Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1989, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1989, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989. FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989. 17 fþróttir Ekki möguleik- ar gegn íslandi - segir Zoran Zivkovic, þjálfari Kuwait Stefan Kristjánsson, DV, Cherbourg: „Ég get alveg sagt það hreint út að Uð Kuwait á ekki nokkra mögu- leika gegn því íslenska. Við vitum það báðir að ísland er með eitt besta landsliö í heiminum í dag og það getur ekkert lið bókað sigur fyrir- fram gegn íslandi," sagði Zoran Zivkovic, hinn geðþekki þjálfari Kuwait, í samtali við DV í gær. Það var greinilegt að Zoran var ekki í skýjunum meö úrslitin gegn Rúmeníu í gær en engu að síður sagðist hann vera ánægður með leik sinna manna á köflum. Zivkovic sagði í gærkvöldi: „Mína menn skortir mikið upp á tæknina og líkamsstyrkinn. Það er erfitt fyrir okkur að eiga við sterkar þjóðir og allir leikmennirnir í liði Kuwait eru áhugamenn í handbolta. Það tekur langan tíma að gera stóra hluti með lið eins og það sem ég þjálfa í dag.“ - En nú er til nóg af peningum í Kuwait, ekki satt? „Peningar eru ekkert vandmál í Kuwait,“ sagði Zivkovic og brosti breitt. „Ég hef þjálfað landslið Kuwa- it í tvö ár og þar er mjög gott að vera. Og launin eru góð, ég get ekki neitað því.“ Þegar Zivkovic var spurður um þá möguleika sem ísland ætti í B-keppn- inni og hvort okkur tækist að verða A-þjóð á ný sagði hann: „Það er alveg greinilegt að lið íslands og Rúmeníu eru í algerum sértlokki í riðlinum og það er alveg öruggt að þau koma bæöi til með að blanda sér í barátt- una um efstu sætin í lok keppninn- ar. En hvort íslenska liðinu tekst að komast alla leið get ég ekki fullyrt um en þið eigið mjög góða möguleika þrátt fyrir að nokkrir ungir og óreyndir leikmenn hafi tekið við af eldri og reyndari landsliðsmönnum sagði Zoran Zivkovic, sem gerði Júgóslava að ólympíumeisturum 1984 í Los Angeles og að heimsmeist- urum í Sviss 1986. Guðmundur ekkert með í keppninni? - bakmeiösli í upphitun fyrir leikinn Stefan Kristjánsson, DV, Cherbourg „Ég skil ekki hvernig þetta gat gerst. Ég var að hita upp í róleg- heitum þegar ég fann að eitthvað gerðist," sagði Guðmundur Guð- mundsson eftir leik íslands gegn Búlgaríu en hann meiddist í upphit- un fyrir leikinn og gat ekkert leikið meö. Ekki er fullljóst hve alvarleg meiðsli Guðmundar eru en svo gæti farið að hann léki ekkert hér í Frakklandi. „Það var mjög erfitt að horfa á þennan leik. Strákamir voru alltof stressaðir og skutu mjög illa á mark- vörð Búlgara. Það sannaðist í þess- um leik að taugamar leika ávallt stórt hlutverk. En það voru mjög ljósir punktar í þessu. Vörnin var frábær og sömu sögu er að segja um markvörslu Einars Þorvarðarson- arsagði Guðmundur Guðmunds- son. Brjósklos eða slæm tognun Guðmundur átti erfitt með gang eftir leikinn og greinilegt að hann þjáðist mikið í bakinu. Gunnar Þór Jónsson, læknir íslenska liðsins, sagði í gærkvöldi: „Hér er annað- hvort um að ræða brjósklos eða togn- un mjög djúpt í vöðvanum. Við eig- um eftir aö skoða þetta betur og von- andi er þetta ekki alvarlegt. Líklegt er að eina ráðið sé að hnykkja vöðv- anum til. Ef við gerum það eru 10% líkur á því að Guðmundur verði verri á eftir, 40% líkur á því að hann verði jafngóður en 50% líkur á því að hann verði betri,“ sagði Gunnar Þór Jóns- son. Einar og Héoinn komu best út - sóknamýtiiig íslands 52,6 prósent Stefan Kristjánsson, DV, Cherbourg íslenska landsliðiö var með vel þokkalega nýtingu í sóknarleiknum gegn Búlgaríu. ísland fékk 38 sóknir í leiknum og skoraði 20 mörk sem gerir 52,6% nýtingu. Lið Búlgaríu fékk 39 sóknir og skoraði 12 mörk og það er 30,7% nýting. Af einstökum leikmönnum komu þeir Einar Þorvarðarson og Héðinn Gilsson best út. Einar varði 14 skot og þar af tvö víti. Einar varði 4 skot í fyrri hálfleik. Héðinn Gilsson skaut 6 skotum í leiknum og skoraði 5 mörk sem er mjög gott. Héðinn átti eitt þrumuskot í slá, fiskaöi bolta einu sinni en tap- aði bolta tvívegis. Þorgils Óttar Mathiesen skaut 7 skotum og skoraði 5 mörk. Eitt skota fyrirhðans fór framhjá og eitt var varið. Þorgils Óttar fiskaði tvö víti og tapaði bolta einu sinni. Kristján Arason skaut 9 skotum og skoraði 4/1 mörk. Tvö skot voru var- in, þar af eitt vítakast og þrjú fóru framhjá, þar af eitt í stöng. Kristján tapaði bolta einu sinni og vann hann jafnoft og að auki gaf hann 3 Unu- sendingar. Bjarki Sigurðsson skaut 8 skotum og skoraði 3 mörk. 4 skota hans voru varin og 2 fóru framhjá, þar af eitt í stöng. Bjarki tapaði einum bolta og vann annan og gaf eina línusend- ingu. Alfreð Gíslason skaut 5 skotum og skoraði 2 mörk. 2 skot voru varin og eitt fór frmhjá. Alfreð vann bolta einu sinni en tapaði bolta tvívegis. Jakob Sigurðsson skaut 2 skotum og skoraöi 1 mark, hitt skotið var varið. Jakob vann bolta einu sinni og gaf eina Unusendingu. Sigurður Gunnarsson skaut 3 skot- um óg skoraði ekki mark. 2 skot fóru framhjá og 1 var varið. Siggi tapaði bolta í tvígang og gaf eina línusend- ingu. Austur-þýsku dómaramir sem dæmdu leikinn af stakri prýði, vís- uðu íslenskum leikmönnum 4 sinn- um af veUi í 8 mínútur samtals en 3 leikmönnum Búlgaríu í samtals 6 mínútur. Geir Sveinsson, Sigurður Sveins- son og Guðmundur Guðmundsson komu ekki við sögu í leiknum tölu- lega séð. DV íþróttir b-keppninni Steián Kristjánsson, DV, Cherbourg Ánægðir íslendingar Milh 10 og 20 íslenskir hand- knattleiksunnendur eru staddir hér í Cherbourg til að fylgjast með leikjum íslenska liðsins. Um er að ræða hóp frá Samvinnu- ferðum/Landsýn. Mikil ánægja ríkir á meðal Islendinganna og hafa þeir verið landi og þjóð til sóma. Enn fleiri íslenskir hand- knattleiksunnendur eru væntan- legir til Strasbourg þar sem leik- imir í milliriðlunum fara fram. Talið er að þá munu um 40Íslend- ingar bætast í hópinn. HSÍ borgar brúsann Handknattleikssamband íslands þarf að standa straum af kostnaði við allt uppihald íslenska hðsins hér í