Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1989, Síða 11
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989.
11
Utlönd
Rithöfundar
Rithöfundurinn Salman Rushdie
hefur frestað Bandaríkjafór sinni
vegna hótana Khomeinis íransleið-
toga og múhameðstrúarmanna um
að drepa hann. Hefur þeim sem frem-
ur morðið verið heitið milljónum
dollara.
Þriggja vikna fór hins indverska
rithöfundar til Bandaríkjanna átti að
hefjast um helgina. Hann mun nú
halda kyrru fyrir í Englandi undir
öflugri lögregluvernd.
Það sem veldur reiði múhameðs-
trúarmanna er að í draumi einhverr-
ar persónu í bókinni umræddu,
Söngvar Satans, voru gleðikonur
nefndar nöfnum eiginkvenna Múha-
meðs. Khomeini lýsti Rushdie rétt-
dræpan á þriðjudag og í gær bauðst
íranskur klerkur til að greiða hverj-
um þeim útlendingi sem myrti Rush-
die milljón dollara. Ef írani fremdi
verknaðinn fengi hann 2,6 milljónir
dollara. Háttsettir menn í útgáfufyr-
irtækinu Viking Penguin hafa einnig
fengið morðhótanir vegna útgáfu
bókarinnar.
Rithöfundasamband Bandaríkj-
anna og deild Bandaríkjamanna inn-
an alþjóðlega rithöfundasambands-
ins Pen hafa lýst yfir harmi sínum
vegna hótana Irana. En bókmennta-
gagnrýnEuidi í San Francisco segir
að bókin sé ekki aðeins guðlast held-
ur einnig ólesanleg. Nú er verið að
prenta 50 þúsund eintök af henni í
Bandaríkjunum og búið er að panta
23 þúsund í viðbót.
Breskir rithöfundar og útgefendur
hafa hvatt bresk stjórnvöld til að
grípa til aðgerða gegn íran vegna
hótananna gegn Rushdie. Leikrita-
höfundurinn Harold Pinter var fyrir
sendinefnd er aíhenti mótmælabréf
á skrifstofu Margaret Thatcher for-
sætisráðherra í gær.
Stjórnmálamaður hefur farið fram
á að endurskoðuð verði samskipti
Bretlands og írans og í leiðurum
bresku dagblaðanna er breska
stjórnin og bandamenn hennar í Evr-
ópu hvött til að standa saman gegn
yfirvöldumiíran. Reuter
AÐALFUNDUR
Hf. Eimskipafélags íslands verður haldinn
í Súlnasal Hótel Sögu
fimmtudaginn 16. mars 1989,
og hefst kl. 14.00.
------- DAGSKRÁ ----
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. grein
samþykkta félagsins.
2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhluta-
bréfa.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram
á aðalfundi, skulu uera komnar skriflega
í hendur stjórnarinnar eigi síðar
en sjö dögum fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir
hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa
á skrifstofu félagsins í Reykjavík
frá 9. mars til hádegis 16. mars.
Reykjavik, 15. febrúar 1989
STJÓRNIN
mótmæla
morðhótunum
Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman fyrir framan breska sendiráðið í
Teheran og hrópuðu ókvæðisorð gegn Bretlandi og Bandarikjunum. Efnt
var til mótmælanna eftir að ayatollah Khomeini lýsti því yfir að rithöfundur-
inn Rushdie væri réttdræpur. Simamynd Reuter
Lögreglumaður á verði í London við fyrirtækið sem gefur út bók Rushdies.
Simamynd Reuter
DDNUIPUR - I0GGINGG5UAR
Febrúartilboð
Dúnúlpur
á böm, unglinga og fullorðna,
verð frá kr. 3.950,-
Jogginggallar
börn, unglinga og fullorðna,
verð kr. 1.990,-
Sendum í póstkröfu
»hummél *
SPORTBÚÐIN “
Ármúla 40, Rvik, simi 83555.
Eiðistorgi 11, 2. hæð, Seltj. simi 611055.
unirjiianiiiHBiiiM
Stefnubreyting
í máli Norfhs
Steimum Böövarsdóöir, DV, Washington;
Enn á ný hefur orðiö stefiiu-
breyting i Iran/kontra vopnasölu-
hneykslinu í Bandarikjunum og
virðast fyrstu réttarhöldin í málinu
vera komin á skrið á nýjan leik.
Dómsmálaráöherra, Richard
Thomburgh, og hinn sérlegi sak-
sóknari í málinu náðu sarakomu-
lagi í gær sem, að mati ráðherra,
heldur leynilegum upplýsingum er
varða þjóðaroryggi Bandaríkjanna
leyndum á meðan á réttarhöldun-
um stendur.
Alrikisdómarinn í réttarhöldun-
um hafnaði fyrr í vikunni sam-
komulagi saksóknara og ráðherra
sem heimilaöi Thomburgh að mót-
mæla að vild notkun leynilegra
gagna í fyrstu réttarhöldunum í
þessu alvarlegasta hneykslismáli
Reaganstjómarinnar. Dómarinn
sagði aö saksóknarinn væri sá eini
er lagalega hefði slíkan rétt.
Samkvæmt hinu nýja samkomu-
lagi mun saksóknari mótmæla
notkun einstakra gagna og skjala
telji dórasmálaráðuneytið þau inni-
halda upplýsingar er stefnt geta
öryggi þjóðarinnar í hættu verði
þau lögð fram í réttarsal.
Fréttaskýrendur telja ólíklegt að
dómarinn hafni þessu nýja sam-
komulagi. Réttarhöldin yfir Oliver
North, sem ákærður er fyrir aðild
að leynilegri sölu vopna til írans
ogólögleganflutnmghluta ágóðans
til kontraskæruliðanna í Nic-
aragua, geta þar af leiðandi hafist
á morgun í fyrsta lagi eða fyrri
part næstu viku.