Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1989, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1989, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989. B L AÐ BURÐARFÓLK 00 ófáwrvo (dd/lA REYKJAVIK Safamýri, oddatölur Ármúla 1-9 Kleppsveg 62-100 Hjallaveg 1-15 Kambsveg 1-13 Leifsgötu Egilsgötu Bleikargróf Blesugróf Jöldugróf í % ^ Í AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022 VIÐTALSFUNDIR MENNTAMÁLARÁÐHERRA í GRUNNSKOLUM REYKJAVÍKUR 16. FEBRÚAR TIL 4. APRÍL 1989 Svavar Gestsson menntamálaráðherra mun halda viðtalsfundi með skólastjórum, foreldrum og kennur- um í grunnskólum Reykjavíkur. Markmiðið með fundunum er að gefa fólki tækifæri á að reifa hugmyndir sínar og skoðanir í uppeldis- og menntamálum. Menntamálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins mun skýra frá því helsta sem á döfinni er í þessum málaflokkum þar. Viðtalsfundir í framhaldsskólum borgarinnar verða haldnir síðar. Fyrsti fundurinn verður haldinn í Hagaskóla fimmtu- daginn 16. febrúar kl. 20.30 fyrir skóiastjóra, foreldra og kennara í: Austurþæjarskóla Grandaskóla Hagaskóla Melaskóla Landakotsskóla Tjarnarskóla Vesturþæjarskóla Næsti fundur verður haldinn í Laugarnesskóla þriðju- daginn 21. febrúar kl. 20.30 fyrir skólastjóra, kennara og foreldra í: isaksskóla Langholtsskóla Laugalækjarskóla Laugarnesskóla Vogaskóla Æfingaskóla KHÍ Þriðji fundur verður haldinn í íþróttahúsi Seljaskóla þriðjudaginn 7. mars kl. 20.30 fyrir skólastjóra, for- eldra og kennara í: Breiðholtsskóla Fellaskóla Hólabrekkuskóla Seljaskóla Ölduselsskóla Fjórði fundur verður haldinn í Hvassaleitisskóla fimmtudaginn 16. mars kl. 20.30 fyrir skólastjóra, for- eldra og kennara í: Álftamýrarskóla Bústaðaskóla Breiðagerðisskóla Fossvogsskóla Hlíðaskóla Hvassaleitisskóla Réttarholtsskóla Fimmti fundur verður haldinn í Árbæjarskóla þriðju- daginn 4. apríl kl. 20.30 fyrir skólastjóra, foreldra og kennara í: Árbæjarskóla Ártúnsskóla Foldaskóla Selásskóla Menntamálaráðuneytið Utlönd Afganistan frá 1984, fær hlýjar móttökur við komuna til Símamynd Reuter Boris Gromov herforingi, yfirmaður sovéska heraflans Sovétríkjanna í gær. Styðja skæru- liðana áfram Síðustu sovésku hermennirnir yfirgáfu Afganistan í gær. Sovét- menn hafa hvatt bæði stjórn Naji- bullahs forseta og skæruliða til að leggja niður vopn og binda endi á borgarastyrjöldina sem nú geisar í landinu. Eftir níu ára og sjö vikna stans- lausar tilraunir til að ná fram hern- aðarlegri lausn í þessu stríðshrjáða Mið-Asíuríki virtist sem áskorun stjórnvalda í Moskvu um vopnahlé félli í grýttan jarðveg. Eftir að síðasti sovéski hermaður- inn yíirgaf landið hétu Bandaríkin áframhaldandi stuðningi við skæru- liða sem beijast nú við stjórn Naji- bullah sem ekki getur lengur látið Sovétmenn beijast fyrir sig. „Stuðningur okkar við andspyrnu- hreyfinguna heldur áfram,“ sagði Charles Redman, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins. „Markmið okkar hafa ekki breyst. Markmið okkar hefur verið að styðja sjálfsákvörðunarrétt Afgana og það mun áfram vera markmið okkar.