Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1988, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1988, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglysingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð I lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Sjálfsforræði Reykvíkinga Þau óvæntu úrslit urðu í skoðanakönnun um hunda- hald í höfuðborginni að meirihluti þeirra sem tóku þátt reynast andvígir óbreyttu ástandi. Spurningin sem kjos- endur þurftu að taka afstöðu til var að vísu þannig úr garði gerð að ekki var unnt að segja annaðhvort já eða nei við hundahaldi. Engu að síður fer ekki á milli mála að niðurstaða skoðanakönnunarinnar er sú að meiri- hlutinn er andvígur því að hundar séu leyfðir og þá hvort heldur með eða án reglugerðar. Úrslitin eru ekki bindandi fyrir borgarstjórn Reykja- víkur en henni er vandi á höndum. Erfitt er að virða þessa skoðanakönnun að vettugi úr því efnt var til henn- ar á annað borð, en um leið kemur væntanlega hik á borgastjórnarfulltrúa að ganga nú til þess verks að út- rýma hundum úr borginni. Sjálfsagt hefur borgarstjórn- in tahð sér óhætt að hleypa þessu máh í skoðanakönnun vegna þess að hún hefur talið öruggt að meirihlutinn styddi ákvarðanir hennar. Frjálslyndið byggðist á sigur- vissunni. Slíkar skoðanakannanir hafa nefnilega verið fremur sjaldgæfar og það jafnvel um mál sem eru þess eðhs að fólk tekur ekki afstöðu til þeirra þegar það kýs flokka og hsta í almennum sveitarstjórnarkosningum. Skoðnakönnunin um hundahaldið er sanngjörn og lýð- ræðisleg aðferð til að leyfa fólkinu í borginni að segja áht sitt. En hvað þá með ráðhúsið í Tjörninni? Það bar lítt sem ekki á góma í síðustu borgarstjórnarkosningum en hef- ur valdið miklum dehum aht þetta árið. Eðhlegt hefði verið að gefa borgarbúum kost á því að tjá sig í svip- aðri skoðanakönnun og efnt var til vegna hundahalds- ins, hvort þeir væru samþykkir byggingu ráðhúss í Tjörninni. Það hefur ekki verið gert og nú hefur Stefán Valgeirsson, þingmaður fyrir Norðurland eystra, flutt um það tihögu á Alþingi að ráðhúsframkvæmdirnar verði stöðvaðar og endurskoðaðar. Reykvíkingum hkar iha þegar landsbyggðarþingmað- ur fer að skipta sér af innri málefnum borgarinnar. Hvað kemur honum það við hvort Reykvíkingar byggja sér ráðhús? Hafa nýfengin völd stigið foringja Huldu- flokksins th höfuðs? Það er von að menn styggist og telji þetta afskiptasemi af hálfu Stefáns. Enda skrifar einn af þingmönnum Reykvíkinga, Guðmundur H. Garðarson, grein í Morgunblaðið um helgina og lætur vandlætingu sína í ljós. Guðmundur segir: „Alþingi ís- lendinga getur ekki og mun ekki ljá því máh hð að Reyk- víkingar fái ekki sjálfir að ráða þvi hvort þeir byggi ráðhús eða ekki.“ Guðmundur telur thlögur Stefáns vera alvarlega skerðingu á sjálfsforræði Reykvíkinga. Þessar athugasemdir Guðmundar H. Garðarssonar eru góðar svo langt sem þær ná. Vandamálið er hins vegar það að Reykvíkingar hafa ekkert fengið um það að segja hvort ráðhúsið skuli byggt eða ekki. Borgar- stjórn Reykjavíkur hefur neitað að efna th kosninga eða skoðanakönnunar. Þeir mega kjósa um hunda, en þeir mega ekki kjósa um ráðhús. Hvert er þá sjálfsforræðið" sem Guðmundur talar rétthega um að eigi að vera í höndum Reykvíkinga, þegar hitamál eins og ráðhús- byggingin er annars vegar? Meðan borgarstjórn Reykjavíkur hafnar tíu þúsund manna undirskriftaáskorun um almenna atkvæða- greiðslu um ráðhúsið, hljómar það