uppistaðan í því er útskriftarár-
gangurinn hveiju sinni, starfar
aðeins þrjú ár af hverjum íjórum.
í fyrra var þannig hlé á starfsemi
leikhússins og ekki laust við að
maður saknaði sýninganna. Þær
einkennast öðru fremur af eldmóði
hinna ungu leikaraefna sem fá til
hðs við sig færustu leikstjóra og sú
samvinna skilar oft býsna góðum
árangri. Verkefnaval er fjölbreytt
og eitt af þremur viðfangsefnum
leikársins er venjulega frumsamið
íslenskt verk, sérhannað fyrir hóp-
inn.
Bríet Héðinsdóttir stjómar fyrstu
sýningu leikársins hjá Nemenda-
leikhúsinu en frumsýning var í
gærkvöldi í Lindarbæ. Átta manns
eru í árganginum að þessu sinni
og auk þeirra leika tveir gestaleik-
arar. Tveir einþáttimgar eftir tvo
nútíma klassíkera eru á dagskrá,
Smáborgarabrúðkaup eftir Bertolt
Brecht og Sköllótta söngkonan eftir
Ionesco.
Þó að þessir þættir eigi harla fátt
sameiginlegt fljótt á litið fjalla þeir
þó báðir um fjölskyldulíf og mann-
leg samskipti.
Smáborgarabrúðkaup er grát-
fyndinn þáttur um einkar heimilis-
lega brúðkaupsveislu sem fer alveg
í vaskinn. Þetta er eitt af fyrstu
verkum Brechts og þama kveður
við annan tón heldur en í seinni
leikritum hans.
Hann fiallar um líf og samskipti
fólks sem er njörvað mður af smá-
smugulegum reglum og venjum
hins smáborgaralega samfélags.
Hann flettir ofan af öfund, illgimi
og skorti á væntumþykju í mann-
legri sambúð og beitir vopni háðs-
ins til þess að opna augu áhorfand-
ans.
Efni þáttarins er í grófum drátt-
um það að ung brúðhjón halda sín-
um nánustu veislu á heimili sínu.
Brúðurin er komin langt á leið, en
það þykir ekki góð latína í smá-
borgarakreðsum, en brúðguminn,
svona rétt í meðallagi banghagur
ungur maöur, var bara ekki fljótari
en þetta að smíða innbúið sem aftur
var algjör forsenda þess að brúð-
kaupið gæti farið fram. Og loksins
er allt tilbúið - eða þannig...
Leiklist
Auður Eydal
Veislan fer fram með miklum
endemum. í upphafi era allir sett-
legir og prúöir, eins og tilheyrir í
fínni veislu. En svo fara gestimir
að skandahsera hver um annan
þveran og um það er lýkur er aht.
meira og minna í rúst.
Áhorfendur sitja á þijá vegu í
kringum leiksviðið og horfa eins
og óboðnir gestir inn á heimili þess-
ara seinheppnu smáborgara í gegn-
um hrunda veggi. Leikmynd og
sviðsmunir era skemmtilega hönn-
uð og heimasmíðuðu húsgögnin
hrynja ofureðlhega í sundur þegar
við á.
Leikmynd og búningar eru verk
Guðrúnar Sigríðar Haraldsdóttur
sem undirstrikar kátlega þætti og
drætti 1 persónugerðinni, með
farsakenndum búningum og gerv-
um sem um leið styðja leikarana
töluvert og gefa tóninn. Litir em
bjartir og fjörlegir og henni hefur
tekist alveg prýðilega að skapa
umgjörð við hæfi.
Bríet Héðinsdóttir leiksfjóri gefur
leikendunum nokkuð lausan taum-
inn í þessum þætti og undir hennar
stjóm hafa þau þama hlotið dýr-
mæta reynslu í gamanleik sem fer
út í farsa.
Helga Braga Jónsdóttir var alveg
pottþétt sem móðir brúðgumans.
Hún lék hlutverk hinnar einu
sönnu matmóöur ahra tíma af ríkri
kímni. Þau Bára Lyngdal Magnús-
dóttir og Ólafur Guðmundsson
vom dæmigerð hjón sem þola ekki
hvort annað og nota hvert tækifæri
sem gefst til að kyta og hnýta hvort
í annað. Þeirra illutverk vom tölu-
vert ýkjukennd, sérstaklega þurfti
Bára að tefla á tæpasta vað.
Steinn Á. Magnússon var vinur-
inn en brúðbjónin sjálf léku þau
Elva Ósk ÓMsdóttir og Sigurþór
A. Heimisson. Christine Carr var
systirin en auk þess léku tveir
gestaleikarar 1 þessum þætti, þeir
Andri Öm Clausen og Emil Gunn-
ar Gunnarsson. Andri þurfti að
leika töluvert upp fyrir sig í aldri,
sem hinn söguglaði faðir brúðar-
innar, og þaö gerði honum að von-
um erfitt fyrir en hann komst engu
að síður nokkuð vel frá þessu.
