Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1988, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1988, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði... Birgitte Nielsen - veit hver munurinn er á vin- skap og hjónabandi. Hún veit hvaö hvort tveggja er - hefur reynsluna. „Vinskapur varar ævilangt,“ segir hún. „En hjóna- band varar bara á milli skiínað- anna.“ Hvaö ætli henni fmnist þá um gullbrúðkaup, ætli það sé eitt- hvað ofan á brauð? Don Johnson hefur ekkert breyst þótt hann sé orðinn faðir. Bamsmóðir hans Perri Lister var eitt sinn við sundlaugina við hús þeirra í Hollywood. Bamiö svaf og mam- man notaði heymartæki til aö hlusta eftir því. Skyndilega heyrðist eitthvað. En það var ekki í barninu. Pabbinn haíði lætt sér í símann. Perri heyrði því það sem Billy sagði í símtólið. Hann var að leggja á ráðin með ein- hverri stúlkukind. Það skipti engum togum, Perri kom sér í hvelli til London með bamið. Og nú situr Billy aftur við símann, nú er hann að biöja hana um að koma til baka. Vegagerðarmenn með ráðskonu sinni. Rúna ráðskona stendur á milli þeirra Elísar Kjaran hirðskálds og Páls önundarsonar, fjölmiðlafulltrúa hópsins, en ráðskonan var upphaflega hvatinn að Ijóðagerð og flutningi þeirra félaga. Aðrir á myndinni eru Gunnar Sigurðsson, Jón R. Sigurðs- son, Sigþór Gunnarsson, Jónas Andrésson, Þröstur Elisson og börn ráðs- konunnar. DV-mynd Reynir. Vegagerðannenn Ijóða á kvenþjóð- ina með ráðskonu sína í öndvegi Reynir Traustason, Flateyii; Útvarpshlustendur á rás 2 á morgnana hafa tekið eftir nýjum, föstum en reyndar ekki auglýstum dagskrárlið. Þetta eru aö sjálfsögðu vegagerðarmenn í Lambadal í Dýra- firði að ljóða á kvenþjóðina með ráðs- konu sína í öndvegi. Þeir mæta á öldur ljósvakans á hveijum morgni virka daga í þætti Óskars Páls og Evu Ásrúnar, eða Adams og Evu eins og einn þeirra kallaöi þau skötuhjú. Þar frumflytur flölmiðlafulltrúi hópsins vísu dags- ins sem auðveldlega getur breytt um lit ef hugarfar þess sem á hlýðir er þannig farið. Ohætt er að fullyrða að landsmenn margir hafa beðið efiir kviðlingum þessum og ekki hefur staðið á viðbrögðum og svörum í visnaformi. Hér er vísa sem hirðskáld þeirra, Elís Kjaran, samdi til saumakvenna- í Húnaþingi en þær höföu sent þeim vegagerðarmönnum kveðju í vísu- formi: Á saumakvenna bjartri braut bregst þeim ekki svarið væri gott í ljúfri laut að líta á gróöurfarið. Þeir félagar sögðu í viðtali við DV að þeir stefndu að áframhaldandi dagskrárgerð, að minnsta kosti út nóvember. Og þá er bara að vera á réttri rás á réttum tíma en þessi vísa varð til eftir að myndin, sem fylgir grein- inni, var tekin. Hér er allt með gleði og glans glaðværö úti og inni. Verktakinn og hirðskáld hans hampa ráðskonunni. - sem fær æ meiri viskýrödd, var nýlega á ferð í New York við plötuupptökur. Hann sagði sam- starfsmönnum sínum frá stúlku sem hann haföi hitt kvöldið áður. Þetta var 19 ára hnáta, Uma Thurman, sem Don var svona skotinn í. Daginn eftir kom hann með Umu og sýndi henni stúdíóið - hvemig goðin vinna. Síðan skipti það engum togum aö hann bað hennar í allra áheym. Stelp- an