Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1989, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1989, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989. Fréttir Þórir Lárusson, formaður Borgarafiokksins í Reykjavík: Eigum ekki að fara í stjómarsamstarf ið - Borgaraflokkuiinn hefur fundið sterkan mann 1 Reykjavík „Ég tel að það hefði átt að hætta þessum stjómarmyndunarviðræð- um áður en þing hófst. Þegar Stein- grímur ákvað aö halda þessa efna- hagsræðu sína á þingi mátti hverjum manni vera ljóst að það var engin alvara í þessum tilraunum af hálfu stjórnarinnar. Það er því mín sann- færing í dag að Borgaraflokkurinn eigi ekki að ganga til samstarfs við þessa ríkisstjórn og það er trú mín að af því verði ekki,“ sagði Þórir Lárusson, formaður Borgaraflokks- ins í Reykjavik! 'i f' I r - En nú heldur þingflokksformaöur ykkar því fram að ekki, hafi verið fullreynt? „Það er búið að slíta þessum við- ræðum og ég sé ekki að það sé glóra , í því að halda þeim áfram eða taka þær upp aftur. Það væri einfaldlega til að eyöileggja flokkinn. Númer eitt, tvö og þrjú, þegar hugsaniegt var að flokkurinn færi í stjórnarsamstarf, var að hann hefði haft pólitískan ávinning út úr því. Hann var hins vegar enginn. Það sem við höfum á oddinum er auðvitað matarskattur- inn og uppstokkun ráðuneyta. Það eru í raun forsendur fyrir því að við hefjum raunverulegar stjórnar- myndunarviðræður. Þá á eftir að taka á stóreignaskattinum og skatti á skrifstofu- og verslunarhúsnæði svo ég nefni einhver dæmi.“ Flokkurinn missti flugið - Borgaraflokkurinn hefur komið illa út í skoöanakönnunum. Er hann Borgaraflokkurinn er farinn að und- irbúa sveitarstjórnarkosningar og að sögn Þóris Lárussonar, formanns Borgaraflokksins í Reykjavík, er búið að finna sterkan mann til að leiða flokkinn á móti Davíð í Reykja- vik. DV-mynd KAE búinn að tapa tiltrú fólks? „Nei, ég held það nú ekki. Hins vegar er þetta ungur flokkur og þvi miður hefur ekki verið samstaða í þingflokknum. Flokkurinn var ekki í fréttunum sem slíkur og þó að hann hafi flutt um hundrað mál á þingi þá komst hann aldrei í umræðuna. Borgaraflokkurinn missti flugiö að mörgu leyti. Ég er hins vegar sann- færður um það að ef flokkurinn hefði verið í stjórnarandstöðu í haust þá væri hann búin að vinna upp fylgi sitt aftur. En flokkur sem greiðir at- kvæði sín út og suður, hann hefur ekki tiltrú fólks. Þó aö Aðalheiöur sé hin mætasta manneskja þá hefur það komið sér illa fyrir flokkinn að hún hefur stutt ríkisstjórnina. Sama má segja um Óla Þ.“ - Eru borgaraflokksmenn á leið í Sj álfstæðisflokkinn? „Nei, borga'raflokksmenn eru ekki á leiðinni í Sjálfstæðisflokkinn. Borg- araflokksmenn eru ekki búnir að gleyma brottfór sinni úr Sjálfstæðis- flokknum og telja sig ekki eiga erindi þangað aftur. Eg sé ekki fyrir mér hvernig sættir eigi að verða á milli þessara tveggja flokka nema þá að allur þingflokkurinn gangi í Sjálf- stæðisflokkinn." Ingi Björn verði varaformaður - Varaformannsembætti flokksins er óskipað. Hvernig á að afgreiða þaö mál? „Landsfundur tók skýra afstöðu um að það eigi að vera þingmaður með því að kjósa Júlíus og það er, og var, mín skoðun að varaformaður eigi að koma úr röðum þingmanna. Mér finnst eðlflegast að það verði Ingi Björn Albertsson sem taki við þessu embætti.