Frakklandi. Eins og komið hefur fram í DV mætti íslenska liðiö fyrst til leiks og telja menn það hafa marga kosti í fór með sér. Liðið æfði tvívegis á keppnis- stað fyrir leikinn gegn Búlgaríu í gærkvöldi þannig að okkar menn fengu meiri tima til að aðstæðum en andstæð- Formfiðurinn skorar á Islendinga Jón Hjaltalín Magnúson, formað- ur Handknattleikssambands ís- lands, sagöi í samtali viö DV að allur undirbúningur íslenska landsliösins fyrir b-keppnina hefði veriö mjög kostnaðarsam- ur. Þegar DV ræddi við Jón Hjaltalín vildi hann nota tæki- færið og skora á einstaklinga og fyrirtæki heima á íslandi að heita fjámpphæöum á íslenska liöiö ef það naeði einu af sex efstu sætún- um hér í Frakklandi. Dauðaleit að lúðrum og kústsköftum Stuðningsmenn íslenska lands- liðsins, sem hér eru staddir, eru staðráðnir i að leggja sitt af mörk- um. Fyrir leikinn gegn Búlgaríu i gær gengu íslendingamir um miöbæinn hér í Cherbourg í leit að kústsköftum og lúðrum. Kústsköftin átti að nota í sam- bandi við marga íslenska fána sem meðferðis eru og í lúðrana verður blásið af miklum móð í komandi leikjura. Mikill áhugi í Cherbourg Gífurlegur áhugi virðist vera á meðal almennings hér í Cherbo- urg á leikjunum í c-riðh b-keppn- innar. Sala aðgöngumiða hefur gengið vonum framar og langt er síðan uppselt var á leik íslands og Rúmeniu sem fram fer á laug- ardagskvöld. Cherbourg er á norðurströnd Frakklands viö Ermarsund. Cherbourg er mikill ferðamanna- bær og þar búa um 40 þúsund manns. Víða í borginni má sjá stórar styttur af Napóleon og mörg fræg söfn eru hér tengd heimsstyrjöldinni. Loks má geta þess að í ár eru hðin 200 ár frá frönsku byltingunni. Njarðvík-B ÍR-ingar eiga góöa möguleika á að komast í úrslit bikarkeppni karla í körfuknattleik. Dregiö var til undanúrslita í gær og þar mæta þeir B-hði Njarðvikinga, sem þó er sýnd veiöi en ekki gef- in. A-liö Njarðvíkur leikur síðan við KR eða Tindastól sem eiga aö leika síðari leik sinn í 8-liöa úr- shtunum í kvöld. i kvennaflokki leikur ÍR við Hauka og Keflavík mætir Njarðvík. -VS Glæsilegur lokakafli - íslenska liðið stóðst inntökuprófið og sigraði Búlgara, 20-12, eftir 8-8 í hálfleik Stefan Kristjánsson, DV, Cherbourg Eftir mikinn hamagang og mikinn barning rúllaði íslenska landsliðið í handknattleik því búlgarska upp á lokakafla leiks þjóðanna hér í Cherbo- urg í gærköldi. fslenska hðiö vann stór- an sigur, 20-12, en ekki gekk það and- skotalaust fyrir sig. Segja má, þegar á heildina er litið, að íslenska liðið hafi staðist inntökuprófið með nokkrum ■ sóma þó svo að einkunnin hefði mátt vera örlítið hærri. Þessi sigur á örugg- lega eftir að gefa íslenska liöinu byr undir alla vængi og vonandi verður framhald á þeim leik sem íslenska liðið sýndi í síðari hálfleik gegn Búlgaríu. Ef svo fer þá er ekki nokkur vafi á því að ísland verður aftur a-þjóð í hand- knattleik áður en febrúar er allur. Það tók íslenska liðið allan fyrri hálf- leik að ná úr sér hrollinum og tauga- spennunni. Leikmenn voru mjög