Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1988, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1988, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988. 13 Hverjir eru gjaldþrota? IDV18. okt. er sagt frá helstu gjald- þrotum ársins, sem orðin eru ali- mörg, og þar er m.a. neftit gjaldþrot Hótel Arkar í Hverageröi, sem Helgi Þór Jónsson byggöi fyrir rúmum tveimur árum fyrir eigin reikning. Hótelið var boðið upp á nauðungaruppboði 6. okt. sl. og var hæsta tilboðiö frá Hótel Örk hf., kr. 230 miftj. kr. Uppboðshaldarinn, Þorgeir Ingi Njálsson, fulltrúi sýslumannsins á Selfossi, hefur nú hafnað þessu til- boði og tekið því næsthæsta sem var 200 millj. kr. Þessu vUl eigandi Hótel Arkar og hluthafi í Hótel Örk hf. ekki una og hefur vísað úr- skurði fiúltrúa sýslumanns til Hæstaréttar. í DV17. okt. er viðtal við Markús Sigurbjömsson lagaprófessor um KjaUaiinn Guðmundur Jónsson bóndi, Kópsvatni „Það er e.t.v. ekki óeðlilegt þó að ein- hverjir spyrji, hvort framkvæmd þess- ara laga sé ekki eins markviss og æski- legt væri af hálfu stjórnvalda.” þetta mál og telur hann tilboð Hót- el Arkar hf. ekki óeðlilegt ef það stendur. Lög um gjaldþrotaskipti Þama vaíoia þó ýmsar spuming- ar. Það er einmitt gnmdvallaratriði, sem fá verður svar við, hvort Hótel Örk er gjaldþrota eða ekki, en eig- andinn Helgi Þór Jónsson virðist enn ekki hafa viðurkennt í verki að svo sé. Til þess aö fá svar við þeirri spumingu er rétt að líta á 1. gr. laga um gjaldþrotaskipti frá 1929 með síðari breytingum sem hljóðar svo: „Bú.einstaklings, firma eða félags er skylt að taka til gjaldþrotaskipta: 1. Ef þess er krafist af þeim, er tel- ur sig ekki geta að fullu staðið í skilum við lánardrottna sína og á ekki nægilegt fé til greiðslu skulda sinna. 2. Eftir kröfu lánardrottins um bú manns, er strokið hefur af landi brott eða felur sig, að því er ætla má sökum skulda, enda sé hætta á því, að dráttur á gjaldþrota- skiptum baki lánardrottnum tjón. 3. Eftir kröfu lánardrottins, ef hann sannar með árangurs- lausri aðfór eða löghaldsgerð, eða með játningu skuldunauts, 0 að bú hans hrökkvi eigi fyrir Hótel Ork í Hveragerðl. skuldum. - Hver sá atvinnurek- andi eða kaupmaður - þar með talin félög, firmu eða einstakir menn, er reka verslun, útgerð, siglingar, verksmiðjuiðnað eða einhvem slíkan atvixmurekstur - sem stöðvað hefur greiðslu á skuldum sínum, enda sjái hann fram á það, að hann geti ekki greitt þær að fullu, og fjárhagur hans versnað síöasta reiknings- ár, er skyldur til þess að gefa bú sitt upp til gjaldþrotaskipta." Markviss framkvæmd? Nú er það svo að mörg þau gjald- þrot, sem fréttir hafa borist af, eru mjög stór og varðandi Hótel Örk er talið að Helgi Þór Jónsson skuldi þar um 150-200 millj. kr. umfram eignir. Að vísu virðist Helgi Þór trúa því að kraftaverk muni gerast sem bjargar málunum, en eftir því hafa kröfuhafarnir beðið nú í tvö ár og raunar skiljanlegt að biðlund þeirra sé nú senn á þrotum. Þess vegna má spyija hvort Helga Þór sé ekki nú þegar skylt aö gefa bú sitt upp til gjaldþrotaskipta og jafnvel þótt fyrr hefði verið. En það er rétt að líta aðeins betur í lögin um gjaldþrotaskipti: „38. gr. Þrotamaður ber ábyrgö á þeim hluta skulda sinna, er ekki fást greiddar við gjaldþrotaskiptin, 10 ár eftir að skiptum lýkur. - 39. gr. Brot gegn ákvæðum 5. málsgr. 1. gr. varða sektum eða fangelsi." Þaö er e.t.v. ekki óeölilegt þó að einhver spyrji hvort framkv^emd þessara laga sé ekki eins markviss og æskilegt væri af hálfu stjóm- valda, því aö miklir almannahags- munir eru í veði ef illa tekst til. En það er líka rétt að líta aðeins á stofnun Hótel Arkar hf. sem Helgi Þór stofnaöi ásamt fjómm öðmm venslamönnum 2. febr. á þessu ári. Nú segir svo í 3. gr. laga um hlutafé- lög - að bú stofnanda megi eigi vera undir gjaldþrotaskiptum, og í framhaldi af þvi má spyrja hvort hlutafélagið sé löglega stofnað og þar með hvort tilboð þess í Hótel Órk fái staðist aö lögum. Þannig má spyrja margra spurninga sem mikilvægt er aö fá svarað en það verður ekki reynt hér frekar aö sinni. . Guðmundur Jónsson Ef hundurinn gæti sagt: „Ég er hundur“ kynsjúkdómnum I lesendabréfi DV 28.9. sl. skrifaði hneykslaður leikhúsgestur