innantómt þegar verið er að hneykslast á ólýðræðislegum thlögum á Alþingi. Réttur Reykvíkinga er sá að ráða sínum eigin málum. Ekki bara í hundahaldinu. Líka í ráðhúsmáhnu. Ehert B. Schram Rannsóknir - framtíðarvon landbúnaðar Gunnar Bjamason ráöunautur fjallaði nokkuð um Rala (Rann- sóknastofnun landbúnaðarins) í viðtali í DV mánudaginn 24. októb- er 1988. Gunnar tíndi til nokkra þætti í starfi Rala og málaði þá í mjög dökkum litum. Því virðist brýn ástæða til að gefa lesendum DV fyllri mynd og réttari af stofnun- inni heldur en Gunnar gaf. Nokkur dæmi um verkefni á Rala Hér á eftir verða nefnd nokkur dæmi um verkefni sem hafa skilað árangri á síðustu ámm eða eru enn í gangi og lofa góðu um framhaldið. í sambandi við slík verkefni er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir eftirfarandi: 1. Rannsóknir era tímafrekar. 2. Rannsóknir kosta oft veralega flármuni. 3. Sumar rannsóknir skila engu, aðrar miklu. 4. Ekki er vitað fyrirfram hverjar þeirra skila mestu. 5. Ef svörin væra til væra rann- sóknimar óþarfar. 6. Þegar svar Úggur fyrir er rann- sókn í rauninni lokið. Þá geta aðrir tekið við og komið þekk- ingunni í notkun. Þokugen Á síðustu árum hafa komið fram mikilvægar nýjungar í erfðafræði sauðfjár. Fram er kominn á íslandi sérstakur erfðavísir eða gen í sauð- fé sem eykur frjósemi ánna mjög mikið. Þessi erfðavísir er kallaður Þokugenið eftir formóður ættar- innar sem bar þennan erfðavísi. Hún var grá á litinn og hét Þoka. Þessi erfðavísir er svo stórvirkur að þegar 100 venjulegar ær eiga 150 lömb eiga 100 ær með Þokugenið 220 lömb. Aðeins einn slíkur erfða- vísir hafði áöur fundist í heiminum þegar Þokugenið kom fram. Mikill áhugi hefur verið á Þoku- geninu erlendis. Það hefur verið flutt til Skotlands í tilraunaskyni og á þessu ári kom beiðni um það frá Búlgaríu. Vöðvagen Á tilraunabúi Rala að Hesti í Borgarfirði er kominn fram sér- stakur stofn af fé sem gefur mjög vöðvamikla skrokka með lítilli fitu. Margt bendir til að þessi eiginleiki ráðist að mestu af einum mikilvirk- um erfðavísi. Ef þetta fer eftir má auka vöðva- magn og minnka fitu í dilkakjöti stórlega með því að nota hrúta með þennan erfðavísi til að slátra undan þeim. Þess má geta hér að íslendingar hafa verið mjög framarlega í flokki í heiminum í rannsóknum á stór- virkum, stökum erfðavísum sem hafa mikil áhrif á afurðasemi. Þessa þekkingu hefur ekki verið hægt að sækja til annarra. Stykkjun á dilkakjöti - sparnaður í frystingu Matvæladeild Rala hefur unnið að því undanfarið að kanna amer- íska aðferð við að brytja dilka- skrokka niður í þannig stykki að þau falli sem best saman við pökk- un með sem minnstu loftrými á milh. Við þessa nýju stykkjun verða bestu stykkin úr skrokknum drýgri en áður. Samtímis minnkar Kjallarinn Dr. Stefán Aðalsteinsson rýmisþörfin við geymslu um þriðj- ung. Sparnaður við þessa brytjun er 10-15 þús. kr. á hvert tonn? Ef allt dilkakjöt í landinu væri brytjað með þessari aðferð myndi sparast á hverju ári nálægt 100 millj. kr. í heild. Þessi spamaður er meiri en árleg fiárveiting til allra rannsókna á Rala. Fréttnæm fiskimjölstilraun Á heimsþingi í búfjárrækt, sem haldið var í Helsinki sumarið 1988, var flutt erindi um tilraun með fiskimjölsgjöf handa holdanautum á vaxtarskeiði. Rala framkvæmdi þessa tilraun í Gunnarsholti í sam- vinnu við Landgræðsluna. Erindið vakti mikla athygli á þinginu. Þessi eina tilraun gæti hugsanlega aukið markaði okkar fyrir