spenntir og gerðu hreint ótrúleg mis- tök. Það var fyrst og fremst ástæðan fyrir því að slakt hð Búlgara náði að hanga í okkar mönnum í fyrri hálfleik en ekki góöur leikur Búlgara. ísland náði aldrei yfirhöndinni Þaö er athyghsvert aö íslenska hðið náði aldrei forystu í fyrri hálfleik. Búlg- arar leiddu leikinn og komust í 0-2 í byrjun. Um miðjan fyrri hálfleikinn var staðan jöfn, 4^4, og aftur var jafnt í leik- hléi, 8-8. Sóknarleikur íslenska hðsins var afleitur í fyrri hálfleiknum ef frá er tahnn góöur kafli Héðins Gilssonar um tíma er hann skoraði þrjú mörk í röð með glæsilegum skotum. Gott upphaf síðari hálfleiks íslendingar skoruðu fyrsta markið í síð- ari hálfleiknum og þar með komust okkar menn í fyrsta skipti yfir í leikn- um. Og nú var ekki aftur snúið. Búlgar- ar jöfnuðu að vísu, 9-9, en íslendingar komust yfir, 11-9, með mörkum frá Þorgilsi Ottari og Bjarka. Síðan komst ísland í 13-10 en þá stóö allt fast hjá báðum liðum. Einar varði víti frá Búl- görum og hinum megin misnotaöi Kristján Arason víti er búlgarski mark- vörðurinn varði. í kjölfarið fylgdu brottvísanir er þeim Þorgilsi Óttari og Jakobi Sigurðssyni var vikið af lei- kvehi og íslendingar því tveimur leik- mönnum færri. Búlgarar tóku þá tvo leikmenn okkar úr umferð og Búlgarar skoruðu 11. markið. En Bjarki og Héð- inn náðu aö breyta stöðunni í 15-11 og þegar hér var komið sögu gáfust Búlg- arar upp og játuðu sig sigraða. Lokakaflinn sérlega glæsilegur Síðustu fimm mínútur leiksins voru glæsilega leiknar af íslenska hðinu en þá skoruðu íslendingar 5 mörk í röð og örmagna Búlgarar vissu ekki sitt rjúk- andi ráð. Á lokakaflanum kom berlega í ljós að íslenska liöið er í mun betri úthaldsæfmgu og sú staðreynd, ásamt frábærri markvörslu Einars Þorvarð- arsonar, lagði grunninn að kærkomn- um og öruggum sigri íslendinga. Þá má geta frammistöðu Héöins Gilssonar sem áfram heldur aö leika vel með landsliðmu. í gærkvöldi heihaði hann áhorfendur sem troðfylltu höllina í Cherbourg upp úr skónum með bylm- ingsskotum sínum sem markverðir Búlgara réðu ekkert við. Mörk íslands: Héðinn Gilsson 5, Þorg- ils Óttar Mathiesen 5, Kristján Arason 4/1, Bjarki Sigurðsson 3, Alfreð Gísla- son 2 og Jakob Sigurðsson 1. Leikinn dæmdu Austur-Þjóðverjarnir Peter Rauchuss og Rudolf Buchda og dæmdu þeir mjög vel. Uppselt var á leikinn en á hann horfðu um 2.500 áhorfendur. Einar Þorvarðarson, besti maður íslands „Fann mig mjög vel í síðari hálfleiknum“ Stefán Kristjánsson, DV, Cherbourg „Ég er sæmilega sáttur við mína frammistööu og þá sérstaklega síðari hálfleikinn. Ég fann mig þá mjög vel en fyrri hálfleikurinn hefði aö ósekju mátt vera betri,“ sagði Einar Þor- varðarson, besti maður íslenska hðs- ins gegn Búlgaríu í gærkvöldi, „Ég er ánægður með stigin tvö í þessum leik. Það var smátaugaveikl- un í þessu hjá okkur en hafa verður í huga að þetta var fyrsti leikurinn og það hefur verið gífurlega mikið álag á okkur. Það sýndi sig vel í þessum leik að ekki er hægt að bóka sigur gegn neinu hðanna fyrirfram," sagði Einar, sem ekki fékk á sig nema fjögur mörk ahan síðari hálfleikinn í gærkvöldi. Úrslitin í B-keppninni A-riðill: Danmörk-Egyptaland... Pólland-Kúba ...27-19 ...26-23 C-riðill: Rúmenía-Ku wait Ísland-Búlgaría 25-16 20-12 B-riðill: D-riðill: Frakkland-ísrael ...27-18 Sviss-Holland 22-16 Spánn-Austurríki ...18-21 V-Þýskal.