“ Boris Gromov herforingi, yfirmað- ur sovéska heraflans í Afganistan síðan 1984, fylgdi síðustu fjögur- hundruð hermönnunum úr eitt- hundrað og fimmtán þúsund manna herliði, yfir Amu-Darya ána og inn í Sovétríkin fimm mínútum fyrir há- degi aö staðartíma í gær. Gromov var um borð í síðasta öku- tækinu í fimmtíu bíla lest. Öll farar- tækin voru sveipuð rauðum fánum og borðum. Gromov fór út úr bílnum á miðri „vináttubrú" milli landanna tveggja og gekk yfir. Hann leit ekki til baka og þurfti að þerra augu sín. Koma Gromovs til sovéska landa- mærabæjarins Termez markaði endalok þátttöku Sovétríkjanna í stríði sem kostaði þau fimmtán þús- und mannslíf og þrjátíu og sjö þús- und særða. Áætlað er að um ein milljón Afgana hafi fallið í stríðinu. „Við höfum fullnægt alþjóðlegri skyldu okkar allt til loka,“ sagði Gromov, sem er fjörutíu og fimm ára, við athöfn sem fram fór Sovét- megin við landamærin. Fyrir Afganistan þýðir brottfór sovéska hersins einungis að runnið er upp nýtt skeið í átökum sem hó- fust árið 1978 þegar hófsöm vinstri stjórn var hrakin frá í byltingu kommúnista. Sovétmenn hvöttu í yfirlýsingu öll lönd til aö hætta að senda vopn til Afganistan, að meðtöldum Banda- ríkjunum og Sovétríkjunum. Sovétmenn hafa hingað til sagt að það sé samningsbundin skylda þeirra að senda vopn til stjórnarinn- ar í Kabúl en að vopnasendingar Bandaríkjamanna til skæruliöa séu brot á samningnum sem gerður var í Genf fyrir tæpu ári. Nú munu innan við tíu sovéskir hernaðarráðgjafar vera í landinu auk um tvö hundruð og fimmtíu sendiráðsstarfsmanna. Reuter Mestu bardagar frá upphafi Hermenn og harðlínumenn virtust í gærkvöldi virða viðkvæmt vopnahlé eftir að í gær urðu blóðugir bardagar um yfirráð yfir svæðum kristinna manna í Líbanon. Fimmtíu manns biðu bana og eitt hundrað og tíu fór- ust. Hermennirnir og kristnir félagar þeirra úr „Líbönsku sveitunum" sem er eins konar varaher, skiptust á skotum í tólf klukkustundir og gerðu svæði kristinna að orrustuvelli. Kveikt var í tugum bíla og göturnar fylltust af járnarusli, ónýtum raf- magnsvírum og öðru braki. Flestar byggingar í hverfi kristinna í austurhluta Beirút og úthverfum þess eru skemmdar og svartar eftir gífurlegt sprengjuflóð en talið er að fimmtán sprengjur hafi sprungið á hverri mínútu meðan á þessu stóð. Bardagarnir í gær eru hinir verstu síðan borgarastyijöldin í Líbanon braust út fyrir tæpum fjórtán árum. Yfirmaður hers múhameðstrúar- manna setti sveitir sínar í viðbragðs- stöðu til að geta komið kristna vara- hernum til hjálpar. Var þetta fyrsta merkið um samvinnu kristinna og múhameðstrúarmanna síðan klofn- ingur varð vegna stjórnarkreppu síð- astliðið haust. Stjórn kristinna manna í Líbanon er mjög andvíg varaherliði eins og því sem kristnir menn hafa komið sér upp. í Jerúsalem gerðist það í gær að háttsettur aðstoðarmaður Shimonar Peres, aðstoðarforsætisráðherra ísraels, hitti fulltrúa Palestínu- manna af hemumdu svæðunum. Er þetta í fyrsta skipti sem jafnháttsett- ur maður í ísraelsstjórn ræðir við Palestínumenn sem eru hlynntir PLO. Reuter Gífurlegt tjón varð á byggingum í hverfi kristinna manna i Beirút í gær. Þá urðu hörðustu bardagar frá þvi borgarastyrjöldin hófst fyrir tæpum fjórt- án árum. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.