fiskimjöl. Matvæli - korn - grös Nýverið gaf matvæladeild Rala út næringarefnatöflur sem hafa vakið mikla athygli. Þar er sýnd efnasamsetning á öllum helstu matvælum sem íslendingar leggja sér til munns. Töflur þessar eru algert nýmæli í landinu. Komkynbætur hafa skilað vera- legum árangri á íslandi. Fram eru komin kynbætt íslensk afbrigði sem taka eldri erlendum afbrigðum fram. í grasakynbótum er stöðugt leitað betri tegunda, afbrigða og stofna. Beringspunturinn er tegund sem kom frá Alaska. Hann sómir sér nú vel í mörgum túnum á íslandi. Tveir stofnar af vallarfoxgrasi hafa komið fram á Rala. Sá fyrri var Korpa en nú er nýr vetrarþolinn keppinautur, Adda, kominn fram. Litir búfjár -ullarkynbætur Á búfjárdefid Rala hafa verið sett- ar fram nýjar reglur um erfðir á litum í sauðfé, hrossum og refum. í refnum var um samstarf margra stofnana að ræða. Þessar reglur koma íslenskum bændum að gagni. Þær era um leið að komast inn í háskólakennslu í búfjárrækt úti um allan heim. Ræktaðir hafa verið upp stofnar af alhvítu, afurðamiklu ullarfé á vegum Rala á Reykhólum, Skriðuklaustri og Hólum. Lömb af Reykhólastofninum hafa verið seld í fjárskiptum í Skagafjörð. Nú í haust fóra 45 lömb af Reykhóla- stofni að tilraunabúinu á Hesti 1 Borgarfirði til sérstakra saman- burðartilrauna. Beitartilraunir - rafgirðingar - gróðurkort - kartöflur A fóðurdeild Rala hefur verið unnið mikið að beitartilraunum. Alþjóðaráðstefna um beitarrann- sóknir á norðurslóðum var haldin á íslandi að frumkvæði Rala fyrir fáeinum árum. Tilraunir með rafgirðingar hafa verið gerðar hjá bútæknideild Rala. Með rafgirðingum má stórlækka girðingarkostnað. Þá verður beit- arstjómun ódýrari o'g auðveldari. Gróðurkortagerð af íslandi er nú komin langt á veg. Mun það mála sannast að á því sviði hafi verið unnið stórvirki sem seint muni fyrnast yfir. Á Rala hefur verið framleitt smit- frítt útsæði af kartöflum með því að sníða örþunnar flögur úr vaxt- arbroddi kartaflanna og rækta sneiðamar í glösum. Út úr þeirri ræktun fæst heilbrigt útsæði sem er að verða uppistaöan í ræktuðu útsæði í landinu. Bókasafn - töl vukostnaður - útgáfa Bókasafnið á Rala ber höfuð og herðar yfir önnur fræðibókasöfn í landbúnaði að tímaritakosti. Tölvuleit að upplýsingum vegna rannsókna fer ört vaxandi. Rala hefur verið í beinu tölvu- póstsambandi við umheiminn síð- an 1987. Tölvukostur á Rala er góður og fer batnandi. Mikið er prentað af efni frá Rala árlega, í búnaðarblaðinu Frey, Fjölritum Rala, íslenskum land- búnaðarrannsóknum, Búvísindum og víðar. Á árunum 1985-1987 birt- ust yfir 260 rit og ritgerðir eftir starfsmenn Rala. Nýjar búgreinar - lausnar- orð landbúnaðarins Fiskeldi, loðdýrarækt og kanínu- rækt era þær nýju búgreinar sem mesta umfjöllun hafa fengið að undanfómu: Nú eru í gangi á Rala tvö verkefni í loðdýrarækt, þrjú í fiskeldi og eitt í kanínurækt. Nýju búgreinarnar þurfa að vera vaxtarbroddur landbúnaðarins. Þær eru framtíðarvon hans. Þess vegna þarf að herða róðurinn vera- lega og beina kröftunum í meira mæli að þeim en áður. Það er von mín að þeir sem lesa þennan pistil sjái að ýmislegt er gert til gagns á Rala. Sú stofnun gæti gert margt fleira með góðum stuðningi. Stefán Aðalsteinsson „Nýju búgreinarnar þurfa að vera vaxtarbroddur landbúnaðarins. Þær eru framtíðarvon hans. Þess vegna þarf að herða róðurinn verulega og beina kröftunum í meira mæli að þeim en áður.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.