Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1989, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1989, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989. Útiönd Handtekinn vegna ránsins á Boeynants Júgóslavi hefur veriö handtekinn af frönsku lögreglunni vegna gruns um aðild að ráninu á Paul Vanden Boeynants, fyrrum forsætisráðherra Belgíu, að því er tilkynnt var í morg- un. Talsmenn lögreglunnar sögðu að Júgóslavinn, sem býr í Belgíu, hafi verið með 150 þúsund svissneska franka á sér í þúsund franka seðlum. Verið er að bera saman númerin á seðlunum viö númerin á þeim seðl- um sem greiddir voru í lausnargjald fyrir forsætisráðherrann á mánu- dagskvöld. Talið er að lausnargjaldið hafi numið allt að 2,5 milljónum doll- ara. Vanden Boeynants var rænt í bíl- skúr við heimili sitt í Brussel þann 14. nóvember síðasthðinn og var hann í haldi hjá mannræningjunum í mánuö. Hann kvaðst hafa verið hlekkjaður og með hettu yfir höfðinu í fangavistinni. Boeynants sagðist aldrei hafa séð andlit mannræningj- anna né heyrt þá tala. Kvaðst hann viss um að þeir væru atvinnumenn, þeir hafi skipulagt mannránið vel og verið vel vopnum búnir. Reuter Bandaríski teiknarinn Lurie telur að nú sé verulega farið að hitna undir John Tower, varnarmálaráðherraefni Bush forseta. Þingmenn hafa verið mjög aðgangsharðir við Tower vegna orðróms um drykkjuskap og kvenna- far. Undir þessari mynd vill Lurie hafa textann: „Ekki hafa áhyggjur John - við erum bara að varpa svolitlu Ijósi á fortíð þína.“ Hungurverkfalli lokið í S-Afríku Fangar í fangelsi í Jóhannesarborg hafa aflýst hungurverkMli, sem þeir voru í, eftir að ríkisstjórnin gaf í skyn að flestir þeirra eitt þúsund póhtísku fanga, sem eru í haldi án þess að hafa fengið réttarhöld, verði látnir lausir, að sögn lögfræðinga. „Við höfum ákveðið að hætta hungurverkfalli okkar,“ sagði í yfir- lýsingu sem rúmlega eitt hundrað fangar sendu frá sér í morgun. Lögfræðingar um tvö hundruð annarra fanga sem voru í hungur- verkfalh í öðrum fangelsum hittu í morgun Adriaan Vlok dómsmálaráð- herra. Kathleen Satchwell lögfræðingur sagði eftir viðræðurnar við Vlok að lögfræðingar ættu von á að flestir fanganna eitt þúsund verði látnir lausir. „Okkur skilst á ráðherranum að jafnvel meirihluti fanganna verði lát- inn laus,“ sagði hún á fréttamanna- fundi. Hópur nítján fanga hóf hungur- verkfah fyrir tuttugu og fjórum dög- um og síðan hafa um þrjú hundruð fangar til viðbótar slegist í hóp þeirra. Margir höfðu verið í haldi án þess að hafa fengið réttarhöld í mál- um sínum í meira en tvö og hálft ár. Neyðarlögin leyfðu slíkt. Reuter Umsjón Ólafur Arnarson og Ingibjörg Bára Sveinsdóttir Vopnaðir hermenn á verði á Sri Lanka þar sem kosið var í gær. Simamynd Reuter Flokkur forsetans sigurvegari Þjóðarflokkurinn á Sri Lanka, flokkur Premadasa forseta, hafði í morgun hlotið 57,6 prósent atkvæða þegar búið var að telja í 41 kjör- dæmi. Flokkurinn leiddi í hinum 119 kjördæmunum. Harðasti andstæö- ingurinn, Frelsisflokkur Bandarana- ike, hafði aðeins hlotið 33,5 prósent atkvæða. Að minnsta kosti þrjátíu og átta manns höfðu verið drepnir í gær þegar kjörstöðum var lokað eftir fyrstu þingkosningar í landinu frá 1977. Ahs biðu fjögur hundruð manns bana í' kosningabaráttunni sem var sú blóðugasta í sögu lands- ins. Af ótta við átök milli stuðnings- manna hinna ýmsu frambjóðenda settu yfirvöld á útgöngubann á með- an á atkvæðatalningu stendur. Öflugur vörður var settur við stjórn- arbyggingar. Kosningastarfsmenn áætla að kosningaþátttaka hafi verið rúmlega 50 prósent en á mörgum stöðum í suðurhluta landsins, þar sem vinstri sinnaðir skæruhðar herja, var kosn- ingaþátttakan aðeins 25 prósent. Reuter Vilja viðræður utanlands Stjóramálaflokkar í E1 Salvador stungu upp á Guatemala, Costa á þriðjudaginn. I lokayfirlýsingu kváðust í morgun vera reiöubúnir Rica eða Mexíkó sem fundarstað á fundarins voru allir íbúar E1 til viðrasðna við skæruhða í Mex- raánudag. Salvador hvattir til að ganga að íkó eða einhverju nálægu landi í En þrátt fyrir þessar deilur um kjörborðinu þann 19. mars. næstu viku um tillögu þeirra um fundarstað virðist sem tillaga í gær geröu bæði vinstri sinnaðir frestun kosninga. skæruliða náí ekki fram að ganga. og hægri sinnaðir skæruliðar í E1 Upprunalega hugmyndin var sú Duarte forseti og herinn hafa lýst Salvador árásir á byggingar and- að fulltrúar skæruliða kæmu til yfir andstöðu sinni við hana og stæöinganna. Fjórir menn særöust San Salvador á morgun til að út- Duarte tókst að halda tillögunni í árásunum. skýra áætlun sína. Stjórnmála- utan við umræöurnar á toppfundi flokkarnir höfnuðu þessu og forsetaMið-Amerikuríkjasemlauk Níu létust er hús hrundi Björgunarmenn meö hunda fundu í morgun tvö lík í rústum byggingar sem hrundi við sprengingu í Toulon í Frakklandi síðdegis í gær. Alls hafa fundist níu lík en lögreglan segir að fimm manns sé enn saknað. I nótt fannst ungur maður á hfi eftir að hafa legið undir rústunum í átta klukkustundir. Byggingin, sem var frá átjándu öld, hrundi við sprengingu sem varð vegna gasleka að því er tahð er fuh- víst. Þijátíu manns meiddust og þar af þrír alvarlega. í byggingunni voru skrifstofur og tannlæknastofa. Sprengingin var svo öflug að vegfar- endur lyftust upp og gluggarúður í nálægum húsum brotnuðu. íbúar í nágrenninu voru fluttir á brott vegna mikhs gasleka. Fyrir minna en mánuði þurfti að flytja íbúa sama hverfis á brott vegna gasleka. Niu manns biðu bana er átjándu aldar bygging hrundi I Toulon i Frakklandi i gær. Fimm manns er enn saknað. Slmamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.