Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1988, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1988, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988. 7 Utlönd Kosið í dag Kjörstaðir í ísrael voru opnaðir í morgun. Þingkosningamar, sem fram fara í dag, geta haft úrslitaáhrif á það hvemig verður ráðist að vandamálunum á hemumdu svæð- unum næstu Qögur árin. Stjómmálaskýrendur telja að eld- sprengjuárásin á sunnudag sem varð vrngri móður og þremur bömum hennar að bana geti haft þau áhrif að kjósendur taki harðari afstöðu gegn Palestínuhröbum og snúist á sveif með Yitzhak Shamir, forsætis- ráðherra landsins, sem er leiðtogi Likud-flokksins. Sprengjuárásin á fólksflutningabif- reið í bænum Jeríkó á vesturbakka Jórdanar var blóðugasta árás sem gerð hefur verið á ísraelska borgara frá þvi að óeirðimar hófust á her- teknu svæðunum fyrir tíu mánuð- um. Nærri þrjár milljónir gyðinga og araba hafa kosningarétt í kosningun- um. ísraelska sjónvarpið hyggst leggja fram spá um kosningaúrslit skömmu eftir að kjörstaðir loka í kvöld kl. 20.00 að íslenskum tíma. Verður sú spá byggð á viðtölum viö fólk sem er að koma út af kjörstöðum. Opin- Kista, með líkum barnanna þriggja sem brunnu til bana þegar eldsprengju var varpað inn i fólksflutningabifreið sem þau voru í, borin til grafar sem þau munu deila með móður sinni ungri sem einnig beið bana i árásinni. Símamynd Reuter Stríðsleiðtogar í sfeininn Meðlimir herforingjastjórnarinnar sem var við vötd þegar Falklands- eyjastriðið stóð yfir, Gaitíeri, fjærst, Anaya og Dozo, hlýða á dómsorð. Sfmamynd Reuter Hugsa betur standandi Margt fólk hugsar bæði betur og hraðar standandi en sitjandi Sérstak- lega á þetta við um fólk sem farið er að eldast og ekki er í góðu líkam- legu formi. Þetta er líka raunin um alla þá sem vinna að erfiðum verkefn- um. Þetta eru niðurstöðiu rannsóknar sem fór fram við háskólann í Suður- Kaliforniu. Samkvæmt þeim getur það munað frá 5-20% hvað fólk er fljót- ara að hugsa standandi en þegar það situr. Þessar niðurstöður benda til þess að það sé alls ekki vitlaust fyrir fólk sem situr við vinnu sína að standa upp ööru hvoru og teygja úr sér. Bylting í adsigi? Argentínumenn luku við enn einn kaflann í Falklandseyjastríð- inu í gær þegar leiötogar hersins, sem kennt er um háðulegan ósigur gegn Bretum í Falklandseyjastríð- inu 1982, voru dæmdir í fangelsi til ársins 1996. Áfrýjunardómstóll staðfesti dóm undirréttar frá árinu 1984 sem hljóöaöi upp á tólf ára fangelsi til handa Leopoldo Galtieri, fyrrum forseta, og þyngdi dóraa yfir Jorge Anaya aömíráli og Basilio Lami Dozo herforingja. Þeir voru allir þrír sekir fundnir um vanrækslu og getuleysi sem hefði minnkað getu herafla Argent- ínu. Veijendur hinna dæmdu segjast ætla að áfrýja dómunum til hæsta- réttar en búist er við að þar verði þeir staðfestir. berar niöurstöður verða ekki tilbún- ar fyrr en eftir þrjá daga að minnsta kosti. Til að koma í veg fyrir óeirðir var herinn látinn loka af Gaza-svæðið og vesturbakkann í gær og verður það ekki opnaö aftur fyrr en á morgun. Einnig hófst í gær tveggja daga mót- mælaverkfall hjá Palestínuaröbum. Yitzhak Rabin, varnarmálaráð- herra ísraels, sem er í Verkamanna- flokki Peresár, reyndi í gær að koma í veg fyrir að sprengjuárásin hefði þau áhrif að fólk þyrptist yfir til hægri til Likudflokksins og fyrir- skipaöi hernum að athuga hvort hægt væri að beita dauðarefsingu gegn árásarmönnunum. Dauðarefsingu hefur aöeins einu sinni verið beitt í ísrael en það var árið 1962 þegar stríðsglæpamaðurinn Adolf Eichmann var teldnn af lífi. Verkamannaflokkurinn hefur löngiun verið andvígur þeirri stefnu Likud-flokksins að taka af lífi araba sem drepa óbreytta ísraelska borg- ara. Leiðtogar Palestinumanna á her- teknu svæðunum fordæmdu sprengjuárásina og hið sama gerðu Frelsissamtök Palestínu, PLO. Reuter ísraelskur hermaóur