-Noregur 22-17 Stefán Krisljánsson blaðamaður DV skrifar frá b-keppninni í Frakklandi „Eins og með þungt hlass á bakinu“ - íslensku leikmennirnir þungir og taugaóstyrkir í fyrri hálfleiknum, segir Guðjón Guðmundsson • Guðjón Guðmundsson: „Lið Rúmena eins sterkt og ég reiknaði með.“ ekki Steían Kristjánsson, DV, Cherbourg: „íslensku leikmennirnir léku fyrri hálfleikinn eins og þeir væru með þungt hlass á bakinu. Þeir voru þungir og taugaóstyrkir. En sigur er sigur og þessi leikur varð að vinn- ast,“ sagði Guðjón Guðmundson, hðsstjóri íslenska hðsins, kampakát- ur eftir stórsigur íslands gegn Búlg- aríu. „Okkar leikur var í raun nokkuð svipaður leik Rúmena og Kuwait- manna. Strákamir tóku sig saman í andhtinu í síöari hálfleik en Einar Þorvarðarson vann þennan leik fyrir ísland með snilldarmarkvörslu.“ - Nú sást þú lið Rúmena leika gegn Kuwait og ljóst að slagurinn um efsta sætið í riðlinum mun standa á mhh íslands og Rúmeníu. Hvernig metur þú-stöðuna eftir fyrstu leikina? „Ég verð að segja.það sem mína skoðun að mér fannst lið Rúmena ekki eins sterkt gegn Kuwait og ég reiknaði með. Þeir eru þó með mjög gott lið og leikur okkar gegn þeim verður mjög spennandi. En við tök- um hvern leik fyrir í einu og á morg- un er það Kuwait. Viö megum ekki vanmeta þá. Ég hef það á tilfmning- unni að Kuwait hafi burði til að sigra lið Búlgaríu," sagði Guðjón Guð- mundsson og vildi í lokin koma á framfæri þakklæti til þeirra mörgu stuðningsmanna sem studdu liðið dyggilega í gærkvöldi. Júlíus Jónasson „Það kom í ljós í þessum leik að viö verðum að byrja að leika af full- um krafti alveg frá fyrstu mínútu og aldrei aö gefa andstæðingunum nokkurn frið,“ sagði Júlíus Jónasson en hann var á meðal þeirra leik- manna sem hvíldu í leiknum gegn Búlgaríu í gærkvöld. „Vörnin small saman í síðari hálf- leik og markvarsla Einars. Ég get ekki neitað því að ég var óvenju- taugaóstyrkur á meðan á leiknum stóð en síðan róðist ég þegar á síðari hálfleikinn leið. En það voru gerð of mörg mistök og við hver mistök sem gerð voru uröu strákarnir ragari,“ sagði Júlíus. Auk Júlíusar hvíidu þeir Valdimar Grímsson, Birgir Sigurðsson og Hrafn Margeirsson. Davíð Sigurðsson „Mér fannst það mjög ljós punktur í þessum leik að íslenska liðið gafst aldrei upp þrátt fyrir að lukkudísirn- ar væru á löngum köflum víðs fjarri,“ sagði Davíð Sigurðsson í far- arstjórn íslenska hðsins. „Þetta var mjög erfitt hjá strákun- um en engum blöðum er um að íletta að Einar lokaði markinu í 15 mínútur og hann komst mjög vel frá þessum leik. Það er alltof snemmt aö fara að spá um hvort við náum að komast í A-keppnina. Strákarnir eru