“ - Á Borgarflokkurinn einhverja hugmyndafræðilega framtíð fyrir sér? „Ég tel að slíkur flokkur eigi fylli- lega framtíð fyrir sér. Fijálslyndur flokkur hægra megin við miöju á framtíð fyrir sér. Sérstaklega ætti nýr flokkur að hafa byr því hann er ekki eins og gömlu flokkarnir á klafa alls konar hagsmunahópa. Spurn- ingin er hins vegar hvemig gengur að koma þessu til kjósenda og það er atriði sem Borgaraflokkurinn verður að athuga sérstaklega fyrir næstu kosningar." Höfum fundið sterkan mann - Nú styttist i sveitastjórnarkosn- ingar. Er undirbúningur ykkar haf- inn? „Við erum komnir af stað með starfsemi í sveitarstjórnarmálum. Það liggur ekki annað fyrir en að við bjóðum fram í sem flestum sveitafé- lögum. Hér í Reykjavík höfum við fundið ákaflega sterkan mann til að leiða hstann í stað Alberts. Hann hefur ekki gefiö endanlegt svar enn- þá og því get ég ekki gefið upp hver það er. Þó að Davíð sé að mörgu leyti ágætur stjórnmálamaður þá er margt sem við teljum að þurfi að breyta í Reykjavík. Hér hefur verið stjórnað af hroka og ég tel að Davíðs verði ekki minnst fyrir stjómvisku heldur hitt að honum tókst aö drepa niður miðbæinn. Framkvæmdagleð- in nú skýtur dálítið skökku við mið- að við launakjör borgarstarfsmanna. Það þarf skilyrðislaust að lagfæra þau áður en ráðist er í miklar fram- kvæmdir." -SMJ Fokkerinn liggur í snjóskaflinum utan fl jgbrautarinnar á Akureyri. DV-mynd GK Fokkerinn haf naði í snjóskaf li Standa ekki skil á skött- um þúsunda starfsmanna Samkvæmt áætlun fjármála- ráöuney tisins höfðu um 8.300 fyr- irtæki ekki skilað af sér stað- greiðslu skatta sem þau höfðu innheimt af um tvö til þrjú þús- und starfsmönnum sínum. Ráðu- neytið áætlar aö skuld þessara fýrirtæKja sé tæplega 1,5 millj- aröur króna. Ef þessi fyrirtæki standa ekki í skilum geta starfsmenn þeirra átt á hættu að verða krafðir um greiðslu á þessum skatti Til þess að koma i veg fyrir það þurfa launþegar að framvfsa launaseðl- um eða launamiöa til að sanna aö skatturinn hafi þegar verið dreginn af þeim Ólafur Ragnar Grimsson fjár- málaráðherra hefur ákveðið að loka 199 af þessum fyrirtækjum þann 15. mars hafi þau ekki gert upp skuldir sínar fyrir þann tíma. Þetta eru þau fyrirtæki sem skulda eina milljón eða meira vegna staögreiðslunnar. Að sögn Ólafs eru þetta bæði lítil og stór fyrirtæki og í ýmsum atvinnugreinum. Sum þeirra hafa ekki skilað inn staögreiðslu frá því staðgreiöslukerfiö var tek- iö upp. Fjármálaráðuneytið áætlar ákveðna skuld á þau fyrirtæki sem ekki skila inn staögreiðslu- skýrslum. Samkvæmt þessari áætlun var heildarskuld þessara fyrirtækja um 733 milljónir króna um síðustu áramót Það má hins vegar gera ráð fyrir að þegar skýrslur hafa borist frá fyrir- tælqunum muni þessi fjárhæð lækkaumalltaðhelming. -gse Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Mér virtist vélin koma eölilega niður en strax og hún hafði lent var greinilegt að eitthvað var aö og vélin virtist strax vera komin út fyrir brautina vinstra megin,“ sagði Jón Lárusson, einn af ferþegum Náttfara, Fokker-vélar Flugleiða, sem hlekkt- ist á í lendingu á Akureyrarflugvelli um klukkan 14 í gær og hafnaði í skafli skammt frá flugbrautinni. Vélin var að koma frá Reykjavík með 32 farþega. Allir sem í vélinni voru sluppu ómeiddir en skemmdir uröu nokkrar á hjólaútbúnaði nef- hjóls og fremst á skrokki vélarinnar. Skömmu áður en flugvélin lenti á Akureyri fengust þær upplýsingar hjá afgreiðslu Flugleiða þar að skyggni væri mjög lítið og það gekk á meö byljum. Einar Sigurðsson, fréttafulltrúi Flugleiða, var spurður hvort hugsanlega mætti rekja ástæöu óhappsins til þess að skilyrði hafi ekki verið nægilega góð. „Nei, alls ekki. Öll skilyrði til flugs og lendingar voru góð, bremsuskil- yrði voru góð, vindur var einungis 20 hnútar og það var nýgengiö yfir él. Öryggiskröfur okkar eru mjög stífar og reyndar erum við oftsinnis gagnrýndir fyrir að