Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1988, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1988, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988. 3 Fréttir Vinnumarkaðurinn: Ekkert lát á uppsögnum „Þaö hafa þegar tvö stór fyrir- tæki tilkynnt um uppsagnir til okk- ar. Þaö eru Hraðfrystihús Keflavík- ur og Flugleiöir," sagði Óskar Hall- grímsson hjá Vinnumálaráði fé- lagsmálaráðuneytisins er DV ræddi við hann. Uppsagnir hjá ofangreindum fyr- irtækjum eiga að taka gildi nú um mánaðamót. Um 100 starfsmönn- um verður sagt upp hjá Hraðfrysti- húsinu í Keflavík og 40-50 hjá Flug- leiðum. Óskar sagði að fleiri fyrirtæki væru í farvatninu hvað viðkæmi uppsögnum á starfsfólki. Von væri á staðfestingu uppsagna frá einu fyrirtæki úti á landi. Ekki kvaðst Oskar vilja nefna það fyrirtæki þar sem starfsfólk þess fengi ekki upp- sagnirnar fyrr en um mánaðamót- in. -JSS Byggingafélagiö hf: Smiðir fá uppsagnir Byggingafélagið hf. í Kópavogi sagði níu smiðum upp störfum fyrir helgina. „Þama er aðeins um öryggisráð- stöfvm að ræða ef stjómmálamenn- imir skyldu halda áfram þeim fárán- lega leik sem þeir hafa leikið að und- anfómu," sagði Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Byggingafélags- ins hf. „Það er enginn samdráttur hjá okkur en iðnaðarmenn hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest og okkur þótti rétt að hafa vaðið fyrir neðan okkur ef ástandið fer enn versnandi. Þjóðfélagið er á húrrandi niðurleið og við ætlum ekki að fara með því,“ sagði Ólafur. „En ég geri alls ekki ráð fyrir að þessar uppsagn- ir komi til framkvæmda.“ Byggingafélagið hf. er nú með 63 íbúðir í smíðum við Rauðarárstíg. „Það hefur gengið frekar illa að selja þær. Við höfum ekki selt nema 30-35% þeirra. Þetta er búið að vera steindautt þetta árið,“ sagði Ólafur. -JSS Fjárfesting ríkis- sjóðs úr böndunum - vaxtagjöld ríkissjóðs hækkuðu um 62% Fjárfesting ríkissjóðs fyrstu níu mánuði ársins er 6407 milljónir kr. og hefur hækkað um 42% á milli ára eða að raungildi um 20%. Þetta ger- ist þrátt fyrir að í fjárlögum hafi.ver- ið stefnt aö því að halda fjárfestingu niðri. Átti aukningin á milli ára að- eins að nema raunaukningu. Þá hefur hækkun vaxtagjalda rík- issjóös orðið um 62% á milli ára 1987 og 1988 en það er hækkun að raun- gildi um 29%. Þar munar mest um vaxtagreiðslur af yfirdráttarskuld í Seðlabanka sem hækkar um 1100 milljónir. -SMJ Mikið úrval af tískukápum frá ýmsum löndum LAUGAVEGI 66, SIMI 25980 _ Stórkostleg verðlækkun á KYOLIC, japanska hvítlauknum, í kjölfar beinna innkaupa Hylki, hylki m/ lesitíni eða töflur Fljótandi bæði með og án hylkja Nýjar umbúðir KYOLIC — eini alveg lyktarlausi hvítlaukurinn KYOLIC — 2ja ára kælitæknivinnsla (20 mán. + 4 mán.) sem á engan sinn líka í veröldinni KYOLIC — hefur meiri áhrif en hrár hvítlaukur KYOLIC — er gæðaprófaður 250 sinnum á framleiðslu- tímanum KYQLIC — á að baki 30 ára stöðugar rannsóknir japanskra vísindamanna KYOLIC — lífrænt ræktaður í ómenguðum jarðvegi án tilbúins áburðar eða skordýraeiturs Öll önnur hvítlauksframleiðsla notar hita- meðferð Aðvörun: Hiti eyðileggur virk og viðkvæm efnasambönd og hvata í hvítlauk. Þrátt fyrir fullyrðingar um hið gagnstæða verka allir aðrir framleiðendur hvítlauks- afurðir sínar við háan hita til að þurrka hvítlaukinn og fjarlægja lykt eða þá að inni- hald er mestmegnis jurtaolíur annarra jurta, s.s. sojabaunaolía. Wakunaga, japanska rannsóknarmiðstööin, sem ræktar og framleiðir KYOLIC hvítlauk rekur eina af þremur stærstu rannsóknarmiðstöðvum t Japan. Þar eru eingöngu notaðir ströngustu alþjóðlegir rann- sókna- og framleiðslustaðlar, s.s. G.L.P. Good Laboratory Practices og G.M.P. Good Manufacturing Practices. KYOLIC - enginn samjöfnuður undir sólinni - gæði, heilnæmi og heilsubót Helstu sölustaðir heilsu- og lyfjaverslanir Heildsölubirgðir: Logaland, heiidverslun, Símar 1-28-04 og 2-90-15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.