stað- ráðnir í að gera sitt besta og svo verð- um við að líta á útkomuna í lok keppninnar," sagði Davíð. Stúfar frá b-keppninni Steön Kristjánsson, DV, Cherbourg: Bandarísku dómaramír ekki boðlegír Leik Rúmena og Kuwaitmanna í gærkvöldi dæmdu dómarar frá Bandaríkjunum. Frammistaða þeirra vakti mikla athygh og get- ur ekki tahst boðleg á móti sem þessu þar sem bestu dómarapör í heiminum eiga eiu aö vera. Þeir bandarísku kunnu greinilega ht- iö til verka enda margt betra í Bandaríkjunum en handknatt- leikur. Vonandi verða þeir ekki látnir dæma leiki íslendinga hér í Frakklandi. Svona gengur þetta fyrir sig íslensku leikmennirnir eru vakt- ir á hverjum morgni klukkan átta. Þá er snæddur morgun- verður. Síðar um morguninn er fundur þar sem horft er á mynd- bandsupptökur og síöan eiga leik- menn náðuga tíma þar til etinn er hádegisverður klukkan tvö. Aftur er fundað síðari liluta dags og síðan snæða leikmenn te og ristað brauð tveimur klukku- stundum fyrir leik. Haldiö er í íþróttahöhina klukkutíma fyrir leik og eftir ieik er snædd máltíð, Síðan eiga leikmenn frí þar til klukkan ehefu að kvöldi er allir eru reknir í rúmið. Birgir stjórnaði myndbandsvélinni Myndbandsupptökur gepa miklu hlutverki á b-keppninni og víst er að íslendingar og Rúmen- ar liggja nú dag og nótt yfir myndböndum af leikjunum í gærkvöldi. Leikmenn íslenska liösins og Bogdan þjálfari hafa ekki séð Rúmenana leika frá því á HM 1986 og sömu sögu er að segja af Rúmenum. Línumaður- inn snjalli úr Fram, Birgir Sig- urðsson, var við stjórnvölinn í gærkvöldi er leikirnir í Cher- bourg voru teknir upp á vegum HSÍ. Eitthvað mikiðað hjá Spánverjunum Þegar leikmenn íslenska hðsins voru í þann mund aö yfirgefa höhina i Cherbourg bárust þær fréttir þangað aö Austurríkis- menn hefðu sigraö Spánverja í b-riöh. Bogdan landshösþjálfari var greinilega mjög hissa á þess- um úrslitum. Það er greinilega mikið að hjá Spánverjunum sem jafnan hafa verið mjög framar- lega í handknattleiknum. Tap Spánverja gegn Austurríki kem- ur sér sérlega vel fyrir heima- menn, Frakka, sem leika í riðli með Spánvcrjum. Óvænt jaf ntefli Þriðjudeildarlið Bristol City náði mjög óvænt jafn- tefh gegn 1. deildar risunum Nottingham Forest, 1-1, þegar félögin léku í gær- kvöldi fyrri leik sinn í und- anúrslitum ensku deilda- bikarkeppninnar í knatt- spyrnu - í Nottingham. Paul Mardon kom Bristol yfir seint í leiknum en rétt fyrir leikslok skoraði einn varn- armanna hðsins, John Pender, sjálfsmark og jafn- aði metin fyrir heimamenn. Atkinson ráðinn Eins og ráð var fyrir gert var Ron Atkinson í gær ráð- inn framkvæmdastjóri Sheífield Wednesday í staö- inn fyrir Peter Eustace sem sagt var upp starfinu í fyrra- dag. Atkinson stjórnar lið- inu án samnings út þetta keppnistímabil. Jafnt í Lissabon Belgar náðu dýrmætu stigi af Portúgölum, 1-1, þegar þjóöirnar mættust í 7. riðli undankeppni HM í Lissabon í gærkvöldi. Paneira kom heimahðinu yfir en vara- maðurinn Marc van der Linden jafnaði fyrir Belga sjö mínútum