greiðir atkvæði í ísraelsku þingkosningunum. Hún er vopnuð Uzi vélbyssu. Simamynd Reuter Umsjón: Ólafur Arnarson og Ingibjörg Bára Sveinsdóttir Taka ekki afstöðu Valgerður A. Jóhannsdóttir, DV, London; „Við höfum skorað á ísraelsmenn að greiða atkvæði með friði, með þeim sem eru fylgjandi samningavið- ræðum, en við tökum ekki afstöðu með Verkamannaflokknum eða gegn Likud-bandalaginu," sagði Karma Nabulfi á skrifstofu Frelsissamtaka Palestínumanna, PLO, í London í samtali við DV í gær. Málefni Palestínumanna og upp- reisnin á herteknu svæðunum eru aðalmál kosninganna í ísrael sem fram fara í dag. Karma sagði kosn- ingamar að sjálfsögðu mikilvægar í augum Palestínumanna því úrslit þeirra kæmu til með að ráða stefn- unni varðandi vesturbakkann og Gazasvæðið. „En á sama hátt og við biðjum ísraelsmenn ekki um að velja fulltrúa palestínsku þjóðarinnar þá reynum við ekki að segja þeim hverja þeir eigi að kjósa. Hveijir mynda rík- isstjórn er í raun aukaatriði í okkar augum. Það skiptir okkur ekki máli hvort við semjum við Likud-banda- lagið eða Verkamannaflokkinn. Við erum tilbúin að semja við hvem þann sem ísraelsmenn velja til for- ystu.“ PLO-samtökin vilja alþjóðlega ráð- stefnu um málefni Palestínumanna með þátttöku risaveldanna tveggja. Shk tillaga var sett fram af Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og hefur Verkamannaflokkurinn lýst yfir stuðningi við hana. Hægri menn, meö Shamir, leiðtoga Likud- bandalagsins, í fararbroddi, hafa hins vegar tekiö tillögunni illa. Og þó PLO-samtökin séu ekki tilbúin að lýsa opinberlega yfir stuðningi viö ákveðinn flokk eða flokka gera liðs- menn þeirra sér mætavel grein fyrir því að líkurnar á að Likud eigi eftir að setjast að samningaborði með PLO eru hverfandi litlar. Karma sagði hins vegar að PLO samtökin væru tilbúin að ræða við ísrael án nokkurra skilyrða svo lengi sem þær viðræður færu fram innan ramma alþjóðlegrar friðarráðstefnu. Lusinchi, torseti Venesúela, neitar þvi að hætta sé á byltingu. Jaime Lusinchi, forseti Venesú- ela, sagði í gær aö flutningar á skriödrekura til að veija forseta- höllina í Caracas væra alls ekki merki um að byltingartilraun hefði verið gerð í landinu. í síðustu viku voru allt að þijátíu skriödrekar fluttir til forsetahall- arinnar eftir að maður, sem kynnti sig sem yfirmann herráðsins, hafði varað við því í símtali að bylting- artilraun væri 1 aðsigl Foringinn, sem var á vakt, ákvað aö senda skriödrekana til hallarinnar. Lusinchi var þá nýfarinn til fund- ar við aðra leiðtoga Suður-Amer- íku í Umguay én talið er að mikill órói kraumi undir yfirborðinu í Venesúela í sambandi við forsetakosning- amar sem verða 4. desember næstkomandi. Lusinchi sagði að vangaveltiu- um byltingu þjónuðu eingöngu hagsmun- um þess sem hringdi og aö honum yrði refsað þegar til hans nasöist. Vopnahlé framlengt Tveir hermenn sandinista sitja ásamt þorpsbúum i þorpinu Carmen sem er um eitt hundrað og sextíu kilómetra frá Managua. í gær tilkynnti stjómln i Managua að hún hefði ákveðið að framlengja vopnahlé við kontraskæruliðana. Simamynd Reuter Sandinistastjómin í Nicaragua framlengdi i gær vopnahléið við kontra- skæruliðana sem staöið hefur i sjö mánuði. Vopnahléið hefur staöið í sjö mánuði. Stjómin sagðist framlengja það út nóvembermánuö þrátt fyiir að skæruliðamir gerðust sífellt herskárri og sama mætti segja um banda- menn þeirra, Bandaríkin. Vopnahléiö tók gildi þann 1. apríl í vor og átti aö renna út á miðnætti í gær. Vopnahléið mun ekki hafa áhrif á liðsflutninga sandinista með hermenn sína til að koma í veg fyrir árásir kontraskæruliðanna, að sögn stjómar- innar. Skæruliðarnir hafa sakaö stjórnina um margitrekuö brot á vopnahléinu en segjast samt ætla að virða það og reyna að finna friösamlegan endi á stríðinu sem geisað hefur í landinu í sjö ár. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.