í seinni þættinum er hins vegar
útfærslan mun agaðri. Þar er sund-
urlaus orðaflaumurinn meginmál-
ið, leikurinn stílfæröur og persón-
umar verða skoplegar fyrst og
fremst vegna þess að öh venjuleg
ghdi raskast. Tíminn gengur aft-
urábak og út á hhð, ekkert er leng-
ur öruggt. Hjón þekkja ekki lengur
hvort annað og samræðumar
byggjast á innantómum khsjum.
Það hefur mikið vatn mnnið th
sjávar síðan Ionesco skrifaði ein-
þáttunginn um Sköhóttu söng-
konuna fyrir nærri 40 árum og
margir hafa síðan spreytt sig á því
að fara fram úr þvi framúrstefnu-
legasta sem á hverjum tíma hefur
veriö komið fram.
En engu að síður hefur sú sköh-
ótta staðist tímans tönn mætavel,
þrátt fyrir stælingar og önnur nýrri
verk.
Það er vitaskuld vegna þess að
þrátt fyrir frasana, endurtekning-
amar og einfalt yfirborðið er þetta
magnað og vel samið verk sem á
fuht erindi í dag, ekkert síður en
þegar það kom fyrst fram.
Sem ádeila á smáborgaraskap og
vélræna thvem nútímamannsins
stendur það enn fyrir sínu og þaö
er líka hoh hugvekja þegar innan-
tómt froðusnakk og síbyljubull
dynur án afláts á eyrum svo að
orðin hafa fyrir löngu misst merk-
ingu sína. Þar er á ferð harmleikur
timgumálsins sem bæði er raun-
vemlegur og okkur nákominn.
í þessum seinni þætti sitja tvenn
hjón (sömu hjónin?) í stofu sinni,
hvor um sig eins og speghmynd af
hinum. Litimir era dempaðir, sam-
ræðumar staðlaðar og viss fárán-
leiki ríkir.
Þau Ólafur, Helga Braga, Steinn
og Steinunn Ölafsdóttir leika þessi
tvenn hjón og komu inntakinu
nokkuð vel th skha þó að þau réðu
ekki alveg th fullnustu við leikmát-
ann. Textinn í þessu verki er geysi-
erfiður, verkið byggist að mestu á
töluðu orði og það engum venjuleg-
um texta.
Framsögn flestra í hópnum er
með ágætum og í hehd var þessi
sýning vel unnin og leikendur hafa
hér greinhega hlotiö styrka leið-
sögn Bríetar. Yfir leikendum er
þokki æskunnar en um leið er farin
að skha sér áralöng þjálfun í leik-
hstarnámi. Það verður gaman að
sjá hópinn takast á við þau tvö
verkefni sem eftir eru í vetur.
-AE
Vetrarstarf
Alþýðubandalagsins
í Garðabæ
er nú hafiö. Félagið boðar til opins flind-
ar meö ráöherrum flokksins í Safiiaöar-
heimilinu, Kirkjuhvoli, Garöabæ, í dag,
15. október, kl. 15. Ráöherramir Ólafur
Ragnar Grimsson fiármálaráðherra,
Svavar Gestsson menntamálaráöherra
og Steingrimur J. Sigfússon landbúnað-
ar- og samgöngumálaráðherra flytja
stuttar framsöguræöur og svara síðan
fýrirspumum frá fundarmönnum.
Eskfiröingar og Reyö
vfk og nágrenni halda sitt árlega síödegis-
kaffi fýrir eldri sveitunga sunnudaginn
23. október kl. 15 í Sóknarsalnum, Skip-
holti 50a.
Kynnlngar- og sölusýning
Dagana 18. og 19. október, frá kl. 9-18,
veröa kynntar teiknivörur í Máh og
menningu, Síöumúla 7, Reykjavik.
Kynntar veröa ýmsar teiknivörur, s.s.
teikniborö, teiknivélar, teiknipennar,
teikniáhöld, vagnar meö skúflum og
margt fleira. Nýja letrasetbókin er nú
loks komin og veröur hún til afhendingar
á sýningunni fýrir viðskipavini „letra-
set“. Sýningardagana veröur viöskipta-
vinum gefinn 15% staögreiösluafsláttur
af öllum teiknivörum nema teikniborö-
um og teiknivélum.
ITC (áður málfreyjur)
Fyrir pá sem vflja vita meira um um ITC
em upplýsingasímar. Guörún Lifja, s.
91-46751, Jónina, s. 94-3662, Marta, s. 91-
656154 og Hjördís, s. 91-28996.