fyrir leikslok þegar hann ætlaöi að senda boltann fyrir markið frá hægri kanti! -VS Naumt hjá Fram Fram mætti Stjömunni í 1. deild kvenna í Digranesi í gær- kvöldi og vann nauraan sigur, 14-12. Fram var ávallt fyrri til að skora þó munurinn væri ekki mikill. Staðan í hálfleik var 9-5. í síðari hálfleik fór Fram að slaka á og gengu Stjömustúlk- ur á lagið með Erlu Rafnsdóttir í fararbroddi. En tíminn dugöi þó ekki og sigur Fram var staðreynd. Kolbrún, markvörður Fram, varði eins og bersekur og bjarg- aði hði sínu frá tapi. Hún varði alls 15 skot. Erla Rafnsdóttir var atkvæðamest bjá Stjörnunni með ahs 5 mörk. Mörk Stjömunnar: Erla 5, Helga 3, Ingibjörg 2, Guðný og RagnheiÖur 1 hvor. Mörk Fram: Guöríður 5, ðsk 3, Arna 2, Ingunn, Sigrán, Margrét og Hafdís 1 hver. • Haukahðið kom ákveðið til leiks gegn FH og var yfir mest allan fyrri hálfleikitm. Undir lok hans náöi FH sér á strik og var yfir, 11-8, í hálfleik. FH skoraði síðan hvert markið af ööru úr hraðaupphlaupi í byrjun síðari hálfleiks og vann leikinn meö 11 marka mun, 26-15. Mörk Hauka: Margrét 6, Elva 4, Hrafiihildur og Þórunn 2 hvor, Steinunn 1. Mörk FH: Rut 8, Arndís 4, Eva og Ingibjörg 3 hvor, Kristín, Heiða og Björg 2 hver, Berglind og María 1 hvor. -ÁBS/EL Sex ný í 4. deild Það verða 32 félög með í 4. deildarkeppninni í knatt- spyrnu í sumar, jafnmörg og í fyrra. Þó hafa sex ný bæst við í stað fjögurra sem hætta en mismunurinn ligg- ur í því að fimm fóru upp í 3. deild en aðeins þrjú féllu í staðinn. Riðlar 4. dehdar eru flmm og eru þannig skipaðir: A-riðhl: Ægir, Fyrirtak Skotfélag Reykjavíkur, Njarðvík, Augnabhk, Ögri og Stokkseyri. B-riðih: Bolungarvík, Ern- ir, Fjölnir, Snæfell, Geishnn og Haukar. C-riðih: Víkingur Ó„ Bald- ur, Léttir, Árvakur, Hafnir, Skallagrímur og Ármann. D-riðill: TBA, HSÞ-b, Æsk- an, SM, UMSE-b, Efling, Neisti frá Hofsósi, og Hvöt. E-riöill: Leiknir F„ Sindri, KSH og Höttur. Ögri og Fjölnir úr Reykja- vík, Baldur frá Hvolsvelh, TBA frá Akureyri og SM úr Eyjafirði hafa ekki áður tek- ið þátt í íslandsmóti og Stokkseyri er með á ný. Hætt frá í fyrra eru Hvat- berar, Höfrungur, Vaskur og Neisti frá Djúpavogi. Tvö Uö komast að þessu sinni í 3. deild, eitt af suö- vestur-svæði (ABC), og eitt af norðaustur-svæði (DE). -VS Gvrmar Sveinbjömssan, DV, EnglaiKÍi: Arnljótur Davíðsson lék í gær með varahði Crystal Palace er það tapaði, 1-4, fyrir varaliði Totten- ham. Frekar Mtið fór fyrir honum í leiknum, hann fékk fáar sending- ar til að vinna úr og var tekinn út af í síðari hálíleiknum. Einar Páll Tómasson gat ekki leikið með Palace vegna meiðsla. Með Totten- liam léku frægir kappar á borð við Paul Walsh, Clirxs Fairclough, Mitchell Thomas og Bohby Mimms. íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni verður með kynningu á BOCCIA á heilsuvikunni í Kringlunni í dag, fimmtudag, kl. 16.30 og kynningu á borðtennis föstudaginn 17. febrúar kl. 17.30. Munið getraunanúmer félagsins 121.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.