Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1988, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1988, Síða 24
ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988. Fréttir Virðist ekki sama hver viU flytja inn hund: Níu ára dreng synjað meðan forstjóri ísal fékk „Forstjóri Álfélagsins í Straum- svík, Christian Roth, kom meö hund- inn sinn meö sér þegar hann kom til landsins fyrir um þaö bil tveimur mánuðum. Hann fékk innflutnings- leyfi fyrir hundinn frá landbúnaöar- ráðuneytinu aö fenginni heimild yfirdýralæknis. Þaö er greinilegt að útlendingar eru rétthærri á íslandi heldur en níu ára gamall sonur minn, Davíð,“ sagöi Friðbert Páll Njálsson viö DV. DV hefur skýrt frá máli Friðberts þar sem níu ára sonur hans neitar að flytja meö foreldrum sínum til íslands þar sem honum hefur verið synjaö um að hafa íslenska hundinn sinn með sér, Friðbert hefur fjölda vottorða til að sanna heilbrigði hundsins en verið synjað um inn- flutningsleyfi. Er því borið við að hann komi frá yfirlýstu hundaæðis- landi og geti ekki haft hundinn í sómasamlegri sóttkví. „Þýskaland er yfirlýst hundaæðis- svæði en það virðist ekki vera nein hindrun fyrir að erlendur forstjóri fái að koma með hund með sér til landsins. Hér er um beina valdníðslu embættismanns, Páls A. Pálssonar yfirdýralæknis, á hendur syni mín- um að ræða og því er þetta brýnt mannréttindamál." DV spurði hvort Friðbert hefði ekki leitað til umboösmanns Alþingis meö mál sitt. Hann svarað neitandi þar sem hann gæti ekki beðið í heila ei- lífð eftir tilgangslausum bréfaskrift- um íslenskra embættismanna sem visuðu á hvern annan í hring. Fyrir lægi að kynna málið erlendis þar sem „íslendingar ættu ekki sérlega upp á pallborðið fyrir hjá almenningi vegna hvalamálsins.“ Hjá landbúnaðarráðuneytinu var DV tjáð að.í málum sem þessum væri treyst á faglegt mat yfirdýralæknis og ef ekki væri farið eftir því væri alveg eins hægt að segja honum upp. Ekkináðistíyfirdýralækni. -hlh Vinningstölurnar 29. október 1988 Heildarvinningsupphæð kr. 4.057.864,- Þar sem enginn var með 5 réttar tölur á laugardaginn var, færist 1. vinningur sem var kr. 1.867.421yfir á 1. vinning á laugardag- inn kemur. Bónustala + fjórar tölur réttar kr. 324.544,- skiptast á 2 vinnings- hafa kr. 162.272,- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 559.774,- skiptast á 86 vinningshafa kr. 6.5Ó9,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.306.125,- skiptast á 3225 vinningshafa, kr. 405,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. — Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 Stangaveiðifélag PatreksQarðar 30 ára: 200 veiðimenn mættu til að fagna afmælisbaminu „30 ára afmælið okkar og árshátíð tókst mjög vel, hér voru saman- komnir um 200 manns,“ sagði Gísh Þór Þorgeirsson, formaður Stanga- veiðifélags Patreksfiarðar, í samtali við DV, rétt í þann mund er veislu- gestir héldu heim af hátíðinni á laug- ardagskvöldiö. Hátíðin heppnaðist frábærlega í alla staði en hún var haldin í Félagshemili Patreksfiaröar. Það var ýmislegt til skemmtunar á þessari hátíð, skemmtiatriði, ræður og feikna happdrætti. Gísli Þór Þorgeirsson formaður útnefndi Eggert Skúlason fyrsta Gísli Þór Þorgeirssson formaöur af- hendir Eggert Skúlasyni, fyrsta heið- ursfélaga stangaveiðifélagsins, skjal frá félaginu. DV-myndir G.Bender Gísli Þór Þorgeirsson formaður hefur afhent þeim Jóhannesi Arnasyni, önnu Gísladóttur, Hjörleifi Guðmundssyni og Kóp Sveinbjörnssyni bikara sína seint á laugardagskvöldið. heiðursfélaga stangaveiðifélagsins og er Eggert vel að þeirri útnefnd- ingu kominn. Síðan voru veittir bikarar fyrir stærstu laxana á sumrinu. Hörleifur Guðmundsson fékk bikar fyrir stærsta laxinn á maðk, en hann veiddi 14 punda lax í Laxá í Dölum. Kópur Sveinbjörnsson fékk sýslu- mannsbikarinn, fyrir stærsta laxinn veiddan innan sýslunar, þó var lág- marksstærð 10 pund. En Kópur veiddi 12 punda lax í Fjarðarhornsá. Síðan var veittur bikar þeirri fé- lagskonu er veiddi stærsta lax á stöng og kom hann í hlut Önnu Gísla- dóttur sem veiddi 13 punda lax í Laxá í Dölum. í lokin var veittur bikar fyrir stærsta laxinn veiddan á flugu og fékk hann Jóhnnes Árnason fyrir 22 punda lax, veiddan í Laxá í Dölum. Hátíðin tókst vel í alla staði, góð skemmtun og hljómsveit, skreyttir salir og margar veiðisögur sagðar. G.Bender Deilt um skjald- armerki á Alþingi Skjaldarmerkið á Alþingishúsinu kom til umræðu í sameinuðu Alþingi í gær þegar umræða var um þingsá- lyktunartillögu Árna Gunnarssonar. í tillögunni stingur Árni upp á að íslenska skjaldarmerkinu frá 1944, ásamt skjaldberum, veröi komiö fyr- ir á Alþingishúsinu í staö merkis Kristjáns konungs níunda. Sagði Árni vera tímabært fyrir íslendinga að koma upp sínu eigin merki á þess- um stað. Stuttar en heitar umræður urðu um málið og mæltu þeir Þorvaldur Garðar Kristjánsson og Eiður Guðnason gegn tillögunni. Eiður sagði að tillagan væri ekki skynsam- leg enda sæi hann ekki hvert hún myndi leiða okkur því ef hún næði fram að ganga þyrfti að fara að taka niður ýmis minnismerki sem minntu á dönsk yfirráð og nefndi hann til danska kónginn sem stendur fyrir utan glugga forseta. Skúli Alexandersson sagðist hins vegar styðja tillöguna enda orð í tíma töluð. Tillögunni var vísað til alls- herjarnefndar að lokinni umræðu. SMJ Umboðsmaöur Alþingis: Ákvarðanir Birgis teknar til umfjöllunar Það er ljóst að lektorsveitingin umdeilda í stjórnmálafræði við Há- skóla íslands mun koma til kasta umboðsmanns Alþingis. Þeir Ólafur Þ. Harðarsson og Gunnar H. Kristj- ánsson hafa ákveðið aö skjóta sínu máli til umboðsmanns en auk þess er hugsanlegt að Björn S. Stefánsson sendi einnig inn kæru. Þeir sóttu all- ir um stöðuna sem Hannes Hólm- steinn fékk sem kunnugt er. Að sögn Ólafs Þ. Harðarsonar hef- ur umboðsmanni ekki enn verið sent bréf en það væri þó ætlunin. Þar verði farið fram á athugun á rétt- mæti ákvörðunar Birgis ísleifs. Að sögn Björns hefur hann enga ákvörðun tekið enn um að skjóta sínu máh til umboðsmanns en hann játaði að það kæmi til álita. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.