undir fyrirsögninni: „Svona er hræsnin á íslandi". Bréfritari segir m.a.: „Á meöan þjóðsöngvar okkar og Ráð- stjómarríkjanna vom leiknir í Laugardalnum skömmu fyrir landsleikinn fræga, rauk allsnak- inn dóní inn á leikvanginn. Fyrir allmörgum árum bauð Þjóðleikhúsið (leikhússtjóri S.E.) landsmönnum upp á að allsnakinn maður kæmi upp á senu öllum að óvörum. Þetta átti að vera listrænt. Þá rauk lögreglan ekki til og góm- aði dónann. Svona er hræsnin á íslandi. Klám er sýnt í sjónvarpi. Ef einhver myndsóði telur það vera í anda listarinnar, þá má þjóðin þola argasta klám. Mæður og feður ætla að ærast ef einhver öfuguggi flettir sig klæðum á almannafæri, að ekki sé talaö um ef stúlkuböm hafa séð dónann. Svona er hræsnin á íslandi" (Stytt tilvitn. lýkur). Enginn eðlismunur Ég get heldur ekki séð að það sé neinn eðlismunur á nakta karlin- um á senunni hjá Þjóðleikhússtjóra og nakta karlinum á senunni hjá Kvennalistakonunni með söng- leikahópinn og bera karlinum á Laugardalsvellinum, nema að hann var handtekinn af lögregl- unni og stungið í tukthús fyrir vik- ið. En bem karlarnir á senu Þjóð- leikhússins fengu greiöslu fyrir dónaskapinn, og þar að auki var greiðslan veitt að hluta til af al- mannafé. Vandamálið er að spillingin kem- ur að ofan, frá stjómvöldum. Al- menningur þrýstir á í eigin veik- leika, en það er stjórnvalda að setja mörkin. Islensk sfjómvöld í skjóli Alþingis hafa neytt landslýð til að horfa á samfarasenur í sjónvarpi og þannig ráðist að sómasamlegri háttvísi og friðhelgi heimilanna. Kjallarinn Ásdís Erlingsdóttir húsmóðir í Garðabæ Skyldi bamciklámsmyndefnið vera á næsta leiti? Samanber lesenda- bréf í DV 24.10. sl. efitir fr. Ingi- björgu Jóhannsdóttur. Ef stjóm- völd í skjóli Alþingis vilja láta gott af sér leiða þá eiga þau að skylda RÚV og Stöð 2 að klippa myndefnið tfi. Fólk, sem geðjast að nekt og samfarasenum, getur haft það út af fyrir sig og borgað sjálft fyrir þá ánægju sína hjá einkaframtakinu. Brenglað siðferðismat Eins og allir vita þá hefur land- læknisembættið í skjóli heilbrigð- isráðherra látið gera samfarasenu- mynd og framleiðsla myndefnisins og sýningargjöld í sjónvarpi eru borguð af almannafé. Þetta brengl- aða siöferðismat embættismann- anna þarf að stoppa af. Enginn heil- brigður einstakhngur lætur sér detta í hug að nekt og samfarasen- ur í sjónvarpi á heimilum lands- manna komi í veg fyrir útbreiðslu kynsjúkdómsins Aids, eða séu t.d. vel tU þess fallin að: 1) Hlúa að skírlífi og sjálfsvirðingu fólksins í landinu. 2) Að hommar og lesbíur leiti sér fræðslu og lækninga. 3) Að nekt og samfarasenur efli aðhaldssemi hjá ungviðinu í kynferðismálum. í blaðaviðtali við landlækni í sam- bandi við uppátæki hans sagði hann m.a. að unga fólkið hafi ekki tekið inyndsenunni Ula, en það væri eldra fólkið sem væri óánægt. Við hveiju bjóst hann? Ekki sat hann lítill drengur eða unglingur við hlið foreldra sinna að horfa á samfarir karls og konu eins og ekkert væri um að vera. Á þeim tíma gerðu stjómvöld grein- armun á góðu og slæmu siðferði á almannafæri. Foreldrar, og þá sér- lega mæður, veittu aðhaldssemi að ungviðinu í siðferðismálum. Ef uppátæki þessara embættismanna er gott siðferði, hvað er þá ekki gott siðferðismat? Dýrin smjatta og sötra þegar þau næra sig, sum sleikja sig þegar þau þrífa sig og gera stykkin sín og eðla sig frammi fyrir fólki. Verða dýrin fyrirmynd í gerð næstu myndsenu embættismannanna til að spoma gegn kynsjúkdómnum Aids? Guð ísraels er fyrsti fatahönnuður mannkyns og það er af Guði fyrir sett að mannkynið hylji nekt sína og kynmök. Skyni gæddu vemnni er gefið að geta látið á móti sér, m.a. að stjóma kynhegðun sinni, sem dýrum er ekki gefið. BiUy Gra- ham prédikari skilgreinir vel mun- inn á mannkyni og dýrakyni er hann segir: „Ef hundurinn gæti sagt: Ég er hundur, þá væri hann ekki hundur“. (Bók Billys, Heimur í báli). Frú Ásdís Erlingsdóttir „Verða dýrin fyrirmynd í gerð næstu myndsenu embættismannanna Aids?“ spyr greinarhöfundur. til að spoma gegn „Vandamálið er að spillingin kemur að ofan, frá stjórnvöldum. Almenning- ur þrýstir á í eigin veikleika, en það er stjórnvalda að setja mörkin.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.