vera of stífir á þeim kröfum. Það sem gerðist var að þegar vélin var lent og komin um 100 metra inn á brautina fór hún að rása til vinstri. Þrátt fyrir tilraunir flugstjórans til að rétta vélina af tókst það ekki og hún stöðvaðist síðan í snjóskafli ekki langt frá brautinni," sagði Einar Sig- urðsson. Jón Lárusson sagöi aö farþegarnir heföu verið rólegir á meðan vélin var að stöðvast og þeir yfirgáfu hana síð- an Qg gengu að flugstööinni. Þegar vettvangsrannsókn var lokið í gær var hafist handa við að koma vélinni frá flugbrautinni en hún var það nærri brautinni að hún var lok- uð fyrir umferð stæiri véla, s.s. Fok- ker-véla Flugleiða. í gærkvöldi átti síðan að hefja nákvæma könnun á skemmdum á vélinni og viðgerð. DV Rafmagn komið í Árneshreppi Regína Thorarensen, DV, Setfosá: Eldsnemma í morgun talaði ég við mág minn, Valdimar Thorar- ensen á Gjögri, og sagði hann mér að rafmagn hefði koraið aftur á í Ámeshreppi seint í gærkvöldi og lofaði hann mjög dugnaö viögerð- armanna í því vonskuveðri sem verið hefur. Valdimar var eini maöurinn heima en sonur hans er flugvall- arstjóri á Gjögri og fór snemma út eftir því flugvél frá Amarflugi er væntanleg. Þar var allt á floti eftir rafmagnsleysið og var fólk að aðstoða hann við þrifin, allir sem gátu. Flug féll niður til Gjög- urs á mánudag og það er vont veður þegar slíkt skeöur því Am- arflugsmenn em mjög duglegir við flugið að sögn Valdimars. Koma tvisvar í viku. Ólafur Ragnar: Jón Baldvin sker niður sendi- sveina en ekki sendiherra „Minn ágæti fyrirrennari, ut- anríkisráðherrann, hafði ýmsar hugmyndir um hvemig spara mætti í launum sendisveinanna í utanrikisráðuneytinu en hafði minna hugað að því hvernig spara mætti í launum sendiherr- anna. Ég sagði við hann á fundi að samkvæmt þvi gildismati sem við viljura leggja i þessa aðgerð verði fyrst bytjað á sendiherrun- um áður en kemur að sendisvein- unum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármáiaráðherra með- al annars á fundi sínum með for- svarsmönnum ríkisstofnana þar sem hann kynnti aukiö eftirlit með ríkisrekstri sem meðal ann- ars beinist að um 4 prósent niður- skurði á öllum launum. „Á sama hátt segi ég við for- svarsmenn ríkisspítalanna; við skulum fyrst skoða þau gífurlegu fríðindi i ferðapeningum, náms- leyfum og dagpeningum sem læknamir hafa vissulega samiö rnn en þarf að lækka áður en ráö- ist er aö launum sjúkraliðanna. Ef við beinum þessum spamaöi fyrst og fremst að þeim sem minna mega sín í ríkiskerfinu fær þessi aðgerð ekki þann lýöræðis- lega grundvöll sem hún þarf aö ha£a.“ *gse Grindavík: á móti bjór Ægir Már Karisaon, DV, Suðumesjum: , JÉg er mjög svekktur yfir þessu öllu saman því ég bjóst aldrei við þessari niðurstööu," sagöi Ámi Bjöm Bjömsson, veitingamaöur í Grindavík, sem ætlaöi að opna veitingastað meö bjórsölu 1. mars nk. Ámi sagði í samtali við DV að bæjarfulltrúar í Grindavík hefðu ákveöið að taka ekki afstöðu í þessu máli fyrr en eftir sex mán- uði. „Þeir gáfu mér þá skýringu að þeir vildu sjá hvernig þetta myndi ganga í öðrura lands- byggðum. Það verður erfitt fyrir mig að bíða því ég er þegar búinn að eyða einni mifijón króna í þennan staö og ætlunin var að opna síðustu vikuna í febrúar. Ég er búinn að eyða einu og hálfu ári í undirbúning og ætla ekki aö gefast upp. Ég ætla að sækja um léttvínsveitingaleyfi með mat. Þeir geta varla sett sig á móti því þar sem þegar er einn staður með slíkt leyfi hér. Það á ekki aö gera upp á milli staða með leyfi. Þá yrði ég að leita til æðri stjórnvalda en vonandi þarf ég þess ekki.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.