Skagfirðingafélagið
I Reykjavik
efnir til vetrarfagnaðar nk. laugardag.
Spiluð veröur félagsvist. Jóhann Már
Jóhannsson stórsöngvari syngur og tríó
Þorvaldar leikur. Samkoman hefst kl.
20.30 í félagsheimilinu Drangey, Síöu-
múla 35.
Tapaðfundið
Blátt seðlaveski fannst
Blátt, Utiö seðlaveski með myndum
fannst i Lækjargötu. Uppl. í s. 27022, dag-
bók.
Seðlaveski tapaðist
Vinrautt seölaveski tapaöist fýrir utan
Staldriö sl. föstudag. í veskinu voru skil-
ríki og myndir. Finnandi vinsamlegast
hringi í Drífu í s. 79690 eða s. 41847 efUr
kl. 17.
Fundir
Aðalfundi Foreldra-
samtakanna I Reykjavik
veröur frestaö um rúmlega mánuö.
Aðalfundur NRON
Aðalfundur Neytendafélags Reykjavikur
og nágrennis verður haldinn miöviku-
daginn 26. október kl. 20 aö Hótel Lind,
Rauöarárstíg 18. Félagar fjölmennið.
KR-konur
veröa meö fund í kvöld, 18. október, kl.
20.30 í félagsheimilinu. Dagskrá: Upplest-
ur - Jónina H. Jónsdóttir, tískusýning flá
Kápunni. Allar konur-velkomnar.
ITC-deildin Björkin
heldur fund aö Siöumúla 17 miövikudag-
inn 19. október kl. 20. Mætum stundvís-
lega. Allir velkomnir.
Kvenfélag Óháða safnaðarins
Fundur veröur haldinn í safnaöarheimil-
inu Kirkjubæ i dag þriðjudag kl. 20.30.
Fundareftii: rætt um basarinn sem hald-
inn veröur 5. nóvember.
Fræöslufundur nemendaráða
í Reykjavik
Fræöslufundur fýrir fulitrúa allra nem-
endaráða grunnskóla Reykjavikur var
haldinn í Tónabæ 4. okt. sl. Fundinn sóttu
80 unglingar sem eru í forsvari fýrir fé-
lagsstarfl skólanna. Á fundinum var flall-
aö um hlutverk og viöfangseftii nem-
endaráöa, gerö starfsáætlana, lög og
reglugerðir sem tengjast félagsstarfl
skólanna. Einnig var rætt um samræm-
ingu félagsstarfs milli skóla og spunnust
fjörugar umræöur út frá þvi. Unglingam-'
ir ræddu um lengd skemmtana, aögangs-
eyri inn á diskótek og fleira. Spuminga-
keppni grunnskólans var kynnt, starfs-
fólk félagsmiðstöðvanna í Reykjavik hef-
ur umsjón meö henni. Aö lokum fluttu
unglingamir, einn frá hverjum skóla,
fýrirlestur um starfsáætlun félagsstarfs-
ins á haustinu. Fundinum lauk meö al-
mennum umræöum um frístundastörf
skólanna.
Kvenfélaglð Seltjörn
Fundur veröur í Félagsheimili Seltjam-
amess í dag, 18. október, kl. 20.30. Sigur-
geir Sigurösson bæjarstjórí veröur gestur
fundarins og talar hann um bæjarmál.
Konur, sem fóm til Osló á Nordisk For-
um, segja frá vel heppnaðri ferö.
Félag áhugamanna um
heimspeki
halda sinn annan fUnd starfsáriö 1988-89
nk. sunnudag kl. 14.30 i Lögbergi, stofu
101. Fyrirlesari á þessum fundi veröur
Gunnar Skirbekk og flytur hann lestur
sem hann neftúr „Contextual Pragmatics
and Universal Pragmatics - a Mutual
Critidsm of Praxeological and of Trans-
cendental Pragmatic Ways of Thinking".
Gunnar Skirbekk er prófessor í visinda-
heimspeki viö háskólann i Bergen og
hefur hann geflö út fjölda bóka og rit-
geröa um heimspekileg eftú. Þá hefUr
hann unniö að málefttum Nordisk Insti-
tut for fllosofl en íslendingar eiga hlut
að þeirri stofnun og var haldiö málþing
á vegum hennar hér á iandi sl. vor.
Leiðrétting
í afmælisfrétt um Guömund H.
Garöarsson, sem birtist í blaðinu í
gær, kom ekki fram aö Valdís, systir
Guömundar, er gift Ríkarði Stein-
bergssyni verkfræöingi. Fyrri maður
Valdísar, Skafti Þóroddsson, lést í
desember 1962. Blaöiö biöst velvirð-
ingar á þessum mistökum.