sagði nei og gekk síðan út, þrátt fyrir að Johnson segði: „Þú veist ekki af hverju þú ert að missa." Billy Idol verða fyrir skotinu? lionsmenn funda í Grundarfirði Róbert Jörgensen, DV, Stykkishólmi Laugardaginn 22. október hélt Li- onshreyfingin svæöisfund fyrir svæði 2 á Vesturlandi en þaö nær yfir Snæfellsnes og Dali. Þetta er einn af þremur fundum sem haldnir em árlega á svæðunum til þess að Lionsfélagar geti borið saman bækur sínar og lært af reynslu félaga sinna. Þama voru saman komnir fulltrúar frá fimm Lionsklúbbum og tveimur Lionessu- klúbbum. Fundir sem þessir em mjög nauð- synlegir vegna þess að Lionshreyf- ingin er alþjóðlegur félagsskapur og því meir sem sérhver félagsmaður leggur sig fram fyrir félag sitt, lands- hreyfinguna og alþjóðasamtökin, þeim mun meira fær félag hans og hann sjálfur út úr starfinu. Svæðisstjóri svæöis 2 á Vesturlandi er Smári Jónas Lúðvigsson frá Li- onsklúbbi Nesþinga, Hellissandi. Jeromy Agel rithöfundur sem hef- ur rannsakað himinháa bunka af skjölum um morðið á John F. Kennedy hefur komiö með nýja kenningu um ásetning morðingjans. Hann telur að Lee Harvey Oswald hafi ætlað sér að skjóta Jacqueline, eiginkonu Kennedys. Agel segir að Oswald hafi verið kvenhatari mikill og orsök þess að skotið hitti John hafi verið lélegu miði á skotvopninu að kenna. Riffillinn kostaöi aðeins 19 dollara. Agel bendir einnig á að Oswald hafi margsinnis misþyrmt móður sinni og eiginkonu. „Hann var ævi- langt kvenhatari og vildi Jackie feiga,“ segir hann. „Að skjóta forset- an var langt í frá ætlunin. Honum fannst hins vegar að þeir ættu sam- eiginlegt vandamál, eiginkonurnar. Kona Oswalds var komin á fremsta hlunn með aö henda honum út og Skagamenn gjafmildir Sigurgeir Sveinssan, DV, Akranesi: Akranesdeild Rauða krossins gekkst fyrir fatasöfnun nýlega - laugardag í október - og voru viö- brögð Skagamanna mjög góð. Mikið safnaðist af alls konar fatnaði, og það svo að milli 130 og 140 stórir plast- pokar fylltust á þeim fjórum klukku- stundum sem söfnunin stóð yfir. Starfsfólk deildarinnar haföi í nógu að snúast og sendir þakkir til allra bæjarbúa sem stóðu svo myndarlega aö þessu átaki. Þau tóku á móti fatnaði í söfnun Rauöa krossins á Akranesi. DV-mynd Sigurgeir. honum fannst svipað ástatt hjá for- setanum. Jackie haföi átt nokkrar stundir með Aristotele Onassis. Agel segir að forsetinn hafi sent menn frá sjóhemum til aö hafa uppi á Jackie. Oswald ásetti sér að hjálpa forsetan- um til að losna við eiginkonuna. Rithöfundurinn kom með þessa kenningu eftir að hafa rannsakað sönnunargögn um skotvopnið. Hann telur að miða heföi þurft örlítið til vinstri og niður til aö hæfa forset- ann. Jackie sat hægra megin frá morðingjanum séð. Þess vegna telur hann að rangt fómarlamb hafi falliö. Gunnar Kristjánsson, formaður Lionskiúbbs Grundarfjaröar, flytur fundar- mönnum skýrslu síns klúbbs. Rithöfundurinn Jeromy Agel telur að Lee Harvey Oswald hafi ætlað að skjóta Jackie, eiginkonu Johns F. forseta. Skotvopnið, sem aðeins kostaði 19 dollara, hafði vitlaust mið. Átti Jackie að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.